Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 21 Vestmannaeyjum Friðrik Haralds- son og Steina Finnsdóttir. Rúna, eins og við kölluðum hana í vina- og kunningjahópi, er yndisleg og traust kona. Hún er dóttir Guð- mundar Sigurðssonar vörubifreiða- stjóra og konu hans Magnfríðar Benediktsdóttur. Gísli og Rúna eignuðust tvö börn, Guðmund, starfsmann við kirkjugarða Reykjavíkur og Kristínu, meina- tækni við Landspítalann. Barna- börnin eru tíu og barnabarnabörnin fjögur. Börnin hafa verið þeim Gísla og Rúnu mikill yndisauki enda hafa þau sótt heim í Langa- gerði, því auk þess að eiga alltaf vísan góðan bita var hlustað og rætt við þau. Þau bytjuðu búskap í skjóli foreldra Rúnu en hófu bráð- lega að byggja hús sitt í Langa- gerði 56. Þar gerðu þau sér fallegt og gott heimili. Þegar við vinirnir höfðum bund- ist í fjölskyldubönd, stækkaði hóp- urinn með tilkomu eiginkvenna, sem urðu brátt góðar vinkonur og svo barna okkar. Við minnumst fjölskylduheimsóknanna með glað- værð og hlátrum. Já, það er margs að minnast eftir sextíu og tveggja ára vináttu. Nú að Gísla látnum er skarð fyrir skildi, skarð sem ekki verður fyllt. Eftir er söknuður eftir góðan vin og félaga. Kæra Guðrún, Guðmundur, Kristín og aðrir aðstandendur. Við hjónin og börnin okkar vottum ykkur innilega samúð okkar og biðjum algóðan Guð að veita ykkur huggun í sorg. Guðrún, Jón og börn. Heiðursfélagi Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur, Gísli Guðlaugsson er fallinn frá, tæplega sjötugur að aldri. Gísli gekk í okk- ar raðir árið 1960. Hann varð fljótt virkur í félagsstarfi TBR svo og sem keppnismaður. Náði hann m.a. þeim árangri að keppa í meistara- flokki félagsins um árabil. Gísli var kosinn í mótanefnd TBR strax 1961 og í stjórn TBR var hann kjörinn 1962. Tók hann að sér gjaldkerastarf og gegndi því til 1964. Þegar bygging fyrra TBR- hússins hófst, var Gísli gjaldkeri bygginganefndar. Það var mikið strax. Erfitt var fyrir lítið íþróttafé- lag að reisa slíka stórbyggingu sem TBR-húsið var á þeim tíma, og mæddi því mikið á öllum þeim sem að verkinu stóðu. Það kom í hlut Gísla að annast bókhald húsbygg- ingarinnar, svo og uppgjör við verk- taka og seljendur byggingarefnis. Var Gísli í hópi þeirra manna sem fórnuðu mörgum frístundum sínum og stýrðu húsbyggingu TBR heilli í höfn. I þakklætisskyni fyrir starf sitt var Gísli kjörinn heiðursfélagi félagsins 1988. Gísli var einstakur maður á ýmsan hátt. I hópi félaga sinna var hann að jafnaði glaðvær og kátur, og létti lund flestra í kringum sig. Hann var líka maður alvörunnar, og ég minnist hans á fundum fé- lagsins, þar sem hann flutti margar góðar og rökfastar ræður. Hann hafði skoðun á hlutunum, gagn- rýndi það sem honum fannst miður en hafði jafnframt hugmyndir um hvernig úr skyldi bætt. Ég heimsótti hann oft á skrif- stofuna í Tryggingamiðstöðinni og þar ræddum við mörg málefni TBR. Gott þótti mér að hlusta á ráð hans og geta vitnað til hans, því alltaf var tekið mark á því sem hann sagði. Ég minnist smáatviks í KR- heimilinu þegar við Gísli mættumst fyrst á badmintonvellinum. Það var líklega 1972 að vorlagi. Gísla vant- aði mótheija og ég var stakur. Bauð hann mér í einliðaleik. Ekki fannst mér andstæðingurinn líta þannig út að hann yrði mér mikil hindrun. Hálfsköllóttur með gler- augu og talsvert „ftjálslega vax- inn“ um miðjuna. Ég hins vegar ungur og allur á lofti. Hófst nú leikurinn. Það er skemmst frá því að segja að Gísli lék sér að mér eins og köttur að mús. Ég átti aldr- ei nokkurn möguleika á sigri, en lærði það á leiknum að dæma ekki andstæðinginn eftir útlitinu einu saman. Eftir þetta þurfti ég og félagi minn oft að sætta okkur við að lúta í lægra haldi gegn þeim Gísla og Ragnari Haraldssyni sam- heija hans í tvíliðaleik. Þoldum við illa að tapa fyrir „gömlu körlun- um“. En nú er öldin önnur. Gísli fall- inn frá, en ég að verða einn af „gömlu körlunum". En svona er lífið. Tíminn líður. Við TBR-ingar minnumst Gísla Guðlaugssonar með þökk. Þökk fyrir fórnfúst starf. Þökk fyrir kátan og skemmtilegan félagsskap. Þökk fyrir kappsemi og drengskap í badmintoníþrótt- inni. Þökk fyrir leiðsögn og leið- togastarf. .Ekki má skilja svo við minningu Gísla Guðlaugssonar að það gleym- ist að minnast á eftirlifandi eigin- konu hans, Guðrúnu Guðmunds- dóttur. Henni þökkum við hlýhug til TBR og aðstoð alla hvenær sem við óskuðum. Við sendum henni og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur stjórnar TBR og allra fé- lagsmanna. Fyrir hönd stjórnar Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Sigfús Ægir Arnason frkvstj. Góður vinur og nágranni, Gísli Guðlaugsson, Langagerði 56, lést í Borgarspítalanum 22. desember síðastiiðinn eftir stutta legu. Fyrir um 40 árum þegar byijað var að byggja í Langagerði voru á næstu lóð ung og ötul hjón að grafa grunn að nýju húsi. Holtið þar var þá ekki nema urð og gijót og gröft- urinn því erfiður, en með eljusemi Rúnu og Gísla tókst þetta því hús- ið skyldi byggjast á bjargi, sem var hinn trausti lífsmáti Gísla. Alla tíð síðan hefur verið mikið og gott samband á milli íbúa þessa tveggja húsa, sem aldrei verður ofþakkað. Fáum árum seinna var Gísli úti í garði hjá sér með fjaðra- bolta og spaða. Hann bauð ná- granna sínum að koma yfír til sín og spila við sig badminton. Hann hafði kynnst þessari skemmtilegu íþrótt veturinn áður. Eftir þetta fór Gísli að minnast á það við undirrit- aðan hvort hann mundi vilja koma með sér á badmintonæfingar næsta vetur sem að sjálfsögðu var þegið. Þetta var upphaf að frábæru sam- starfi okkar í badminton og vorum við spilafélagar bæði á æfingum og í keppni allt fram á síðasta dag. Gísli var mikill félagsmálamaður og naut badmintoníþróttin góðs af störfum hans. Hann var kosinn í byggingarnefnd TBR-hússins sem reist var í Gnoðarvogi 1 og vann hann þar mikið og gott starf, bæði í sjálfboðavinnu við húsbygginguna og sem gjaldkeri með mjög tak- markaðan sjóð á erfiðum tíma. Einnig vann Gísli mörg önnur störf fyrir íþróttina, svo sem nefndar- ,og stjórnarstörf. Fyrir þessi ýmsu störf hefur honum verið þakkað. Hann var heiðraður með guilmerki Badmintonsambands íslands og með gullmerki Tennis- og badmint- onsfélags Reykjavíkur. Einnig var hann kosinn heiðursfélagi þess. Hann var heiðursfélagi GMH- klúbbsins og hann var meðlimur í badmintonfélaginu Fuglum. Margar ánægjustundir höfum við hjónin átt með Rúnu og Gísla, bæði á heimili þeirra og annars staðar. Minnisstæð er ferð með þeim og fleiri félögum austur í sveitir síðastliðið sumar í sumarbú- staðaheimsóknir. Að sjálfsögðu var komið við hjá Rúnu og Gísla og allir fengu þar hlýjar móttökur og góðar veitingar sem' og annars staðar. Sumarbústaðurinn var mik- ill uppáhaldsstaður þeirra hjóna og auðséð var að mikil alúð var lögð í allar umbætur sem gerðar voru á bústaðnum. Þegar sól hækkaði á lofti dvöldu þau þar fyrir austan flestar helgar. Gísli var vel gerður maður sem gott var að kynnast og þekkja; ætíð ljúfur og glaður og drengur góður. Við þökkum Gísla 40 ára góða samfyld. Blessuð sé minning hans. Kæra Rúna, við sendum þér, börnunum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur og megi æðri máttarvöld veita ykkur huggun og styrk í þungri raun. Sigrún og Ragnar Haraldsson. Fleiri minningargreinar um Gísla Guðlaugsson bíða birt- ingar og munu birtast í baðinu næstu daga. í’íL ▲ Grindarefni 45 x 95 mm ▲ Parana Pine panell ▲ Salerni Arabia ▲ Handlaug Arabia ▲ Sika frauð ▲ Kuldagalli Verö áöur m@ 180 m2@ 1.670 17.785 4.507 775 8.950 Tilboð Verð áöur 162 ▲ Verkfærakassi 3.913 1.470 Jk. Málband 3 m 509 15.117 ▲ Hurðarhúnn Kvikset 1.131 3.830 ▲ Snjóskófla 3.485 652 ▲ Startkapall 2.086 6.900 Æ. Gúmmímotta 60 x 80 cm 2.851 Tilboð 3.165 415 916 2.820 1.690 2.310 ú n O X u § Ö1 D VERSLANIR SKIPTIBORÐ 41000 GR/ENT NÚMER 9 9 6 4 1 0 BYKO HAFNARFIRÐI s. 5 44 11 BREIDDINNI s. 6 4 19 19 HRINGBRAUT S. 629400 DG LOKAÐ í DAG ^ Uduntu. UTSALAN HEFST A MORGUN KL. 9.00 tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.