Morgunblaðið - 15.09.1992, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
25
Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Island, EB og EES
Iumræðum um þátttöku
okkar íslendinga í Evr-
ópska efnahagssvæðinu á
Alþingi í síðustu viku lýsti
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, þeirri skoðun sinni að
þegar samningurinn um
EES hefði gengið í gildi,
gæti hann ekki séð nokkurn
ávinning af inngöngu í Evr-
ópubandalagið sem réttlætti
aðild íslands að því.
Forsætisráðherra sagði
jafnframt að hann gerði ekk-
ert með það sem menn hefðu
sagt að íslendingar ættu
fremur að vera í bandalaginu
vegna þess, að innan þess
gætu þeir haft áhrif. Hann
kvaðst telja þau áhrif af-
skaplega lítil eðli málsins
samkvæmt og að þau væru
ekki þess virði að kaupa
þau. Davíð Oddsson bætti
því við, að í hjarta sínu væri
hann algerlega andvígur
inngöngu í Evrópubandalag-
ið. Ef og þegar hin EFTA-
ríkin gengju í EB mundi
EES-samningurinn breytast
í tvíhliða samning við ísland
með öllum þeim ávinningi,
sem íslendingar teldu sig
hafa við gerð hans.
Sérstök ástæða er til að
fggna þessum yfirlýsingum
Davíðs Oddssonar. Hann
hefur áður talað á sama veg
en tæpast jafn skýrt og af-
dráttarlaust og nú og á þann
hátt, að enginn getur verið
í nokkrum vafa um, hver
afstaða forsætisráðherra og
formanns Sjálfstæðisflokks-
ins er.
Andstæðingar EES-
samningsins hafa haldið því
fram að þátttaka í Evrópska
efnahagssvæðinu væri ekk-
ert annað en áfangi á leið
til fullrar aðildar að EB.
Morgunblaðið hefur ítrekað
lýst þeirri skoðun, að EES-
samningurinn fullnægi þörf-
um okkar Islendinga og að
aðild að EB væri óhugsandi
að óbreyttum aðstæðum.
Davíð Oddsson talaði á sama
veg í þingumræðunum á
Alþingi í síðustu viku. Óhætt
er að fullyrða, að þetta er
afstaða meginþorra þing-
manna stjórnarflokkanna.
Það er líka rétt, sem Dav-
íð Oddsson sagði í umræðun-
um í síðustu viku, að ef við
gerumst ekki aðilar að EES
mun þrýstingur á inngöngu
í Evrópubandalagið aukast.
Þess vegna eru andstæðing-
ar EES-samningsins að
vinna gegn eigin markmið-
um með því að leggjast gegn
þátttöku okkar í Evrópska
efnahagssvæðinu. Aðild að
því er bezta tryggingin fyrir
því, að umsókn um aðild að
Evrópubandalaginu sjálfu
komi ekki á dagskrá.
í umræðunum á Alþingi
hefur ekkert komið fram,
sem veikt hefur röksemdir
og málflutning talsmanna
EES. Þvert á móti hafa
umræðurnar leitt glögglega
í ljós, að andstæðingar EES-
samningsins og efasemdar-
menn hafa ekki rök fyrir
sínu máli. Þeir eru í ná-
kvæmlega sömu stöðu og
andstæðingar og úrtölu-
menn EFTA-samningsins
fyrir rúmum tveimur áratug-
um.
Kostir EES-samningsins
eru ótvíræðir fyrir okkur ís-
lendinga. Þótt við tökum
vissa áhættu með þessari
samningsgerð er hún mjög
takmörkuð miðað við þann
hag sem við höfum af samn-
ingnum. Yfirlýsing Davíðs
Oddssonar á Alþingi er fagn-
aðarefni öllum þeim sem
telja að þátttaka í EES dugi
okkur og að EB-aðild komi
ekki til greina. Hún ætti líka
að draga úr áhyggjum þeirra
sem hafa snúizt gegn EES
á þeirri forsendu að með
samningnum væri stefnt að
inngöngu í EB. Svo er ekki,
eins og forsætisráðherra
hefur undirstrikað rækilega.
Þrennt getur átt þátt í því
að rífa íslenzkt atvinnulíf
upp úr þeim öldudal sem það
er í. Þar ber fyrst að nefna
aukinn fiskafla, í annan stað
byggingu nýs áivers og í
þriðja, en ekki síðasta lagi,
aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu, sem mun eiga
drjúgan þátt í að auka hér
hagvöxt á næstu árum. Það
væri fjarstæða að hafna
þeim tækifærum, sem bjóð-
ast með þessum samningi.
Evrópska efnahagssvæðið
Mikilvægt fyrir vísindi,
tækni og atvinnulíf
Þriðja rammaáætlun EB 1990-1994*
Svið Pjárframlag EB 1990-94
(MECU)**
1. Upplýsingatækni 1352
2. Pjarskiptatækni 489
3. Flutningsþjónusta fyrir uppl. á vegum símastofnana 380
4. Iðn- og efnistækni (áður BRITE/EURAM í 2. rammaáætluninni) 748
5. Mælingar og prófanir 140
6. Umhverfisranns. (áður STEP/EPOCH í 2. rammaáætluninni) 414
7. Hafrannsóknir (áður MAST í 2. rammaáætluninni) 104
8. Líftækni 164
9. Rannsóknir á sviði landbúnaðar, fiskveiða og -vinnslu 333
10. Læknisfræði- og heilbrigðisrannsóknir 133
11. Rannsóknir í líffræðigreinum m.t.t. þróunarlanda 111
12. Rannsóknir á öðrum orkugjöfum en kjarnorku (áður JOULE) 157
13. Öryggiíkjarnorkuvinnslu 199
14. Beislun kjarnasamruna 458
15. Mannauður (human capital and mobility) (áður SCINECE) 518
Samtals MECU 5700
Samtals MÍKR 433200
* Samkvæmt EES-samningi verða EFTA-ríkin fullgildir aðilar að öllum neðangreindum
rannsóknaáætlunum nema kjarnorkurannsóknaáætlunum nr. 13 og 14.
** Milljónir Evrópumyntar.
eftir Ólaf G.
Einarsson
I þeirri fjölmiðlaumræðu sem átt
hefur sér stað um samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið hefur
lítið borið á umfjöllun um þann
þátt hans sem frá langtíma sjónar-
miði má telja hvað eftirsóknarverð-
astan ávinning fyrir íslenskt samfé-
lag, þ.e. þýðingu hans fyrir upp-
byggingu vísinda og tækni. Þessi
g^ein er skrifuð til að vekja at-
hygli á mikilvægi samningsins fyrir
þessa grundvallarþætti islenskrar
menningar og atvinnulífs.
Eins og alþjóð er kunnugt hafa
margir af okkar fremstu vísindamönn-
um stundað sitt framhaldsnám við
ýmsar af virtari háskóla- og rann-
sóknastofnunum bæði í Evrópu og
Ameríku. Dýrmæt þekking sem þessir
menn hafa flutt heim með sér hefur
skipt sköpum í þróun atvinnulífs og
velferðar. Jafnfrámt er framhalds-
menntun íslenskra vísindamanna er-
iendis nauðsynleg forsenda þess að
Islendingar geti lagt sitt af mörkum
í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Þrátt fyrir að íslenskir fræðimenn
hafi tekið virkan þátt í alþjóðlegu vís-
indasamstarfi, mismikið þó eftir hög-
um lands og lýðs, takmarkar smæð
íslenska vísindasamfélagsins og fjárs-
kortur vissulega möguleika til slíkrar
alþjóðlegrar samvinnu. Við mótun vís-
indastefnu er ætíð mikilvægt að hafa
í huga að vísindi skipuleggja sig ekki
eftir landamærum þjóðríkja og fyrir
fámennar þjóðir er mikilvægt að eiga
sem greiðastar leiðir inn í alþjóðlegt
vísindasamstarf. í þessu tilliti nemur
EES-samningurinn nýtt land fyrir ís-
lenskt vísindasamfélag og næsta
eftir Halldór
*
Armann Sigurðsson
bann 11. þessa mánaðar átti Eirík-
ur Jónsson „Bylgjumaður" snaggara-
legt viðtal á Stöð 2 við hæstvirtan
menntamálaráðherra, hr. Ólaf G. Ein-
arsson. Eiríkur innti ráðherrann m.a.
eftir því hvort ekki væri verið að eyði-
leggja Háskólann með niðurskurði
fjárveitinga til hans og hvort ráðherr-
ann óttaðist ekki að hans yrði minnst
sem niðurbrotsmanns, mannsins sem
eyðilagði háskóla þjóðarinnar. Ráð-
herrann kvaðst þvert á móti vera að
vinna uppbyggingarstarf, þjóðin yrði
að láta af óráðsíu sinni og starf sem
að því miðaði horfði til framtíð-
arheilla. Þeta svar er með þeim en-
demum að því verður ekki með góðu
móti látið ómótmælt.
Leikhús fáránleikans
Vissulega þarf að koma lagi á rík-
isfjármálin og víst verða ráðamenn
þjóðarinnar að láta af því ábyrgðar-
leysi sem þeir hafa tamið sér í með-
ferð á fjármunum almennings. En
bragarbót í þessum efnum verður
ekki gerð með því að tálga Háskólann
inn að og inn úr beini og það hefði
maður haldið að sjálfur menntamála-
ráðherrann vissi manna best. Hvernig
sem á er litið er Háskóli íslands lang-
samlega ódýrasti háskóli sem um get-
ur í okkar heimshluta. Það er því út
í hött að tala um að stemma stigu
við „óráðsíu þjóðarinnar" í Háskól-
skrefið er að landnemarnir komi sér
þar fyrir.
EES-samningnrinn og aðild að
rammaáætlun EB
EES-samningurinn kveður á um
fulla aðild Islands að rammaáætlun
EB á sviði rannsókna og þróunar eigi
síðar en 1. janúar 1994 en auk þess
er gert ráð fyrir að frá og með 1.
janúar 1993 verði fsland fullgildur
aðili að u.þ.b. helmingi undiráætlana
rammaáætlunar EB. Rammaáætlanir
EB eru heildaráætlanir til ákveðins
tíma um rannsóknir og þróun, einkum
á sviði raunvísinda og tækni. Annarri
rammaáætluninni lauk í árslok 1991
en þá tók við þriðja rammaáætlunin,
sem gildir frá 1990—94. Fjórða
rammaáætlunin mun væntanlega taka
gildi á árinu 1994. Innan rammaáætl-
unar er fjöldi undiráætlana um rann-
sóknir á tilteknum afmörkuðum svið-
um sem fram koma í meðfylgjandi
töflu.
Til einföldunar má líkja ramma-
áætlun EB við einn risastóran evr-
ópskan rannsóknasjóð sem skiptist í
deildir (undiráætlanir) eftir viðfangs-
efnum og ákveðnum vísindapólitískum
markmiðum. Samkvæmt EES-samn-
ingi geta rannsóknastofnanir, fyrir-
tæki og vísindamenn hvar sem er á
Evrópska efnahagssvæðinu sótt um
styrk úr viðkomandi sjóðum rammaá-
ætlunarinnar til rannsókna og þróun-
arverkefna, enda sé ætíð a.m.k. einn
umsækjandi frá hveiju EB-ríki.
Reikna má með að framlag íslands
til rammaáætlunarinnar á næsta ári
komi til með að kosta u.þ.b. 30 millj.
ísl. kr. en verulega hærri styrkir ættu
að geta fengist til baka úr sjóði
rammaáætlunarinnar til íslenskra að-
ila sem taka þátt í EB rannsóknaverk-
efnum. Reynsla íslendinga af aðild
„Sannleikurinn blasir
við. Nú þegar hefur
verið gengið hættulega
langt í „sparnaði“ í
Háskólanum og enn
frekari „hagræðing“ í
rekstri skólans er þjóð-
inni stórháskaleg. Ekki
á næsta fjárlagaári, en
áður en öldin er liðin.
Nú sem aldrei fyrr ligg-
ur lífið við að stórefla
Háskólann.“
anum. Það er sisvona eins og að fá
ólæknandi mein í hægri höndina og
ætla sér að ráða á því bót með því
að höggva af sér þá vinstri.
Mjög hefur verið deilt á niðurskurð-
inn í heilbrigðiskerfinu. En þar er
kostnaðurinn þó sambærilegur við það
sem tíðkast í ýmsum grannlöndum
okkar. Að tiltölu er Háskólinn hins
vegar u.þ.b. helmingi til fjómrn sinn-
um ódýrari en aðrir háskólar á Norð-
urlöndum. Til fróðleiks má líka geta
þess að kostnaðurinn við Háskólann
er u.þ.b. sjöttungur af kostnaðinum
við styrkjakerfi búsmalans í landinu.
Og samt á að „spara“. Þetta er með
þeim ólíkindum að minnir helst á leik-
hús fáránleikans.
að slíkum alþjóðlegum sjóðum er yfir-
leitt mjög jákvæð og sem dæmi má
nefna að á árinu 1991 fengu íslend-
ingar 7% af ráðstöfunarfé Norræna
iðnaðarsjóðsins í sinn hlut en greiddu
1% af heildaframlagi til hans.
Ávinningur EES-samnings fyrir
vísindi
Rétt er að taka fram að þátttaka
í rammaáætiun EB kemur ekki í stað
neins, heldur er hún viðbót við þróttm-
ikið alþjóðlegt vísindasamstarf sem
íslendingar eiga nú þegar aðild að.
Samt sem áður má gera ráð fyrir að
aðild að rammaáætlun EB hafi eftir-
farandi ávinning í för með sér:
1. Aðild að rammaáætlun EB stó-
reykur möguleika íslenskra háskóla,
rannsóknastofnana, vísindamanna og
fyrirtækja til að fjármagna mikilsverð
rannsóknaverkefni bæði á sviði hag-
nýtra- og grundvallarrannsókna.
Jafnframt gæti aðildin orðið þessum
fyrirtækjum og stofnunum hvatning
til þess að láta meira fjármagn af
hendi rakna til rannsóknastarfsemi
en nú er raunin.
2. Þátttaka í samstarfsverkefnum
innan rammaáætlunarinnar gerir
auknar kröfur til íslenskra vísinda-
manna og eflir þar með vísinda- og
tæknistig þjóðarinnar. í þessu sam-
bandi má einnig benda á að vísinda-
menn með sameiginleg áhugasvið í
ýmsum fræðigreinum eru oft of fáir
hér á landi til þess að störf þeirra
verði þeim nægileg hvatning. Aðild
að rammaáætluninni gæti skapað ís-
lenskum vísindamönnum og rann-
sóknastofnunum nýjan og öflugri
samstarfsvettvang en nú er fyrir
hendi.
3. Aðild að rammaáætluninni veitir
íslendingum aukna möguleika á því
En „þjóðin“ er ekki í
aðalhlutverkinu
Sannleikurinn er sá' að háskólar
sem rísa undir nafni eru dýrar stofn-
anir. Það tekur áratugi að byggja upp
góðan háskóla og Háskóli íslands var
náttúrlega heldur óburðugur framan
af. I tíð viðreisnarstjórnarinnar var
hann þó efldur talsvert, mest fyrir
áhrif Gylfa Þ. Gíslasonar. En þótt
þessi ríkisstjórn viðreisnar hafi reynst
Háskólanum miklum mun betur en
flestar aðrar fór því víðs fjarri að nóg
væri að gert. Stöðvun uppbyggingar-
innar og síðan niðurrif hennar nú er
því ekkert annað en skemmdarverk.
Stjórnmálamenn hafa vissulega
eytt langt um efni þjóðarinnar fram.
Í hvers kyns bruðl og vitleysu og í
að ríghalda í fortíðarskipan sem
flestra mála. En hitt er fullvíst að
þeir hafa ekki eytt einum eyri um
efni þjóðarinnar fram í þá uppbygg-
ingu sem horfír til framtíðar og felst
í því að efla Háskóla íslands. Og svo
láta þessir menn eins og þeir hafi
hvergi riærri komið en „þjóðin“ hafi
bruðlað og á því verði að ráða bót
með því að „spara“ í Háskólanum!
Eyðileggingin
Það er hægt að eyðileggja Háskól-
ann. með ýmsum ráðum: Með því að
stöðva uppbyggingu framhaldsnáms
við skólann. Með því að hindra bó-
kakaup Háskólabókasafns. Með því
að spilla vinnufriði starfsmanna, láta
þá eyða kröftum sínum í endalaus og
algerlega ófijó nefndastörf að „sparn-
að flytja rannsóknaverkefni inn í land-
ið í stað þess að íslenskir vísindamenn
flytjist út. Þjóðin býr við öflugt námsl-
ánakerfi sem styrkir íslenska náms-
menn til náms erlendis, þ. á m. vís-
indamenn til fræðilegs sérnáms. Bent
hefur verið á aukna tilhneigingu ís-
lenskra vísindamanna til þess að setj-
ast að erlendis að námi ioknu þar eð
þá skortir starfsvettvang við hæfi hér
á landi. Fjölþjóðleg rannsóknaverkefni
innan rammaáætlunarinnar sem ís-
lenskir vísindamenn eiga aðild að geta
aukið fjölbreytni í rannsóknastörfum
hér á landi og þar með dregið úr
hættu á atgervisflót.ta héðan.
Auk þess vísindalega ávinnings sem
EES-samningurinn hefur í för með
sér styrkir samningurinn stöðu ís-
lands og annarra EFTA-ríkja í
menntamálasamstarfi við EB. Sam-
kvæmt samningnum fær ísland eins
og önnur EFTA-ríki rétt til að skipa
fulltrúa í nefndir sem stjórna COM-
ETT II og ERASMUS áætlunum.
COMETT II stuðlar að samstarfi há-
skóla og atvinnulífs á sviði tækniþjálf-
unar og ERASMUS stuðlar einkum
að nemendaskiptum á háskólastigi en
auk þess kennaraskiptum og sam-
starfsnetum háskóla. Island hefur því
í framtíðinni möguleika á að hafa
áhrif á undirbúning, skipulag 0g
stjórnun verkefna innan þessara áætl-
ana en samkvæmt tvíhliða samning-
um sem aður giltu um þessar áætlan-
ir fékk ísland aðild að fullmótuðum
verkefnum EB án no'kkurra möguleika
á því að hafa áhrif á þróun þeirra.
Ávinningur fyrir atvinnulíf
og tækni
Hátt vísinda- og tæknistig er af
flestum talin vera ein af traustustu
stoðum öflugs atvinnulífs. Þrátt fyrir
viðleitni ýmissa aðila hefur misjafn-
Halldór Ármann Sigurðsson
aðarráðstöfunum" og úthlutun allt of
lítils fjármagns til allt of margra verk-
efna. Með því að hafa rannsóknar-
stofnanir skólans í viðvarandi fjár-
svelti og hindra samskipti þeirra við
erlendar rannsóknarstofnanir. Með
því að draga úr kennslu og rýra gæði
hennnar. Með því að koma í veg fyrir
að nýir starfsmenn, með rándýra og
torsótta þekkingu frá etiendum há-
skólum, geti ráðist til starfa við skól-
ann. Og með því að sýna starfsmönn-
um skólans lítilsvirðingu og greiða
þeim svo Iág laun að það vegur að
heiðri þeirra. Allt þetta og miklu
meira til eru stjórnvöld nú að gera,
og þarf svo engum blöðum um það
að fletta að þau eru beinlínis að eyði-
leggja Háskólann.
Um laun og þorsk
I ofannefndu viðtali var einmitt vik-
ið að launakjörum háskóiakennara og
Ólafur G. Einarsson
lega gengið að flétta saman bókvit
og verkvit til eflingar starfsemi fyrir-
tækja á íslandi. Athygli vekur að í
samanburði við öflug iðnaðarþjóðfélög
á Evrópska efnahagssvæðinu, t.d.
Sviss og Þýskaland er það hlutfall
fjárframlaga sem íslensk fyrirtæki
verja _ til rannsóknastarfsemi mjög
lágt. Ýmsar ástæður hafa verið nefnd-
ar fyrir þessari litlu áherslu á rann-
sóknastarfsemi íslenskra fyrirtækja,
s.s. einhæft atvinnulíf, smæð fyrir-
tækja, úái'hagsleg afkoma o.fl.
í ýmsum undiráætlunum sem telj-
ast til rammaáætiunar EB er það
skilyrði sett að fyrirtæki og rann-
sóknastofnanir vinni saman að lausn
hagnýtra rannsóknaverkefna. Innan
rammaáætlunar EB er einnig að finna
sérstök átaksverkefni sem sérstaklega
eru sniðin að þörfum lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja en nær öll íslensk
fyrirtæki teljast til þessa hóps.
Þrátt fyrir að EES-samningurin
hafi ekki enn tekið gildi hafa allmörg
íslensk fyrirtæki sýnt áhuga á að taka
þátt í EB rannsóknaverkefnunum. Nú
þegar taka ALPAN á Eyrarbakka og
Iðntæknistofnun þátt í umfangsmikl-
um rannsóknaverkefnum með nokkr-
um virtum rannsóknastofnunum og
fyrirtækjum í Evrópu um treíjastyrk-
ingu álhluta. Einnig er verið að ganga
frá aðild Marel, Granda og Iðntækni-
stofnunar að EB rannsóknaverkefni
var ekki annað á menntamálaráðherra
að heyra en hann teldi þá bærilega
haldna, a.m.k. í heildarlaunum. Og
víst hafa einhveijir háskólakennarar
þokkalegar tekjur, með því að vera
eins og útspýtt hundsskinn á eftir
aukasporslum. En ummæli ráðherrans
gefa þó tilefni til að upplýsa að meðall-
heildarlaun félagsmanna í Félagi há-
skólakennara eru nálægt 150 þús. kr.
á mánuði og munu víst ekki gerast
öllu lægri í stéttarfélögum ríkisstarfs-
manna.
í viðtalinu lét menntamálaráðherra
einnig í ljós undrun á ummælum höfð-
um eftir háskólarektor, í þá veru að
það væri vafasamt að láta fjárveiting-
ar til Háskólans ráðast af ástandi
þorskstofnsins. En þetta er þó einmitt
kjarni málsins. Það þarf að byggja
upp framtíðarmenntun þjóðarinar, al-
veg eins og það þarf að byggja þorsk-
stofninn upp. Þetta eru þeir tveir
„stofnar" sem mestu munu ráða um
iífsafkomu þjóðarinnar á komandi
árum og það er glapræði að „ganga
á þá“ báða í einu. Og reyndar er ég
þess fullviss að menntunin skiptir til
muna meira iháli en þorskurinn,
a.m.k. til langframa. Fjölmargar þjóð-
ir komast bærilega af án þess að eiga
nokkurn þorsk, en enginn gerir það án
menntunar.
Feigðarflan inn í nýja öld?
íslendingar standa á þröskuldi tví-
sýnna tíma, með stöðugt harðnandi
samkeppni við aðrar þjóðir. Og það
sem fyrst og fremst mun ráða því
hvernig þjóðunum vegnar í samkeppn-
inni er menntunarstig þeirra, en ekki
hvort þær eiga skóg að höggva eða
þorsk að draga. Háskóli íslands geng-
ur nú til þess risavaxna verkefnis að
búa þjóðina undir átök nýrrar aldar —
„með klofinn hjálm og rifinn skjöld".
Og hvernig halda menn svo að þessum
átökum lykti? Það er ekki nóg að sam-
þykkja einhvetja lagadoðranta um
EES í sölum Alþingis, umfram allt
annað þarf að fá þjóðinni vopn mennt-
um mötun hausara með róbóta en
þetta verkefni gæti valdið straum-
hvörfum í fiskvinnslu. Samanlagður
kostnaður við seinna verkefnið er
a.m.k. 300 millj. ísl. kr. og í báðum
þessum vekefnum koma vel fram
kostir alþjóðlegs rannsóknasamstarfs,
s.s. hagkvæmni verkaskiptingar á
milli þjóða, hvetjandi áhrif samíjár-
mögnunar og gagnkvæmur aðgangur
að niðurstöðum er tryggður. Þá má
nefna svonefnt Halios-verkefni, sem
Rafboði hf. í Garðabæ er þátttakandi
í, ásamt fyrirtækjum á Spáni, Þýska-
landi og Finnlandi. Þar er um að ræða
þróun togvindubúnaðar.
Fyrir daga Evrópska efnahags-
svæðisins hafa íslensk fyrirtæki nær
enga möguleika að leita sér íjárstuðn-
ings frá EB til rannsókna- og þróunar-
verkefna. Sem dæmi um það má nefna
að þau fyrirtæki sem hér að ofan
greinir þurfa að íjármagna sína þátt-
töku með innlendu rannsóknafé sem
er af skornum skammti fyrir slík stór-
verkefni. Eftir að EES-samningurinn
tekur gildi gjörbreytist staða íslenskra
fyrirtækja í þessu tilliti. Þannig fá
íslensk fyrirtæki sömu möguleika og
fyrirtæki innan EB til að fá ij'árstuðn-
ing frá rammaáætluninni og til að
móta og stjórna einstökum rann-
sóknaverkefnum. Síðasttalda atriðið
er mjög mikilvægt í atvinnugreinum
þar sem íslendingar hafa náð miklum
árangri, t.d. í sjávarútvegi.
Af framansögðu má ljóst vera að
þau ákvæði EES-samningsins sem
fjalla um vísinda- og tæknisamstarf
geta, ef rétt er á málum haldið, verið
verulegur hvati til rannsókna og ný-
sköpunar í íslensku atvinnulífi. A tím-
um samdráttar er mikilvægt að at-
hafnamenn 0g rannsóknaaðilar noti
þau tækifæri sem EES-samningurinn
gefur og virki rammaáætlun EB til
hagsbóta fyrir rannsóknir í þágu at-
vinnulífsins hér á landi.
Skipulag vísindasamstarfsins
Menntamálaráðuneytið hefur þegar
gert ráðstafanir til þess að auðvelda
að þátttaka íslenskra rannsóknaaðila
verði sem virkust. Gert er ráð fyrir
að efla starfsemi Vísindaráðs og
Rannsóknaráðs ríkisins til þess að
takast á við þessi nýju verkefni. Þann-
ig hefur ráðuneytið fyrir sitt leyti
m.a. staðfest eftirfarandi skipulag á
þessu sviði:
1. Ráðuneytið Ijallar um fram-
kvæmdir væntanlegs EES-samnings
unarinnar í hendur að vígbúast með.
Að öðrum kosti er þátttakan í efna-
hagssvæðinu feigðarflan. Við munum
ekki eiga matvælafræðinga sem
standast erlendum starfssystkinum
sínum snúning, lyljafræðinga sem eru
færir um að þróa lyf til útflutnings,
málfræðinga og bókmenntafræðinga
sem eru þess megnugir að efla sjálfs-
virðingu okkar og vekja áhuga ann-
arra á íslenskri tungu og menningu,
lögfræðinga sem kunna nóg fyrir sér
í alþjóðarétti til að sjá við útlendum
lögfræðingum, markaðsfræðinga að
selja þorskinn. Efnilegasta unga fólk-
ið mun streyma úr landinu og háskóla-
kennarar fara á eftir því. Auðir salir
og ósetnir bekkir. ..
Þjóðhættuleg atlaga
Sannleikurinn blasir við. Nú þegar
hefur verið gengið hættulega langt í
„sparnaði" í Háskólanum og enn frek-
ari „hagræðing" í rekstri skólans er
þjóðinni stórháskaleg. Ekki á næsta
fjárlagaári, en áður en öldin er liðin.
Nú sem aldrei fýrr liggur lífið við að
stórefla Háskólann.
Málefni Háskólans eru hápólitísk
en mega þó aldrei verða að flokkspóli-
tísku þrætuefni. Sjálfstæðisflokkurinn
fer nú með stjórn mennta- og fjár-
mála og það fer ekki hjá því að mönn-
um detti í hug að hann hafi breyst í
sérstakan ijandaflokk mennta og þar
með unga fólksins í landinu. Vonandi
má þó ætla að einlæga velunnara
Háskólans sé enn að finna í röðum
sjálfstæðismanna. Ég lýk þessum orð-
um með því að heita á áhrifamenn í
öllum stjórnmálaflokkum að hrinda
þeirri þjóðhættulegu atlögu sem nú
er gerð að Háskóla íslands og sjá til
þess að blaðinu verði snúið við. Það
þarf ekki minna heldur miklu meira
fé til Háskólans.
Höfundur er dósent við Háskólann
og varaformaður Félags
háskólakennara.
á þeim sviðum sem snerta vísinda-
mál. Ráðuneytið hafi stjórnsýslufull-
trúa í Brussel sem hefði m.a. milli-
göngu um samskipti íslands og EB á
sviði vísindamála.
2. Samstarfsnefnd Vísindaráðs og
Rannsóknaráðs ríkisins hafi fyrir hönd
ráðanna og í samráði við ráðuneytið
umsjón með samskiptum íslands og
EB á sviði vísinda og tækni.
3. Vísindaráð og Rannsóknaráð
hafi umsjón með þátttöku í einstökum
áætlunum samkvæmt samkomulagi
um verkaskiptingu og sjái um sam-
bandið við evrópskar stofnanir á við-
komandi sviði.
4. Ráðin miðli upplýsingum um við-
fangsefni einstakra áætlana, umsókn-
arfresti, aðstoði við leit að samstarfs-
aðila og leiðbeini um samningu um-
sókna.
5. Ráðin veiti stjórnvöldum ráðgjöf
um forsendur íslands til virkrar þátt-
töku í einstökum áætlunum og taki
þátt í að móta stefnu um viðfangsefni
nýrra áætlana. Þess skal sérstaklega
gætt að virk tengsl skapist við há-
skóla- og rannsóknastofnanir, samtök
atvinnulífs og viðkomandi fagráðu-
neyti.
Gera má ráð fyrir að um leið og
EES-samningur gengur í gildi um
næstu áramót verði unnt að vinna í
samræmi við ofangreint skipulag.
Að lokum
Þrátt fyrir tímabundinn öldudal í
efnahagsmálum eru íslendingar þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að ráða yfir ríku-
legum auðlindum og búa yfir mikils-
verðri og eftirsóttri þekkingu. Þeir
þættir EES-samningsins sem fjalla
um vísindasamstarf skapa íslenskum
rannsóknaaðilum og athafnamönnum
sameiginleg sóknarfæri til að nýta
auðlindir okkar og þekkingu til auk-
innar
Höfundur er menntamálaráðherra.
Bandalag íslenskra listamanna
*
Askorun til ríkis-
sljórnar Islands
Bandalag íslenskra listamanna
varar eindregið við þeim áformum
sem nú virðast vera uppi um að
leggja virðisaukaskatt á menn-
ingarstarfsemi. Slík skattlagning
myndi stórskaða það kraftmikla
starf sem er unnið á vettvangi lista
og menningar. Það sem jafnvel
verra er; hún myndi stórlega draga
kjark úr því dugmikla fólki sem um
land allt beitir sér af lífi og sál við
að halda uppi menningarlífi í sínu
héraði.
Öll menningarstarfsemi í landinu
er nú þegar rekin af miklum vanefn-
um og opinberar menningarstofn-
anir eiga í mesta basli með að halda
rekstri sínum gangandi þannig að
einhver sómi sé að. í raun byggist
þessi starfsemi á sjálfboðavinnu,
bæði áhugafólks og atvinnulista-
manna.. Þeir fyrrnefndu fá engin
laun fyrir sín störf og þeir síðar-
nefndu eru vanir því að vinna oft
langtímum saman fyrir litla þóknun.
í þessari starfsgrein mælist ekki
hagnaður í krónum og aurum held-
ur í þeirri lífsfyllingu sem hinar
fögru listir veita þeim sem hlýða
kalli þeirra, og það sem knýr fólk
áfram er ekki von um fjárhagslegan
ábata heldur sú hugsjón að listræn
sköpun sé mannbætandi og til heilla
fyrir það sjálft og þjóðina í heild.
Með þessa hugsjón að leiðarljósi
hefur okkur íslendingum tekist að
byggja upp öflugt menningarlíf sem
byggir á arfí genginna kynslóða en
er um leið nútímalegt og alþjóðlegt.
Það er menning okkar sem þrátt
fyrir fámennið gerir okkur að þjóð
meðal þjóða og það er hún sem er
aflgjafi þeirrar sjálfsvirðingar sem
okkur er nauðsynleg ef við eigum
að geta tekist á við þá efnahagslegu
erfiðleika sem bíða okkar í næstu
framtíð. Að draga mátt úr þessum
aflgjafa með stórtækri skattheimtu
er eins og að ménga þá uppsprettu
sem gefur þyrstum vatn.
Öllum er ljóst að fjárhagsvandi
ríkissjóðs er mikill og alvarlegur.
Skattheimta af bókaútgáfu og
menningarstarfsemi bætir hins veg-
ar lítið úr þessum vanda, enda er
um tiltölulega litlar upphæðir að
tefla í ríkisbókhaldinu. Fyrir þá fjöl-
mörgu sem sinna menningarstarf-
semi getur þessi skattheimta á hinn
bóginn riðið baggamuninn og má
búast við því að ýmsir leggi upp
laupana og aðrir söðli algjörlega um
í rekstri sínum. Það er ljóst að það
er nýsköpunin sem verður verst úti
vegna slíkrar skattheimtu, enda er
hún síst til þess fallin að standa
undir sér fjárhagslega þegar til
skamms tíma er litið. Afleiðingar
þessa yrðu mjög alvarlegar fyrir
þróun íslenskrar menningar því að
það er einmitt í nýsköpuninni sem
þau fræ búa, sem blómskrúðið
sprettur af síðar meir.
Það má teljast til kraftaverka að
á þeim tímum þegar þjóðir heims
beijast í bökkum við að halda lit í
þeirri menningarlegu sambræðslu
sem nú á sér hvarvetna stað skuli
jafnfámenn þjóð og íslendingar enn
tala sína eigin tungu og halda enn-
fremur uppi öflugu sérþjóðlegu
menningarlífi. Þetta hefur tekist
vegna þess að íslendingar trúa á
þá hugsjón að hér geti búið sjálf-
stæð þjóð með eigin tungu og menn-
ingu, og vegna þess að hér hefur
almennt ríkt sá skilningur að hlúa
beri að þeim sprotum sem eru líkleg-
ir til að gera þá hugsjón að veru-
leika.
Bandalag íslenskra listamanna
skorar á ríkisstjórn íslands að taka
undir þennan skilning og hverfa frá
hugmyndum um að skattleggja við-
leitni fólks til að halda uppi sjálf-
stæðri íslenskri menningu.
F.h. Bandalags íslenskra lista-
manna,
Hjálmar H. Ragnarsson,
forseti.
Víst er verið að eyði-
leggja Háskólann