Morgunblaðið - 04.12.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.12.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 29 Hvernig á að verðleggja? Nú er fátt sem bendir til, að tak- markanir á framboðs- eða eftir- spurnarhliðinni verði til að hindra, að einkavæðingin nái fram að ganga. Þriðja atriðið kann að verða erfíðast: Rússar verða að komast niður á aðferð til að ákveða verð á eignarhlutum í fyrirtækjum til sölu á opnum markaði. Einnig þurfa þeir á að halda milliliðum í fjármálavið- skiptum til að halda lífí í markaðn- um. Þar er einnig ýmislegt athyglis- vert að gerast. Stjórnvöld ákváðu í nóvember- byijun lagalega umgerð um fjárfest- ingarsjóði. Síðan hafa um 300 sjóðir verðið skráðir. Það bendir til, að margir Rússar telji, að þeir geti grætt á að fjárfesta í stórum fyrir- tækjum fyrir hönd annars fólks. Yfír 14.000 smáfyrirtæki hafa verið einkavædd í Rússlandi það sem af er þessu ári. Að vísu eru það aðeins 11% af heildarfjölda smáfyrir- tækja, en ekki 60% eins og stefnt var að í upphafi árs. Nú vinna um 30 milljónir manna hjá einkafyrir- tækjum í Moskvu, Pétursborg og Nízní Novgorod. Þar sem viðleitnin til að hafa ör- uggt taumhald á fjármálum og seðlaprentun hefur misfarist í Rúss- landi felast mikilvægustu umbæt- urnar á einu ákveðnu sviði í einka- væðingunni. Anatolí Tsjúbajs að- stoðarforsætisráðherra tókst að vinna bug á andúð, sem vart varð í upphafi hjá þingmönnum og stjórn- endum fyrirtækja. Þar með voru sköpuð skilyrði fyrir óafturkallan- legri tilfærslu á ríkiseignum í hendur einkaaðila. Þó að aðrar umbætur í Rússlandi kunni að fara út um þúf- ur, virðist einkavæðingin vera um það bil að takast. Heimild: The Economist Reuter Kommúnistar hóta Patten Chris Patten, landstjóri Breta í Hong Kong, á skrifstofu sinni. Stöðugar árásir stjórnar kommúnista í Peking á fyrirætlanir Pattens um aukið lýðræði í nýlendunni ollu í gær mesta verðhruni í kauphöllinni sem orð- ið hefur í rúm þijú ár. Pekingstjórnin krafðist þess í gær að Patten drægi tillögur sínar til baka, ella gæti farið svo að hún rifti samningi þar sem kveðið er á um rétt Hong Kong til sjálfstjórnar í eigin málum í 50 ár eftir að hún sameinast Kína 1997. Embættismenn í Peking segja að falli Patten ekki frá áformum sínum kunni kínverska stjórnin að hætta öllum samningaviðræðum um framtíð Hong Kong. Þeir benda á að þótt þetta bijóti í bága við samning Kínveija og Breta frá 1984 hafi bresk stjórnvöld gert það sama þegar þau hættu viðræðunum í 15 mánuði eftir fjöldamorð kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989. Fyrirhugaðar forsetakosningar í Júgóslavíu Panic dæmdur óhæfur að tæknilega uppfyllti hann kösn- ingalöggjöfina þar sem hann hefði haft íbúð á sínu nafni á leigu í Belgrad í rúmt ár. Kjörstjórnin sagði hins vegar að hann hefði ekki dval- ist nógu lengi í landinu, hefði einung- is haft þar fasta baúsetu frá því hann kom frá Kaliforníu í júlí til þess að taka við starfi forsætisráð- herra. Með ákvörðun kjörstjórnarinnar er talið að möguleikar Panic á að koma í veg fýrir að Slobodan Mi- losevic nái kjöri í forsetakosningun- um séu að engu orðnar. Samtök múhameðstrúarríkja (OIC) hafa veitt Sameinuðu þjóðun- um (SÞ) frest til 15. janúar næst- komandi til þess að finna raunhæfa lausn á stríðinu í Bosníu. Hafa ríkin krafist þess að Serbar verði beittir hörðu vegna framferðis þeirra gegn islömskum íbúum Bosníu. í yfirlýs- ingu frá OIC, sem telur 50 ríki múslima, var ekki frá því greint til hvaða ráða samtökin hygðust grípa yrði SÞ ekki við kröfu þeirra. Bclgrad, Jeddah. Reuter. SERBNESK kosningayfirvöld úrskurðuðu í gær að Milan Panic forsæt- isráðherra gæti ekki boðið sig fram við forsetakosningarnar 20. desem- ber næstkomandi. Honum var gefinn tveggja daga frestur til að áfrýja úrskurðinum. Ákvörðunin var rökstudd með til forsetaembættisins verði að vera þeim hætti að Panic uppfyllti ekki ríkisborgarar og hafa dvalist í land- reglur um búsetulengd í landinu. inu í eitt ár að minnsta kosti. Þær kveða á um að frambjóðendur Aðstoðarmenn Panics sögðu í gær Þrírmenn fórust í flugslysi í Svíþjóð Eins hreyfils vél hrapar á Bromma LÍTIL einshreyfils flugvél af gerðinni Piper Malibu hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bromma-flugvelli í Stokkhólmi í gærmorgun. Tveimur mínútum eftir flugtak slitnuðu fjarskipti við vélina og þegar flugmaðurinn reyndi að snúa aftur til baka missti vélin skyndilega afl og hrapaði til jarðar. Hún lenti á bifreið á bílastæði, þar sem kviknaði í henni, og skall síðan á íbúðarhús. Þrír Svíar sem voru í vélinni létu Hfið í slysinu, en þeir voru á leið í viðskiptaferð til Bretlands. Bromma er úthverfi skammt frá miðborg Stokkhólms og hefur lengi verið deilt hart um flugvöllinn þar. Jóhann Árelíuz, íslendingur og íbúi í Bromma, segir að til hafí staðið að leggja völlinn niður en það sem af sé þessu ári hafí umferðin um völlinn í stað þess aukist stöðugt. „Til að menn geti gert sér í hugar- lund hvernig ástandið er má segja að ónæði af vellinum sé mun meira en af Reykjavíkurflugvelli, vegna fjölda véla, sem um hann fara,“ sagði Jóhann. Hann bætti við að margir íbúar óttuðust að eitthvað svipað og gerð- ist við Schiphol-flugvöll í Amster- dam gæti gerst í Bromma; flugvöll- urinn væri algjör dauðagildra. Ekki eru margir íslendingar búsettir í Bromma, en þar er hins vegar að fínna íslendingahúsið, félagsheimili íslendinga í Stokkhólmi. Er það í um kílómetra fjarlægð frá slys- staðnum. tSAii PURPO MQLIDO IVlEDIi ENVASADO At ALTO inatural f ^CUIJIVI PAC KAFFI MARINO góöa kaffið í rauðu dósunum frá MEXÍKÓ 418*111 Skútuvogi 10a -104 Reykjavík - Pósthólf 4340 - Sími 686700 - Telefax 680465

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.