Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 27 pturgmulílaliií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Athafnaskáldið Ing- var Vilhjálmsson Islenzka bændasamfélagið, sem stóð lítið breytt fram um síðustu aldamót, skilaði 20. öldinni dýrmætum menningar- arfi, sem mikilvægt er að varð- veita og þróa til langrar fram- tiðar. A morgni þessarar aldar var hins vegar einsýnt að ný þekking og ný viðhorf stóðu til breyttra atvinnu- og þjóðlífs- hátta, hérlendis sem erlendis. Þá léku vindar vaknandi fram- taks og frelsis um íslendinga. Og á fáeinum áratugum breytt- ist íslenzkt þjóðfélag úr ein- hæfu og fátæku bændasamfé- lagi í velferðarríki. Þar fóru fyrir dugmiklir einstaklingar, athafnaskáld, sem breyttu menntun, þekkingu og mögu- leikum nýrra tíma í framtak, störf, verðmæti og almenna hagsæld. Eitt þessara athafna- skálda var Ingvar Vilhjálms- son, útgerðarmaður, sem er borinn til grafar í dag en hann lézt 24. desember sl. á 94. ald- ursári. í afmælisgrein hér í blaðinu um Ingvar Vilhjálmsson átt- ræðan (1979) segir m.a.: „En að svo miklu leyti sem hægt er að segja að skáld noti fólk að fyrirmyndum mun það sanni næst, að höfðingi smiðj- unnar í samnefndu kvæði Dav- íðs Stefánssonar sé Vilhjálmur, faðir Ingvars Vilhjálmssonar, af steðja hans hrukku þeir neistar sem tendruðu bálið í brjósti þessa ljúfa, en einbeitta og harðgera framkvæmda- manns.“ Efniviðurinn sem athafna- skáldið Ingvar Vilhjálmsson nýtti í ljóð veruleikans í at- vinnulífinu var þann veg bæði sóttur í arfinn, sem hann hlaut úr föðurgarði gamla bænda- samfélagsins, neistana sem hrukku af steðja genginna kyn- slóða, og menntun og mögu- leika hins nýja tíma tækniald- arinnar. Það er einn af hornsteinum þegnréttinda í þessu landi að allir hafi jafnan rétt til mennt- unar, þekkingar, skoðunar og þátttöku í félags- og atvinnu- lífi. Hjá því verður hinsvegar ekki komizt - sem betur fer - að atgervismenn rísi upp úr meðalmennskunni og brjóti ís til framfara í samtíð sinni og umhverfi. Það er jafneðlilegt og hæðarpunktar fjalls og dals eru ekki hinir sömu. Framtak athafnaskálds eins og Ingvars Vilhjálmssonar kemur og und- antekningarlítið heildinni til góða. Þegar grannt er gáð plægir það og sáir í þann þjóð- lífsakur, sem allir uppskera af. I viðtali við Ingvar Vil- hjálmsson sjötugan hér í Morg- unblaðinu 26. október 1969 kemur fram, sem fyrr segir, að hann var barn sveitarinnar, eins og landsmenn flestir á fyrstu áratugum 20. aldarinn- ar, og bjó að þeirri menningar- arfleifð, sem bændasamfélagið færði honum í vöggugjöf. Hann vann sem unglingur og ungur maður öll tilfallandi sveitastörf. Hann sótti og sjó, bæði með vertíðarbátum og togurum, áð- ur en hann settist í Stýri- mannaskólann. Þaðan lauk hann prófi árið 1925. Vann síð- an sem stýrimaður og skip- stjóri á fiskiskipum og togurum til ársins 1934, er hann hóf fiskverkun í landi. Hann kom víða við sögu íslenzks atvinnu- lífs sem atvinnurekandi: út- gerð, fiskvinnsla, síldarsöltun, síldarbræðsla, frystihús (ís- björninn). Farsæll og fjölþætt- ur starfsferill Ingvars Vil- hjálmssonar er rakinn hér í blaðinu í dag. Þar er þeim lýst er talaði í verkum fremur en orðum og orti öll sín ljóð á bókfell atvinnulífsins. Eða eins og segir í íslandsljóði Einars Benediktssonar: „Bóka- draumnum/ böguglaumnum/ breytt í vöku og starf“. Barði Friðriksson, lögfræð- ingur, segir í minningarorðum hér í blaðinu um þennan gegna framkvæmdamann: „Hann þótti svo farsæll og ráðagóður, að öl! helztu sam- tök, sem tengdust atvinnu- rekstri landsmanna í sjávarút- vegi, vildu hafa hann við ráða- gerð sína, þegar örlagaríkar ákvarðanir þurfti að taka“. Hér talar sá er vel þekkti starfsævi Ingvars Vilhjálms- sonar. Af þessum orðum má sjá að hann var dæmigerður o g verðugur fulltrúi þess einka- framtaks sem bezt hefur dugað þjóðinni til framfara og far- sældar. Það skiptir miklu fyrir íslenzkt samfélag, nú sem fyrr, að um það fái að blása vorvind- ar framtaks og frelsis í atvinnu- lífinu, þann veg, að athafnir dugmikilla einstaklinga nýtist eins vel og frekast má til fram- fara, hagvaxtar og batnandi almannahags. ^ Morgunblaðið/Þorkell A FULLRIFERÐ Umhleypingar hafa einkennt. veðurfarið að undanförnu og færðin þó ekki áhyggjur af því er þeir brunuðu niður brekkuna á tuðrum iðulega gert ökumönnum erfitt fyrir. Þessir hressu strákar höfðu sínum er ljósmyndarinn hitti þá á dögunum. Sjávarútvegsskóli góð leið fyrir hluta þróunaraðstoðar - segir Ingvar Birgir Friðleifsson STOFNUN sjávarútvegsskóla á íslandi, þar sem unnt væri að miðla af þekkingu íslendinga á sviði fiskveiða og -vinnslu, væri álitleg hug- mynd, að mati Ingvars Birgis Friðleifssonar, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Töluvert fyrirtæki væri þó að koma slíku af stað, og væri það best gert í samvinnu við alþjóðastofnanir. Þannig mætti stuðla að markvissari starfsemi og ef til vill kostnaðarskiptingu milli alþjóðastofnunar og aðildarstofnunar hér á landi. Framlög Islend- inga til Háskóla Sameinuðu þjóðanna næmu þegar 20-30 milljónum króna á ári, og mun hærri upphæðum væri varið til þróunarmála. Að sögn Ingvars hefur Jarðhita- skólinn verið rekinn í 14 ár, og 120 nemendur frá 23 þjóðlöndum hafa Þegar egypski ferðamálaráðherr- ann, Fouad Sultan, kom hingað til lands vorið 1991 bauð hann Halldóri Blöndal til Egyptalands og úr varð að sameina ferðina opinberri heim- sókn til Jórdaníu. Með Halldóri eru eiginkona hans, Kristrún Eymunds- dóttir, ólafur Valdimarsson ráðu- neytisstjóri í samgönguráðuneyti, Þórhallur Jósepsson aðstoðarmaður ráðherra, Birgir Þorgilsson forstjóri Ferðamálaráðs og Björn Theódórs- son fyrir hönd Flugleiða. Hópurinn kom til Kaíró á laugar- dagskvöld og skoðaði þar fornminjar auk fundahalda á sunnudag. Farið verið hér á landi í sex mánaða námi. Margir þeirra væru nú í leiðandi störfum á sviði virkjunar jarðhita í var til borgarinnar Luxor í gær og sögufræg musteri og aldnar menn- ingarleifar skoðuð. Samgönguráð- herra fer ásamt föruneyti sínu til vesturbakkans í dag og snýr til Ka- író síðdegis. Þaðan verður flogið til Jórdaníu í fyrramálið, farið að Dauðahafinu og síðar um daginn í móttöku íselnska ræðismannsins Stefaníu Khahleh. Á fimmtudag hitta íslendingarnir ráð- herra og helstu aðila í ferðamálum í Jórdaníu, en heimsókninni lýkur á föstudag. Halldór Blöndal segir að tilgangur heimsóknanna sé að vinna áfram að heimalöndum sínum. íslendingar gætu vissulega miðlað af reynslu sinni á öðrum sviðum, og þá hafi eðlilega verið horft til sjávarút- vegs. Þótt einstaka nemendur hafi komið frá þróunarlöndum til slíks náms hér á landi á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar, hafi fram að þessu ekki verið um skipulagða starfsemi að ræða á sama hátt og hjá Jarðhitaskólanum. „Mér finnst þessi hugmynd mjög góð, en það er töluvert fyrirtæki að koma svona löguðu af stað. Best er, ef hægt er að gera þetta því að efla tengsl Islands við þessar þjóðir. Hann geri ráð fyrir gagn- kvæmum heimsóknum egypskra og íslenskra aðila í ferðamálum í fram- haldi viðræðnanna nú. Samið hafi verið um skráð fargjöld milli íslands og Egyptalands árið 1991 og nú muni hann meðal annars ræða slíka skráningu við Jórdani. Hún skipti máli vegna vegabréfsáritana og auð- veldi ferðir milli landanna. „Mér fannst athyglisvert að heyra hjá starfsbróður mínum í Kaíró að ferðaiðnaður er sú atvinnugrein sem skilar Egyptum mestum tekjum," segir Halldór. „Egypski ráðherrann hefur unnið að einkavæðingu ferða- þjónustu, en stjórnvöld styðja grein- ina á ýmsan hátt, með skattaívilnun- um til dæmis. Ef við íslendingar ætlum að taka þátt í samkeppni á þessu sviði verðum við að lækka verð og það gengur ekki nú að hækka álögur á ferðaþjónustu." í samstarfi við alþjóðlegar stofnan- ir, svo sem Háskóla Sameinuðu þjóðanna eða Matvæla- og landbún- aðarstofnunina, FAO. Það er bæði einfaldara og að mörgu leyti ör- uggara að vinna þetta í samstarfi við stóra alþjóðastofnun en að reyna að gera þetta algjörlega ein- ir,“ sagði Ingvar. Gunnar Svavars- son, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, kynnti hugmyndina um sjávarútvegsskóla í áramótagrein sinni í Morg^inblaðinu. Að sögn Ingvars gæti það verið góð leið fyrir hluta þróunaraðstoðar Islendinga að setja á stofn sjávarút- vegsskóla af þessu tagi. „Kostnaður- inn við slíkan skóla færi eftir nem- endafjölda, og hver kostnaðarskipt- ing yrði milli íslands og viðkomandi alþjóðastofnunar. Til þess að unnt væri að reka skóla á þessu sviði af einhveiju viti, þyrfti að taka nokkuð marga nemendur," sagði Ingvar. Hann sagði að framlag íslendinga til Háskóla SÞ væri á bilinu 20-30 milljónir á ári. Hins vegar væru mun hærri fjárhæðir sendar til þróunars- amvinnustofnana og þróunarbanka erlendis. Peningar sem notaðir væru hér á landi myndu að vissu marki skila sér í vinnulaunum og rekstri hér heima, en það mikilvægasta væri, að féð væri vel nýtt og kæmi þeim að gagni sem námið stunduðu. „Það að reka skóla af þessu tagi felst ekki eingöngu í því að fá nem- endur hingað til lands. Áður en við getum kennt þeim, þurfum við að setja okkur mjög vel inn í aðstæður í heimalöndum þeirra,“ sagði Ing- var. í Jarðhitaskólanum væri til að mynda farið þannig að, að viðkom- andi land væri heimsótt til að fá heilsteypta mynd af starfsumhverfí, og nemendur væru síðan valdir í persónulegum viðtölum. Þá væri sennilega best að starfrækja sjávar- útvegsskóla hjá stofnun á borð við Hafrannsóknastofnun eða Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins til að halda kostnaði niðri og stuðla að markvissri starfsemi. Samgönguráðherra í opinberrí heimsókn tíl Egyptalands og Jórdaníu Otækt að hækka álög- ur á ferðaþjónustuna HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra, sem nú er í opinberri heim- sókn í Egyptalandi, segir ótækt að hækka álögur á ferðaþjónustu. Aðspurður um virðisaukaskatt sem fyrirhugað er að leggja á að ári segir Halldór að allt megi endurskoða og ítrekar fyrrgreinda skoðun sína. Hann ræddi í fyrradag við ferðamálaráðherra Egyptalands um stöðu ferðaiðnaðar þar og aukin tengsl þjóðanna. Hann heldur á morgun til Jórdaníu þar sem hann ræðir við forsætisráðherra og ferða- málaráðherra landsins. Lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts nokkurra búvara Aukínn framfærslukostnaður neytenda gæti verið 400 milljónir LÆKKUN endurgreiðslu vegna virðisaukaskatts á nautgripakjöti, svína- kjöti, kjúklingum, eggjum og hrossakjöti um 64,7%, eða um 270 milljón- ir króna, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1993, mun að mati talsmanna þessara búgreina geta aukið á fram- færslukostnað neytenda um rúmlega 400 milljónir króna þegar upp verð- ur staðið. Vegna lækkunarinnar er talin þörf á um 15% hækkun á verði kjúklinga, 10% hækkun á verði eggja og svínakjöts og 14% hækkun á heildsöluverði nautgripakjöts. Ljóst er að verð á nautgripakjöti mun strax hækka sem þessu nemur, en hinar búgreinarnar munu taka hækk- unina á sig að hluta til, að minnsta kosti til að byrja með. Þannig mun verð á kjúklingum fyrst um sinn hækka um 9,6%, og egg um 5%, en ákvörðun um hækkun svínakjöts hefur enn ekki verið tekin. Á blaðamannafundi sem ofangreind búgreinafélög boðuðu til í gær til að kynna þau áhrif sem lækkaðar endur- greiðslur á virðisaukaskatti hefðu á verðlagningu viðkomandi afurða sagði Halldór Gunnarsson formaður mark- aðsnefndar Félags hrossabænda að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar kæmi afar hart aftan að bændum þar sem samkvæmt nýju búvörulögunum bæru búgreinamar ábyrgð á fram- leiðslu sinni. Hann sagði að það hlyti að vera spurning fyrir forystumenn bænda hvort ekki bæri að láta kanna hvort um brot á stjómarskránni væri að ræða, þar sem bændum sem stunda búvöruframleiðslu væri mismunað svo stórkostlega með þessum hætti, alls ekki væri sama hvaða búgrein þeir stunda. „Að sitja undir aðgerðum ríkis- stjómar sem framkvæmdar eru með þessum hætti er gjörsamlega óþol- andi. Þessir stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir verða að fram- kvæma þannig að hægt sé að starfa undir þeim reglum og lögum sem þeir setja fram,“ sagði Halldór. Guðmundur Lámsson formaður Landssambands kúabænda sagði að lækkun á endurgreiðslu virðisauka- skattsins væri enn ein aðför ríkis- stjómarinnar að þeim sem minnst mættu sín og gætu ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Hann sagði nautgripa- bændur ekki hafa neina aðstöðu til að taka neitt á sig af hækkuninni sem af þessu hlytist. „í fyrsta lagi er um 5% skerðing á framleiðsluheimildum á yfirstandandi verðlagsári sam- kvæmt búvörusamningi, og í öðm lagi má nefna að verð á nautgripakjöti til framleiðenda hefur lækkað gífurlega árið 1992, eða um 15-30%, en þess Sparisjóður Kópavogs tók 38,5 milljóna króna víkjandi lán hjá Trygg- ingasjóði sparisjóða til að uppfylla kröfurnar um eigið fé sem hlutfall af útlánum. Var sparisjóðurinn eina bankastofnunin, auk Landsbankans, sem þurfti að taka slíkt lán vegna breytinganna. Halldór Árnason spari- sjóðsstjóri sagði við Morgunblaðið, að aðalástæða þessa hefði verið töpuð útlán, einkum vegna atvinnurekstrar, og ekki hefði verið lagt nægilega mik- má geta að frá 1985 hefur orðið 26% raunverðslækkun á verði nautgripa- kjöts til framleiðenda," sagði Guð- mundur. Kristinn Gylfi Jónsson formaður Svínaræktarfélags íslands benti á að frá því að endurgreiðslur virðisauka- skatts voru settar á fyrir fimm ámm hefðu þær nánast staðið í stað í krónu- tölu hvað varðar svínakjöt, kjúklinga og egg, á meðan almennt verðlag hefði hækkað um 60%. „Þannig hafa í rauninni þessar endurgreiðslur virð- isaukaskatts verið að rýma, og matar- skatturinn þá um leið að hækka sér- staklega á þessum búvörum. Árið 1988 var matarskatturinn um 12% á smásöluverð, en núna er hann kominn í yfir 21% á þessum búvörum. Þetta er með hæsta matarskatti sem gerist í heiminum í dag,“ sagði hann. ið til hliðar til að mæta þessu. í öðru lagi hefði of stór hluti af lánum spari- sjóðsins verið með sjálfskuldarábyrgð- um, hefði hátt áhættumat í nýju regl- unum og yrði sjóðurinn í auknum mæli að krefjast fasteignaveða. Loks hefði hagnaður af rekstri sjóðsins ekki verið nægilegur undanfarin ár. Halldór sagði að gripið hefði verið til ráðstafana sem stuðli að spamaði í rekstri og aukinni hagræðingu og ætti reksturinn að vera kominn í lag Johannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sagði að það hefði verið krafa Neytendasamtak- anna að það væru tvö þrep í virðis- aukaskatti, og raunar væri matvæla- verð á íslandi með þeim hætti að ekki ætti að leggja á þau virðisaukaskatt. Hann benti á að með því að skerða endurgreiðslur virðisaukaskattsins væri ríkið ekki einungis að spara sér 260 milljónir, heldur væri einnig verið að hækka þann stofn sem prósentuá- lagning í smásölu legðist ofan á, og síðan virðisaukaskattur til viðbótar. „Ef þetta fer allt út í verðlagið er þama í raun verið að hækka mun meisa en sem nemur þessum 260 milljónum á neytendur, og nefnt hefur verið að það gæti numið um 400 millj- ónum króna,“ sagði hann. innan fáeinna missera. Þá sagði Hall- dór að endanlegt uppgjör fyrir síðasta ár lægi ekki fyrir og stæðu vonir til að minna vantaði upp á, svo 8% eig- infjárhlutfallinu yrði náð, og yrði mis- muninum þá skilað í Tryggingarsjóð- inn. Sparisjóðirnir leggja ákveðið hlui fall af innlánum til hliðar í Trygging- arsjóð sparisjóða til að tryggja að sjóð- irnir geti staðið við skuldbindingar sínar. Halldór sagði að lánið sem Sparisjóður Kópavogs fékk úr sjóðn- um væri víkjandi, en það þýðir að aðrar kröfur greiðast áður en kemur að því. Sparisjóður Kópavogs náði ekki að uppfylla BlS-reglur Töpuð útlán vegna atvinnu- rekstrar er aðalástæðan SPARISJÓÐSSTJÓRI Kópavogs segir að töpuð útlán sé aðalástæða þess að Sparisjóður Kópavogs uppfyllti ekki nýjar kröfur um eiginfjárhlut- fall banka og sparisjóða, svonefndar BlS-reglur, sem tóku gildi um ára- mótin. Byr í segl krafna um að kjaraskerðingin verði bætt 7 segir Benedikt Davíðsson forseti Alþýðusambands Islands um búvöruverðshækkanir og hækkun vaxta FORSETI Alþýðusambands íslands segir að verðhækkanir í upphafi árs- ins sem leiða af aðgerðum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal verðhækkanir á landbúnaðarvörum vegna minni niðurgreiðslna og hækkun bankavaxta vegna aukinnar verðbólgu, blási enn meiri byr í segl þeirra sem telji að ekkert sé annað hægt að gera en taka upp harða andstöðu gegn stefnu sljórnarinnar. Endurgreiðslur á virðisaukaskatti af búvörum voru um áramótin skertar um 64,7% og hafa samtök svína-, nautgripa- og kjúklingabænda lýst því yfír að það hafi í för með sér 11-15% verðhækkun á afurðum. Benedikt Davíðsson forseti ASÍ sagði við Morg- unblaðið, að þessar hækkanir kæmu ekki á óvart, þar sem þetta hefði ver- ið inni í boðuðum kenningum um hvernig ætti að færa skatta til. Þetta væri hins vegar fyrst nú að opinber- ast almenningi. Benedikt sagði að þær hækkanir sem nú væru að koma fram, þar á meðal hækkun bankavaxta, bentu til þess að þeir útreikningar sem Alþýðu- sambandið hefði gert væru nærri lagi, en ASÍ telur að aðgerðir ríkisstjórnar- innar feli í sér 7-10% kjaraskerðingu. „Það blæs enn meiri byr í segl þeirra sem segja að ekkert annað sé hægt að gera en taka upp harða andstöðu gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Því stjómvöld ætli greinilega að fylgja fram öllum þeim aðgerðum sem bæði fjárlögin og sérstöku aðgerðirnar í nóvember gerðu ráð fyrir,“ sagði Benedikt. Þegar hann var beðinn að útskýra nánar í hveiju sú harða andstaða yrði fólgin svaraði hann að verkalýðsfélög hefðu undanfarið samþykkt einskonar aðvörunarsamþykktir til stjómvalda um, að ef boðuðum aðgerðum þeirra yrði framfylgt væri ekki um annað að ræða en krefjast launabreytinga eða annarra aðgerða til að fá kjara- skerðinguna bætta. „Framkvæmd þessara stjómvaldsaðgerða fínnst mér ýta undir þessa skoðun,“ sagði Bene- dikt. Verðbólguskriða vegna aðgerða stjórnvalda í áramótaávarpi sínu sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að atvinnu- leysi myndi fyrst í stað vaxa nokkuð en fara síðan minnkandi á nýju ári, þegar árangur aðgerða ríkisstjómar- innar færi að koma í ljós. Sá árangur myndi nást án þess að verðbólga yxi, ef vinnufriður og sæmileg sátt í þjóð- félaginu héldist. Þegar Benedikt var spurður hvort verkalýðshreyfíngin hefði reynt að meta ávinning af hugs- anlegum kjaraátökum í þessu ljósi svaraði hann að verðbólguskriðan væri þegar komin af stað vegna að- gerða stjórnvalda. „Félögin sem hafa sagt upp samn- ingum hafa ekki sett af stað verð- bólguskriðu. Þau eru að segja upp vegna aðgerða sem þegar em hafnar. Spumingin er: Geta menn látið yfir sig ganga bæði aukið atvinnuleysi og kjaraskerðingu upp á 7-10% án þess að sporna við fæti? Það virðist ekkert hafa verið hlustað á aðvörunarsam- þykktir félaganna og þá segja menn sem svo, að verið sé að kasta steinum úr glerhúsi þegar frumkvöðullinn að nýju verðbólgunni segir að nú verði að fara með gát. Mönnum finnst því holhljómur í þessum orðum forsætis- ráðherra,“ sagði Benedikt. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að verið sé sé að flytja álögur af atvinnu- lífí yfir á almenning til að styrkja atvinnulífið og spoma þannig við at- vinnuleysi. Þegar Benedikt var spurð- ur hvort ASÍ viðurkenndi ekki þessar ástæður svaraði hann að verkalýðs- hreyfíngin viðurkenndi ýmsar ástæður fyrir efnahagsvandandum og verka- lýðssamtökin hefðu lagt fram mikla vinnu í haust með ríkisstjórninni til að reyna að fínna sameiginlega leiðir úr úr honum. „Við töldum okkur hafa bent á marga þætti sem gætu leitt til betri lausna en stjórnvöld gripu síðan til. Ríkisstjórnin tók örfáa af þessum þáttum inn í sínar tillögur en hljóp yfir aðra sem voru ef til vill mikilvæg- astir. Við teljum því að stjómvöld hafi þannig slegið á framrétta hönd og hafnað því að leysa vandann á skynsamlegum nótum en sé að reyna að leysa vandann eftir sínum leiðum, leiðum sem við höfum bent á að liggi til ófarnaðar,“ Benedikt sagði aðspurður að tillög- ur verkalýðshreyfingarinnar hefðu einnig leitt til kjaraskerðingar ef eftir þeim hefði verið farið. Sú kjaraskerð- ing hefði þó orðið mun minni og einn- ig hefði minni samdráttur orðið i at- vinnulífinu en nú blasi við. Utanríkisráðherra ekki í tengslum við raunveruleikann Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði i áramótagrein í Morgunblaðinu að sameiginlegt mark- mið stjómvalda og aðila vinnumarkað- ar á nýju ári hljóti að vera að halda uppi fullri atvinnu. í því sambandi gætu ábyrgir fomstumenn launþega- samtakanna til dæmis samið um sveigjanleg launakerfí þar sem meira tillit væri tekið til fmmkvæðis, af- kasta og ábyrgðar launþega í stað þess að haida í miðstýrð lágmarksaf- komukerfí. Þá gætu þeir stokkað upp úrelt skipulag verkalýðshreyfingar- innar þannig að launþegar á sama vinnustað og innan sama atvinnuveg- ar gætu staðið sameiginlega að kjara- samningum á grundvelli afkomu at- vinnuvegarins í stað þess að sundra launþegum í fjölmörk stéttarfélög með tilheyrandi samanburðarríg og launapukri. Þegar þetta var borið undir Bene- dikt sagðist hann ekki finna sig í að rökræða við Jón Baldvin um þessi mál. „Mér finnst hann vera í allt öðr- um heimi en við í verkalýðshreyfmg- unni og ekki í tengslum við raunveru- leikann. Ég hefði gaman af að heyra hvernig honum gengi að túlka sín sjónarmið á almennum fundum í verkalýðshreyfingunni," sagði Bene- dikt Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.