Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBMÐIÐ'TÖSTUDA'GUR’4'VDESEMBER 1992'M íorr__________________ Nýjar bækur ■ Afmælisútgáfur á tveimur bókum Tryggva Emilssonar eru komnar út. í tilefni af níræðisafmæli Tryggva Emilssonar hefur bókaút- gáfan Stofn sent frá sér sérstakar afmælisútgáfur á tveimur skáld- verkum eftir Tryggva. Það eru bækumar Blá augu og biksvört hempa og Konan sem storkaði ör- lögunum. Tryggvi er þekktastur fyrir æviminningar sínar Fátækt fólk en hefur auk þess skrifað ann- ars konar bækur; skáldverk, fræði- rit, ljóð og bamabók. Blá augu og bliksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóðar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir vefast saman í listræna heild. Konan sem storkaði örlögunum er saga um viðburðaríka ævi ís- lenskrar konu; þjóðsaga um konu sem bíða sterk örlög og hún berst gegn með yfimáttúrulegum krafti. Utgefandi er bókaútgáfan Stofn. Bókin Blá augu og bik- svört hempa er 238 bls. og kostar 2.480 krónur. Konan sem stork- aði örlögunum er 111 bls. og kostar 2.180 krónur. ■ Fyrstu athuganir Berts, eftir Anders Jacobsson og Sören Ols- son, er framhald af Dagbók Berts sem kom út i fyrra. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hér heldur Bert áfram að skrifa dagbók þótt það sé reyndar, eins og allir vita, harðbannað fyrir 13 ára stráka . . . hann fer í dálítið misheppnaða starfskynningu, lang- ar í skellinöðru . . . og að sjálfsögðu eyðir hann löngum tíma í ást og rómantík ... Ævintýri hans era ekki síður spaugileg í þessari bók en hinni fyrri.. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 990 krónur. ■ Talnabók 1 2 3 er eftir Philip Hawthorn og Stephen Cartwr- ight. Þetta er bók fyrir yngstu les- endurna og ríkulega skreytt falleg- um litmyndum sem gleðja augað og gefa fijóu ímyndunarafli bam- anna lausan tauminn. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 990 krónur. ■ Bók barnanna um dýrin og bók barnanna um fjölskyldur dýranna eru bækur ætlaðar til að fræða bömin um fjölbreytileika dýralífsins á jörðinni. Dýranum og lifnaðarháttum þeirra er lýst og teiknaðar litmyndir af 100 dýrum era_ i hvorri bók. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1450 krónur, hvor bók. ■ Ævintýrið um Hans klaufa eftir H.C. Andersen er komið út í nýrri útgáfu þar kemur listamaður- inn Björn Wiinblad til liðs við ævintýraskáldið. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 790 krónur. Þrjár listaverkabækur List og hönnun Bragi Ásgeirsson Komnar eru út þrjár lista- verkabækur frá Máli og menningu um þá miklu listjöfra aldarinnar Picásso, Miró og Dali. Bókin um Picasso er eftir Dani- éle Boone listsögufræðing, sem áður hefur skrifað bækur um van Gogh, barrokklist, Albert Camus og ljósmyndir Bauhaus stefnunnar. Bókin var gefin út af Femand Hazan í París 1989, en íslenzka þýðingu þafa annast Mörður Áma- son og Ámi Óskarsson. Bókin um Miró er eftir Georges Raillard listrýni og rithöfund, sem fjallar um bókmenntir og listir 20. aldar við Vicennes háskólann í París. Hann hefur áður skrifað bók um málarann Antoni Tapies, sem var reyndar lærisveinn Mirós, auk ritgerða um marga helstu rithöf- unda og skáld í Frakkiandi. Útgef- andinn er sá sami og bókin kom sömuleiðis út 1989. Þýðinguna ann- aðist Þorbjöm Magnússon. Bókin um Dali er eftir Eric Shan- es, sem er listrýnir og listmálari og hefur m.a. ritað bækur um Brancusi og David Hockney. Und- anfarið hefur hann fengist við að safna heimildum um Kúbismann og umhverfislistamanninn Christo. Sami útgefandi en bókin kom hins vegar út 1991. Þýðinguna annaðist Ólöf Kr. Pétursdóttir. Allar eru bækumar prentaðar í Hong Kong. Hér er auðsjáanlega um að ræða bækur sem ætlaðar era almenningi og kynna listamennina á mjög sí- gildan hátt. Mætti nefna þetta heimilisútgáfur, eða bækur fyrir heimilisbókasafnið. Bækumar eru í stóru broti og eru ágætlega hannaðar. Þessar bækur uppfylla ágætlega hlutverk sitt, sem hlutlæg kynning á listamönnunum. Með hverri mynd fylgir útskýring á listaverkinu og stunum létt spjall um aðdraganda þess og sköpunarferli. Það er mik- ill kostur, að útskýringamar eru hvorki of hátíðlegar né fræðilegar, þannig að flestir og þá einnig þeir sem eru lítið inni í myndlist hafa gagn og lærdóm af lestri þeirra. Bækur sem slíkar hafa miklu hlutverki að gegna við miðlun og útbreiðslu þekkingar á núlistum á fyrra helming aldarinnar, sem segja má að séu að verða almennings- eign, jafn margir og streyma á söfn til að sjá mikilsháttar sýningar á úrvali þeirra. Þessar bækur eru tvímælalaust mun merkilegri útgáfa, en margt sem gert er af líku tagi og áður hefur t.d. verið gefið út af Máli og menningu, en obbinn af því er fjarska lítið áhugavert fyrir at- vinnumenn í málaralist og í raun efast ég um að listamennimir sjálf- ir hafi ávinning af slíkri fjölþjóð- legri fjöldaframleiðslu þriðja flokks bóka um list þeirra. Mat mitt er að þessi bókaflokkur beri af um vönduð vinnubrögð, en ég er nú lítið fyrir að fletta í þess konar útgáfum svo ég er ekki manna dómbærastur á því sviði. En hér fer saman mikil framför í prentttækni og bókagerð og að því er virðist stóraukinn metnaður um gerð og frágang bókanna. í öllum bókunum era mörg lykil- verk frá ferli listamannanna og þau hafa það sameiginlegt, að vera sömu verk og maður hefur séð áður í ótal bókum, sem getur orðið leiði- gjarnt í slíkri síbylju, og auk þess fínnst mér prentunin vera nokkuð grófkornótt, eins og oft á sér stað í austurlöndum og gera t.d. svörtu litatónana lokaða og líflausa. Hins vegar líst mér vel á inngang bókanna og þá prýða ágætar mynd- ir, sem ekki hefur á sama hátt ver- ið hampað, og þeir hafa mikið fróð- leikgildi. Hvað sem öðru líður fá þessar útgáfur bestu meðmæli mín sem kynningarbækur til handa þeim sem lítið þekkja til meistar- anna auk þess, sem atvinnulista- menn geta haft mikið gagn af að fletta í þeim og að lesa textana. Islandslag ÍSLANDSLAG i |t)sMY'NOIK • Sl<«U*GIHÍt 8»öURiO8SSOH Á síðastliðnum tveim árum hefur hinn nafnkenndi ljósmyndari Sigur- geir Siguijónsson ferðast um ísland og tekið myndir. Áður hafði hann fyrst og fremst unnið við auglýs- inga- og tískuljósmyndun. En hann hafði þó reynt fyrir sér á fleiri svið- um og sannað hæfni sína sem ljós- myndari, m.a. gert mjög vandaðar mannamyndir. Það er margt sem hefst fyrir tilviljun í lífi og list, og þannig var það verkefnaskortur sem kom Sig- urgeiri á bragðið við töku lands- lagsmynda. Annað sem verður einnig að teljast tilviljun á landi hér var að sumarið sem Sigurgeir tók flestar myndimar var eindæma veðurblíða, svo að hann fékk ein- beitt sér að ljósmynduninni í mjög svipaðri veðráttu í stað þess að verða stöðugt að stiila ljósopið eft- ir veðri og vindum, eða jafnvel að þurfa að bíða dögum saman eftir rétta veðrinu. Afrakstur þessara tveggja ára er nú kominn út á bók, stórri og veglegri, þar sem ekkert hefur ver- ið til sparað um hönnunarlega virkt. Þannig hefur Þröstur Magn- ússon séð um útlitið og haft um- sjón með vinnslu bókarinnar í sam- vinnu við höfundinn. Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur hefur tekið saman lýsingu á landi og staðháttum og loks fylgir Vigdís Finnbogadóttir bókinni úr hlaði i snjöllum formála. Útgefandi er Forlagið. Maður verður var við veðurblíð- una bókina út í gegn og það er kannski það eina sem hægt er að finna að henni þótt undarlegt virð- ist, því einhæfni í veðráttu er ekki það sem maður er vanastur á landi hér. En þá er líka öll einhæfnin í bókinni upp talin, því að viðfangs- efnin eru fjölbreytileg og við skoð- un sumra ljósmyndanna fær maður næstum nýja sýn á landið, t.d. hvað snertir Litla-Sandfell í Skriðudal, sem bregður upp skýru ljósi á íslenzkan hvunndag á afhall- andi sumri, en um leið er eitthvað fjarrænt og víðáttumikið við mynd- ina, sem minnir á útlönd. Ánnars finnst þeim sem hér ritar landið sjaldan eins fallegt og í vondu veðri, einkum rigningu á hásumri, og saknar mynda af ham- förum náttúrunnar, öðrum en eld- gosum, í íslenzkum ljósmyndabók- um, en af þeim er nóg. Það er margt áhrifaríkra mynda í bókinni og hið stóra brot hennar leyfir myndir sem ganga yfir kjölinn og era að auk rétt sniðnar á flöt- inni, sem gerir það að verkum að þær tapa síður áhrifamætti sínum. En áhrifamætti tapa þær samt, sem menn geta sjálfír gengið úr skugga um á sýningu þeirri á myndunum sem stendur yfír í Ráðhúsi Reykja- víkur í tilefni útkomu bókarinnar. Þar era myndirnar stærri og njóta sín mjög.vel. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra mynda, því að sumar hrífa mann strax en aðrar ekki fyrr en eftir endurtekna skoðun eins og t.d. hin dulramma mynd „Stóra Súla í Emstrum". Hér er einmitt svo mikið af því íslandi sem gárar hugaflugið. Nokkrar fleiri slík- ar, auk mynda sem eru teknar þegar kári ygglir sig, hefðu gert bókina ennþá skilvirkari. Annars getur maður ekki annað en hrósað bókinni í bak og fyrir, því að hér er komin fram einstaklega fögur myndbók um ís- land, sem undir- strikar hvílíkan auð við eigum, þar sem er óspillt landið, og þeim auði megum við alls ekki glata. Slíkar bækur hafa fjölþættan tilgang og einn af þeim sem vakn- ar ósjálfrátt til lífs er að opna augu manna fyrir fegurð, tign og marg- breytileika landsins. Viðbót Sigurðar Steinþórssonar jarðfræðings eykur á gildi bókar- innar og bætir um leið þekkingu þess sem skoðar og les um sitthvað er varðar jarðsögulega mótun landsins. Nýjar bækur Skáldsaga eftir Þorvarð Helgason Nýlistasafnið Verk Petes Bishops SOGAR svelgur heitir ný skáld- saga eftir Þorvarð Helgason. I kynning útgefanda segir m.a.: „í þessari sögu er fjallað án nokk- urra undanbragða um brýnustu og alvarlegustu vandamál íslensks nú- tímasamfélags. Höfundur leiðir okk- ur miskunnarlaust fram fyrir hol- spegil þjóðfélagslegrar spillingar. Hér er fjallað um hin hræðilegu gjaldþrot heimilanna, mískunnar- lausar innheimtur og uppboð á aleig- unni. Þjáningin æpir en bankastjórar og lögfræðingar voka yfír krásunum. Sársaukafull og sönn lesning um ís- lenska samtíð." Útgefandi er Fjölva útgáfan. Bókin er 190 bls. og prentuð hjá Prentstofu G.Ben. Verð 2.480 krónur. Þorvarður Helgason í SETUSTOFU Nýlistasafnsins stendur yfir sýning á mynd- verkum breska listamannsins Pete Bishop. Pete Bishop hefur starfað undanfarin ár við myndbanda- og auglýsingagerð, samhliða mynd- listinni. Meðal annars sá hann um gerð auglýsinganna um vanskila- manninn Jóa fyrir Rafmagnsveit- urnar. Peter Bishop vinnur nú meðal annars að gerð myndbands fyrir Björk Guðmundsdóttur Syk- urmola, en hann hefur starfað með mörgum af fremstu popptónlistar- mönnum heims. Þetta er fyrsta einkasýning Pete Bishops hér á landi, en hann hefur iðulega kom- ið hingað til lands og hélt meðal annars námskeið í hreyfimynda- gerð í Myndlista- og handíðaskó- lanum á síðasta ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin alla daga og stendur til 13. desember nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.