Morgunblaðið - 04.12.1992, Page 40

Morgunblaðið - 04.12.1992, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 ANNAR SUNNUDAGUR I AÐVENTU Selfosskirkja Forsætis- ráðherra ræðumaður HALDIÐ verður aðventukvöld í Selfosskirkju kl. 20.30 sunnudag- inn 5. desember. Dagskrá verður fjölbreytt í tali og tónum. Ræðu- maður á samkomunni verður Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, Kirkjukórinn, barnakór kirkjunnar og organistinn Glúm- ur Gylfason munu flytja aðventu- og jólatónlist og leiða almennan söng. Sóknarprestur flytur ritn- ingarorð og bæn. Eftir athöfnina býður kvenfélag Selfosskirkju kirkjugestum að þiggja kaffi og smákökur í safnað- arheimilinu. Þetta hafa þær gert nokkur undanfarin ár og er sú sam- vera skemmtileg viðbót við sam- komuna í kirkjunni. í anddyri safn- aðarheimilisins bjóða þær fólki svo að kaupa jólavörur sem þær hafa búið til og þar á meðal laufabrauð sem þær hafa verið að baka að. undanförnu. Nú á þessari aðventu hefur sú nýbreytni verið tekin upp að bama- kórinn aðstoðar við messusönginn hvem sunnudag. Er það til mikillar prýði í messunum og hjálpar sann- arlega til við að lyfta huganum í þær hæðir sem vert er við undirbún- ing jólanna. Sigurður Sigurðarson. Villingaholtskirkja María Eð- varðsdóttir flytur hátíð- arræðuna AÐ VENTUK V ÖLD verður haldið í ViIIingaholtskirkju nk. sunnu- dagskvöld kl. 21. Dagskrá verður fjölbreytt að vanda. Kirlqukór Villingaholtskirkju leiðir söng undir stjóm Ólafs Sigur- jónssonar og böm úr Villingaholts- skóla syngja undir stjóm Höllu Að- alsteinsdóttur. Kveikt verður á að- ventukransi og flutt hugleiðing og tónlist í tengslum við þá táknrænu innleiðingu jólaföstunnar. Ræðu kvöldsins flytur María Eðvarsdóttir en hún segir frá bemskujólum sín- um í Þýskalandi. Aðventutíminn er tímabil eftir- væntingar og undirbúnings fyrir þá hátíð sem best veitir hlýju og ljós í önn hinna virku daga. Þess er vænst að nú sem fyrr fjölmenni Flóamenn í Villingaholtskirkju til að undirbúna komu jólanna. Kristinn Ágúst Friðfinsson. Óháði söfnuðurinn Njörður P. Njarðvík ræðumaður dagsins AÐVENTUHÁTÍÐ í Kirkju Óháða safnaðarins verður sunnu- daginn 6. desember ki. 20.30. Dagskráin verður fjölbreytt og vönduð: Njörður P. Njarðvík, rithöf- undur, er ræðumaður kvöldsins, Dúfa S. Einarsdóttir, söngkona, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, píanóleik- ari, og Lovísa Fjeldsted, sellóleik- ari, flytja tónverk eftir Jóhannes Brahms, Kolbrún Ásta Jónsdóttir 12 ára leikur á trompet, Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur, organista, Ritn- ingarlestrar í umsjón leikmanna, ávarpsorð og bæn í umsjón sr. Þór- steins Rangarssonar safnaðarprest og fermingaböm tendra ljósin. Veit- ingar í Kirkjubæ. Kirkjudagiir Seljakirkju 5 ára vígslu- afmæli Á ANNAN sunnudag í aðventu 6. desember er kirkjudagur Selja- kirkju. Dagskrá er I kirkjunni frá morgni til kvölds. Nú eru fimm ár síðan Seljakirkja var vígð og er þess minnst við athafnir daj s- ins. Einnig verður tekin í notkun en af álmum kirkjunnar og er þar stórum áfanga náð í bygg- ingu kirkjumiðstöðvarinnar. ' Kl. 11 er bamaguðsþjónusta í kirkjunni samkvæmt venju en kl. 14 er hátíðarguðsþjónsuta. Þar mun sr. Sigurður Guðmundsson, vígslu- biskup, prédika en hann vígði Selja- kirkju 13. desember 1987. Þá mun kirkjukórinn syngja undir stjóm Kjartans Siguijónssonar en sr. Val- geir Ástráðsson og sr. Guðný Hall- grímsdóttur þjóna fýrir altari. Þá verður formlega opnuð ný- byggingin og til sýnis fyrir safnað- arfólk og gesti. Við lok kirkjudags- ins er aðventukvöld í kirkjunni. Þar verður ijölbreytt aðventudagskrá. Barnakór Seljakirkju og kirkjukór- inn munu flytja aðventutónlist og félagar úr æskulýðsfélaginu sýna helgileik. Þá verða aðventuljósin tendmð. Við lok aðventukvöldsins mun boðið upp'á kaffiveitingar. í anddyri kirkjunnar verður kom- ið fyrir ljósmyndum af hinum ýms- um byggingarstigurn Seljakirkju. Valgeir Ástráðsson. Kársnessókn Litlikór Kársnesskóla syngur KÁRSNESSÓKN heldur sína ár- legu aðventuhátið i Kópavogs- kirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16. Efnisskráin er að vanda fjöl- breytt. Meðal annars syngur kór kirkjunnar og leiðir safnaðarsöng undir stjóm Stefáns R. Gíslasonar, organista. Litli kór Kársnesskóla syngur undir sijóm Þórunnar Bjömsdóttur kórstjóra og börn frá Leikskólanum Kópasteini syngja einnig. Dúfa S. Einarsdóttir syngur einsöng og fermingarbam, Marín Manda Magnúsdóttir les jólasögu. Aðventuræðu flytur frú Rósa Björk Þorbjamardóttir fyrrverandi endur- menntunarstjóri. Ritningarorð og bæn í lok samverunnar. Kaffisala verður í safnaðarheimilinu. Ægir Fr. Sigurgeirsson, sóknarprestur. BústaðaJdrlqa Aðventusam- komur Kórs Atthagafélags Stranda- manna ÁRLEG aðventusamkoma Kórs Átthagafélags Strandamanna verður í Bústaðakirkju sunnu- daginn 6. desember nk. kl. 16. Á dagskránni verður fjölbreytt efni tengt jólunum. Auk kórsins syngur bamakór. Aðalheiður Magnúsdóttir syngur einsöng. Torfi Guðbrandsson flytur jólaspjall og böm flytja ljóð. Einnig kemur fram strengjasveit. Stjórn- andi kórsins er Erla Þórólfsdóttir og undirleikari Laufey Kristinsdótt- ir. Á eftir verða kaffíveitingar. Akraneskirkja Hátíðin tengd 50 ára kaup- staðarafmæli SVO SEM verið hefur veiýa mörg undanfarin ár verður aðventuhá- tíð í Garðaprestakalli á Akranesi á öðrum sunnudegi í aðventu, 6. desember nk., kl. 20.30. Að þessu sinni hefur verið ákveð- ið að tengja aðventuhátíðina 50 ára afmæli Akraneskaupstaðar og láta hana verða lokapunkt þeirra marg- þættu og fjölbreyttu hátíðahalda, sem fram hafa farið á yfirstandandi afmælisári. Með hliðsjón af mikilli þátttöku hefur verið ákveðið að hátíðin fari að þessu sinni fram í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Verður þar boðið upp á vand- aða og fjölbreytta dagskrá. Hátíð- arræðu flytur Sigurður Gizurarson sýslumaður. Kirkjukórinn og sönghópurinn Sólarmegin syngja. Fermingarböm flyija jólaefni, Steinunn Jóhannes- dóttir, leikari og rithöfundur les upp. Gísli Gíslason bæjarstjóri flytur ávarp. Þá verður stutt helgistund og jólasöngur við kertaljós. Áður en haldið verður heim að hátíð lok- inni verða kaffiveitingar í boði bæj- arstjómar Akraness. Næstkomandi laugardag kl. 17 verður sérstök aðventuhátíð á Dval- arheimilinu Höfða. Þar flytur sr. Jón Einarsson, prófastur í Saubær, há- tíðarræðu. Fermingarbörn flytja jólaefni og kirkjukórinn syngur. Þá mun Bjöm Sv. Bjömsson leika ein- leik á fíðlu við undirleik Hauks Guðlaugssonar. Sóknarprestur stýr- ir stuttri helgistund og að lokum verður jólasöngur við kertaljós. Vænst er mikillar og almennrar þátttöku á þessum hátíðarhöldum, að þau mættu verða blessaður áfangi í undirbúningi að gleðilegri og heilagri jólahátíð. Þorlákskirkja Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup gestur safnaðarins Á OÐRUM sunnudegi í aðventu nk. sunnudagskvöld, 6. desember, verður aðventusamkoma í Þor- lákskirkju og hefst hún kl. 20.30. Þar verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í tali og tónum sem miðar allt við undirbúning undir hátíð jólanna. Meðal tónlistaratriða sem boðið verður upp á má nefna leik Lúðra- sveitar Þorlákshafnar, söng barna og unglinga í skólakór gmnnskól- ans, kirkjukór Þorlákshafnar syngur nokkur lög undir stjóm Róberts Darling sem nú í haust var ráðinn söngstjóri og organisti við kirkjum- ar í Þorlákshafnarprestakalli. Loks munu kóramir tveir, kirkjukórinn og skólakórinn, syngja saman á aðventusamkomunni og auk þess leiða almennan söng. Gestur safnaðarins þetta kvöld verður vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Jónas Gíslason, og mun hann éf'áfóh ...alltafþegar O þaðerbetra TIL SOLU BÚÐAFELL SU 90 Sérhæft rækjuveiðiskip með útbúnaði til tog- og línuveiða. Skipið var smíðað í Noregi árið 1988 og lengt í Póllandi árið 1991. Lengd skipsins er 26 metrar, breidd 6,7 metrar og er það smíðað úr stáli. Frystilest er 100 rúmm, tveir plötufrystar, lausfrystir og suðupottur fyrir rækju eru á millidekki. Aðalvél er Cat. 3508, 715 hestöfl. Skipiö selst með eða án veiðiheimilda. Skipti á bát með bolfiskkvóta koma til greina. Nánari upplýsingar veitir ísgata hf., sími 91-621366, fax, 91-621447. Ökumaður vöru- bíls slasaðist ÖKUMAÐUR vörubíls slasaðist nokkuð þegar bíllinn valt á Krýsuvíkurvegi um hádegi á miðvikudag. Vörubíllinn var fullhlaðinn brota- jámi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Hafnarfírði vom meiðsli hans ekki alvarleg. ------------------ Opið fram á kvöld BÓKAVERSLUN ísafoldar, Austurstræti 10, Reylgavik, verður opin öll kvöld til kl. 22 fram að jólum. Á þetta jafnt við um sunnudaga sem helga daga. í fréttatilkynningu frá ísafold segir að hér sé um að ræða tilraun. Hafa forráðamenn verslunarinnar orðið þess varir að fólk myndi vilja rýmri tíma til að kaupa bækur en oft gerist í jólaönnum. Því hafi þeir ákveðið að hafa verslunina opna öll kvöld til kl. 22, jafnt virka daga sem um helgar. 3M Tölvubönd Frá Jómsvíkingasýningunni. Erindi og rímur um Jóms- víkinga í Þjóðminjasafninu Á Jómsvíkingasýningunni í Þjóðminjasafninu heldur Ólaf- ur Halldórsson, handritafræð- ingur, erindi um Jómsvíkinga á laugardaginn 5. desember kl. 14. Ólafur bjó Jómsvíkinga sögu til prentimar fyrir nokkr- um árum og var það í fyrsta sinn sem hún var gefin út á íslandi. Milli þess sem Ólafur gerir grein irir persónum sögunnar og bak- /iði hennar munu Njáll Sigurðs- )n og Magnús J. Jóhannsson frá ’væðamannafélaginu Iðunni veða þætti úr Jómsvíkingarímum ftir Sigurð Breiðfjörð. Öllum er heimill aðgangur. Sýn- ingunni lýkur um aðra helgi svo að hver fer að verða síðastur að skoða hana. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ » Reykvíski dans- og söngvaflokk- urinn Loðin rotta leikur á skemmti- staðnum Gjánni á Selfossi föstu- dags- og laugardagskvöid 4. og 5. desember. Rottan leikur nú í síð- asta sinn á þessu ári í Gjánni og af því tilefni fær hún til liðs við sig gestasöngvara, Guðlaug Þórarins- son. Loðin rotta á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.