Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 2.tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Clinton villekki fimdmeð Jeltsín Washington. Daily Telegraph. BILL Clinton verðandi for- seti Bandaríkjanna hafn- aði í gær tillögu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um að þeir hittust fljótlega á leiðtogafundi Clinton ræddi við Jeltsín í síma í gær og ritaði honum einnig langt bréf þar sem hann bar því við að ekkert gæti orðið af fundum þeirra í bráð. Hann hygðist ein- beita sér að Clinton úrlausn vandamála heima fyrir, af nógu væri að taka og í mörg horn að líta. Jeltsín reyndi að notfæra sér undirritun START-II-sam- komulagsins í Moskvu um helg- ina til þess að koma í kring fundi með Clinton. Vonaðist hann til þess að af leiðtoga- fundi gæri orðið fljótlega. Þar hugðist Jeltsín fá verðandi for- seta til þess að heita áframhald- andi efnahagsaðstoð Banda- ríkjamanna við Rússa og stuðn- ingi við stjórnarstefnu sína. Viðbúnaður vegna plútóníumfamis JAPANSKA flutningaskipið Akatsuki Maru lagðist að bryggju í Tokai, um 120 km norðaustur af Tókíó, í gær með plútóníumfarm sem leitt hefur til deilna á alþjóðavettvangi. í gær höfðu 1.000 mótmælendur og um 2.000 lögregluþjónar safnast fyrir á hafnar- bakkanum til að bíða komu skipsins. Grænfriðungar og aðrir umverfisverndarsinnar stefndu fímm fleyj- um gegn skipinu, en um 100 skip japönsku strand- gæslunnar gættu þess. Akatsuki Maru lagði úr höfn í Cherbourg í Frakklandi 7. nóvember. Farmur þess er 1,7 tonn af plútóníum, sem ætlað er til orku- vinnslu í Japan. Japansstjórn áformar að flytja um 30 farma af plútóníum til landsins á næstu árum, en þörf kjamorkuiðnaðarins fram til ársins 2010 er áætluð allt að 90 lestir. Embættismenn í japanska utanríkisráðuneytinu fóru þó nýlega fram á að þess- ar áætlanir yrðu endurskoðaðar. Reuter Plútóníum flutt Akatsuki Maru á siglingu við strendur Japans í gær. Kúlnahríðin flúin Feðgar og fleira fólk á harða hlaupum á brú í ólympíubænum Dobrinja í Bosníu í gær. Með því að beygja sig í mjöðmum og hlaupa í skjóli sand- Reuter poka vonast fólkið að sleppa undan árás leyni- skyttna. Vopnuð átök áttu sér stað í Bosníu í gær þó leiðtogar stríðandi fylkinga sætu á friðarfundi. Viðræðum um Bosníu frestað til næstu helgar Stríð boðað ofsatrú Túnisborg. Reuter. FULLTRÚAR Egypta og Túnismanna á fundi 16 inn- anríkisráðherra arabískra ríkja hvöttu í gær til þess að ríkin sameinuðu krafta sína í baráttu gegn músl- imskum ofsatrúarmönnum í löndum araba. Búist er við að Alsír, þar sem sljórnvöld eiga við harða andspyrnu ofsatrúarmanna að stríða, sláist í hópinn með fyrr- nefndu ríkjunum tveim. Helst er talið að ofsatrúarmenn njóti stuðnings stjórnvalda í íran, sem ekki er arabaríki og á því ekki fulltrúa á ráðstefnunni í Túnisborg. Einnig eru Súdanar ofsatrúarmönn- um hliðhollir. Fulltrúi Súdana sagði að tillaga af þessu tagi yrði að vera samþykkt einróma til að öðlast gildi. í Jórdaníu og Marokkó sætta stjórnir landanna sig við ofsatrúar- mennina meðan þeir reyna ekki að steypa stjórnunum. Skipulögð glæpastarfsemi Abdallah Kallel, innanríkisráð- herra Túnis, sagði að áætluninni sem Túnismenn og Egyptar lögðu fram væri stefnt gegn iðju glæpa- manna er störfuðu saman í tveim eða fleiri löndum, án tillits til landa- mæra. Trúarofstæki væri skipulögð glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra Egypta, Abdel-halim Moussa, tók í sama streng. „Markmið okkar ætti að vera að leggja á ráðin um bar- áttu gegn hryðjuverkum. Við ætt- um að ná samkomulagi um og ein- beita okkur að því að tryggja ör- yggi þjóða okkar en einnig vernda trúarbrögð okkar fyrir þeim sem drýgja hræðilega glæpi í nafni þeirra og hreykja sér af því,“ sagði ráðherrann. Fundir stríðsaðila í Genf nærri farnir út um þúfur vegna ágreinings Serba og mús- lima um sljómarfar og valdskiptingu í Bosníu Genf. Reuter. VIÐRÆÐUM stríðandi fylkinga í Bosníu var frestað í gærkvöldi og samþykktu deiluaðilar að hittast á ný í Genf næstkomandi sunnudag. Um tíma leit út fyrir það í gær að útilokað yrði að brúa bilið milli Serba annars vegar og múslima hins vegar um framtíð Bosníu. Litið var á Genfar- viðræðurnar sem síðustu tilraun til þess að stuðla að friði í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu og koma í veg fyrir heiftarlegt stríð á Balkanskaga. Cyrus Vance og Owen lávarður, milligöngumenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) og Evrópubandalagsins (EB) deilunum í Bosníu, sögðust í gær myndu nota tímann á næstu dögum til þess að freista þess að ná fram samkomulagi um frið í rík- inu um næstu helgi. „Við eigum mikið verk fyrir höndum. Höfðum vonast til þess að ná samningum nú um helgina en það var vilji deilu- aðila að fresta fundi og ráðfæra sig frekar heimafyrir um þær tillögur sem eru til umræðu," sagði Owen. Að sögn Owens skrifaði Mate Boban, leiðtogi Bosníukróata, í gær undir tillögur þeirra Vance um stjórnskipulega framtíð Bosníu. Alija Izetbegovic forseti Bosníu sagðist hins vegar ekki geta sam- þykkt skiptingu ríkisins í stjórn- sýslusvæði og Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba sagðist vilja ráðfæra sig betur við samverka- menn sína heima fyrir. Deilur Serba og múslima snúast um skiptingu valds milli 10 sjálf- stjórnarhéraða og ríkisstjórnar. Serbar vilja fá meiri völd heim í hérað en þau sem sáttatillaga Vance og Owens gerir ráð fyrir; þann veg að þau svæði sem þeir myndu ráða fengju nánast sjálf- stæði. Izetbegovic sagðist út af fyr- ir sig geta fallist á valddreifinguna eins og tillagan gerði ráð fyrir. Hann setti það þó sem skilyrði fyr- ir friðarsamningum að Serbar féll- ust á að afhenda fulltrúum SÞ stór- skotaliðsvopn sín. Samkvæmt til- lögum Vance og Owens verður Bosníu deilt upp í héruð á grund- velli þjóðernis og efnahagsstarf- semi. Til harðra bardaga kom víða í Bosníu í gær milli sveita Serba og hersveita hliðhollum stjórninni í Sarajevo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.