Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 36

Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 ÍÁR ERliðin hálföld og ári betur síðan Japanir réðust á Pearl Harbor. Þessi afdrifaríki atburður varð til þess að Bandaríkjamenn vörpuðu sér af alefli í hildarleikinn mikla, er gengur undir nafninu Heimstyrjöldin síðari. Með þátttöku Bandaríkjamanna urðu alger þáttaskil í þessu mesta stríði allra tíma. Bretland og Sovétríkin fengu sem bandamann mesta iðnaðarveldi veraldar gegn öxulveldunum svonefndu: Þýskalandi, Ítalíu og Japan. Munið Pearl Harbor Loftmynd af Perluhöfn skömmu áður en árásin er gerð. Styrjöldin, sem hófst í september 1939 með innrás Þjóðverja í Pól- land, breiddist út. Barist var á meginlandi Evrópu, á Atlantshafi og Kyrrahafi, á eyðimörkum Afríku og í regnskógum Suðaustur-Asíu, á landi, á hafi og í lofti, á norður- hveli til suðurhvels. Heilar borgir voru jafnaðar við jörðu. Fólki út- rýnit samkvæmt skipulagi. Talið er að yfir 30 milljónir manna hafi fallið. Og enn þann dag í dag má merkja áhrif stríðsins. Sá er þetta ritar hafði hugleitt hve áhugavert það væri að heim- sækja Pearl Harbor eða Perluhöfn og fyrir nokkrum árum rættist það að geta litið staðinn eigin augum. Perluhöfn á Hawaii-eyjum var mjög hentugur staður fyrir Kyrra- hafsflota Bandaríkjanna sem aðal flotahöfn á Kyrrahafi. Vestur- strönd Bandaríkjanna liggur að Kyrrahafi og umsvif Bandaríkj- anna höfðu alltaf verið að aukast. Jíawaii-eyjar eru mikill eyja- íiRi, sem liggur á miðhluta Kyrra- hafsins, á krossgötum austurs og vesturs ef svo má að orði komast. Eyjaklasinn liggur í boga frá suð- austri til norðvesturs um 1600 sjómílur að lengd. Frá vesturströnd Ameríku eða Kalifomíu er um 2100 sjómílna vegalengd þangað. Sam- anlögð stærð allra eyjanna er um 16600 km2. Stærsta eyjan, Hawaii, er samheiti yfir eyjaklasann. Eyjamar eru oft nefndar Para- dísareyjar enda eru þær gróðursæl- ar mjög og hitinn fer sjaldan fram úr meðalhita ársins um 25 gráður C. Mörg hrikaleg eldfjöll rísa beint úr sæ og víða er að finna glitrandi SAflíistrendur. Fmmbyggjarnir em Pólýnesar, ljósbrúnir á hömnd, og telja marg- ir þá Malajakyns, sennilega frá Suðaustur-Asíu. Þeir vom miklir sæfarar, sennilega mestu sæfarar allra tíma og komnir á úthafíð löngu fyrir tíma hinna norrænu víkinga, jafnvel á undan Föníkíu- mönnum. Þeir settust að á eyjum víðs vegar um Kyrrahafíð og hafa þeir siglt á eintijáningum sínum óhemju vegalengdir yfír þetta stærsta úthaf, oft stormasamt og hættulegt. Enski sæfarinn James Cook fann Hawaii-eyjar aftur af tilviljun 1778. Var hann að leita hinnar svokölluðu norðvesturleiðar. Að finna þá leið fyrir skip milli Atlants- hafs og Kyrrahafs meðfram strönd Norður-Ameríku var um _ tíma markmið evrópskra sæfara. A þeim tín^ er Cook kom til eyjanna vora þar sjálfstæð konungdæmi. Er stundir liðu leituðu þangað kaupmenn og trúboðar og settust að ásamt öðmm hvítum innflytj- endum. Þar kom að eyjarnar urðu mikilvægur áfangastaður skipa og viðskipti blómstruðu. Um tíma voru hvalveiðar mjög stundaðar. Og svo kom að því að frumbyggj- amir sjálfír urðu minnihluti íbú- anna. Eyjamar hafa verið í stjómmála- sambandi við Bandaríkin frá því um aldamótin. Árið 1959 urðu Hawaii-eyjar 50. ríki Bandaríkja Norður-Ameríku. Efnahagsleg uppbygging hefur verið ör og á síðustu ámm og ára- tugum hafa mörg mannvirki risið á eyjunum. Sést þetta greinilega á O’ahu þar sem höfuðborgin búa þar um 80% allra íbúanna á eyjunum. Nafnið O’ahu er að uppruna fom pólýnesískt, sem enginn veit í dag hvað þýðir. Tveir fjallgarðar einkenna eyj- una, sem er um 64 km á lengd og um 41 km á breidd. Ko’olaufjall- garðurinn, sá lengri, liggur eftir endilangri austurströndinni, en Wai’anaefjallgarðurinn er á vestan- verðri eyjunni. Milli fjallgarðanna er dalur mikill eða háslétta. Anan- as- og sykurrækt ásamt ávaxta- og garðrækt hafa verið mikilvægar atvinnugreinar, en léttiðnaður alls konar ásamt ferðaþjónustu eru prðnar mjög þýðingarmiklar í dag. í Honolulu hafa risið mörg nýtízku hótel og þar má fínna fjölbreyttar verzlanir og veitingahús og er þessi snyrtilega nútímaborg mjög vinsæl meðal ferðamanna hvaðanæva úr Bandaríkjunum og víðar að. Marg- ir íbúanna í höfuðborginni em frá Filippseyjum, Japan, Kína, Kóreu og öðrum Kyrrahafseyjum. Honol- ulu er svo sannarlega miðstöð við- skipta. Á alþjóðaflugvellinum lenda þotur úr öllum áttum og glæstar snekkjur hvaðanæva að heimsækja höfnina í Honolulu. Innfæddir köll- uðu svæðið „Wai Momi“, awm nú kallast Perluhöfn. Það táknaði Perluvatnið, þar vom ostramið og oft fundust dýrmætar perlur í skelj- um dýranna. Kóralrif lokaði að mestu leiðinni inná vatnið, en Bandaríkjamenn sprengdu það og víkkuðu og dýpkuðu rennuna eða innsiglinguna þannig að úr varð höfn aðgengileg stómm skipum. í spænsk-ameríska stríðinu (1898) kom hernaðarlegt gildi eyjarinnar frekar í ljós. Bandaríkin öðluðust rétt til þess að hagnýta svæðið með gagnkvæmum samningi (1887) þar eð sykri var hleypt tollfijálst inn í Bandaríkin. Það var ekki fyrr en eftir aldamótin að hafist var handa um að bæta höfnina. Hinum megin við Kyrrahaf var annað ríki. Það var Japan. Því til- heyrðu meir en þúsund eyjar undan ströndum Kóreu og Sovétríkjanna. Þessar eyjar höfðu verið einangrað- ar öldum saman en sjálfum sér nógar. Þar ríkti keisari, en í raun var landinu stjórnað af voldugum höfðingjum eða herstjómm (shog- un). Þegar ameríski flotinn sigldi inn á Tókýóflóa á miðri síðustu öld má segja að einangrun Japan hafí verið rofin. Tími miðalda var að baki — nýi tíminn genginn í garð. Átökin ge^n Kína 1895 sönnuðu útþenslustefnu Japana. Árið 1926 komust vil valda nýir herstjórar, sem dreymdi stóra drauma. Japan- ir vora ótrúlega fljótir að aðlaga sig hinum nýja tíma. Brýr og vegir þutu upp, síminn festi rætur, verk- smiðjur og bankar spmttu víða. Samt var haldið í gamlar hefðir. Þeir héldu áfram að dýrka sína Shinto guði, rækta hrísakra og hlúa að tegörðunum. Kimono klæðnað- urinn var jafn vinsæll og hin hug- ljúfa blómalist Ikebana átti víða aðdáendur. Stríðið gegn Kína og óvæntur sigur yfír Rússum 1904 var fyrir- boði mikilla breytinga í Asíu og þýddi að hernaðarlegt stórveldi var í uppsiglingu. Stríðið á kínverska meginlandinu og innrásin í Mans- húríu 1931 staðfestu óstöðugleik- ann í málefnum Asíu og þegar seinni heimstyijöldin braust út er Japan orðið stórveldi, nýtísku her- veldi sem virtist stefna til forystu í málefnum Asíu og heimsmálum. Samningur Þjóðveija, ítala og Japana var í augum margra hrein herstefna og oft kennd við öxulinn Berlín — Róm — Tókýó (1940). Áhrif Japana eftir heimsstyijöldina fyrri höfðu farið vaxandi og stríðið í Kína 1937 færði þeim stór og dýrmæt strandhéruð á meginlandi Asíu, en mótspyrna Kínveija efldist svo stríðið stóð í mörg ár og Japan- ir voru bundnir með mikinn her í landinu. Á þessum tíma voru þeir mjög háðir Bandaríkjunum hvað varðaði innflutning á mjörgum vör- um svo sem brotajárni og olíu. Bandaríkjamenn studdu Kínveija og samband Bandaríkjanna og Jap- ans kólnaði. Sögur gengu um grimmd Japana í Kína. I fyrstu lotum heimsstyijaldar- innar seinni gat ekkert stöðvað hina þýsku stríðsvél, yfirburðir Þjóðveija vom algerir og í Asíu vom Japanir sigursælir. Þeir óðu hratt yfír í Suðaustur-Asíu. Mark- miðið var að gera franska Indo- Kína, Burma og Filippseyjar að japönsku áhrifasvæði. Viðskipti Japans og Bandaríkjanna höfðu versnað mjög, vörur settar á bann- lista, gjaldeyrisinnistæður þeirra frystar í Bandaríkjunum. Að áliti hernaðarsinnanna í Japan var tími sólarlandsins loks mnninn upp. Nýlendurveldin höfðu of lengi hagnast á Asíubúum. Japönsku slagorðin „Asía fyrir Asíubúa" fann víða hljómgmnn í löndum þar eystra. Spennan magnaðist milli Japans og Bandaríkjanna, en meiri- hluti bandarísku þjóðarinnar vildi halda sér fyrir utan stríðið. Ein- angrunarsinnar réðu ferðinni. Þó töldu margir að það hlyti að draga til styijaldar fýrr eða síðar. Hinn 7. desember 1941, að morgni sunnudags, rann enn einn góðviðrisdagurinn upp fyrir íbúana á Oahu. Allt benti til að margir myndu leita til strandar til þess að njóta útivemnnar, liggja í sandin- um og busla í sjónum og alltaf var Waikiki ströndin jafn eftirsótt. Hér á Paradísareyjunni voru menn laus- ir við áhyggjur vegna stríðsins, sem geisaði svo órafjarri eins og stríðið á meginlandi Evrópu og Asíu. Og hér var voldug bandarísk herstöð, margir trúðu því að Bandaríkin væm ósigrandi. Að halda því fram að möguleiki væri á árás á þennan stað væri fáránlegt. Víða hafði verið dansað laugar- dagskvöldið í Honolulu. Kvöldið hafði verið æði. Jim hafði skemmt sér vel. Hann hafði karpað við strákana, þeir sögðu að sætustu stelpurnar væru á Filippseyjum. Nei, þær voru hér. Hann þekkti staðinn. Hann bylti sér, gat vart sofnað, líklega timburmennirnir. Eftir smástund var hann sofnaður, á valdi ljúfra drauma. Á þessum bjarta sunnudagsmorgni vom flest- ir á eyjunni í fasta svefni. Norður af Oahu í nokkur hundr- uð km fjarlægð var mikill japansk- ur floti á ferð. Hann öslaði ókyrrt hafið á ofsaferð og stefndi til O’a- hu. í flotanum vom um 30 skip, þar af 6 flugmóðurskip, beitiskip, tundirspillar, kafbátar og orrustu- skip. Lagt hafði verið af stað frá Kúrileyjum fyrir norðan Japan hinn 26. nóv. og valin fáfarin, en jafn- framt erfið og hættuleg leið. Þrátt fyrir storma, stórsjói ogþokur hafði ferðin að mestu gengið áfallalaust. Samt hafði mönnum skolað útbyrð- is og merkjaflögg rifnað er olía var tekin í hafí. Svo norðlæg leið var valin til að koma á óvart. í Perluhöfn, flotastöðinni, lágu 7 stór ormstuskip við festar rétt austan við Fordeyju í miðri höfn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.