Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 47
df 47 see f Mim«í@l4A8ia-TO^BIUCIASIJR l4i /DBSEMBER/; 1992 Elín Þ. Sigdórs- dóttir - Minning Fædd 6. júní 1962 Dáin 27. nóvember 1992 Elskuleg vinkona mín, Elín Þur- íður Sigdórsdóttir, er látin. Pabbi hennar hringdi til okkar seinni hluta dags og lét okkur vita. Fyrst var það vantrú og síðan sársauki, sem ég vissi ekki að væri til. Það er svo sárt að kveðja elsku Ellu. Ég á engin orð. Bömin mín og maðurinn minn eru harmi slegin. Engin hringing: „Hæ Ella“, svar „Nei Erna“, eða þegar hún kom: „Hæ, þetta er bara ég“. Lífið virtist bjart framundan og íbúð á leiðinni. Ég þakka Ellu fyrir góðvildina í garð barna minna og okkar. Þökk fyrir öll árin og gleðistundirnar, sem voru orðnar æðimargar. Megi allir góðir vættir fylgja henni. Elsku Heiður, Sigdór og bræður, við vottum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég heyri í þér þinni mjúku rödd verlqar í hjartað þegar þú segir mér að lífið sé búið, allt sé vonlaust ég segi við þig, segi að: Lífið er eitt andartak, það líður fljótt þú veist ekki af því. (Rafn Jónsson) Erna, Óskar og börnin. Okkur langar með örfáum orðum að kveðja kæra vinkonu okkar, Elínu Þuríði Sigdórsdóttur, eða Ellu eins og við kölluðum hana. Hún lést föstudaginn 27. nóvember síð- astliðinn í hörmulegu umferðar- slysi. Vinátta okkar fjögurra hófst fyr- ir alvöru er við fórum saman í sum- arleyfi til Spánar fyrir einu ári. Þar áttum við stundir sem eru ógleym- anlegar og dýrmætar nú. Ella var góður og traustur félagi og alltaf hress og kát. Hún var óhrædd við að fara sínar eigin leið- ir í lífinu og kom okkur oft á óvart með skemmtilegum uppátækjum. í byrjun næsta árs stóð til að hún flytti í sína eigin íbúð sem hún hafði fest kaup á. Tilhlökkunin var mikil og undirbúningur í fullum gangi. Draumurinn um að eignast heimili var að verða að veruleika. Við sendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til foreldra, systkina og annarra vandamanna. Minningin um góða stúlku mun lifa meðal okkar. Edda Alexandersdóttir, Rannveig Sigurðardóttir og Sólveig Sverrisdóttir. vænt um þegar honum var veitt viðurkenning fyrir fallega garðinn sem er í Aðalstræti 68. Á vorin sem og á haustin skipaði kartöflugarðurinn stóran sess hjá okkur öllum. Hver kartafla var sett niður af natni, því hver-uppsker sem hann sáir. Margt er það sem afi kenndi okkur og við búum við enn í dag. Kynslóðabil var ekki til hjá hon- um því hann fylgdist vel með börn- um sínum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Nú þegar jólin nálgast kemur upp í huga okkar laufabrauðsgerðin, afi var vanur að skera stafína okkar út og segja frá ýmsu skemmtilegu úr lífí sínu og svo var líka tekið lagið. Við geymum minningarnar í hjörtum okkar. Guð geymi elsku afa. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifír, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. . Orð mega sín lítils þegar vini er kippt í burtu í blóma lífsins. Marg- ar spurningar koma upp í hugann og lítið verður um svör. Við öll sem þekktum Ellu sitjum uppi með spurningar um tilgang lífsins og verðum að trúa að henni hafi verið ætlað annað hlutverk handan móð- unnar miklu og sætta okkur við það hversu sárt sem það er. Hún var alltaf lífleg og trúr þátttakandi í því sem hún tók sér fyrir hendur, sannur vinur og alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd þegar hún vissi að þess væri þörf. Var ætíð áberandi og það gustaði af henni. Það er mikill sjónarsviptir af Ellu. Við, vinir hennar, munum alltaf minnast hennar með hlýhug í hjarta og biðjum góðan Guð að geyma elsku Éllu og vernda. Heiður og Sigdór, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur og vemda í ykkar mikla missi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (S.E.) Guðrún Jónsdóttir. Ég var harmi sleginn er ég var kallaður í símann síðastliðinn laug- ardag og tilkynnt að mín góða vin- kona og fyrrverandi unnusta hefði látist í bílslysi daginn áður. Þetta kom svo óvænt að ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en næsta dag, en Elin ætlaði að koma í heimsókn til mín þá. Ég beið hálfpartinn eftir að hún kæmi og ég vildi ekki trúa þessu. Ég er samt viss um að hún hafi komið. En þegar ég fór að átta mig á þessu alveg hugsaði ég hví hún, hún gerði aldrei neinum neitt, vildi öllum vel og átti allt lífið framundan þegar hún var tekin frá okkur. Ég fylltist bæði sorg og reiði yfir að hún skyldi hafa verið tekin í blóma lífsins frá vinum og ættingj- um. En þó að hún sé ekki lengur á meðal okkar mun hún ávallt lifa í hjörtum og minningum okkar. Ég veit að hún hefur fundið frið hjá guði og hvílist á betri stað. Ég bið fyrir foreldrum, ættingjum og vin- um að Guð styrki þau í þessari erf- iðu baráttu. Með þessum orðum vil ég kveðja Elínu og þakka fyrir að hafa haft Guðmunda I. Sigurð- ardóttir - Minning (B.J. frá Gröf) Magnús, Hrafnkell, Ásthildur, Ebba og Ragnhildur. Fædd 21. júní 1912 Dáin 25. nóvember 1992 Hinn 25. nóvember lést í Land- spítalanum kær vinkona mín og bama minna, Guðmunda Ingveldur Sigurðardóttir, og langar mig að minnast hennar með nokkrum orð- um. Inga, eins og hún var ævinlega kölluð af vinum og vandamönnum verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 4. desember. Inga fæddist á Kirkjubóli í Fífu- staðadal í Arnarfirði 21. júní 1912. Hún var aðeins sex ára þegar móð- ir hennar dó og bjó faðir hennar með móður sinni, ásamt börnum sínum þar til hún lést. Eftir að bernskuheimili hennar var leyst upp fór hún að Stað í Selárdal. Þar var hún fram yfir fermingu en fluttist hún til Bíldudals til hjónanna Bjarn- fríðar og Jóns M. Marons. Hjá þeim dvaldi hún við gott atlæti, nánast eins og dóttir þeirra, unglingsárin og allt þar til að hún giftist árið 1944, eiginmanni sínum, Jóni G. Jónssyni, hreppstjóra í Suðurfjarð- arhreppi. Inga stundaði alla vinnu sem til féll, svo sem við saltfiskverk- un og síðar í hraðfrystihúsi staðar- ins og einnig í rækjuverksmiðju Bíldudals og dró hvergi af sér, enda dugleg og vel verki farin. Eftir að þau Jón og hún giftust, byggðu þau sér hús í litlum og skjólsælum hvammi í Bíldudal er þau nefndu Baldursheim. Þar bjó Inga manni sínum og syni fagurt og hlýlegt heimili, sem þau voru samtaka um að fegra úti sem inni. Inga tók virk- an þátt í Kvenfélaginu Framsókn og var gerð að heiðursfélaga þess. í lífi manna skiptast allajafna á skin og skúrir og svo varð einnig hjá þeim hjónum. Tvö fyrstu böm sín misstu þau við fæðingu en hið þriðja, er var drengur, var tekinn með keisaraskurði 16. ágúst 1949 og var hann látinn heita Björn Maron. Er Bjarnfríður Maron var orðin ekkja, tóku þau hana á heim- ili sitt og önnuðust hana uns yfir lauk, einnig var tengdafaðir Ingu hjá þeim þar til hann dó. Er Bjöm sonur þeirra hafði lokið námi við Núpsskóla hugði hann á frekara nám hér syðra, þá fóm þau að hugsa um að flytjast suður til Reykjavíkur til að halda honum heimili meðan hann væri við nám, enda var Jón þá farinn að verða var við heilsubrest. Árið 1967 flytj- ast þau svo til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð í Stórholti 12. Björn gekk hér í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi frá honum vorið 1969. Samhliða stundaði hann nám í flugskóla Helga Jónssonar og lauk þar námi sem einkaflug- maður sama vor og hugði á frekara flugnám síðar. Hann réðst því stýri- maður á vélbátinn Sæfara frá Tálknafirði um áramótin 1970 til að afla sér fjár, og ferst með honum ásamt allri skipshöfninni 10. jan- úar. Það er auðvelt að hugsa sér hversu mikill og sár harmur þeirra hjóna var, er þau misstu sitt kær- asta og einasta afkvæmi með svo snöggum hætti. Eftir að Inga og Jón voru sest hér að stundaði Inga vinnu í Vinnu- fatagerðinni um árabil. Er stundir liðu fram fór heilsu Jóns að hraka, enda var hann allmiklu eldri en Inga, en hún lagði sig alla fram að veita honum alla þá umhyggju og umönnun er í hennar valdi stóð. Þeim auðnaðist þó að ferðast tals- vert til útlanda til _að létta sér lífið á meðan vært var. Árið 1977 andað- ist Jón, og fannst þá Ingu nærri sér höggvið, en systkini hennar og frændfólk vestur á fjörðum, víðs fjarri, en hún hér ein, en mikið létti henni það lífið að á efri hæðinni bjó kona einsömul, Halldóra Guð- jónsdóttir að nafni. Með þeim tókst nú mikil og einlæg vinátta svo að vart mátti hvor af annarri sjá. Milli fjölskyldu minnar og þeirra Ingu og Jóns var alla tíð góð vin- átta, enda vorum við Jón samsveit- ungar og saman til sjós í fjölda ára tækifæri til að kynnast þessari ynd- islegu stúlku. Megi hún hvíla í friði. Hilmar Ogmundsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Okkur langar til að kveðja Ellu vinkonu okkar sem lést af slysförum 27. nóvember sl. Við kynntumst Ellu í gegnum störf okkar á gjörgæsludeild Land- spítalans. Á þeim tíma var margt brallað, sérstaklega utan vinnu- tíma. Oftar en ekki átti Ella hug- myndina að því sem gert var og ,var dugleg við að halda hópnum saman. Eftir að nokkrar okkar hættu störfum á Landspítalanum stofnuð- um við saumaklúbb til að halda hópinn. Við eigum margar góðar minningar frá þeim kvöldum þar sem mikið var skrafað og hlegið. Okkur Iangar til að þakka fyrir að fá að hafa kynnst Ellu sem sífellt gat komið okkur á óvart. Nú er höggvið skarð í hópinn sem ekki verður fyllt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Við sendum foreldrum hennar, bræðrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Jóhanna K., Jóhanna S., Lára, Laufey, Ragnheiður, Sigurborg og Þuríður. Kvöldið vefur borgina köldum skugga ein ljós hönd og mjúk lokar glugga (Skammdegi eftir Helga Sæmundsson) Síminn hringir, hörmulegar frétt- ir, enn eitt dauðaslysið í umferðinni og nú ein af okkur. Ella er dáin, allt verður svo óraunverulegt. Um huga okkar líða ótal spurningar, - hvers vegna hún? Ella var aðeins þrítug, nýbúin að festa kaup á íbúð, full tilhlökkunar að flytja inn og eflaust hefði henni tekist að gera fallegt og hlýlegt í kringum sig. Ella var sérstök kona, hún var óhrædd við að koma til dyranna eins og hún var klædd og vera það sem hún vildi vera og vera smart. Ella var ekki ein af þeim, sem bar tilfinningar sínar á torg, en var ætíð reiðubúin til að gefa af sjálfri sér. Það er sem við eigum alltaf von á að hún birtist í dyrunum, sé að koma til vinnu. En það mun ekki verða. Ella var hlýleg í umgengni og glaðleg og gerði ekki úlfalda úr mýflugu. Ella leysti störf sín vel af hendi og var samviskusöm. Stórt skarð er höggvið í hóp okkar hér á gjörgæslu Landspítalans. Það verð- ur seint að fullu fyllt, en tíminn mildar sárin og minninguna um Ellu geymum við um ókomna tíð. Við vottum foreldrum Ellu og öðrum ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúð. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma . og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Samstarfsfólk á gjör- gæsludeild Landspítalans hús, óperuna, bílferðir og ferðalög, og börnin mín, tengda- og barna- börnin urðu kærif viíiir hennar og það þótti henni innilega vænt um. Inga Sigríður var stórbrotin og stolt kona, gat bitið frá sér ef að henni var veist. Hún var sérstakur fagur- keri og um það ber ljósastan vottinn heimili hennar. Hún heklaði, prjón- aði og saumaði út svo fallegar myndir að menn töldu við fyrstu sýn að það væru málverk. Mikla ánægju hafði hún af að pijóna lopa- sokka á kalda fætur vina sinna og víða munu vera handaverk hennar. Inga var einkennilega draum- spök og sagði ýmislegt fyrir er seinna kom fram. Eftir áttræðisaf- mæli sitt í júní sl. veiktist hún all- hastarlega af hjartasjúkdómi, sem ásamt fleiru varð henni að aldur- tila. Ég Iæt nú þessum minninga- brotum lokið, en sárt mun hennar saknað af systkinum og skyldmenn- um og svo af þeim fjölda mörgu er vinir hennar voru. Hún lét þess stundum getið að þeir Jón og Björn biðu sín handa við móðuna miklu og vonandi hefur henni nú orðið að þeirri von sinni. Ég votta svo systkinum hennar og öðrum ætt- ingjum, mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning herinar. Guðbjartur Ólason. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. og eftir að við fluttum til Reykjavík- ur var skammt á milli heimilanna, við í Skipholti 6, en þau voru í Stór- holti 12. Ég missti konu mína 1975 og þá voru börnin mín að heiman farin, það var því næstum sjálfgef- ið að við Inga reyndum að styðja hvort annað í einsemd okkar, sem við og gerðum, fórum saman í leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.