Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 13 By ggingar nefnd Deilt um hvort nefndinni hafi verið sýnd óvirðing GUNNAR H. Gunnarsson, fulltrúi í byggingarnefnd, óskaði sérbókun- ar ]>egar umsókn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra um leyfi til að rífa niður húsið á Ióðinni Fischersundi 1 var tekin fyrir í nefnd- inni. Hann segir í bókuninni að honum finnist að byggingarriefndinni hafi verið sýnd óvirðing við afgreiðslu málsins og visar í því sam- bandi til fréttar sem þá þegar hafi birst í Morgunblaðinu um að hús- ið hafi verið rifið. Meirihluti nefndarmanna telur hins vegar að bygg- ingarnefndinni hafi ekki verið sýnd óvirðing við afgreiðslu málsins. Upphaf málsins má rekja til þess að ákveðið var að flytja Fischersund 1 á lóðina Mjóstræti 5 á þeim for- sendum að húsið væri gamalt, senni- lega frá árinu 1822, en í góðu ásig- komulagi. Þegar hins vegar vinna hófst við flutningana kom í ljós að upplýsingamar voru rangar. Húsið var í raun yngra en áætlað hafði verið og stór hluti þess hafði orðið fúa að bráð. Þóttu því forsendur fyrir því að færa húsið brostnar og Húsfriðunarnefnd og borgarráð höfðu samþykkt að húsið yrði rifið þegar máljð var lagt fyrir bygging- arnefnd. Á sama tíma var sagt frá því í Morgunblaðinu að húsið yrði rifið. Aðeins gafl hússins verður varðveittur á Arbæjarsafni. Á fundi byggingarnefndar vom áðurnefndar bókanir gerðar en í bókun Hilmars Guðlaugssonar, for- manns nefndarinnar, í kjölfar bók- unar Gunnárs segir að meirhluti nefndarinnar telji ekki að henni hafí verið sýnd nein óvirðing við af- greiðslu málsins. Ýmis atvik sem skýrð hafi verið á fundinum en of langt sé að rita í bókun, hafi átt sér stað sem orsakað hafi að ekki hafi verið hægt að flytja húsið að Mjó- stræti 5. Agúst Lánisson fyrr- um oddviti látinn Stykkishólmi ÁGÚST Lárusson fyrrum odd- viti og hreppsnefndarmaður lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 2. janúar sl. 90 ára að aldri. Ágúst var fæddur í Stykkis- , hólmi. Móðir hans var Kristín Láursdóttir frá Hrísum í Helga- fellssveit en hún fluttist litlu síðar til Bandaríkjanna. Ágúst kenndi sig við afa sinn Láms Þorgeirsson og ólst upp á Hrísum. Ágúst var vinnumaður á ýmsum stöðum, einnig var hann nokkrar vertíðir við sjóróðra í Grindavík á opnum bát með lóðir, lengst hjá Áma skip- stjóra frá Teigi. Hann sat í hrepps- nefnd Eyrarsveitar um skeið og eins Fróðárhrepps og var þar odd- viti. Ágúst gegndi fjölda trúnaðar- starfa og var fræðimaður mikill. Kona hans er Ástrós Halldórs- dóttir frá Kothrauni í Helgafells- sveit og bjuggu þau á Búlands- höfða og Kötluholti, nafnfrægum stöðum. Þau eignuðust fjögur börn. Ástrós er látin fyrir nokkrum Ágúst Lárusson árum. Ágúst var fæddur 27. ágúst 1902. - Árni. JANÚARTILBOÐ Sl PA R iA Ð U með magninnkaupum ________ 1 Bréfabindi ELBA (takmarkaðmagn) Gatapokar 100 stk. L-möppur 100 stk. Faxpappír 30 m 6 rúllur Ljósrítunarpappír 5 pk. 2500 blöð Skrífbiokkir 10stk. Gulir minnismiðar m/lími 5x7,5cm 12stk. Gulirminnismiðarm/lími 7,5x7,5cm 12stk. Kúlupennar 50 stk. 25stk. . 5.625 kr.m/vsk. 450 kr. m/vsk. 990 kr. m/vsk. 1.188 kr.m/vsk. 1.750 kr.m/vsk. 750kr.m/vsk. 460 kr. m/vsk. 675 kr. m/vsk. 650kr.m/vsk. Dagatöl f/MICROFILE-FILOFAXo.fi. skipulagsbækur 1 stk. 395kr.m/vsk. Síðumúla 35 - © 688911 - Fax 689232 Fjölbreytt úrval af skrifstofuvörum á hagstæöu veröi! Tilbob í ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 6. janúar Á morgun fer fram tilboö í ríkisvíxla. Um er að ræða 1. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaða með gjalddaga 7. apríl 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomu- lagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðs- verði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðaiverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 6. janúar. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40. GOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.