Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993 51 Undirrituð skipulagsskrá fyrir Farskóla Norðurlands vestra FYRIR skömmu hittust í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, fulltrúar héraðs- nefnda Austur- og Vestur-Húna- vatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Siglufjarðarkaupstaðar, Menn- ingar- og fræðslusambands al- þýðu, Iðnþróunarfélags Norður- lands vestra auk Fjölbrautaskól- ans, sem hafði forgöngu um það að koma þessum fundi á. Tilgangur fundarins var að stofna Farskóla Norðurlands vestra og undirrita skipulagsskrá fyrir hann og var það gert með fyrirvara um samþykki viðkomandi héraðs- nefnda og stjóma. Farskólanum er ætlað að vera nokkurs konar þjónustustofnun fyr- ir einstaklinga og stofnanir, þar sem honum er ætlað að annast hvers konar fræðslustarfsemi á Norðurlandi vestra, sem ekki fellur undir námsskrárbundið nám í fram- haldsskóla. Starfsemi skólans skal miðast við að auka starfshæfni ein- staklinga og vellíðan. Gert er ráð fyrir að aðalaðsetur skólans verði Stj ómmálasamband við Tékka og Slóvaka ÍSLAND hefur stofnað tU form- legs stjórnmálasambands við Tékkneska lýðveldið og Slóvak- íska lýðveldið frá 1. janúar síð- astliðnum, sama degi og Sam- bandslýðveldið Tékkóslóvakía var lagt niður. Hörður Bjamason, siðameistari utanríkisráðuneytisins, segir þau lönd sem haft hafí stjómmálasam- band við Tékkóslóvakíu haldi því áfram við nýju lýðveldin tvö. Samn- ingar sem gerðir hafi verið við Tékkóslóvakíu fyrir ársbyijun standi gagnvart báðum lýðveldun- um. Til að byija með annist sendi- ráð íslands í Osló skipti við bæði lýðveldin en hugsanlega taki annað sendiráð við öðm þeirra síðar. Morgunblaðið/Rúnar Þór íslandsmeistarar í ýmsum íþróttagreinum, 94 talsins, hlutu við- urkenningar við athöfn skömmu fyrir áramót. Iþrótta- og tómstundaráð Akureyrar Yiðurkenning- ar veittar 94 ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð veitti viðurkenningar þeim Ak- ureyringum sem unnið höfðu íslandsmeistaratitla á liðnu ári, en þeir voru 94 talsins. Athöfn- in fór fram á Hótel KEA 30. desember síðastliðinn. Skíðaráð Akureyrar átti íjóra íslandsmeistara í alpagreinum, tvo einstaklinga í skíðagöngu og tvær sveitir unnu íslandsmeistart- itla á liðnu ári. Þrír einstaklingar í íþróttafélaginu Akri unnu ís- landsmeistaratitla á síðasta ári í ýmsum greinum. Stelpnasveit Ungmennafélags Akureyrar varð íslandsmeistari í víðavangshlaupi og þá var íslandsmeistari í 800 metra hlaupi innan raða félagsins. Lið 4. flokks KA í handknatt- leik varð Íslandsmeistari í sínum flokki, þá urðu tveir félagsmenn íslandsmeistarar í strandblaki og sextán félagar í Júdódeild KA urðu íslandsmeistarar á liðnu ári. Tveir félagar í Lyftingafélagi Akureyrar unnu íslandsmeistara- titla á síðasta ári, einn úr íþrótta- deild Hestamannafélagsins Léttis og tveir úr íþróttafélaginu Eik. Þá unnu tveir félagar úr Sundfé- laginu Óðni til nokkurra Islands- meistaratitla á nýliðnu ári og Bridgefélag Akureyrar átti Is- landsmeistara í brids í einmenn- ingi. Nökkvi, 'félag siglinga- manna, átti einn íslandsmeistara og einnig Kraftlyftingafélag Ak- ureyrar, en þrír félagar úr Vaxtar- ræktinni á Akureyri urðu íslands- meistarar á árinu 1992. Félagar úr Skautafélagi Akur- eyrar urðu íslandsmeistarar í ís- hokký auk þess sem tveir einstakl- ingar innan félagsins unnu ís- landsmeistaratitla í listhlaupi. Við athöfnina var Jóni Óðni Óðinssyni veitt sérstök viðurkenn- ing fyrir öflugt og árangursríkt starf að uppbyggingu júdó- íþróttarinnar á Akureyri og Þresti Guðjónssyni var veitt viðurkenn- ing fyrir öflugt og fjölþætt starf að íþróttamálum í bænum, m.a. að málum skíðafólks og fatlaðra fþróttamanna. Þá voru þeim Þorsteini Þor- steinssyni, Sigurði Ólafssyni og Jóhanni Jónssyni veitt verðlaun fyrir björgun úr Sundlaug Akur- eyrar á liðnu ári. Að lokum voru veittir fjórir fjárstyrkir úr Afreks- og styrktarsjóði, íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akur- eyrar fengu fé til unglingastarfs, 200 þúsund krónur hvort félag, og íþóttafélagið Akur og íþrótta- félagið Eik fengu 100 þúsund hvort félag. í Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki. Að sögn Jóns Fr. Hjartarsonar, skólameistara Fjölbrautaskólans, mun fjárveiting til skólans taka gildi 1. janúar næstkomandi og mun þá, að fenginni staðfestingu héraðs- nefnda og annarra þeirra aðila sem samþykkja þurfa skipulagsskrá, auglýst eftir skipulagsstjóra, en laun hans greiðast að hálfu frá skólanum, en að hálfu frá öðrum aðilum að Farskólanum. Jón sagði að hér væri að fara af stað víðtæk- 'ara samstarf um farskóla, en áður hefði tíðkast þar sem nú kæmi í fyrsta sinn sem aðili að skólanum Menningar- og fræðslusamband al- þýðu, svo og Iðnþróunarfélag Norð- urlands vestra og væri það veruleg- ur styrkur fyrir skólann að svo öflugir aðilar tækju þátt í stofnun hans. Æðsta stjóm skólans, sagði Jón, að mundi vera í höndum fulltrúa- ráðs, en í þvi eiga sæti einn fulltrúi frá hveijum aðila hans, en síðan mun fulltrúaráðið kjósa tvo menn úr sínum röðum, sem ásamt einum fulltrúa Fjölbrautaskólans mynda þriggja manna stjóm skólans sem annast daglega stjómun. Fræðslu- nefnd verður stofnuð í hveiju hér- aði, en í henni eiga sæti fulltrúar frá viðkomandi héraðsnefnd, verka- lýðsfélögum í umboði MFA, en einn- ig skal sitja í nefndinni fulltrúi at- vinnurekenda, eftir því að hvaða verkefni er verið að vinna að hvetju sinni. Jón sagðist binda vonir við það að þær undirskriftir sem nú hefðu verið gerðar yrðu staðfestar sem fyrst, þannig að hægt væri að hleypa starfsemi skólans af stokk- unum fljótlega eftir áramótin. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Nemendur á skíðavalbraut Framhaldsskóla Vestfjarða. Með þeim á myndinni eru, talið frá hægri, Guðjón Þorsteinsson, umboðsmaður Skóbúðar Kópavogs, en það fyrirtæki flutti inn búningana, Birgir Jóns- son, umdæmisstjóri Landsbankans, Auður Ósk Ebenezersdóttir þjálfari og Gunnar B. Ólafsson, þjálfari og umsjónarmaður skíðavalbrautarinn- ar. Framhaldsskóli Vestfjarða Skíðaval festir sig í sessi sem námsbraut ísafirði. SKÍÐAVAL sem námsbraut við Framhaldsskóla Vestfjarða, áður Menntaskólann, hefur verið starfrækt um árabil. Misjafnlega hefur gengið að fá nemendur á námsbrautina en nú virðist hún vera að festast í sessi, enda aðstaða til skíðaiðkunar óviða betri á landinu. Gunnar Bjarni Ólafsson er náms- til skíðaíþróttarinnar sem hann taldi stjóri, en auk hans kennir sérþjálfað fólk norrænar greinar og alpagrein- ar. Nemendumir ásamt kennurum héldu til æfínga í Austurríki skömmu eftir áramótin þar sem þeir munu dvelja í 12 daga. Áður en haldið var í ferðina kall- aði svæðisstjóri Landsbankans á Vestfjörðum , Birgir Jónsson, liðið til sín og afhenti því vandaða skíða- galla frá ítalska skíðavömfyrirtæk- inu Dubin. í ávarpi sem Birgir flutti við það tækifæri sagði hann að með þessu vildi bankinn sýna hug sinn vera mikilvæga til að efla heilsu manna. Hann sagðist vona að viðtak- endur sýndu fæmi sína og framfarir og gættu þess að alls staðar sem þau fæm væm þau sjálfum sér og Lands- bankanum til sóma en fatnaðurjnn er merktur Landsbanka Islands. Liðsmenn þökkuðu gjöfina en vildu jafnframt um leið koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa styrkt þau til ferðarinnar en skólinn tekur engan þátt í kostnaði við utan- landsferðina. - Úlfar. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði hækkar NÝ REGLUGERÐ um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði tók gildi um áramótin. Með henni eykst kostnaðarþátttaka sjúkl- inga vegna lyfja og með breyting- unni er m.a. gert ráð fyrir því að lyfjakort verði að mestu leyti óþörf. Fyrir þau lyf sem áður vom greidd af sjúkratryggingum gegn framvís- un lyfjaskírteina ella af sjúklingum sjálfum að hluta, greiðir sjúkra- tryggður nú fyrir hveija lyfjaávísun fyrstu 500 kr. af verði lyfsins. Af verði lyfsins umfram 500 kr. greiðir sjúkratryggður 12,5% en þó aldrei meira en 1.500 kr. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar greiða fyrstu 150 kr. af hverri lyfjaávísun. Af verði lyfsins umfram það greiða þeir 5% en þó aldrei meira en 400 kr. Fyrir önnur lyf sem sjúkratrygg- ingar taka þátt í að greiða mun sjúkratryggður nú greiða fyrstu 500 kr. af verði lyfsins. Af verði umfram 500 kr. greiðir sjúkratryggður 25% en þó aldrei meira en 3.000 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrstu 150 kr. af verði lyfsins. Af verði lyfsins umfram það greiða þeir 10% en þó aldrei meira en 500 kr. Nokkur lyf sem áður vom greidd að hluta af sjúkratryggingum em nú færð yfír í svokallaðan O-flokk sem þýðir að notandi greiðir lyfið að fullu og má þar t.d. nefna væg verkjalyf og lyf til lækkunar blóðfitu. Áfram er gert ráð fyrir að sjúkra- tryggingar greiði að fullu lyf sem sjúklingi er lífsnauðsyn að nota að staðaldri og er þar um að ræða alla sömu lyfjaflokka og sjúkratrygging- ar hafa hingað til greitt að fullu. Þá er einnig gert ráð fyrir því í reglu- gerðinni að Tryggingastofnun ríkis- ins sé heimilt að kveða á um fulla greiðslu sjúkratrygginga á öllum lyfjum í sérstökum tilfellum, svo sem þegar um er að ræða endurteknar alvarlegar sýkingar eða óvenju mikla lyfjanotkun að staðaldri. I frétt frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu segir að með þessum breytingum muni hlutdeild sjúklinga í heildarlyfjakostnaði hækka úr 24-25% í 31-32%, en hlut- deild sjúkratrygginga í lyfjakostnaði lækkar að sama skapi. Ólafsvík Eigendaskipti á hús- næði Sjóbúðar hf. Ólafsvík. HJÓNIN Ragnhildur Steingríms- dóttir og Sigurður Karlsson hafa keypt húsnæði Sjóbúðar hf. í Ól- afsvík. Er nú unnið rösklega að gagngerum breytingum á hús- næðinu og stefnt að opnun hótels þegar kemur fram á veturinn. Breytingarnar á húsnæðinu eru miklar og felast m.a. í því að salir eru stækkaðir og verða nú tveir í stað eins áður og munu þeir taka um 170 manns, rúmgóðar svalir tengjast veitingasölunum. Settar verða upp mjög rúmgóðar snyrtingar sem geta tekið við mörgum í senn. Loks verða 25 tveggja manna her- bergi í hótelinu og koma ný húsgögn í allt húsið. Stefnt ef að opnun veit- ingaaðstöðu í febrúar. Matreiðslu- meistari verður Ingólfur Ingvarsson. Fúllnaðaropnun hússins verður svo með vorinu. Sigurður Karlsson kveðst bjart- sýnn á rekstur hótelsins og að búast megi við mikilli aðsókn ferðamanna á svæðið, ekki síst vegna aukinna ferða á Snæfellsjökul. Segir Sigurð- ur að ætli menn á annað borð að auglýsa jökulinn sé eins gott að geta veitt ferðamönnum fulla þjón- ustu svo enginn þurfi frá að hverfa þess vegna. Hótelið mun fá nafnið Versalir. - Helgi. —efþú spitar til að vinna! S3. lcikvika - 2. janúar 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Brenlford - Grimsby - - 2 2. Cambridge - Sheff. Wed. - . 2 3. Hartlepool - Crystal P. 1 - - 4. Leeds - Charlton - X - 5. Leicester - Ðamsley 1 - - 6. Luton - Bristol - X - 7. Newcastle - Port Vale 1 - - 8. Norwich - Coventry 1 - - 9. Notts County - Sunderl. - X - 10. Oldham - Tranmere - X - 11. Southcnd - Millwali - - 2 12. Watford - Wolves - - 2 13. Wimbledon - Everton - X - Heildarvinningsupphseöin: 130 milljónir króna J 13 réttlr: 5.050J80 kr. 12 réttir: 64.330 \ kr. H réttir: 3.930 kr. 10 réttir: [ 910 Icr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.