Morgunblaðið - 04.12.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.12.1992, Qupperneq 12
1/J HídHM&8tíG .1- HUDAQ :i>Ih hBÖJ8 fTíIJfOí) HWP.Z9Cf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 «' per- 4* Frönsk bók um Víkinga o g Kelta KOMIN ER út í Frakklandi bókin „Les Vikings et les Celtes" eftir dr. Jean Renaud, en hann hefur um Iangt árabil kennt norræn mál og norrænar bókmenntir við háskólann í Caen í Frakklandi. Doktors- ritgerð Renauds fjallaði um skosku eyjamar í norrænum bókmennt- um. Hann hefur skrifað um Suðureyjar og Orkneyjar og m.a. þýtt Færeyingasögu. Þessi bók kemur út hjá Quest France bókaforlaginu, sem áður hefur gefið út eftir sama höfund bókina Víkingarnir og Normandí, þar sem mikilla norrænna áhrifa gætir sem kunnugt er. Em báðar bækurnar í flokki sögulegra bóka undir heitinu: De Memo- ire d’homme: l’histoire. Utþensla Víkinganna til vesturs er fyrirbrigði sem frá lokum 13. aldar markaði stór spor um allan hinn vestræna heim, einkum í kelt- neskum löndum, segir í kynningu á bókinni. Þessi bók rekur fyrst sög- una, þar sem hver kafli fjallar um viðkomandi landsvæði: Skotland og eyjarnar, írland, Wales, Cornwall og Bretagne. En Víkingarnir skildu ekki bara eftir sig rústir einar held- ur höfðu þeir mikil og oft kröftug áhrif á íbúana sem fyrir voru. Seinni hluti bókarinnar fjallar um það hvemig Keltamir nutu engu síður en Norðurlandamenn þessara beinu Jólasýning sunnudaginn 27. des. kl. 20. Nýárssýning laugardaginn 2. janúar kl. 20 Gjafakortin okkareru tilvalin jólagjöf! Miðasalan er opin frá kl. 15-19 en til kl. 20 sýningardaga. Greiðslukortaþjónusta. Sími 11475. Leikhúslínansími99-1015. Það lýsir af degi samskipta, sem var viðhaldið til góðs eða miður góðs. Áhrifín af snertingu menningar þessara þjóða má enn sjá í þessum löndum, eins og Jean Reaud rekur, jafnvel allt suður á Bretagne. Áhugi er nú mikill á ferðum og menningarstraumum frá norrænum Víkingum í Frakklandi. Nú hefur bók dr. Jeans Renauds um Víkinga og Kelta bæst við til fróðleiks áhugafólki um það efni. ♦ » ♦---- Uppákomur á sýningu Steingríms TVÆR uppákomur verða á mál- verkasýningu Steingríms Th. Sig- urðssonar í Galleríi Rið í Gúl að Hallveigarstíg 7 um þessa helgi. Hin fyrri er í dag, föstudag klukk- an 17 til 19, en þá lei_kur KK-band- ið blús og kántrýlög. Á sunnudagss- íðdegi syngur þar ung söngkona frá Akranesi. Sýningin, sem er 73. sýn- ing Steingríms er opin um helgar frá klukkan 14 til 23. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Þórhallur Guðmundsson: Lampi gömlu konunnar. Mynd á kápu: Guðmundur Þór- hallsson. Prentsmiðjan Rún hf. 1992. Þetta er önnur ljóðabókin sem Þórhallur Guðmundsson gefur út. Í fyrra kom eftir hann Myrkskilin orð. Hinni nýju ljóðabók er skipt í þijá kafla sem heita: Sól/Myrkur, Andvökubókin og Handan við vöku- heim. í fyrri ljóðabók höfundar leynd- ust neistar skáldskapar, sem vöktu forvitni um framhald. Lampi gömlu konunnar geymir um margt ólíkari ljóð. Og hann hefur þroskast í ljóða- gerð sinni. Hann agar betur hugs- anir sínar og leitar víðar fanga en áður. Samt kemst hann ekki langt frá tjáningu og horfnum stundum og verður oft eins og eini þátttak- andinn í ljóðinu. Hann er opnari tilfínningalega, sem leiðir til þess að myrkviði vonleysis greiðist sund- ur og auðveldar honum að leyfa lífs- töfrunum að skyggnast inn í vitund- ina og ruska þar til: Ljós frá öðrum heimi/ Og nóttin hún kemur/ svo mjúk og svo hlý/ bjöllur hringja í fjarska/ hendur stijúka andlit þitt/ leggja aftur augun/ og þá sérðu/ á flugi fugl- anna/ og í hreistri fiskanna/ að þú hefur/ hvergi farið. Varkárni gagnvart gleði og gáska ávinnur sér oftast réttinn til hófsemdar á slíkum munaði: XVII./ Það rofar hægt til á himn- inum/ og orðið er nægilega bjart/ til að íhuga orð þín/ um morguninn sem ber/ með sér söknuð eða sorg/ ef horft er á hann/ koma upp úr hafinu. Mörg Ijóðanna eru myndræn og snerta lesandann sem slík: Þórhallur Guðmundsson Sumarósk í grárri og stilltri skímu næturinnar læddist ég áfram í niðurbældu grasinu inn í miðja breiðu vaggandi stráa til að hremma fíðrildi sem skildi eftir sig silfurlitað far í lófa mér. Yrkisefni er líkt í öllum ljóðaköfl- unum og þeir eiga það líka sameig- inlegt að sumt er vel ort og nær til lesanda - annað ekki. Það er til vansa hve margar stafsetningarvill- ur eru í bókinni. Sýnilegt er að ekki er þar um sérvisku höfundar að ræða, heldur beinlínis komið til af virðingarleysi fyrir góðu máli og að hann kærir sig kollóttan: „... með gagnsægja fluguvængi...“ „... við fúlann skurð...“, „... blasir lyngt/stöðuvatn við...“. Áf nógu er að taka og er slíkt afar sjald- gæft í ljóðabókum. Að lokum eitt fallegt ljóð: XII./ Þú sast með mér þann/ dimmviðrasama desemberdag/ og við drukkum kaffi/ og líkjör sem bragðaðist/ eins og glóaldin/ nú óma orð þín í herberginu:/ ég vil sitja með þér/ að eilífu og horfa á hægfleyg/ snjókorn lenda varlega/ á jörðinni til að bráðna./ Myndskreyting á kápu (og senni- lega í 'bók) eru eftir Guðmund Þór- hallsson. Snotur útgáfa. Nú er hagstætt verð á íslenskum æðardún. Hann er fáanlegur hjá framleiðendum, útflytjendum og sængurfataverslunum. Dúnsæng er vegleg jólagjöf - Veljum íslenskt. Æðarræktarfélag íslands. 8 s VELIIÐ ÞAÐ BESTA VEUIÐl fö Ifö HREINLÆTISTÆKI - SÆNSK GÆÐAVARA ■WWMIiiTiun’iri ir ii 1. 'nia——M—11 r 1 ■ •. FASTI BYGGINGAVORU- VERSLUNUM UM LAND ALLT. Hans heilagleiki Maharishi Mahesh Yogi frumkvöðull Innhverfrar íhugunar, Vedískra vís- inda og tækni Maharishi, Maharishi vedaháskólans og Maharishi Ayur-Ved. Maharishi hefur uppgöt- vað stjórnarskrá aflieim- sins í sjálf-vísandi vitund hvers einstaklings, sem og í greind sem fólgin er í sérhverjum þætti sköpun- arinnar. Með þessarri þekkingu er unnt að fullkomna alla þætti í lífi og starfi einstaklingsins og með henni geta allar ríkis- stjómir yfirstígið vanda- mál og öðlast getu til að uppfylla margháttuð markmið þegna sinna. Maharishi vedaháskólinn í Hollandi hýður uppá HAGNÝTA ÞEKKINGU Á LÖGMÁLUM NÁTTÚRUNNAR OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN Námskeið í þjálfun ráðgjafa, kennara og stjórnenda Fólki, sem nýlega er komið á hamingjusamt samfélag án vanda- eftirlaunaaldur og hefur löngun mála og sjúkdóma á sviði heil- til að þjóna samfélaginu, er boðið að brigðis, menntunar, iðnaðar, við- öðlast nýja þekkingu á lögmálum skipta og ríkisumsvifa, með því að náttúmnnar og skapa heilbrigt og hagnýta lögmál náttúmnnar. Átta-vikna námskeið verða í boði á eftirfarandi sviðum: • Heildræn, náttúmleg heilsugæsla sem miðar að forvörnum til að stuðla að fullkomnu heilbrigði ein- staklingsins og að sjúkdómalausu samfélagi - Maharishi Ayur-Ved heilbrigðismenntun. • Að öðlast stuðning náttúmnnar til árangurs í viðskiptum og einkalifi - Vedísk stjómunarfræði Maharishi og þróunarkerfi fyrir fyrirtæki. • Notkun nýjustu vísindaþekkingar á lögmálum náttúmnnar og nýupp- götvaðrar stjómarskrár alheimsins til að þjálfa stjórnmálaleiðtoga i að mynda jafn fullkomnar rikisstjórn- ir og stjórnvöld náttúrunnar em - Æðri stjómmálafræði til farsællar stjórnunar ríkisins. • EINNAR VIKU NÁMSKEIÐ eingöngu ætlað ráðhermm ríkisstjóma, alþing- ismönnum og æðstu embættismönn- um ríkisins. Tilgangur þeirra er að hjálpa núverandi ríkisstjómum að yfirstíga vandamál og uppræta alda- gamlan vanmátt ríkisstjóma jafnvel á yfirstandandi kjörtímabili. • Að öðlast innsýn í fortíð, nútíð og framtið til þess að uppræta hvers kyns neikvæðni og njóta lífsfyllingar án vandamála - Vedísk stjömufræði - Maharishi Jyotish. ÁTTA VIKNA NÁMSKEIÐIN HEFJAST EINNAR VIKU NÁMSKEIÐ HEFJAST mánudagana: 7., 14., og 21. desember 1992; 11. janúar 1993; 8. mars 1993. 4. janúar 1993; 22. rnars 1993. Þeir þátttakendur sem ljúka einu námskeiði eiga kost á að sækja hvaða námskeið sem er af þeim átta vikna námskeiðum sem á eftir koma. Námskeiðin verða haldin á hinni fallegu Sólarströnd Spánar (Costa del Sol). Að þjálfun lokinni munu útskrifaðir nemendur opna Maharishi Ayur-Ved heilsufræðslustöð- var í sínum heimahögum í þeim tilgangi að kynna gildi þekkingar á lögmálum náttúmnnar fyrir heilbrigði og árangur á öllum sviðum lífsins. Þeir verða jafnframt ráðgjafar í viðskiptum og ríkisrekstri með það markmið að losa stjómun undan vandamálum og færa lífið til samræmis við. lögmál náttúmnnar. Forgang hafa þeir þátt- takendur sem ekki þurfa fjárhagsstuðning a.m.k. fyrst í stað, á meðan þeir eru að byggja upp ráðgjafar- og kennslustarfsemi sína. UMSÓKNUM SKAL SKILAÐ TIL: Maharishi Vedic University Course Office, Hoge Boekelerweg 255, 7532 RE Enschede, Hollandi. Tel: +31-53-353725, Fax: +31-53-339489

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.