Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 28

Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 28
}£ soei íiaaMaeaa .t- auoAgúTgöa giuajhwlkjjiom 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 EES-atkvæðagreiðslan í Sviss Samstaða í hættu eftir dýra baráttu ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. REIKNAÐ er með að auglýsingabaráttan með og á móti aðild Sviss að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafí kostað um 50 miiy- ónir svissneskra franka, 2,1 milljarð ÍSK, þegar þjóðaratkvæða- greiðslunni um EES verður lokið á sunnudag. Þar af hefur ríkið eytt rúmum 6 milljónum, tæpum 260 milljónum ÍSK, í upplýsinga- rit um kosningamálið sem sent var öllum kjósendum eins og tíðk- ast fyrir allar kosningar. Einstaklingar, baráttuhópar, fyrirtæki, samtök, stjórnmálaflokkar og þrýstihópar bera annan kostnað. Síðustu dagana fyrir kosningar er ekki hægt að fletta dagblaði án þess að rekast á „Já“ eða „Nei“ auglýsingar. Sumir, eins og AUNS (Sjálfstætt og hlutlaust Sviss) bar- áttuhópur Christophs Blochers, helsta andstæðings EES, birta litl- ar en oft margar auglýsingar á síðu. Aðrir, eins og samtök nokk- urra þingmanna sem vilja auka tengslin við Evrópubandalagið, EB, leggja undir sig heila síðu. Þing- mennirnir benda foreldrum á með stórum stöfum að þeir geti núna gefið börnum sínum alveg sérstaka gjöf á degi Nikulásar helga, 6. desember. Nefnilega „betri fram- tíð“. Dagblöð hafa þar að auki ver- ið full af greinum um EES og mörg þeirra hafa gefíð út sérrit um samninginn. Allt bendir til að frönskumæl- andi Svisslendingar samþykki aðild að EES en úrslitin í þýskumælandi hluta landsins, þar sem meirihluti Svisslendinga býr, eru mjög tvísýn. Óttast er um samstöðu þjóðarinnar í framtíðinni ef rómanski hlutinn verður undir í þessari veigamiklu kosningu. Rene Felber, utanríkis- ráðherra og forseti landsins þetta ár, skoraði á þjóðina að greiða at- kvæði með EES meðal annars þess vegna í ávarpi í vikunni. Hann sagði að ríkisstjórnin væri sannfærð um að samstöðu tungumálahópanna fjögurra sem byggja landið yrði stofnað í hættu ef tillagan yrði felld og að Sviss yrði fyrir álitshnekki erlendis ef þjóðin vildi ekki ganga til liðs við nágrannaþjóðir sínar á Evrópska efnahagssvæðinu. Frönskumælandi Svisslendingar hafa tekið þátt í kosningabarátt- unni í þýska hluta landsins. Le Matin, sem er gefið út í Lausanne og er víðlesnasta dagblaðið í franska hlutanum, gaf út sérblað á þýsku á fimmtudag og því var dreift með Blick, víðlesnasta dag- blaðinu í þýska hlutanum. Þar eru aðeins „Já“ auglýsingar og jákvæð- ar greinar. Samkvæmt stjörnukorti þess er bara tímaspursmál hvenær Svisslendingar sameinast efna- hagssvæði Evrópu; þeir geti alveg eins gert það nú eins og einhvern tíma seinna! Reuter Frá miðborg Manchester eftir að fyrri sprengjan sprakk. Lögregla hefur lokað götum í nágrenni tilræðisstaðarins og forvitnir vegfar- _______________ endur fylgjast með framvindu mála. Tvær sprengjur springa í miðborg Manchester Tugir slösuðust er þeir leituðu skjóls eftir fyrri sprenginguna Manchester. Reuter. RÚMLEGA 60 manns særðust er tvær öflugar sprengjur sprungu með stuttu millibili í miðborg Manchester í gærmorgun. Að sögn lögreglu leikur grunur á að þar hafi írsku hryðjuverkasamtökin IRA verið að verki en þau hafa staðið fyrir sprengjuherferð í London að undanförnu. Fyrri sprengingin varð fyrir utan opinbera byggingu í helsta verslun- arhverfi Manchester þegar umferð var hvað þyngst í gærmorgun. Sex manns slösuðust. Seinni sprengjan sprakk nærri dómkirkjunni og slasaðist þá fólk sem verið var að flytja til kirkjunnar af því svæði sem fyrri sprengjan sprakk á, tæplega 60 manns. Ætl- aði fólkið að leita skjóls í kirkjunni eftir sprenginguna. „Við vitum ekki hver var að verki en fyrri dæmi gera það að verkum að grunsemdir beinast að IRA,“ sagði Jim Paterson, aðstoðarlög- reglustjóri í Manchester. Að sögn fulltrúa heilbrigðisyfirvalda slösuð- ust 65 manns í sprengingunum, en talið var að einungis tveir væru lífs- hættulega slasaðir. Enginn hafði lýst ábyrgð á sprengingunum í Manchester á hendur sér síðdegis í gær. Grun- semdir beinast einkum að IRA þar sem maður sem sagðist tala í nafni samtakanna hringdi í neyðarlínu hjálparstofnunar og sagði að fjórar sprengjur myndu springa þá og þeg- ar í borginni. Paterson sagði að við- vörunin hefði borist rétt eftir fyrri sprenginguna. „Þetta er dæmigerð framkoma hjá hryðjuverkamönnun- um sem leika lausum hala í þessu landi og sýna fullkomið virðingar- leysi fyrir lífi og limum óbreyttra borgara," bætti hann við. Kapítalisminn í Rússlandi Einkavæðing á sigurbraut RÚSSAR gera sér vonir um að þeim takist að einkavæða yfir 6.000 stór og meðalstór fyrirtæki á einu ári. Það er ekki svo lítið þegar þess er gætt, að alls 8.000 fyrirtæki voru einkavædd í öllum heiminum á níunda áratugnum. Hrun efnahagsins í Rússlandi veldur þvi ef til vill að þessi áform virðast bæði ótrúleg og hlægileg. En það er ekki tíma- bært að hlæja. Það gengur nefnilega ekki allt á afturfótunum í Rúss- landi eins og andstæðingar ríkisstjórnar Borís Jeltsíns vilja vera láta. Einkavæðingaráætluninni miðar betur en nokkur hafði búist við. Reutcr Rúblan hækkar Viðskiptavinur skiptir dollurum fyrir rúblur í farandbanka á hjólum sem lagt hefur verið í Arbat-götu í Moskvu. Gengi rússneska gjaldmiðilsins hefur hækkað undanfarna daga úr 447 dollurum í 398 og er talið að ástæð- an geti verið aukin eftirspurn vegna fjárþarfar stórfyrirtækja sem eru að komast í þrot. Landbúnað- arkafli GATT fuli- gerður SAMNINGAMÖNNUM Evrópu- bandalagsins og Bandaríkjanna tókst í gær að binda síðustu lausu endana í bráðabirgðasamkomu- lagi sem nýlega var gert um land- búnaðarkafla GATT-samningsins um aukin alþjóðaviðskipti og nið- urskurð ríkisstyrkja. Bandaríkin höfðu ákveðið að setja refsiolla á ákveðnar vörur frá EB á laugar- dag næðust ekki samningar fyrir þann tíma. Dómar vegna Seandinavian Star DANSKUR dómstóll úrskurðaði í gær í máli sem höfðað var vegna eldsvoða í feijunni Scandinavian Star fyrir tveim árum og hlutu þrír menn fangelsisdóma. Skip- stjórinn, Hugo Larsen, hlaut tveggja mánaða fangelsi en eig- andinn, Henrik Johansen, og fyrr- verandi forstjóri útgerðarinnar, Ole B. Hansen, fengu hvor um sig 40 daga. Mennimir eru sakað- ir um vanrækslu í tengslum við öryggisviðbúnað. 158 manns fór- ust í brunanum. Niðurskurður í Noregi TALSMENN kirkjunnar í Noregi hafa lýst óánægju sinni með fyr- irætlanir ríkisstjómarinnar um að minnast uppstigningar Krists framvegis á laugardegi svo að dagurinn verði ekki framvegis frídagur. Einnig stendur til að aflétta ýmsum álögum af orku- frekum iðnaði og öðrum fyrir- tækjum til að hleypa krafti í at- vinnulífið. Gripið verður til sér- stakra ráðstafana til að aðstoða timburvinnsluna sem á erfitt upp- dráttar eftir gengisfellinguna í Svíþjóð. Ný stjórn í Angóla STJÓRNARFLOKKURINN í Angóla hefur skipað nýja ríkis- stjóm en lýðræðislegar kosningar fóru fram í landinu í haust. Skæruliðahreyfíngu UNITA voru boðin nokkur ráðherraembætti en ólíklegt er talið að þeir taki boðinu. UNITA hefur síðustu daga lagt undir sig um 75% af landinu og hætta á algem borg- arastríði eykst stöðugt. Bókstafs- trúarmenn dæmdir HERDÓMSTÓLL í Egyptalandi dæmdi í gær átta herskáa bók- stafstrúarmenn múslima til dauða fyrir að reyna að bylta stjóm landsins og morðsamsæri. Sjö mannanna hlutu dóma fjar- staddir, allir eru þeir að sögn yfírvalda félagar í samtökum sem myrtu Anwar Sadat forseta 1981. SÞ-gíslar verði látnir lausir HERSHÖFÐINGI í liði Rauðu kmeranna í Kambódíu skipaði í gær liðsmönnum sínum að láta lausa sex friðargæslumenn úr liði Sameinuðu þjóðanna. Sexmenn- ingamir, þrír Bretar, tveir Filippseyingar og Nýsjálending- ur, voru handteknir í fyrradag og að sögn talsmanna SÞ krefst liðsforingi á staðnum þess að herlið stjómvalda í Pnom Penh hafi sig á brott úr héraðinu, ella verði mönnunum ekki sleppt. Til þess að fá áætlunina til að ganga upp varð að.búa til markað fyrir ríkisfyrirtæki. Eins og aðrir markaðir þarfnaðist hann, að þrennt væri til staðar: Framboð (þ.e.a.s. af seljanlegum fyrirtækjum); eftir- spurn eftir slíkum fyrirtækjum; og aðferð við að koma sér saman um verð. Ekkert þessara atriða var fyrir hendi í Rússlandi í ársbyijun 1992. Undirbúningurinn að tilurð þeirra hófst ekki fyrr en um mitt árið — sex mánuðum eftir að verðlag var gefíð fijálst. Síðan hefur hraði breyt- inganna verið með ólíkindum. Fyrstu tvö skrefin voru einskorð- uð við framboðið. Áður höfðu rúss- nesk fyrirtæki eingöngu verið til sem hlekkur í miðstýringarkeðju, en ekki lotið venjulegri fyrirtækjastjórn. Fyrsta skrefíð, sem tekið var í júlí, var þess vegna að fyrirskipa endur- skipulagningu allra fýrirtækja með að minnsta kosti 1.000 starfsmenn eða á bókfærðu verði miðað við 1. janúar 1992 yfir 50 milljónir rúblna (300.000 dollara miðað við janúar- gengi). Settar voru á laggirnar fram- kvæmdastjómir, sem stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, svo og emb- ættismenn stjórnvalda áttu aðild að. Annað skrefið var, að fyrirtækin urðu að kjósa á milli tveggja megin- leiða. Samkvæmt fyrri leiðinni gátu þau ákveðið að eftirláta starfsmönn- um ókeypis 25% hlut af höfuðstól fyrirtækisins án atkvæðisréttar, auk þess að gefa þeim kost á að kaupa 10% hlut (með atkvæðisrétti) til við- bótar með 30% afslætti. Áðalfor- stjórar áttu kost á 5% hlut með at- kvæðisrétti. Þau 60%, sem þá væru eftir, átti síðan að selja aðilum utan fyrirtækisins. Samkvæmt síðari leið- inni gátu starfsmenn og stjórnendur keypt 51% af eigum fyrirtækisins á genginu 1,7 miðað við bókfært verð þeirra í janúar 1992. Þegar áætlunin var kynnt, flögr- aði varla að nokkmm manni, að fyr- irtækin stæðu við setta tímaáætlun: fyrstu tveimur skrefunum átti að vera lokið 1. nóvember. Þegar til kastanna kom, stóðust 5.600 af 6.000 fyrirtækjum, sem átti að einkavæða, tímakröfumar. (Álíka mörg hafa valið fyrri og síðari leið- ina.) Hingað til hafa stjórnvöld sam- þykkt um 2.000 af einkavæðingartil- lögunum. Að mati Evrópska end- urreisnarbankans hafa fyrirtæki með eignir að verðmæti á við öll iðnfyrirtæki í Ungveijalandi verið búin undir sölu á fjórum mánuðum. í þriðja skrefinu var séð fyrir eftir- spumarhliðinni: Gefnar voru út 10.000 rúblna (22 dollara eða jafn- virði um sex vikna meðallauna) einkavæðingarávísanir á hvern ein- asta karl, konu og barn. Þetta hljóp af stokkunum 1. október. Og aftur voru svartsýnisspár uppi. Ekki tæk- ist að prenta ávísanirnar í tæka tíð og allt væri þetta tiltæki fyrir ofan skilning venjulegra Rússa — þeir mundu ekki einu sinni bera sig eftir ávísununum. En svartsýnisspámar gengu ekki eftir — yfír ein milljón ávísana hefur verið sótta dag hvem. AUir ættu að vera búnir að fá sínar ávísanir fyrir áramót, eða samkvæmt áætlun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.