Morgunblaðið - 04.12.1992, Page 14

Morgunblaðið - 04.12.1992, Page 14
 U 14 Misvindi tii sjós og lands Bókmenntir Erlendur Jónsson Atli Magnússon: í KRÖPPUM SJO. Helgi Hallvarðsson skip- herra segir frá sægörpum og svaðilförum. 244. bls. Örn og Örlygur hf. 1992. Bók þessi er hvorki hvorki gull né gijót. Kannski eitthvað þar á milli. Sögumaður var á varðskipum í þorskastríðunum, síðast skip- herra. Þau stríð unnust öll. Og skipherrarnir urðu stórstjömur um hríð. Nafn Helga, sem og annarra slíkra, varð á hvers manns vörum. Ef til vill hafa engir menn nálgast það meir, hvorki fyrr né síðar, að teljast þjóðhetjur meðal íslendinga. Ef frásagnir Helga hefðu verið skráðar og gefnar út strax að stríð- um þessum loknum hefði margur verið sólginn í að lesa, þótt ekki væri nema nafnbótarinnar vegna. Nú er sá hasarinn langt að baki og upp vaxin kynslóð sem veit lítið sem ekkert um atburði þessa, nema í hæsta lagi af bóklestri. Þegar tilfínningahitinn kulnaði urðu þess- ir viðburðir að sögu. Reynsla Helga og starfsbræðra hans er þó jafn- merkileg hvort sem fleiri eða færri geyma hana í minni. Hetjuskapur þeirra í þorskastríðunum var óum- deilanlegur þótt allir lifðu þeir stríðið af. En nú er tíminn löngu búinn að lægja öldurnar og Helgi kominn í land. Skipherrann, sem forðum háði taugastríð við orlogsflota hennar hátignar, getur nú litið yfir farinn veg, rólega og yfirveg- að. En Helgi talar ekki af sér. Hann reynist vera dulur um tilfinninga- mál og hleypir lesandanum ekki of nærri sér. Hann kann þá list að tala mikið en segja lítið. All- margar síður fara í að greina frá smáatvikum ýmsum sem hljóta að teljast hafa verið af léttvægari sortinni á líðandi stund, hvað þá síðar, og tæpast frásagnarverð. Eða hveiju gegnir að skýra frá því eftir áratugi, svo dæmi séu tekin, að einn hafi hellt maltöli út á graut- inn sinn og annar gripið utan um rottu í staðinn fyrir sprengiefn- istúbu? Raunverulegt efni bókar- innar er þannig sundurleitara en búast mætti við þegar hugsað er til viðburðaríkrar lífsreynslu sögu- manns og þeirra hörðu sviptinga sem hann er til frásagnar um. Mynd, sem prýðir kápuna í bak og fyrir, sýnir kempuna í fullum skrúða. Lesandinn veit að ein- kennisbúningurinn táknar ábyrgð og festu, jafnt í orði og verki. Eigi að síður væntir hann þess að sér gefist kostur á að kynnast nánar manninum á bak við grí- muna, að nú komi eitthvað fram sem ekki þótti henta að greina frá í hita baráttunnar. En Helgi temur sér þá aðferð hygginna að skemmta með höfðinglegri gam- ansemi og beina þannig athyglinni frá eigin persónu. Lesandinn, sem bíður spenntur eftir því að sögu- hetjan opni hug sinn, lokar bók- inni án þess að vera miklu nær. Og hvað verður þá fyrir nema líta aftur yfir titilsíðuna. Og sjá, þar eru reyndar ekki gefin nein fyrir- heit um trúnaðarmál og sjálfslýs- ingu, aðeins um frásögur af »sæ- görpum og svaöiiföruir:", púntum og basta. Að mínum dómi er sá hlutinn lakastur þar sem sögumaðúr segir frá uppvaxtarárum sínum í Reykjavík. Bestir eru hins vegar kaflarnir þar sem lýst er annað tveggja skipum og útbúnaði þeirra ellegar sagt frá ópersónulegum athöfnum, svo sem björgunaraf- rekum, að ógleymdri viðureign við landhelgisbrjóta fyrr og síðar. Bæði skipum sínum og vinnu- brögðum til sjós lýsir Helgi með ágætum, nákvæmlega og fag- mannlega. Og stríðssaga hans er greinargóð og skipuleg. Sumir þorskastríðskaflarnir eru beinlínis spennandi. Athyglisvert er líka það sem Helgi segir um pólitíkina. Hann hefur snemma numið hljóð undiröldunnar á stórasjónum þeim. Sömuleiðis reynt að einnig þar getur slegið hastarlega í bak- Helgi Hallvarðsson seglið. Mannlýsingar hans eru á hinn bóginn yfirborðslegar. . Auðvitað er fræðilegi þátturinn nokkurs virði. Þó til séu ótal skýrsl- ur, greinargerðir og frásagnir af deilúnum við Breta verður naum- ast skrifað svo um þau mál hér eftir að frásagnir skipherrans, Helga Hallvarðssonar, verði ekki hafðar við höndina. Því fremur sem Helgi kynnir sig sem gætinn mann og orðvaran ætti að mega treysta því.sem hann segir um þau efni. Að greina í sundur frásögn sögumanns og vinnubrögð skráse- tjara er hægara sagt en gert. Skrá- setjari er blaðamaður og því enginn viðvaningur í ritlistinni. Að skrifa blaðaviðtal er þó allt annað en að setja saman bók, raunar tvennt óiíkt. Hið SÍ-ðar talda krefst góðra skipulagshæfileika, meðal annars. Örugglega má ætla að textinn hefði þolað bæði niðurskurð og útstrikanir. Upphafsorð bókarinn- ar eru t.d. allt of þunglamaleg: »Þegar ég lít út um gluggann á skrifstofu yfirmanns gæslufram- kvæmda Landhelgisgæslunnar við Seljaveginn...« Sem betur fer slípast textinn þegar á frásögnina líður líkt og sögumaður og skrásetjari nái betur saman því nær sem dregur að endapúntinum — ef til vill vegna þess að spennan fer þá líka vax- andi! Lokaorðin eru þannig mun þekkilegri en upphafið: »Stundum hljóta stormar að geisa og sjóar að rísa, og þannig á það að vera því það veitir kröftunum nauðsyn- legt viðnám. En á eftir hlýtur að lægja og menn fagna logninu.« Nýjar bækur Reisubók Jóns Indiafara ÚT ER komin Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara. Völundur Óskarsson annaðist útgáfuna sem er með nútíma stafsetningu. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Reisubókin er einstæð frá- sögn af ungum 17, aldar manni sem þráir ævintýri og heldur á áður óþekktar slóðir m.a. sem fallbyssuskytta á Indíafari Dana- konungs. Hann snýr aftur öryrki en með dýrlega veislu í faratesk- inu sem hann greinir löndum sín- um frá af ótúlegri frásagnargleði og íþrótt.“ „Þyí má halda fram að rit Jóns marki tímamót í menningarsögu íslendinga. Ekki er nóg með að hann sigli á ókunnar og áður óþekktar slóðir heldur segir hann frá þessum upplifunum sínum á bók og leggur um leið grunn að nýrri ferðabókmenntum. Hann, almúgamaðurinn, tekur fram fyrir hendumar á prestunum og gerist upp á sitt einsdæmi fréttaritari á erlendri grundu, á söguslóðum viðburðanna sjálfra. Hér var borin fram ný reynsla. Heimurinn skrapp saman en víkkaði að sama skapi um leið,“ segir Völundur Óskarsson í inngangi sínum.“ Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 416 bls., prentuð í G.Ben prenstofu hf. Verð 6.500 krónur. 9wttMmjwirjóC Rás 2 býður hlustendum íléttan spurningaleik fyrirjólin. Reglurnar eru einfaldar. í þessari auglýsingu eru níu léttar spurningar sem þú, hlustandi góður, svararýmistjátandi eða neitandi meðþvíað krossa í viðeigandi reiti. Skrifaðu nafn, heimilisfang og sima á svarseðilinn (athugaðu að fylla íalla dálka) svo að við getum náð iþig efþú dettur ilukkupottinn. Svarseðillinn þarfað berastokkurísiðastalagi 12. desember. Niu nóttum fyrir jól - Svarseðill 1. Orðiö víðóma er þýðing ó oröinu „mono". 2. Meinhorniö er á dagskrá Rásar 2 ó miövikudögum 3. Sykurmolarnir spiluðu fyrir 700.000 manns ó einu tónleikaferöalagi. 4. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmólaróðherra SKATABUÐIN HAGKAUP Tmktu þátt / spurnlngaMk Hé*mr 2. Rá% S. Útvmrpfð scm þjóðin á - og hlustmr á... Lallí ljósastaur Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Þorgrímur Þráinsson Teikningar: Stefán Kjartansson Lestur handrita og prófarka: Guðlaug Konráðsdóttir Prentvinnsla: G.Ben. prentstofa hf. Útgefandi: Fróði hf. Hér er eín sagan enn, þar sem Þorgrímur fer á kostum sagnaþul- ar. Hraðinn, fyndnin og lipurðin söm og áður, samt agaðri, þrosk- aðri stíll. Sögusviðið er Sigluvík, þorp úti á landi. Þar á Gróa gamla á Leiti auðvelt uppdráttar, er ekki í nein- um vandræðum með að breyta gamalli, lasburða konu í galdra- nom. Þar er og nálægð við náttúru meiri en í skarkala borga, fólk meðvitaðra um sagnaarfleifð þjóð- ar, ber virðingu fyrir henni. Því neitar það ekki tilvist. álfa, gerir sér grein fyrir að það er ekki með sköpunina í vasa, heldur er sjálft hluti af henni. Samt er heimahlað- ið ekki afgirt, skjár tækninnar kynnir þar átrúnaðargoð heimsins. A þessum leikvelli vaxa sögu- persónur okkar 5 úr grasi. Allt heilbrigðir, elskulegir krakkar, en uppátektarsamir. Moni á draum um að verða fræg körfuboltahetja. Vantar æði margt til, krúnurakar sig svo eitthvað líkist þó slíkum goðum. Gárungi mikill. Það er Davíð líka og til í tuskið. Lalli fyrir- myndar snáði, en gjörsneiddur spilafíkn. Fanney fínleg hnáta, sem sér fleiri en eina hlið á málum. Loks er svo hún hláturmilda Hulda. Krakkarnir leggja til atlögu við Göldru (Þjóðhildi), læra af þeim skiptum að varlega skal trúa slúðri. Lalli verður fyrir undarlegri reynslu við álfastein, svo undar- legri, að Sigluvík verður lands- fræg. En hvort er eftirsóknarverð- ara frægð eða eðlilegt líf? Orrusta milli þessa tvenns hefst í hugum barnanna, ja, fullorðinna líka, sem sjá ábatavon í þjáningu aumingja Lalla. Höfundur segir þessa sögu á svo fyndinn hátt, að fáir munu leggja bókina frá sér, fyrr en saga er úti. Mér finnst stíllinn frábær, ég er nærri hættur að rekast á orðs- krípi. Þó mun ég aldrei sætta mig við „fullt af peningum“ (23); nú eða „vaxtarhormónarnir í Lalla hefðu líklega flippað“ (48). Svo snjall höfundur, sem Þorgrímur er, þarf ekki á slíkum orðum að halda. Myndir Stefáns eru bráðskemmti- legar. Vekja hlátur. Bókarprýði. Próförk vel lesin. Þó hefir „fyrir“ kallað á vitlaust fall á síður 80; og nafnháttarmerki dottið út á ein- um stað (101). Prentun og frá- gangur allur til fyrirmyndar. Bók sem á eftir að gleðja marga, til þess hefur hún allt. Nýjar bækur ■ Tíu litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie er komin út í endurskoðaðri þýðingu Jóns Daníelssonar. Söguefnið er þannig lýst: „Tíu manneskjur eru ginntar út í eyju og hald- ið þar í ein- angrun. Það kemur á dag- inn að allt þetta fólk hefur eitthvað á samviskunni og skömmu eftir komuna til eyjarinnar berst þeim tilkynning um að þau hafi verið dæmd til dauða. Skömmu síðar fara gestirnir á eyjunni að tína tölunni. En hver er morðinginn? Er hann í felum á eynni eða dylst hann í hópi gestanna?" Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.990 krónur. ■ Dögun nefnist fjórða bindi Martins Andersens Nexös um Pella sigursæla í þýðingu Gissurar O, Erlingssonar I kynningu útgefanda segir m.a,: „Pelli losnar úr fanglelsinu og hér er lýst þeim hartnær óyfirstíganlegu hindrunum sem verða á vegi þess sem dæmdur hefur verið frá eign- um og æru. En Pelli rís upp tvíefldur og hefur nýja sókn. Fangavistin hefur mildað hug- arfar hans og gefið honum tóm til að íhuga líf sitt og baráttu. Pelli þarf að klífa þrítugan hamarinn til að komast að nýju í samfélag „heiðarlegs fólks“. En ekkert aftrar honum og hann fylkir liði til nýrrar sóknar.“ Úgefandi er Skjaldborg hf. og með þessu bindi hefur Skjaldborg lokið útgáfu þessa verks á íslensku. Verð 2.890 krónur og nú fæst heildarútgáfan í öskju á 7.990 krónur. M Töfralampinn heitir bók eftir Ingmar Bergman í þýð- ingu Jóns Þ. Þórs. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bók þessi er ekki sjálfsævi- saga í venju- legum skiln- ingi heldur eins og ferð um víðáttur átakamikils sálarlífs. Sagan er mótuð líkt og kvikmyndahand- rit með sífelldum leiftursýnum aftur í sálræn fylgsni bernsk- unnar og áhrif þeirra á fullorð- insárin. Ingmar lýsir öllu af fullkominni hreinskilni, líka því allra leyndasta og viðkvæmasta í fjölskyldulífi og innstu kennd- um.“ Útgefandi er Fjölvi. Bókin er 269 bls. prentuð hjá Prent- stofu G.Ben. Verð 2480 krón- ur. ■ Ævintýri H.C. Andersen í þýðingu Steingríms Thor- steinssonar og Gissurs Ó. Erlingsonar er komin út í nýrri útgáfu. Ljósmyndir skreyta þessa útgáfu og hlaut Lisbeth Zwerger H.C. Andersen verð- launin fyrir bókaskreytingar. Útgefandi er Slg'aldborg hf. Verð 1690 krónur. Ingmar Berg- man Martin Ander- sen Nexö Agatha Christie

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.