Morgunblaðið - 15.09.1992, Side 15

Morgunblaðið - 15.09.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 15 Aftur til handraðans? eftir Leif Sveinsson i Upphaf bankaaldar Þann 1. júlí 1886 tók Lands- banki íslands til starfa við Bakara- stíg í Reykjavík. í ritinu „Lands- banki íslands 100 ára — svip- myndir úr aldarsögu“, er út kom í Reykjavík 1986 segir svo m.a. á bls. 9, en þar er átt við ástandið í landinu fyrir 1886: „Vegna skorts á peningastofnunum var hið litla fé, sem til var í landinu dreift um byggðir landsins. Lá ónotað í handraðanum og ávaxtaði sig ekki.“ Nú virðist stefna stjórn- valda að hverfa aftur til handrað- ans, eða svo er a.m.k. að skilja á áfangaskýrslu nefndar þeirrar, sem falið var að semja drög að frumvarpi til laga um skattlagn- ingu eigna og eignatekna (Afangaskýrsla, mars 1992, hand- rit). II Spariskírteini ríkissjóðs Með lögum nr. 70 frá 1962, 21. gr., var sparifé gert skattfijálst með nánari skilyrðum þó. Þóttu þetta góð tíðindi hjá sparifjáreig- endum, en enn meira framfaraspor var stigið þann 20. nóv. 1964 með lögum nr. 59 um útgáfu verð- tryggðra spariskírteina, sem einn- ig voru skattfrjáls á sama hátt og spariféð. Menn áttuðu sig ekki alveg strax á þessu fyrirbæri, spariskírteinunum, en Aron Guð- brandsson í Kauphöllinni kynnti þetta sparnaðarform svo duglega, að þau stóðu yfirleitt afar stutt við í Seðlabanka íslands, voru rif- in út eins og sagt er. Nokkrar hjáróma raddir töluðu um gjald- þrot ríkissjóðs Danmerkur árið 1813, en þær þögnuðu fljótt, menn treystu því, að ríkissjóður Islands væri ávallt aflögufær, þegar að innlausn skírteinanna kæmi. En nú vill fímmmannanefndin, er fjár- málaráðherra skipaði þann 18. nóv. 1991 binda endi á skattfrelsi sparifjár og þar með spariskírtein- anna. Allar _ auglýsingarnar frá Seðlabanka íslands og Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa reyndust þá haldlausar eftir allt saman. Þó ber að geta þess, að í spariskírtein- unum eru ákvæði þess efnis, að „Alþingi getur að sjálf- sögðu sett lög um skatt- skyldu hinna ýmsu sparnaðarforma, en lög geta ekki verkað aftur fyrir sig. Þess vegna hljóta öll spariskírteini, sem gefin hafa verið út fram að gildistöku nýrra skattalaga að vera skattfrjáls allt til þess tíma að lengsti inn- lausnarfrestur er lið- inn.“ skattaleg meðferð fari eftir lögum á hveijum tíma. Eftir stendur þó, að þessir sölu- aðilar blekktu fólk til kaupanna með auglýsingum sínum um skatt- frelsi skírteinanna, ótímabundið. Alþingi getur að sjálfsögðu sett lög um skattskyldu hinna ýmsu sparnaðarforma, en lög geta ekki verkað aftur fyrir sig. Þess vegna hljóta öll spariskírteini, sem gefin hafa verið út fram að gildistöku nýrra skattalaga að vera skatt- frjáls allt til þess tíma að lengsti innlausnarfrestur er liðinn. Geti menn eigi treyst auglýsing- um söluaðila ríkisverðbréfa, þá myndast trúnaðarbrestur milli þegnanna og ríkisins, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Nú gengur illa að selja spariskírteini ríkissjóðs með 6,5% vöxtum og skattfrelsi. Hvernig halda menn þá að gangi að selja þau, ef þau verða skatt- skyld og vísitölutrygging e.t.v. afnumin líka? III Hernámið kveikti verðbólgubálið Allt frá hernámi íslands 10. maí 1940, þar til útgáfa spariskír- teina hófst í nóvember 1964 brann sparifé landsmanna á báli verð- bólgunnar. Hrikalegast kom þetta við gamla fólkið, sem sparað hafði saman á löngum starfsferli og hugði gott til elliáranna, en greip í tómt. Með útgáfu spariskírtein- anna og skattfrelsi sparifjár sýndi löggjafinn þó á sér lit að bæta þessu fólki upp skaðann. Skaðinn er þó langt frá því bættur enn og því er eigi tímabært að skatt- leggja sparifé. Húsnæðissparnað- arreikningar hafa reynst farsælt sparnaðarform á Norðurlöndum og ber að vara við því áð afnema skattfrelsi í sambandi við þá. IV Lokaorð Þegar prófessor Ármann Snæv- arr kenndi okkur laganemum refsirétt árið 1950 fórust honum orð eitthvað á þessa leið: „Á Al- þingi sitja 52 þingmenn og eru að reyna setja landsmönnum lög. Utan múra þinghússins búa 143921 og dunda við það nótt sem nýtan dag að reyna að bijóta þau lög, sem 52-menningarnir setja.“ Lítið hefur breyst á fjórum ára- tugum. Mál er að linni þessari áráttu og Alþingi setji mönnum það sanngjörn skattalög, að þegn- arnir treysti sér að fara eftir þeim. Ógæfulegt er að hverfa aftur í handraða 19. aldarinnar. Taka heldur undir með Jóni Magnússyni skáldi en hann orkti árið 1944: Litla þjóð, sem átt í vök að veijast vertu ei við sjálfa þig að beijast. P.s. íbúar íslands voru 143973 þann 1. des. 1950. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Tónleikar, listsýningar, leikhús, ópera, skemmtanir, íþróttakappleikir, veitingahús, næturlíf og að sjálfsögðu frábærar verslanir eru dæmi um það sem Stórborgastiklur okkar geta veitt lífsglöðum íslendingum. Við sjáum um að skipuleggja ferðina eftir þörfum hvers og eins. Auk þess sem þetta er upplagt tækifæri fyrir einstaklinga má minna á að sífellt færist í vöxt að stærri og minni hópar fari til útlanda til að gera sér dagamun svo sem vinnuhópar, saumaklúbbar, íþróttafélög o.s.frv. Hafið samband og kannið alla möguleikana! (4 dagar, 3 nætur) 30.750 kr. (4 dagar, 3 nætur) Önnurjrábar helgartilboð: Lúxemborg 31.300 kr. Kaupmannahöfn 34.500 kr. Osló 32.900 kr. Stokkhólmur 37.900 kr. París 33.100 kr. Hamborg 32.000 kr. Frankfurt 31.500 kr. New York 37.900 kr. Baltimore/ Washington 37.000 kr. Vikustiklur (8 dagar, 7 ruetur) London 47.800 kr. Amsterdam 50.200 kr. (Gildir frá 1. sept. - 31 .okt.) 46.400 kr. (Gildir frá 1. nóv. - 31. des.) Glasgow 39.070 kr. Lúxemborg 42.300 kr. Kaupmannahöfn 48.960 kr. Oslo 55.400 kr. Stokkhólmur 74.000 kr. París 48.200 kr. Hamborg 52.800 kr. Frankfurt 48.500 kr. New York 60.500 kr. Baltimor e/ Washington 53.700 kr. *l verði er innifalið flug, gisting í tvíbýli og morgunverður (nema í New York og Baltimore/Washington). Verð miðast við staðgreiðslu, gengi og flugverð 9. sept. 1992. Verð er án flugvallaskatta.^ Athugið að verðtilboð þessi gilda í mislangan tlma. Leitið nánari upplýsinga hjá okkur! (4 daaar. 3 nætur) FLUGLEIÐIR KMFARKORT FIF ™ ýyúsi, -jyl*).! SaniviniiiiíepðirLamlsýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 -1 34 90 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Slmbréf 96 - 2 40 87

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.