Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 60

Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 60
 BJ m 5 I LÉTTÖL ^ C' ttgtiiiÞIftfrtfe Gæfan fylgi þér í umferðinni sjóvá^Ialmennar MORGUNBLADJD, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Grigol Matsjavariani og Irma Oboladze þáðu kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á Hótel Holti í gærkvöldi. Hér virða þremenningamir fyrir sér málverk eftir íslenska málara í setustofu hótelsins. Meira en glaður — segir Grigol Matsjavariani á fyrsta degi Islandsheimsóknar „Ég er meira en glaður. Fremur agndofa og trúi því varla að ég sé kominn til íslands,“ sagði íslandsvinurinn Grigol Matsj- avariani þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í gærkvöldi. Grigol kom hingað til lands ásamt Irmu Oboladze, eiginkonu sinni, síðdegis í gær í boði stjórnvalda. Upphaf íslands- heimsóknarinnar má rekja til bréfs sem Grigol skrifaði í sumar í Velvakanda Morgunblaðsins þar sem hann m.a. lýsti íslands- áhuga sínum. Grigol sagðist varla hafa trúað sínum eigin eyrum þegar honum hefði verið sagt að honum og eig- inkonu hans yrði boðið til Is- lands. Hann tryði því varla að þau verðskulduðu slíkt boð. „íslend- ingar eru afar gestrisnir og ísland er tilkomumeira en ég ímyndaði mér,“ sagði Grigol. Annars sagði hann að íslend- ingar ættu sennilega ekki í erfíð- leikum með að ímynda sér að þeir væru heima hjá sér ef þeir sæktu þau hjónin heim. „Við erum með íslenska fánann og ís- landskort í stofunni. Svo hef ég teiknað opnu úr Njáluhandriti og hengt upp á vegg. Ekki má held- ur gleyma íslenska bókasafninu mínu,“ sagði hann. Grigol ætlar að nýta tímann á íslandi vel og sinna hér ýmsum erindum. Meðal þeirra er að rann- saka ævi Jóns Arasonar biskups og finna samstarfsmann til að aðstoða við samningu georg- ískrár-íslenskrar orðabókar en Grigol er einmitt frá Georgíu. Hann er lögfræðingur að mennt en er atvinnulaus um þessar mundir. Irma er málfræðingur og talar líka dálítið í íslensku. Hún segir t.a.m. þegar hún er spurð að því hvað henni finnist um það sem hún hafí séð af ís- landi að Reykjavík sé falleg borg. Að lokum er Grigol spurður að því hvaða íslenska nafn hann myndi taka sér ef hann yrði ís- lenskur ríkisborgari. Spurningin kemur honum greinilega á óvart og hann hugsar sig um áður en hann nefnir nafnið Jón. „Eða kannski Jóhannes. Nei, frekar Jón. Það er svona dæmigert ís- lenskt.“ Hæstiréttur telur jafnræðisreglu brotna með bráðabirgðalögum BHMR-fólk fær 4,5% launahækkunina aftur Veldur ekki keðjuverkun segir fjármálaráðherra HÆSTIRÉTTUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að afnema 4,5% launahækkun félaga í BHMR með bráðabirgða- lögum í ágúst 1990, þar sem með því hafi jafnræðisregla íslensks réttar verið brotin. Rétturinn dæmdi því ríkissjóð í gær til að greiða konu í einu aðildarfélagi bandalagsins 4,5% ofan á laun frá septem- ber 1990 og fram til febrúar árið eftir þegar almennar launahækkan- ir höfðu náð 4,5%, samkvæmt bráðabirgðalögunum. Konan fær því 22.600 krónur auk dráttarvaxta í umslagi á næstunni og um 3.200 háskólamenn aðrir sem störfuðu hjá ríkinu á þessum tíma fá sitt. Fjármálaráðherra segir að alls kosti þetta ríkissjóð milli 100 og 150 milljónir króna, en segir öðrum kjarasamningum ekki stefnt í hættu og niðurstaða Hæstaréttar valdi ekki keðjuverkun. Aðildarfélög BHMR töldu um- rædd bráðabirgðalög bijóta gegn ákvæðum stjómarskrárinnar og var málið meðal annars höfðað á þeim forsendum. Hæstiréttur klofnaði í úrskurði sínum. í dómsorði meiri- hlutans er talið að löggjafínn hafi haft til þess ríkan rétt að standa vörð um þau efnahagslegu mark- mið sem ríkisstjómin og aðilar vinnumarkaðar höfðu komið sér saman um, eins og segi í aðfaraorð- Morgunblaðið/Gunnar Blöndal LANGÞRÁÐUR VAGNÁ LEIÐINNI Mesti rekstrarhalli í sögu Landsvirkjunar - hækkun erlendra skulda um 4 milljarða Farið fram á 5% hækkun gjaldskrár um áramótm STJÓRN Landsvirkjunar áætlar að um 1.800 milljóna kr. rekstrarhalli verði á fyrirtækinu í ár, og er þetta mesti rekstrarhalli í sögu fyrirtækisins að sögn Halldórs Jónatanssonar, for- stjóra Landsvirkjunar. Undangengin átta ár hefur fyrirtækið skilað rekstrarafgangi. Stjórn Landsvirkjunar telur að hækka verði gjaldskrá fyrirtækisins um 5% og hefur hún óskað eftir umsögn Þjóðhagsstofnunar um hækkunarþörfina. Samkvæmt rekstraráætlun Landsvirkjunar er ráð fyrir 900 milljóna kr. rekstrarhalla mið- K^'ið óbreytta gjaldskrá, en að teknu tilliti til víðtækra ráðstafana til spamaðar í rekstri, sem skila eiga 90 miiljónum kr., myndi 5% hækkun á gjaldskrá skila fyrirtækinu 220 milljónum kr. á ársgrundvelli. Hallinn á þessu ári stafar einkum af gengis- breytingum, en áætlað er að erlendar skuldir fyrir- tækisins hækki um fjóra milljarða á þessu ári vegna þeirra, þar af um þijá milljarða kr. vegna gesgislækkunarinnar 23. nóvember sl. Erlendar skuldir Landsvirkjunar hækkuðu á árinu úr 42 milljörðum kr. í 46 milljarða kr. Vaxtagjöld Lands- virkjunar hækka af þessum sökum um 200 millj- ónir kr. og verða á næsta ári um þrír milljarðar kr. miðað við núverandi gengi. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að aðrar skýringar á þessum mikla rekstrar- halla væru þær að kostnaður við Blönduvirkjun væri að fullu kominn inn í rekstrargjöld fyrirtæk- isins. Rekstrarkostnaður vegna virkjunarinnar er áætlaður um 820 milljónir kr. á næsta ári, en er áætlaður um 790 milljónir kr. á þessu ári. um bráðabirgðalaganna. Hins veg- ar þykir hafa skort á að undirstöðu- regla íslensks réttar um jafnræði hafí verið virt þegar afnumin var 4,5% hækkun til aðildarfólks BHMR og eru bráðabirgðalögin því ekki talin skuldbindandi hvað það varði. Páll Halldórsson formaður BHMR segir ekki fullljóst hvernig eigi að túlka dóm Hæstaréttar. Þó sé ágætt að með dómnum séu lög- gjafanum settar ákveðnar skorður um lagasetningu. Þá virðist dómur- inn opna fyrir það að ákvæði kjara- samnings BHMR frá 1989, sem bráðabirgðalögin afnam, sé nú aft- ur komið í gildi. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segist nokkuð sáttur við nið- urstöðuna í Hæstarétti; bráða- birgðalögin standi, að ákvæðum um afnám BHMR hækkunarinnar frá- töldum. Því haldi BHMR 4,5% launahækkun sinni en launahækk- anir annarra launþega, sem bráða- birgðalögin hafi kveðið á um, komi smám saman til frádráttar. Leið- rétting verði því gerð frá september 1990 fram að febrúar eða mars árið 1991. Sjá miðopnu, bls. 30-31. Flokksrað- ir riðluðust EGGERT Haukdal þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á Alþingi i gær að hann væri á móti frumvarpi um aðild íslands að Evrópsku efnahagssvæði. Egg- ert og Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokks greiddu í gær atkvæði gegn því ákvæði frumvarps um samkeppn- islög sem fjallar um Eftirlitsstofn- un EFTA og EFTA-dómstólinn í samræmi við EES-samninginn. í þeirri atkvæðagreiðslu sátu Ingi Bjöm Albertsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður Kvennalista hjá. Það gerðu einnig sjö þingmenn Framsóknarflokks, þeir Finnur Ing- ólfsson, Guðmundur Bjarnason, Halldór Asgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, Jón Kristjánsson og Val- gerður Sverrisdóttir. Að öðru leyti greiddu stjómarliðar atkvæði með frumvarpinu en stjómarliðar gegn því. Sjá einnig þingsíðu bls. 34. Vaxtagreiðslumar einar af Blönduvirkjun á næsta ári em áætlaðar um 400 milljónir kr. og afskrift- ir um 300 milljónir kr. Auk þess vægi þungt lágt raforkuverð til íslenska álfélagsins, en raforku- verðið er tengt heimsmarkaðsverði á áli sem hef- ur verið afar lágt á undanförnum misserum. Halldór telur ekkert svigrúm til að mæta óskum fískvinnslunnar um lækkun raforkuverðs, en for- svarsmenn fískvinnslunnar hafa þrýst mjög á raforkuverðslækkun. „Það er ekki um það að ræða. Við höfum engin tök á því eins og gefur að skilja." Landsvirkjun ráðgerir að falla frá fyrri áform- um um virkjanarannsóknir og framkvæmdir. Framkvæmdaáætlun næsta árs verður skorin nið- ur um 100 milljónir kr., verður 370 milljónir kr., og fjármagn til virkjanarannsókna um 200 millj- ónir kr., verður 50 milljónir kr. DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.