Morgunblaðið - 15.09.1992, Síða 48

Morgunblaðið - 15.09.1992, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlh SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Flóðlýsing í Laugardal Pjögur 42 metra há flóðljósamöstur voru reist á aðalleikvanginum í Laugardal í gær. í hvetju mastri eru 38 ljóskastarar og munu því 152 kastarar lýsa upp völlinn 7. október næstkomandi, en þá verður ljósa- búnaðurinn notaður í fyrsta sinn er íslenzka landsliðið í knattspyrnu leikur við Grikki. Að sögn Jóns Magnússonar verkstjóra er eftir að tengja og stilla flóðljósin og verður því verki lokið um mánaðamótin. Fram til þessa hefur flóðlýsing aðeins verið til staðar á gervigrasvellin- um í Laugardal. Nýju Ijósin munu bæta nýtingu aðalleikvangsins, þar sem hægt verður að leika' á honum knattspyrnu að kvöldlagi þótt skammdegið færist yfir. Fýlaveizla Morgunblaðið/HG Frændsystkinin Sæunn Elsa Sigurðardóttir og Jón Einar Hjartarson gæða sér hér á óvenjulegum en afar þjóðlegum mat á heimili Sæunnar Elsu í Vík í Mýrdal. Mýrdælingar og reyndar fleiri, sem við suðurströnd- ina búa, halda enn í þann sið að borða saltaðan fýl á haustin, en fýllinn var fyrr á árum bjargræði Mýrdælinga og var hafður til matar vetur- langt og jafnvel langt fram á sumar. Fýllinn er tekinn ungur, annað hvort af hreiðrum í björgum eða á jafnsléttu. Unginn er afar feitur, þegar hann yfírgefur hreiðrið á haustin og þreytir flugið til sjávar, en það er oft löng leið. Hann er þá auðveld bráð mönnum og dýrum og er hann að mestu tekin við slíkar kringumstæður. Fyrrverandi dómarar kallaðir á ný til starfa MIKLAR annir hafa verið að undanförnu hjá Hæstarétti og af þeim sökum hafa fyrrverandi hæstaréttardómarar verið kaliaðir til starfa ?þjá dómnum. Tveir slíkir eru nú að störfum í Hæstarétti og EHa Jóns- dóttir, ritari Hæstaréttar, segir að heimild í lögum vegna nýskipunar dómsmála til að nýta starfskrafta fyrrverandi dómara verði áfram nýtt. Áður komu varadómarar úr röðum lagaprófessora og hæstaréttarlög- manna. Erla segir að skömmu fyrir gildistöku laganna, 1. júlí sl., hafi borist um 100 kærur aðallega í upp- boðsmálum, innsetningarmálum, lögtökum og fjámámum. I lögunum er gert ráð fyrir að hægt sé að kalla inn fyrrverandi dómara Hæstaréttar til starfa í dómnum sem varadómara svo fram- arlega sem viðkomandi hefur ekki náð 70 ára aldri. Það er dómsmála- ráðuneytið sem greiðir laun þessara dómara en þeir fá greitt eins og aðrir varadómarar, þ.e. fyrir hvert mál sem þeir dæma í. 448 millj. kr. eiga að fást fyrir kvóta Hagræðingarsjóðs Seiðarannsóknir benda til lélegs þorskárgangs áttunda skiptið í röð Argangnrinn nú ekki jafn slakur og í fyrra NIÐURSTÖÐUR seiðarannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að þorskárgangurinn 1992 verði enn einn lélegi árgangurinn hvað fjölda varðar. Þorskárgangar hafa verið lélegir alit frá árinu 1986, en sýnu Iélegastur var árgangurinn 1991 talinn vera. Niðurstöð- urnar nú benda til þess að árgangurinn nú geti, þrátt fyrir að vera lélegur, orðið viðameiri en í fyrra. Þess ber að geta að seiðarannsókn- ir og niðurstöður þeirra eru aðeins fyrsta vísbendingin um mögulega stærð árganganna, togararallið er talið gefa fyllri upplýsingar, en venjulega er fylgni á milli þess hve mikið finnst af seiðum á haustin og hve stórir árgangarnir eru endanlega taldir. Rannsóknaleiðangri Hafrann- sóknastofnunar lauk ,í síðustu viku, skipin komu til hafnar í Reykjavík í vikulok, og í dag kynna fiskfræðingar stofnunarinnar niður- stöðurnar fyrir stjórnvöldum og hagsmunaaðiium. Sveinn Svein- bjömsson, leiðangursstjóri, varðist allra frétta um niðurstöður í gær, en Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því, að niðurstöður bendi til lélegs árgangs áttunda árið í röð. Hafrann- sóknastofnun hefur metið stærð ár- ganganna svo frá og með árinu 1986, að árgangur þess hafi talið innan við 100 milljónir físka, árin 1987 og 1988 em árgangarnir tald- ir 125 til 140 milljónir fiska, 1989 var árangurinn talinn vera um 150 milljónir, 155 árið 1990. „Árgangur 1991 virðist vera einn lélegasti ár- gangur sem fram hefur komið síð- ustu áratugina og telja um 100 millj- ónir nýliða. Þessi niðurstaða byggist meðal annars á vísbendingu seiða- talningar í ágúst 1991 og hins vegar á fyrsta mati á stærð árgangsins í stofnmælingu botnfiska í marz 1992,“ segir í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar „Nytjastofnar sjáv- ar og umhverfisþættir 1992 - Afla- horfur fiskveiðiárið 1992/93“. Seiðatalningin á haustin er fyrsta vísbendingin um viðkomu stofnanna, næsta vísbending fæst við stofnmæl- ingu botnfiska, „togararallið", á vor- mánuðum árið eftir og sú þriðja við stofnmælingu á þriðja aldursári hvers árgangs. Að henni lokinni er talið að næst verði komið endanlegu mati á stærð árgangsins. Hafnfirðing- ar hyggjast stofna óperu Kvótinn seldur á 70-80 millj. undir gangverði Á NÆSTUNNI verður útgerðum fiskiskipa gefinn kostur á að fá fram- seldar til sín aflaheimildir Hagræðingarsjóðs gegn endurgjaldi, er tekur mið af almennu gangverði aflaheimilda," segir m.a. í fréttatil- kynningu, sem sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í gær. Sjávarút- vegsráðherra skrifaði sjóðnum bréf í gær, þar sem eftirfarandi verð er ákveðið við forkaupsréttartilboð: Þorskur 38 krónur, ýsa 25 kr., ufsi 20 kr., karfi 20 kr., grálúða 34 kr. og skarkoli 34 kr. Miðað við þetta verð fást tæpar 448 milljónir fyrir kvóta sjóðsins, eða um 77 milljónum minna en miðað var við að fengist fyrir hann. Jón Karlsson hjá Kvótabankanum segir að þetta verð sé undir almennu gangverði á aflakvóta, þar sem það sé nú 41 króna fyrir kílóið af þorski og 27 krónur fyrir ýsu. „Ég tel að margir nýti sér ekki forkaupsrétt sinn að kvóta Hagræðingarsjóðs, þar sem þeir telji sig ekki hafa efni á því, enda þótt þeir fái styrk vegna kvótaskerðingarinnar núna. Mér finnst því skynsamlegt að selja kvóta sjóðsins undir gangverði. Mjög ró- legt hefur verið yfir kvótasölunni í þessum mánuði og hjá mér verður ekkert að gera meðan verið er að selja kvóta Hagræðingarsjóðs," seg- ir Jón Karlsson. Að höfðu samráði við Landssam- band srnábátaeigenda breytti sjávar- útvegsráðherra reglugerð um Hag- ræðingarsjóð þannig að útgerð á nú forkaupsrétt að aflaheimildum sjóðs- ins í samræmi við aflahlutdeild sína án sérstaks lágmarks, þó þannig að vegna framkvæmdaástæðna er kveðið á um að reiknaður forkaups- réttur vegna minna en 100 kílóa í þorskígildum falli niður. í fyrri reglugerðarákvæðum var við það miðað að ekki skyldi boðinn for- kaupsréttur að minni aflaheimildum en 7 tonnum í þorskígildum. Við þessa breytingu fjölgar þeim, sem boðinn verður forkaupsréttur, úr rúmlega 330 í rúmlega 1.100. „Við erum þakklátir sjávarútvegs- ráðherra fyrir þessa breytingu en hún snertir fleiri en trillukarla, þar sem mun fleiri en þeir áttu ekki rétt á að kaupa kvóta úr Hagræðingar- sjóði. Mér sýnist þetta verð vera örlítið undir almennu gangverði á aflakvóta og við erum einnig þakk- látir fyrir það,“ segir Arthur Boga- son, fornjaður Landssambands smá- bátaeigenda, sem hélt því fram að einungis einn smábátur á aflamarki ætti rétt á að kaupa kvóta úr Hag- ræðingarsjóði, samkvæmt gömlu reglugerðinni. Útgerðum verður boðinn for- kaupsréttur að samtals 12 þúsund tonnum í þorskígildum úr Hagræð- ingarsjóði og skiptast þau þannig milli tegunda: Þorskur 5.920 tonn, ýsa 1.840, ufsi 2.640, karfí 3.700, grálúða 1.012 og skarkoli 460 tonn. Hverri útgerð gefst kostur á að taka forkaupsréttarboðinu, eða hafna því í heild, og getur því ekki neytt for- kaupsréttar síns hvað snertir ein- stakar tegundir. Sjóðurinn sendir á næstunni útgerðum, sem forkaups- réttar njóta, bréf með nánari upplýs- ingum, m.a. hvað snertir þann frest, sem veittur verður til að nýta for- kaupsréttinn. BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef- ur samþykkt að taka upp viðræð- ur um stofnun félags um rekstur óperu í Hafnarfirði. . Bæjarráð hefur falið bæjarritara að ræða við Amar Óskarsson, Gunn- ar Gunnarsson og Sverri Ólafsson um stofnun félagsins í framhaldi af erindi þeirra til bæjarráðs. Þar er gert ráð fyrir að óperan hafi aðsetur í Bæjarbíói.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.