Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 4

Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 4
5 SfiCI H38M383(I .1 HUOAdlJTgÖ'i giQ/wlilVlUOflOM 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Sértekjur Hafrannsóknastofnunar Vantar 310 millj. upp á áætl- aðar tekjur af sölu heimilda Ríkissjóöur hefur greitt kostnaö stofnunarinnar ALLS er búið að sejja veiðiheimildir Hagræðingarsjóðs fyrir 215 miiyónir króna en fjárlög gerðu ráð fyrir 525 millj. kr. sértekjum sem áttu að renna til Hafrannsóknastofnunar með almennri sölu veiðiheimilda sjóðsins. Þrátt fyrir að minna hafí selst af kvóta Ha- græðingarsjóðs og að markaðsverð hafi lækkað frá því sem gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga hefur Hafrannsóknarstofnun þó fengið kostnað við rekstur sinn greiddan úr ríkissjóði í samræmi við fjárlög og minni tekjur af sölu veiðiheimilda en vonir stóðu til því ekki bitnað á starfsemi stofnunarinnar, að sögn Jakobs Jakobsson- ar forstjóra Hafrannsóknastofnunar. í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi er farið fram á 83 millj. kr. viðbótar- heimild vegna minni tekna af sölu veiðiheimilda_ Hagræðingarsjóðs. Halldór Ámason, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði að alltaf hefði verið vitað tekjur af sölu kvóta Hagræðingarsjóðs færu ekki að skila sér fyrr en eft- ir 1. septemkfer, þegar veiðitímabil- ið hófst, og því hafí ríkissjóður greitt útgjöld stofnunarinnar en síðan hafi verið gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun greiddi rík- issjóði til baka með sértekjum af sölu veiðiheimilda fyrir lok ársins. Nú séu hins vegar litlar líkur á að meira fé komi inn á þessu ári umfram það sem þegar hefur verið selt af aflaheimildum sjóðsins en Hafrannsóknarstofnun geti hugs- anlega þurft að endurgreiða ríkis- sjóði útlagðan kostnað á næsta ári. „Það þarf að ganga frá þessu máli á milli ríkissjóðs og Hafrann- sóknastofnunar með einhverjum hætti. Það er líklegt að þetta verði bara viðskiptafært því enn er stór hluti af heimildum sjóðsins óseldur og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en sá kvóti er allur hvort þarf viðbótarfé í fjárlögum. Þetta er ekki frágengið," sagði Halldór. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1993 eru tekjur af sölu aflaheim- ilda Hagræðingarsjóðs áætlaðar 537 millj. kr. VEÐUR / DAG kl. 12.00 HeimiW: Veðurstofa íslands (Byggt ó veöurspó ki. 16.15 í gær) VEÐURHORFURI DAG, 4. DESEMBER YFIRLIT: Austur við Noreg er víðáttumikil 952 mb lægð, sem hreyfist Iftiö. en fer heldur minnkandi. SPA: Um austan- og norðaustanvert iandið verður allhvöss norðanátt en heldur hægari f öðrum landshlutum. Sunnanlands verður úrkomu- laust, en él annarstaðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðlæg átt, heldur minnk- andi. Éljagangur norðanlands en bjart veður syðra. Frost 2-7 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Breytileg átt. Él víða út við ströndina en iétt- skýjað í innsveitum. Talsvert frost inn til landsins. Nýlr veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. •ö Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * r r * / / / / / * / Rigning Siydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrír Slýdduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hrtastig V Súld = Þoka dig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30igeer) Fært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur austur um Hellisheiði og Þrengsli og með suðurströndinni austur á Austfirði. Fært er um vegi í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og um Dali í Revkhólasveít, en Fróðárheiði er þungfær. Fært er frá Patreksfirði til Bíldudals, en Kleifaheiði er þung- fær. Fró Bolungarvík er fært um (safjarðardjúp, en Steingrímsfjarðar- heiði er þungfær. Breiðdals- og Botnsheiðar eru færar. Greiðfært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og um Norðurland í Skagafjörð, en þung- fært er ó Öxnadalsheiöi. Fró Akureyri er fært til Húsavíkur um Dals- mynni, en þaðan er fært í Mývatnssveit og með ströndinni til Vopnafjarð- ar. Vikurskarð er þungfært. Á Austfjörðum er ófært um Fjarðarheiði og þungfært er um Oddskarð og Vatnsskarð eystra. Möðrudalsöræfi eru ófær. Mjög víða um land er hálka é vegum og á norðanverðu landinu er víða snjókoma og skafrenningur. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voöur Akureyri 0 snjókoma Reykjavfk 2 skýjað Bergen 6 haglél á síð.klst. Helslnki 1 snjókoma Kaupmannahöfn 7 skýjað Narsserasuaq +17 heiðsklrt Nuuk +7 skýjað Oslö 7 skýjað Stokkhólmur 8 alskýjað Þórshöfn 0 léttskýjsð Algarve 18 þokumóða Amsterdam 8 léttskýjað Barcelona 18 létlskýjað Berlfn 8 skýjað Chicago +4 léttskýjað Feneyjar 10 þokumóða Ftankfurt 9 iéttskýjað Glasgow 5 skúr Hamborg 7 skýjað London B skúrá síð.klst. LosAngeles 11 hálfskýjað Lúxemborg 6 Skýjað Madrid 13 skýjað Malaga 20 skýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 1 rigning NewYork 4 hálfskýjað Ortando 8 léttskýjað París 10 skýjað Madelra vantar Róm vantar Vín 12 skýjað Washington vantar Winnípeg +12 alskýjað Vegatálmi við Höfðabrekku Rólegt við Kötlu LÍTIL skjálftavirkni hefur ver- ið á Kötlusvæðinu undanfarnar tvær vikur miðað við ástandið þar fyrr i vetur og haust. Al- mannavarnir hafa samt enn ekki aflétt viðbúnaði sínum en búast má við að slíkt verði gert fljótlega ef skjálftavirknin hefst ekki að nýju. Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur segir að þótt ekki hafí fund- ist teljandi skjálftar á Kötlusvæð- inu undanfamar vikur sé enn fylgst grannt með gangi mála þar og verði svo áfram ótímabundið. Skartgripa- þjófar dæmdir í Hæstarétti TVEIR menn hafa verið dæmd- ir í tveggja og hálfs og eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir skartgripaþjófn- að og fleira sumarið 1991. Þeir voru að auki dæmdir til að greiða bætur vegna tjóns af innbrotunum. Mennirnir brutust inn í skart- gripaverslun Jóns Sigmundssonar hf. við Laugaveg 5 í Reykjavík aðfaranótt 29. ágúst í fyrra. Þar stálu þeir skartgripum fyrir ríf- lega 1,7 milljónir króna auk nokk- urs magns af góðmálmum og fleim. Sömu nótt bmtust þeir inn í lögfræðiskrifstofu við Garða- stræti 17 og stálu þar meðal ann- ars tékkum að upphæð 300 þús- und krónur. Hluti þýfísins kom í leitimar en í Hæstarétti var mönnunum gert að greiða bætur vegna tjóns sem óbætt er. Jafn- framt var sú niðurstaða héraðs- dóms staðfest að mennimir skyldu sæta fangavist í 28 mán- uði og í 18 mánuði. Fleiri af- brot framin AFBROT ýmiss konar voru mun fleiri í Reykjavík í október síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. I október í fyrra var 91 innbrot framið í höfuðborginni, en 127 í sama mánuði í ár. 64 þjófnaðir voru í fyrra, en 75 í október sl. Líkamsmeiðingum fjölgaði mikið, vom 34 í október í fyrra, en 52 í ár. Þá vom eignaspjöll framin 61 sinni í fyrra, en 64 sinnum í október í ár. Tölvuvædd símaskrá fyr- ir almenning TÖLVUDEILD Pósts og síma hefur unnið símaskrá fyrir PC-tölvur og hafa nokkur fyrirtæki þegar fest kaup á tölvuskránni. Hún kostar 50 þúsund krónur og finnur þann sem Ieitað er að þegar slegið er nafn eða símanúmer eða heimilisfang. Tölvuskráin er skrifuð í Da- taflex og í henni eru öll skráð símanúmer á landinu. Hún geng- ur fyrir þriðju útgáfu Dos-stýri- kerfís og tekur þar 480 kílóbæti, en þarf 30 megabæta rými á diski tölvunnar. Tölvuskráin er aðlöguð breytingum þrisvar á ári og ætlar Póstur og sími ekki að mkka kaupendur hennar fyrir það á næsta ári. Núpur BA fékk á sig brotsjó Bíldudal NÚPUR BA frá Patreksfirði fékk á sig brötsjó aðfaranótt mánudags þar sem hann var staddur í Víkurál í slæmu veðri. Brotsjórinn lenti á afturhluta bátsins, bakborðsmegin og brotn- aði gler í kýrauga og festingar bognuðu að innanverðu. Einnig bognaði rekkverk á dekki og tvö fískikör slitnuðu frá því við brot- ið. Núpur var einn á svæðinu þegar óhappið gerðist en fleiri bátar fengu á sig brotsjó sömu nótt á nærliggjandi miðum. Tjón varð óverulegt. Núpur er 180 tonn línubátur í eigu Odda hf. og rær með beiting- arvél. - R. Schmidt. 343 skólanem- ar vinna við jólapóstinn AÐ VENJU hefur verið ráðið aukafólk til starfa fyrir jólin við pósthúsin í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögunum. Að sögn Björns Björnssonar umdæmissíjóra, er það svipað- ur fjöldi og undanfarin ár, eða 343 skólanemar. Vinnan hefst um miðjan mánuðinn og stend- ur fram yfír áramót. „Þetta er mest sama fólkið og hefur verið hjá okkur undanfarin ár, sem vinna þessa daga,“ sagði Bjöm. „Þetta er fólk sem þekkir vel til og hefur aðstoðað okkur á sumrin." Til innivinnu og aðstoð- ar í afgreiðslu hafa verið ráðnir 48 í Reykjavík og 17 á pósthúsin á Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ. Til bréfadreifíngar hafa verið ráðnir 278 skólanemar. Yfirlýsing frá formönnum nefndar um stefnumótun í sjávarútvegi Tillögur voru á ábyrgð formanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Þresti Ólafssyni og Magnúsi Gunnars- syni: „Að undanfömu hafa fjölmiðlar birt fréttir um Þróunarsjóð sjávar- útvegsins sem ríkisstjómin hefur ákveðið að stofna. Þetta hefur ýrnist verið í formi beinna tilvitnana í orð undirritaðra eða í frásögnum við- komandi blaðamanna. Rétt er að það komi skýrt fram að nefnd stjómarflokkanna um stefnumótun í sjávarútvegi átti ekki aðild að tillögugerð um sjóðina. Tillögur þær sem lagðar voru fyrir ríkisstjórnina vom hugmyndir undirritaðra sem bera ábyrgð á til- urð þeirra gagnvart ríkisstjóminni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.