Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VTDfjnPTI/MVIMMlllÍF ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 31 Sjónarhorn Ráðstefna um breytingar á Evrópumarkaði eftir Bergsvein Sampsted og Gunnbjörn Þór Ingvarsson Ráðstefnan „European market- ing leaders“ var haldin dagana 9.-11. desember sl. í Queen Eliza- beth II Conference Centre í Lond- on. Umfjöllunarefní ráðstefnunnar var breyttar markaðsaðstæður í sameinaðri Evrópu. Fyrirlesarar voru ýmsir frammámenn í markaðs- leiðandi fyrirtækjum og hagsmuna- samtökum svo sem WFA (Alþjóða- samtök auglýsenda), EAAA (Evr- ópusamtök auglýsendastofa) og EAT (Evrópusamtök auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla). Samtökum auglýsenda var boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna í gegnum aðild sína að WFA. Fyrir hönd samtakanna fóru þeir Berg- sveinn Sampsted, fulltrúi íslenskrar getspár í stjórn SAU og Gunnbjörn Þór Ingvarsson, fulltrúi Lands- banka Islands. Evrópa er einn stærsti og arð- bærasti samkeppnismarkaður heims með yfir 350 milljónir íbúa. í framtíðinni munu þau fyrirtæki sem hafa mestu aðlögunarhæfnina og framsýnina vera best í stakk búin til þess að takast á við breytt- ar markaðsaðstæður í Evrópu. Fyr- ir þau fyrirtæki sem hyggjast starfa utan heimamarkaðar verður það mikilvægast að skapa sér skýra stefnu sem tekur mið af Evrópu sem einu markaðssvæði. Ml.U-J.Utl Ódýrt ál í Samveldinu BREYTILEGUR kostnaður við álbræðslu í Samveldi sjálfstæðra ríkja er aðeins um helmingur heimsmeðaltalsins. Álbræðslur í Samveldinu eru tæknilega óskilvirkar og langt á eftir álbræðslum á Vesturlöndum á því sviði. Þetta er þó bætt upp, og ríflega það, með ótrúlega lágum kostnaði á framleiðsluþáttum eins og vinnuafli og orku. Þegar allt er tekið saman kemur í ljós að á miðju árinu 1992 var kostnaður við hvert framleitt tonn af áli innan við helm- ingur kostnaðar hjá vestrænum ál- bræðslum. Þetta er þó ekki líklegt til að standa lengi. Eftir því sem Samveldin færast nær markaðsbú- skap mun þessi kostnaður hækka. Um aldamótin má svo búast við, vegna tæknilegrar vanþróunar, að einungis ein eða tvær álbræðslur fyrir austan verði samkeppnisfærar við vestrænar álbræðslur. Ráðstefnunni var skipt í fimm megin kafla og voru þeir: — Markaðssetning og auglýsingar í breyttri Evrópu. — Myndun og stjórnun árangurs- ríkra vörumerkja í Evrópu. — Staða evrópskra Qölmiðla. — Árangursríkt val á fjölmiðlum við gerð birtingaáætlana. — Lög og reglugerðir tengdar Evr- ópsku markaðssvæði. Fengnir voru menn úr lykilstöð- um stórfyrirtækja og hagsmuna- samtaka til þess að fjalla um áður talda þætti. Má þar nefna Ronald Beatson, stjórnarmann í EAAA, Lord Cockfield, Evrópuráðgjafa K.P.M.G. og meðlim bresku lá- varðadeildarinnar, Richard Bate, framkvæmdastjóra ICC (Internat- ional Chamber of Commerce) í Bret- landi, Heinz van Deelen, yfirmann markaðsáætlanagerðar BMW í Þýskalandi, David Hanger, fram- kvæmdastjóra Evrópudeildar IAA, alþjóðasambands auglýsingastofa, David Bell, auglýsinga- og mark- aðsstjóri Financial Times, Paul P. de Win, forseti Alþjóðasamtaka auglýsenda, Harry Reid frá Ogilvy - Mather, ásamt mörgum öðrum. Komið var inn á mörg áhugaverð svið og mögulegum lausnum varpað fram til umfjöllunar. Hvernig ætla fyrirtæki að bregðast við „grænu byltingunni" sem þróast hefur úr einangruðum fámennum hópum einstaklinga í breiðfylkingu al- mennings? Hvernig ætla hin ólíku heildarsamtök auglýsenda, auglýs- ingastofa og fjölmiðla að gæta sam- eiginlegra hagsmuna sinna í breyttu starfsumhverfi? Hvernig ætla fýrir- tæki að tengja ímynd einstakra vörumerkja sinna við heildarímynd sína? í því sambandi þá er það umhugsunarefni fyrir íslenska út- flytjendur sem tengja vörur sínar við ísland án þess að gera sér grein fyrir því hver ímynd landsins sé í hugum neytenda á erlendum mörk- uðum. Á ráðstefnunni var sýndur útdráttur úr skoðanakönnun sem framkvæmd var. Þar kom í ljós að ímynd Þýskalands er tengd fram- leiðslu hágæðavara, ímynd Banda- ríkjanna góðum íþróttavörum, ímynd Frakklands góðum mat og ímynd Ítalíu tengdist góðri hönnun. ísland var ekki með í könnuninni en upp vaknar spurningin: Hver er ímynd íslands? Höfundar eru markaðsstjóri ís- lenskrar getspár og sérfræðingur á markaðssviði Landsbanka ís- lands. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 671800 - W-f-: f. Tölvur IBM hyggst fækka starfs- mönnum sínum um 25,000 Stórfyrirtækið IBM tilkynnti um miðjan desember, að það ætlaði að segja upp 25.000 starfsmönnum sínum víða um heim á þessu ári, 8% vinnuaflsins, og draga verulega úr framleiðslugetunni. Er ástæð- an samdrátturinn í efnahagslifi flestra landa og miklar breytingar á tölvumarkaðinum. Áætlað er, að kostnaður fyrirtækisins vegna þessara aðgerða verði um sex milljarðar dollara. Fréttirnar ollu strax verðfalli á hlutabréfum IBM í kauphöllinni í New York og það er til marks um hve ástandið er erfitt, að skýrt var frá því, að mikil óvissa ríkti nú um tvær meginreglur fyrirtækisins, að greiða hluthöfum árlegan arð og neyða engan til uppsagnar. Sagði John Akers, stjórnarformaður IBM, að þótt veltan væri góð ylli „núver- andi tekjuútlit því, að ekki er víst að fyrirtækið geti greitt hluthöfum arð“ og hann bætti við, að þótt stefnan væri að fá sem flesta til að segja upp af fúsum og fijálsum vilja, þá væri ólíklegt, ef aðstæður breyttust ekki til batnaðar, að sum- ar deildir gætu haldið sama mann- skap á árinu 1993. Ekki er vitað nákvæmlega hvar uppsagnimar verða en frá 1986 hefur IBM fækkað starfsfólki sínu um 100.000 og starfa nú hjá fyrir- tækinu 300.000 manns. Dótturfyrirtæki IBM í einstökum löndum munu taka eigin ákvarðan- ir um niðurskurð og í Þýskalandi hefur raunar verið skýrt frá því, að uppsagnirnar verði umfram þær 2.000, sem voru á sl. ári, Hjá IBM er stefnt að því, að á þessu ári lækki heildarútgjöld vegna þróunar um einn milljarð dollara eða einn sjötta og um sömu upphæð á að lækka annan almenn- an kostnað, til dæmis vegna sölu- og stjórnunarstarfa. Sérfræðingarnir í Wall Street höfðu spáð nokkrum hagnaði hjá IBM á fjórða ársíjórðungi nú en talsmenn fyrirtækisins segja, að í besta falli verði reksturinn í járnum. Er það rakið til óvæntrar sölu- tregðu, sérstaklega í Evrópu, við- varandi efnahagssamdráttar og mikils þrýstings til verðlækkunar á vélbúnaði. Er ekki búist við, að úr þessu rætist á næsta ári. IBM hefur lengi borið höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur á markaðinum fyrir móðurtölvur en aukin eftirspurn eftir smærri borð- tölvum hefur komið sér illa fyrir það. Hefur ýmislegt verið gert til að reyna að bregðast við þessum breytingum og öðrum og gera fyrir- tækið persónulegra í viðskiptum. Má meðal annars nefna, að fyrr á árinu var miðstýringin innan IBM brotin upp og í stað hennar stofnuð 13 sjálfstæð og laustengd fyrirtæki. IBM hefur nú í hyggju að auka enn á sjálfstæði þriggja þessara fyrirtækja, Adstar, sem framleiðir gagnageymslur, Pennat Systems, sem framleiðir prentara, og einka- tölvustarfsemi þess sjálfs og með tíð og tíma er jafnvel stefnt að „annars konar eignarhaldi" á þeim. Eins og fyrr segir er gert ráð fyrir, að kostnaður við boðaðar að- gerðir verði um sex milljarðar doll- ara á sl. ári voru áætluð útgjöld vegna lokunar verksmiðja og upp- sagna 40.000 manns 5,4 milljarðar. Hér er því um að ræða 11,4 millj- arða dollara en það er hærri upphæð en nemur tekjum annarra tölvufyr- irtækja á árinu 1991 ef undan eru skilin Fujitsu, Digital Equipment og NEC. Ljósi punkturinn hjá IBM er, að salan í einkatölvum hefur vaxið mikið og er búist við hagnaði þar á næsta ári en tekjur af sölu stór- tölva hafa lækkað um 10%. MMC Lancer GLX '86, brúnsans, 5 g., ek. 82 þ. V. 350 þús. Isuzu Tropper LS '88, 5 g., ek. 109 þ., 7 manna, rafm. í öllu o.fl. V. 1150 þús., skipti. Chevrolet Crew Cap Stepside „Z-71“ 4x4 '92, hvítur, 8 cyl. (350), sjálfsk., ek. 26 þ. Mikið af aukahl. V. 2.5 millj., sk. á ód. Nissan Patrol 6 cyl., '87, hvítur, 5 g., ak. 56 þ., 33“ dekk o.fl. V. 1080 þús. stgr. Audi 801.8s '88, 5 g., ek. 84 þ. V. 790 þús. Fiat X1/9 Bertone Spider '80, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju gott éintak. V. 430 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '91, 3ja dyra, 5 g., ek. 24 þ. V. 800 þús. Ford Bronco '74, 8 cyl. (302) sjálfsk., litið breyttur, óvenju gott eintak. V. 480 þús. MMC L-200 Douple Cap 4x4 '91, 5 g., ek. 32 þ. V. 1310 þús. MMC Lanver GLX Station 4x4 '91, 5 g., ek. 41 þ. V. 1050 þús., sk. á ód. MMC L-300 4x4 Minibus '88, grásans, 5 g., ek. 74 þ., úrvalsbíll. V. 1090 þús. stgr. MMC Pajero langur '88, bensín, hvítur, 5 g., ek. 84 þ., óvenju gott eintak. V. 1490 þús., sk. á ód. Toyota Corolla GTi 16v '88, rauður, 5 g ek aðeins 44 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. Citroen CX 2400 Pallas '82, sjálfsk., topp eintak. V. 340 þús. Mazda 626 GLX '87, 5 g., ek. 110 þ. V. aðeins 490 þús. Nissan Sunny GTi 2000 ’91, 5 g., ek. 30 þ. Fallegur bill. V. 1040 þús. VANTAR GOÐA BÍLAÁSTAÐINN ÞUNGAVINNUVELAR Um þessar mundir er Hekla hf. að afhenda þijár þungavinnuvélar af gerðinni Caterpillar til jafnmargra kaupenda og hefur fyrirtækið ekki afhent jafnmargar vélar í einu um árabil. Er söluverð þessara véla samtals um 45 milljónir króna. Þar á meðal er ein vél af gerðinni Caterpill- ar 235D sem er ein af stærri beltagröfum hér á landi. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, segir þessa sölu fremur óvenjulega í ljósi núverandi aðstæðna og minna á þá tima þegar miklar virkjunarframkvæmdir voru í landinu. Hann kvaðst hins vegar sjá fram á litla sölu á þungavinnuvélum á næstunni eða þangað til stór- framkvæmdir færu í gang t.d. við virkjanir í tengslum við byggingu álvers hér á landi. Á myndinni eru þau Ólafur B. Jónsson, þjónustustjóri, Þórarinn Ásgeirsson, sölumaður, Snorri Árnason, sölumaður, Margrét Sigfúsdóttir og Sigfús Sigfússon, forstjóri. Risabokamarkaður og margt lleirra! Við byrjum nýtt og spennandi Kolaportsár ooi næstu helgi. Pantið sölubása í síma 625030! KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opið laugandaga kl. 10-16 og sunnudaga kl.11-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.