Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 31
seer ímw.STnw ,?r }?ijoAoui.Giír<í oioajísuuosíom MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 08 31 Stjómarandstaðan gagnrýn- ír svæðisbundna mismunun við álagningu vömgjalda „TOLLAR á innflutning og útflutning, svo og gjöld sem hafa sam- svarandi áhrif, eru bannaðir milli samningsaðila,“ segir í 10. gr. samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mælti í gær fyrir tveimur frumvörpum um vöru- gjöld í stað tollgjalda. Hið fyrra er almennt um vörugjöld á iðnvarn- ing. Sljómaranstaðan gagnrýndi að áhrifin verða að vörur frá EES- svæðinu lækka um 3,5% í verði en hækka um 4,5% á vörum utan svæðisins. Hið síðara er um vörugjald á ökutækjum og eldsneyti, þar er ekki gerður mismunur eftir uppruna vörunnar. Það kom fram í ræðu fjármála- ráðherra þegar hann mælti fyrir fyrra frumvarpinu um vörugjöld á almennar iðnaðarvörur að þótt EES-samningurinn bannaði tolla á inn- og útflutning væri ekkert til fyrirstöðu að í staðinn kæmi skatt- heimta er fullnægði skilyrðum samningsins um að innlenda skatta mætti ekki leggja af meiri þunga á framleiðsluvörur annarra samn- ingsaðila en lögð væru á innlenda framleiðslu. Pjármálaráðherra gerði grein fyrir því að tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar tolla á iðnaðarvör- ur yrði mætt með viðbót við gild- andi vörugjaldskerfi. Þegar á heild- ina væri litið væru verðlagsáhrif þessara breytinga hverfandi. Reikna mætti með um 3,5% verð- lækkun á vörur frá EES-svæðinu, en um 4,5% hækkun á iðnaðarvörur sem fluttar væru inn annars staðar frá. Að jafnaði væri gert ráð fyrir um 0,4% verðlækkun á verði inn- fluttrar vöru. Tollar og vörugjöld á þær vörur sem frumvarpið snerti væru að jafnaði um 27% af cif- verði þeirra. Þetta hlutfall var u.þ.b. hið sama fyrir vörur frá EES-lönd- unum og fyrir vörur frá öðrum lönd- um. Með þeim breytingum sem frumvarpið gerði ráð fyrir, yrðu álögxir í heild um 0,5% lægri eða að jafnaði um 26,5% En með tilliti til svæða breytust þær hins vegar verulega; yrðu að jafnaði um 22,8% á vörur frá EES-löndunum en um 32,6% á vörur frá öðrum löndum. Það kom einnig fram í ræðu fjár- málaráðherra að til að uppfylla kröfur EES-samningsins um sömu álagningu á innlendar og innfluttar vörur yrði að leggja vörugjald á nokkrar nýjar tegundir innlendrar framleiðslu. Þar bæri helst að nefna hjólbarðasólningu og framleiðslu tengivagna. Þá mundi vörugjald á framleiðslu bílavarahluta og yfír- bygginga bifreiða hækka. Að endingu lagði framsögumað- ur til að þessu máli yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Halldór Ásgrímsson (F-Al) sagði að með þessu frumvarpi væri fjármálaráðherra að passa upp á að ríkissjóður yrði ekki af tekjum vegna EES. En það væri bara ekki nóg að hugsa um ríkissjóðinn. Það yrði ekki undan því vikist að spyija eftir því hvað fjármálaráðherra og ríkisstjórn áformaði til að jafna samkeppnisaðstöðu íslenskra fyrir- tækja gagnvart erlendum sam- keppnisaðilum á EES. Ríkisstjórnin gæti ekki ætlast til þess að Alþingi afgreiddi EES-frumvörp á færi- bandi án þess að gera grein fyrir þessu höfuðmáli. Evrópuvörum hampað Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) saknaði þess að ráðherra hefði ekki gert grein fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar í álagnmgu vörugjalda. Væri það ígrunduð stefna ríkisstjórnar- innar að aðlaga okkur að tollastefnu EB? Jóhann var tvímælalaust þeirr- ar skoðunar. Mismunun væri grein- leg gagnvart innflutningi frá lönd- um utan EES. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra 'dró enga dul á það að mis- munandi viðhorf og sjónarmið væru uppi varðandi gjaldtöku af innflutt- um vörum. Færa mætti gild rök fyrir sem mestu frjálsræði og að ekki ætti að mismuna, en hins veg-. ar væru einnig til þau mótrök að halda ætti upp tollum, a.m.k. að formi til, til þess að knýja á um gagnkvæmt fijálsræði eða tolla- lækkanir á okkar framleiðsluvörum. Fjármálaráðherra taldi að hér hefði verið farinn tillölulega eðlileg milli- ieið. Hann vísaði því á bug að með þeim breytingum sem frumvarpið miðaði að væri verið að líkja eftir og aðlagast ytri tollum EB. Fjármálaráðherra og þingmenn stjómarandstöðu skiptust áfram á skoðunum, nokkuð gagnstæðum, um þessi atriði og fleiri. Það tókst að ljúka þessari umræðu en at- kvæðagreiðslu var frestað. Auk fyrrgreindra tóku lil máls Jóhannes- Geir Sigurgeirsson (F-Ne) og Krist- ín Ástgeirsdóttir (SK-Rv). Jafnræði ökutækja Fjármálaráðherra Friðrik Soph- usson mælti þessu næst fyrir frum- varpi um vörugjald af ökutækjum og eldsneyti í stað tolla og sér- Fnðrik Sophusson stakra innflutningsgjalda. Hann sagði að það hefði orðið að ráði að flytja sérstakt frumvarp um vöru- gjald af þessum vörum, m.a. vegna þess að hér væru um að ræða stóra og sértæka vöruflokka sem um margt væru frábrugðnir almennri iðnaðarvöru. Einnig féllu þessar vörur illa að skilgreiningu gjald- stofns sem notuð væri í vörugjalds- lögum. Fjármálaráðherra greindi frá því að við samningu þessa frumvarps hefði verið miðað við að gjaldtaka af þeim vörum sem frumvarpið tæki til, yrðu óbreytt bæði í heild og gagnvart einstökum vörum og að ekki yrði gerður mismunur á gjaldtöku eftir því hvort varan væri flutt inn frá EES-löndunum eða annars staðar frá. Fjármálaráðherra lagði til að þessu máli yrði að lokinni umræðu vísað til efnahags- og viðskipta- nefndar. Ráðherra benti á nokkur atriði sem væru til skoðunar. M.a. að flokkunarkerfí það sem kæmi fram í 3. grein frumvarpsins hefði sætt verulegri gagnrýni, þess efnis að stærð slagrýmis væri ónákvæm- ur mælikvarði á vélarafl, og einnig að flokkun eftir þyngd væri vafa'- söm m.t.t. öryggisbúnaðar. Einnig vildi hann að það kæmi fram að í fjármálaráðuneytinu væru til at- hugunar breytingar tillögur varð- Jóhann Ársælsson andi bifreiðar búnar sérútbúnaði til flutninga á fötluðum. Stjórnarandstæðingar inntu ráð- herra eftir skýringum á því hvers vegna ekki væri mismunaði í gjald- töku af þessum vörum eins og gert væri við gjaldtöku af almennum iðnaðarvörum. Mátt glöggt skilja að þeir teldu mestu um ráða öflug hagsmunagæsla bifreiðainnflytj- enda með umboð fyrir bifreiðar framleiddar utan EES. Stjórnar- andstæðingar tóku undir með fjár- málaráðherra um að athuga flokk- unarkerfi ökutæka. Þeir hvöttu til þess að sérstaklega yrði horft til umhverfis- og öryggisþátta, t.d. hvort ekki væri athugað að gera rafbílum hærra undir höfði. Fjár- málaráðherra vísaði því á bug að einhveijir „öflugir innflutningsaðil- ar“ hefðu ráðið því hvernig þetta frumvarp væri úr garði gert. Gjald- taka af bifreiðum hefði löngum reynst margslungið og erfítt mál og hann talið réttast að sem minnst- ar breytingar umfram það sem sam- komulagið um EES útheimti. Fjár- málaráðherra útlokaði ekki að nefnd og fjármálaráðuneyti ynnu að breytingum eftir því sem ástæða þætti til. Vegna þingflokksfunda sleit Kristín Einarsdóttir 5. varaforseti Alþingis þingfundi kl. 16 og frest- aði umræðu. Kirkjubygging á Víghólasvæðinu Báðir hópar hvelja fólk til að mæta á safnaðarfundinn í kvöld HIÐ svokallað Kirkjubyggingarmál verður tekið fyrir á aðalsafnaðar- fundi Digranessóknar í Iþróttahúsinu Digranesi í kvöld, þriðjudags- kvöldið 15. september kl. 20.30. Birna Friðriksdóttir, fulltrúi meiri- hluta í bæjarstjórn Kópavogs, segist hvetja fólk, sem beri hag kirkjunn- ar fyrir brjósti, til að koma og veita kirkjunni stuðning sinn. Hún seg- ir að farið verði yfir málið á fundinum. Gylfi Sveinsson, sóknarbarn í Digranessöfnuði og félagi í Víghólasamtökunum, segir að safnaðar- stjórn hafi aldrei talið sér skylt að leita álits safnaðarsystkina á því sem hún hafi verið að gera. Því hafi deilan um kirkjubygginguna kom- ið upp og þvi sé svo rik ástæða til að minna fólk á að mæta á fund- inn. Hann leggur áherslu á að í deilunni sé verið að takast á um lýðræði. Morgunblaðið/Ingvar Eldsvoði rakinn til lampa Eldur kom upp í mannlausri íbúð á efstu hæð háhýsis við Gaukshóla í Reykjavík síðdegis á sunnudag. Talið er að kviknað hafí í út frá borð- lampa. íbúi í húsinu fann reykjarlykt og sá reyk leggja frá íbúðinni, sem var mannlaus, eins og fyrr sagði. Slökkviliðið var kvatt til og gekk því greiðlega að slökkva eldinn, sem átti upgtök sín í borðlampa að talið var og hafði læst sig í hægindastól og borð. Ibúðin skemmdist nokkuð af sóti og reyk. Eldur í veitingahúsi TALSVERT tjón varð í eldsvoða í veitingahúsinu Café Jensen í versl- unarmiðstöðinni við Þönglabakka í Breiðholti snemma í gærmorgun. Tilkynning ura eldsvoðann barst til slökkviliðsins frá öryggisvörðum Securitas. I sama mund og reykkafarar frá slökkviliðinu voru send- ir inn í húsið gaus upp eldur í millivegg sem aðskilur veitingahúsið og hárgreiðslustofu. í samtali við Morgunblaðið lagði Birna Friðriksdóttir ríka áherslu á mikilvægi þess að safnaðarheimili tengdist kirkjubyggingunni því hlut- verk þess væri fyrst og fremst að greiða fólki leið inn í kirkjuna. Enn- fremur kvað hún mikilvægt að sjálf byggingarlóðin styddi við bygging- una og lét þess getið að blásið hefði verið út að boðnar hefðu verið aðrar lóðir. Formlega hefði einungis ein lóðin verið boðin og hún tilheyrði nú Hjallasókn. Skipulagsnefnd hefði hins vegar mælt með annarri lóð við íþróttahúsið árið 1984 en ekki hefði þótt heppilegt að reisa þar kirkju þar sem komið gæti að því að uppákom- ur yrðu samtímis í húsunum en bíla- stæði áttu að vera sameiginleg. Þegar nýr meirihluti tók við höfðu 4 staðir komið til álita að sögn Bimu. „Það var niður í Fossvogsdal, Kópa- vogsdal, neðst í brekkunni Kópa- vogsdalsmegin og á Víghólasvæðinu. Við getum strax útilokað Kópavogsd- al vegna þess að það er ekki í sókn- inni. Brekkan neðan við hliðarveginn er alveg á jaðri sóknarinnar, með hálsinn á milli, og það er ekki heppi- legt. Fossvogsdalurinn, í landi Lund- ar, kemur í raun og veru ekki til greina vegna þess að hann hefur verið hugsaður sem útivistarsvæði og um það svæði hafa verið miklar deilur samanber Fossvogsbraut," sagði Bima og benti á að ef fram- kvæmdir yrðu stöðvaðar nú yrði erf- itt að benda á lóð sem kæmi til greina. í beinu framhaldi lagði hún áherslu á að óhlutdrægir aðilar sæju ekkert því til fyrirstöðu að byggja kirkju á fyrirhuguðu svæði við Víg- hól og nefndi sérstaklega Náttúm- vemdarráð, skipulagsstjórn ríkisins og umhverfisráðherra. Hún sagði útbreiddan misskilning að bærinn borgaði kirkjubygginguna og lagði áherslu á að það væri söfn- uðurinn. Jafnframt vildi hún hvetja allt fólk sem bæri hag kirlq'unnar fyrir bijósti til að koma á safnaðar- fundinn og veita kirkjunni stuðning sinn. Gylfí Sveinsson sagði að kirkjunni hefðu verið boðnar 7 lóðir til þessa en ekki hefði verið fallist á neina þeirra af því alltaf hafí verið einblínt á þessa einu og hún talin henta best. „Það hefur aldrei verið tekin ákvörð- un um það á aðalsafnaðarfundi hvort einhver af hinum lóðunum væri við- unandi eða ekki því sóknarnefnd hefur alltaf tekið sér sjálfdæmi í öll- um málum sem söfnuðinn varða. Safnaðarstjóm hefur aldrei talið sér skylt að leita álits safnaðarsystkina á því sem hún hefur verið að gera á hveijum tíma. Þess vegna er þessi deila komin upp og því er svo rik ástæða til að minna fólk á að mæta vegna þess að það er verið að takast á um það hvort fólkið á að fá að ráða sér sjálft í þessu máli eða hvort það ætlar að afsala sér öllu sínu til sóknarnefndar. Það er verið að tak- ast á um lýðræði,“ sagði Gylfi og bætti við að sóknin væri ekki á flæði- skeri stödd. „Við eigum helminginn í Kópavogskirkju, sem stendur á svo- kölluðum Borgum, og við höfum allt- af notið góðs atlætis þar og höfum engar áhyggjur af því að kirkjan þar verði frá okkur tekin hvernig svo sem þessi atkvæðagreiðsla fer. Við munu halda áfram að eiga hana áfram eins og hingað til,“ sagði hann. Aðspurður um ástæðumar fyrir því að fyrirhuguðu kirkjustæði hefði verið mótmælt sagði Gylfí að áætlað væri að kirkjan stæði að hluta til á friðlýstu svæði, t.d. aðkeyrsla og klukknaport. „Og svo á að byggja kirkjuna sjálfa á útivistarsvæði sem við viljum vernda fyrir okkur og komandi kynslóðir. Við Kópavogsbú- ar eigum mikið af góðu byggingar- landi og okkur fínnst það ekki rök í málinu að þurfa endilega að reisa kirkju á svona stað. Og við sættum okkur einfaldlega ekki við það, fyrst að fá ekki að kjósa hvar við viljum hafa kirkjuna okkar og í öðru lagi að fá ekki að taka þátt í almennu safnaðarstarfi eins og við höfum ósk- að eftir og ekki fengið til þessa.“ Finnbogi Hallgrímsson öryggis- vörður átti leið um Mjóddina þegar hann fann reykjarlykt og sá síðan reyk leggja út úr gluggum og loft- ræstistokk hússins við Þöngla- bakka. Hann sá að kviknað var í milliveggnum. Taldi hann að það hefði forðað stórtjóni að þetta snemma varð vart við eldinn. Veitingahússmegin við milli- vegginn var fjöldi raftækja og er samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins talið líklegt að upptök elds- ins megi rekja til þeirra. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikið tjón varð af eldi á veitingahúsinu og nokkuð tjón á hárgreiðslustof- unni, auk þess sem reykur barst um verslanamiðstöðina og þurfti slökkvilið að loftræsta húsið og reyklosa Qölmörg fyrirtæki. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá RLR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.