Morgunblaðið - 04.12.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.12.1992, Qupperneq 18
6í seer rraaMagaci .r HUOAciuTaöa QiQAjanuoHOM 18'------------------------------------------MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Um peningamál og ríkisfjármál eftir Aðalstein J. Magnússon Peningamálin hafa verið í brenni- depli núna síðustu daga og þá sér- lega gjaldeyrissamstarf Evrópu- bandalagsríkjanna. Hefur í þeirri umræðu margt merkilegt verið dreg- ið fram sem hollt er að líta á nánar. Meðal þess er hin augljósa staðreynd að ef litið er á önnur lönd sýna þau oft mestan óstöðugleika í atvinnu- framboði sem minnst aðhalds hafa gætt í peningamálum og þar af leið- andi hafa haft mesta verðbólguna. Reyndar er það svo að það er óstjórn í ríkisfjármálum sem mest hefur sett per.ingamálin úr skorðum hjá þessum þjóðum þar sem verðbólga og at- vinnuleysi er landlægur sjúkdómur1. Auðvitað getur einnig slæmt árferði hjálpað til við að koma peningamál- unum úr skorðum. Er þessi niður- staða í fullu samræmi við hagfræðina þar sem Phillips-kúrfan hefur verið lögð til hliðar vegna fræðilegra van- kanta og þeirrar ofangreindu stað- reyndar að hún skýrir ekki raunveru- leikann. Nú hafa skapast þær aðstæður fyrir tilstilli ríkisstjómarinnar að verðbólgunni hefur verið náð niður og stöðugu gengi haldið. Er þessi þróun mála jákvæð, meðal annars vegna þess að við þurfum að greiða af háum erlendum lánum. Ef gengið er fellt til að bæta samkeppnisað- stöðu útflutningsgreina þýðir það í raun og verð íslenskra afurða er ekki hækkað í samræmi við sam- keppnisvöruna og fæst því hlutfalls- lega lægra verð fyrir hana þó svo að krónunum flölgi. Á sama tíma hækka erlendu lánin í beinu hlutfalli við gengisfellinguna enda lánin skráð í erlendri mynt. Það má svo einnig tína til hina mikilvægu ástæðu að það er nauðsynlegt bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki að búa við stöðugt verðlag svo að þeir geti skipulagt til framtíðar. Að lokum er það orðið nokkuð ljóst að launþegar láta ekki hafa af sér krónumar með gengisfellingu hér á landi og gengis- fellingin hleypur því beint út í verð- lagið. Þegar slíkt gerist er verr af stað farið en heima setið. Það er því ekki hægt að þakka nógsamlega að ríkisstjóminni og Seðlabankanum hefur tekist ætlun- arverk sitt. Það lofar einnig góðu að Seðlabankinn er að koma sér upp frekari tækjum til að hafa áhrif á peningamagn í umferð svo sem tölu- verðu magni af útistandandi ríkis- skuldabréfum. Það skildi þó vera haft í huga að farsælast er að miða peningamagn í umferð við langtíma- spár um hagvöxt. Því rétt er að sá eltingaleikur sem felst í því að reyna að halda peningamagni í samræmi við hagvöxt frá degi til dags skapar aðeins vandamál. Geta menn í því sambandi litið á vandamál Þjóðveija í dag við að stjóma peningamagninu. Skapast þau meðal annars af því að um leið og búið er að slá á stærð skammtíma hagvaxtar og setja markmið í peningamagni em for- sendumar brostnar. Réttast er að útbúa langtímaspá um hagvöxt og auka síðan peningamagnið hægt og stöðugt í samræmi við hana2. Niðurstaða undangenginna hrær- inga á gjaldeyrismörkuðum varð meðal annars sú að Bretar felldu gengið enda var það of hátt skráð. Bretar hefðu heldur átt að hlíða ráð- leggingum Thatchers fyrrverandi forsætisráðherra og Pöhl fyrrverandi bankastjóra Bundesbank, en bæði sáu meinbugi á inngöngu Breta í gengissamstarfið. Heyrst hafa raddir um að fella beri gengi krónunnar þar sem við seljum mikið á Bretlands- markað. Ekki telst það jákvætt að elta þannig Bretana og ógilda með þessum hætti leiðréttingu á gengi pundsins. Nær væri að athuga raun- gengi krónunnar en ekki stunda skæruhemað sem felst í að fella gengið á móti mikilvægum viðskipta- löndum okkar þegar þau reyna að leiðrétta sitt gengi. Það sem okkur ber að gera er að fylgjast með okkar verðbólgu eða öllu heldur langtíma hagvexti og peningamagni. Til að hughreysta þá sem fella vilja gengið má benda á að þrýsting- ur er vís til að myndast á krónuna í náinni framtíð. í stærri hagkerfum er það aðallega fjárfestingarfjár- magn sem ræður þrýstingi á gjald- miðla þegar búið er að taka tillit til áhrifa ríkisfjármála í peningamálum. Því sama má gera ráð fyrir hér i framtíðinni þó svo viðskiptajöfnuður hafi líka áhrif þar sem sveiflur hans eru hér stærri en víða annars stað- ar. Það er því augljóst að þrýstingur mun myndast þegar íslendingar fara í ríkari mæli að fjárfesta erlendis. Islendingar munu fjárfesta erlendis því eins og Sigurður B. Stefánsson benti nýlega á í grein á viðskiptasíð- um Morgunblaðsins fæst hærri ávöxtun fyrir sömu áhættu eða minni áhætta fyrir sömu ávöxtun með því að dreifa hlutafjáreigninni. Dreifing- in krefst þess að einnig séu keypt hlutabréf í erlendum fyrirtækjum. Þess er sem betur fer ekki langt að bíða að þessi möguleiki verði opnað- ur Islendingum að fullu og mun hann þá fyrst í stað þrýsta fast á um geng- issig á meðan markaðurinn kemst í jafnvægi. Ríkisfjármál Þegar vandi steðjar að atvinnulíf- inu skiptir miklu máli að taka skyn- samlega á hlutunum en ekki deila um hagfræðikenningar. Hvort tveggja verður að teljast óskynsam- legt, að taka stór lán erlendis og að draga saman seglin svo endar nái saman. Hvort tveggja hefur verið reynt erlendis og hvorugt gefist vel. Það er og reynsla okkar að lítið hef- ur áunnist með of mikilli þenslu. Sú leið að taka stór lán um leið og á bjátar með það fyrir augum að veita miklu fjármagni erlendis frá út í at- vinnulífíð læknar oft bara einkennin og skapar alvarlegri hliðarverkanir. Það skiptir því miklu máli að nota slík meðul í hófi. Einnig má harðlega gagnrýna aðgerðir sem byggja á að skera niður þegar harðnar í ári þann- ig að útgjöld séu örugglega svipuð eða minni en tekjur. Slíkar aðgerðir jafnast við að taka veikum sjúklingi blóð. Hvort sem menn aðhyllast Keyn- esianisma eð Chicago-skólanum þá geta menn verið sammála um að sá tími sem það tekur að fá stefnuna í ríkisfjármálum, og þó enn frekar peningastefnu ríkisins, til að hafa áhrif út í atvinnulífíð skapar vanda- mál. Það er skoðun undirritaðs að sá óstöðugleiki sem einkennir af- komu og neyslu á íslandi kalli á stöð- ugleika í ríkisfjármálum. Með því að binda hendur sínar til lengri tíma varðandi árleg útgjöld mundi ríkis- stjómin vinna þarft verk. Slík festa í útgjöldum mundi skapa festu og öryggi sem bæði einstaklingar og atvinnuvegirnir mundu hafa hag af. Festi í ríkisútgjöldum mundi drepa hina sveiflukenndu neyslu og gera starf þeirra léttara sem með peninga- mál ríkisins fara. Sveiflur yrðu ekki eins miklar og því auðveldara að halda peningamagni í samræmi við hagvöxt. í þriðja lagi væru hættunni á að dýpka lægðir í efnahagslífinu eða þenja úr hófi fram bægt frá. Fleiri kosti mætti telja en þessir eru nægpr. Svipaðar skoðanir hafa komið fram f Chicago-skólanum varðandi peningamálin. Því er réttilega haldið Aðalsteinn J. Magnússon „Það ætti því ekki að vera til umræðu að skera niður menntun. Hitt er rétt að alltaf má hagræða og fram- kvæmdir eiga að vera undir stöðugu eftirliti. í þessu sambandi má nefna að ljóst þykir nú að iðnmenntun á undir högg að sækja og ættu stjórnvöld að athuga hvort ekki má núna gera betur á þeim vett- vangi.“ fram að sá eltingaleikur að reyna að halda peningamagni í samræmi við hagvöxt frá degi til dags skapi aðeins vandamál. Um leið og búið er að slá á stærð skammtíma hag- vaxtar og setja markmið í peninga- magni eru forsendurnar brostnar. Rétt er að útbúa langtímaspá um hagvöxt og auka síðan peninga- magnið hægt og stöðugt í samræmi við hana. Slíkt hið sama má gera í ríkisfjármálunum. Það er stefna okk- ar íslendinga að hafa verulega sam- neyslu og er það vel enda hagkerfið lítið og þjóðin einsleit. Það getur samt sem áður jafnt verið vilji fólks- ins í landinu að breyta magni þessar- ar samneyslu sem hlutfalli af lands- framleiðslu eins og að halda henni í horfinu. Ef vilji er fyrir breytingu er hægt að framkvæma hana hægt og bítandi gegnum langtíma breyt- ingar á ríkisfjármálum sem mundu þá ekki taka mið af hagvextinum frá ári til árs heldur langtíma spá. Það er víst að langtímaspár mundu reyn- ast haldbetri viðmiðun en spár til skemmri tíma. Það má líka benda á að fá stórfyrirtæki mundu miða arð- greiðslur sínar aðallega við hvernig reksturinn gengur frá ári til árs (residual theory). Slík stjórnun á arðgreiðslum mundi ræna þær þeim stöðugleika og upplýsingum sem fjárfestar þarfnast. Fjárfestar treysta að langtíma geta fyrirtækis- ins til að greiða sé gefin til kynna í gegnum stefnufestu og stöðugleika í arðgreiðslum. Stöðugt breytanlegar arðgreiðslur miðaðar við skamm- tímaafkomu mundu senda hluta- bréfaverð norður og niður. Það getur því ekki talist óeðlilegt frá hagfræði- legu sjónarmiði að halda samneysl- unni í svipuðu horfi. Því miður virð- Gjafakort Tónalitgreining ogfatastíll. Skeifunni 19, símar 682270 og 686410. ist ástandið í dag kalla á að erlent lán sé tekið til að stöðugleiki megi haldast. Sýna verður styrk og passa að falla ekki í þá freistni að taka stórt lán vegna þess að menn eru á annað borð komnir af stað. Lán sem þetta verður ekki borgað öðruvísi en með sköttum síðar meir. Það er og glapræði að ætla að þenja hagkerfíð | upp og láta sem ekkert sé að ytri aðstæðum sem nú eru ekki góðar. Það kemur því að þeirri spumingu | hvernig best er að veija slíku fé sem fengið er að utan og mun kosta okk- ur töluverða aukningu í vaxtagreiðsl- | um. Best væri að bera saman vextina af slíku láni og arðinn af þeim fram- kvæmdum sem Iánið mundi fjár- magna en slíkt er alltaf nálgun og skekkjumörk stór. Næst best er því að raða framkvæmdum eftir hlut- fallslegri arðsemi sem er auðveldara og nota þá röð til að deila út fjár- magninu. í slíkri röðun hefur ítrekað verið bent á vegaframkvæmdir og er það vel. Hinu skulu menn ekki gleyma að sannað þykir nú að mennt- unarstig og stefna eru haldbestu vís- bendingamar um langtíma hagvöxt. Það er ljóst að hið nýklassíska mód- el sem notað hefur verið í hagfræði um áratugi og byggist aðeins á tveimur framleiðsluþáttum, kapítali og vinnuafli, getur ekki án endur- bóta útskýrt langtíma hagvöxt. Sam- kvæmt módelinu ættu þjóðir þar sem litlar ijárfestingar hafa átt sér stað að hafa hraðari vöxt en þróaðri. Þetta orsakast af því að arður til framleiðsluþáttar fellur því meir sem bætt er við af framleiðsluþættinum. Þróaðar þjóðir hafa nú þegar fjárfest mikið heima fyrir og því ættu viðbót- arfjárfestingar að skila minna en annars staðar. En módelið hefur nú verið endurbætt svo það getur úr- skýrt hagvöxt til lengri tíma og felst það í að menntunarstig þjóðar er tekið með, Heiðurinn á Paul Romer (UC Berkley) sem í doktorsritgerð sinni frá University of Chicago árið 1983 endurbætti kenningu Nóbels- verðlaunahafans Roberts Solow (MIT). Jafnframt útskýrir módelið hvers vegna vestrænar þjóðir vegna menntunar halda áfram að vera sam- keppnishæfar við lönd með ódýrara vinnuafl. Það ætti því ekki að vera til umræðu að skera niður menntun. Hitt er rétt að alltaf má hagræða og framkvæmdir eiga að vera undir stöðugu eftirliti. í þessu sambandi má nefna að ljóst þykir nú að iðn- menntun á undir högg að sækja og ættu stjórnvöld að athuga hvort ekki má núna gera betur á þeim vett- vangi. Það má einnig ljóst vera að ekki bætir það skammtímaástandið á vinnumarkaðinum ef nemar hverfa frá námi. Bent hefur verið á að ef til vill væri betra að einstaklingar tækju lán erlendis í stað ríkisstjóm- arinnar en með hennar fulltingi. Þessar raddir hafa nokkuð til síns máls en ríkisstjórnin hefur sýnt að hún setur stöðugleika framar öðru. Því ætti ekki að vera hætta á að hún fari út í óarðbærar framkvæmdir. Ofangreind markmið að skapa stöð- ugleika í útgjöldum vegur einnig þungt svo og aukinn hraði ef ríkis- stjórnin gengur sjálf í málið. Heimildir: 1 & 2. Aryeh Blumberg. 1992. Alþjóða fjármálahagfræði og gjaldeyrismál. Fyrirlestur í hagfræði- deild Harvard University 18. júlí. Cambridge MA. Höfundur er rekstrarhagfræðingur sérhæfður ífjármálum ogkcnnir við Samvinnuháskólann. frákr. 4.990 EYJASLÓÐ 7»101 REYKJAVÍK*S 91-621780 wem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.