Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
Slökkvilið Akureyrar
Alls 90 brunaútköll
voru á nýliðnu ári
Á NYLIÐNU ári voru 90 brunaútköll hjá Slökkviliði Akureyrar, þar
af voru fjögur utanbæjar, en árið á undan voru brunaútköllin 84.
Sjúkraútköll voru 1.087 á árinu 1992, þar af 165 utanbæjar. í 213
tiifellum var um bráðatilfelli að ræða og í 33 tilvikum var yfir 100
kílómetra sjúkraferð að ræða.
Steini heilsar upp á Rauð
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hinn landsþekkti hestamaður Þorsteinn Jónsson
á Akureyri var kominn upp í hesthúsahverfið í
Breiðholti ofan Akureyrar í gær þar sem hann
og fleiri hestamenn eru búnir að taka hross sín
í hús. Haustið lagðist óvenju snemma að og tíð
var slæm fyrir hross, storka, og víða erfitt til
jarðar. Einnig er ijórðungsmót á Norðurlandi á
þessu ári og stefna margir að því að koma
þangað, gæðingum og kynbótahrossum og er
það einnig ástæða þess hversu snemma hross
voru tekin á hús. Á myndinni sést hvar Steini,
eins og hann er kallaður, heilsar upp á Rauð.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Gjaldþrotabeiðnum hefur
fækkað úr 156 í 38 milli ára
UMTALSVERÐ fækkun varð á fjölda gjaldþrotabeiðna á Akureyri
á nýliðnu ári, en alls bárust 38 beiðnir um gjaldþrot á móti 156 á
árinu 1991. Einkamálum hefur einnig fækkað nokkuð. Mikill fjöldi
mála liggnr fyrir og komast þeir þrír dómarar sem starfa hjá Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra oft ekki yfir að dæma þau mál sem inn
á borð koma fyrr en ári eftir að þau berast embættinu.
Stærsti eldsvoðinn sem Slökkvilið
Akureyrar glímdi við á liðnu ári var
í Hafnarstræti 19, þann 5 júní. Flest
Mývatnssveit
Tvær ára-
mótabrenn-
ur og mikið
um flugelda
Björk, Mývatnssveiu
HER í Mývatnssveit var
ágætt veður um jól og ára-
mót. Góð færð var á vegum
þó sumstaðar væri hálka.
Messað var í báðum kirkjum
og var mikil kirkjusókn.
Hinn árlegi jólafundur Ung-
mennafélagsins Mývetnings var
haldinn í Skjólbrekku annan
dag jóla. Kvenfélag Mývatns-
sveitar var með jólatrés-
skemmtun í Skjólbrekku 28.
desember. Þar var mikið fjöl-
menni, ekki síst yngsta kyn-
slóðin.
Á gamlárskvöld var kveikt í
stórum bálkesti á svokölluðum
Ytrihöfða. Sást hann víða um
sveitina. Veður var bjart,
tungsljós og alstirndur himinn.
Þá var kveikt í annarri brennu
kl. 12. á miðnætti í Rauðhólum
fyrir neðan Álftagerði. Ára-
mótadansleikur var í Hótel
Reynihlíð á nýársnótt. Mikið
var um flugeldaskot og blys um
áramótin.
Á nýjársdag var hér i sveitinn
fegursta veður. Vonandi verður
árið 1993 öllum landsmönnum
gjöfult og gott bæði til lands
og sjávar. Gleðilegt nýtt ár.
Kristján
PÁLL Þór Ármann hefur verið
ráðinn forstöðumaður sölu- og
markaðsdeildar Kaupfélags Ey-
firðinga.
Páll Þór hefur starfað undanfarin
ár sem vöruhússtjóri KEA. Hann
útköll voru í maímánuði, 15 talsins,
en fæst í mars þegar slökkviliðið
var aðeins kallað út þrisvar sinnum.
Oftast var um að ræða eld í íbúð-
arhúsum, eða í 16 tilfellum, og 14
sinnum vegna elds í rusli eða sinu,
þá var slökkviliðið kallað út 6 sinn-
um vegna elds í ökutækjum og 6
sinnum vegna hlöðubruna eða elds
í útihúsum.
Upptök eldsvoða voru í flestum
tilfellum í rafmagnstækjum eða 18
sinnum og í 15 skipti var um
íkveikju að ræða.
í einum eldsvoða á nýliðnu ári
varð tjón yfir 2 milljónir króna og
í tveimur nam tjónið á milli 1-2
milljónum króna. I flestum tilvikum
var ekki um neitt tjón að ræða í
eldsvoðum sem upp komu á liðnu
ári.
Þá hefur einnig orðið mikil fækk-
un á einkamálum sem tekin voru
til meðferðar hjá Héraðsdómi Norð-
urlands eystra, en frá 1. júlí síðast-
liðnum hafa verið tekin þar fyrir
408 einkamál, en þar af voru um
er viðskiptafræðingur frá Háskóla
Islands og rekstrarhagfræðingur
frá Verslunarháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Starf vöruhússtjóra
verður auglýst til umsóknar á næst-
unni.
100 mál sem færðust óafgreidd
yfir til Héraðsdómsins frá eldra
kerfi. Að sögn Freys Ófeigssonar
dómsstjóra hafa að jafnaði verið
tekin fyrir frá 1.000 til 1.200 einka-
mál á ári, en fram til 1. júlí höfðu
en hann lét af starfi markaðsstjóra
um nýliðin áramót. Þorkell flytur
ásamt fjölskyldu sinni utan til
Bandaríkjanna fljótlega, en hann
mun hafa aðsetur í Boston.
Icelandic Marketing USA er
nokkurra ára gamalt fyrirtæki,
það var stofnað í Bandaríkjunum,
en KEA keypti meirihluta í því
fyrir nokkru og á það nú nánast
allt. Fyrirtækið annast markaðs-
setningu, sölu og dreifínu á ís-
lensku lindarvatni vestra, en vatn-
inu er pakkað hjá AKVA hf. sem
er dótturfyrirtæki KEA og er það
tii húsa í Mjólkursamlagi KEA.
Kaupfélag Eyfirðing hefur Qárfest
umtalsvert í fyrirtækjunum og
áætlað að starfsemi þeirra og
umsvif aukist töluvert í náinni
framtíð.
Magnús Gauti Gautason
kaupfélagsstjóri KEA sagði að í
kjölfar þess að Þorkeli hefur verið
verið tekin fyrir 514 mál. Samtals
voru því tekin fyrir um 800 ný
einkamál á nýliðnu ári, eða mun
færri en áður. Með réttarfarsbreyt-
ingunni sem varð 1. júlí í fyrra
koma til einfaldari leiðir innan kerf-
isins þannig að mörg mál þurfa nú
ekki að koma fyrir dóm.
Frá miðju síðasta ári voru 92
ákærumál tekin til meðferðar hjá
Héraðsdómi Norðurlands eystra, en
þar af voru rúmlega 10 mál sem
ekki hafði verið lokið fyrir 1. júlí
ráðinn framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins ytra hygðu menn á aukna
sóknþar.„Við höfum kostað ýmsu
til og höfum unnið allt síðasta ár
af krafti að vatnssölumálum í
Bandaríkjunum, að ýmsum undir-
búningi, áætlanagerð og könnun-
um, en munum nú beina sjónum
okkar að framkvæmdum vegna
þessara mála,“ sagði Magnús
Gauti.
Hann sagði að fram til þessa
hefði gengið ágætlega og sam-
kvæmt þeim áætlunum sem gerðar
hafa verið og í ár myndi reyna á
hvort þeim árangri yrði náð sem
stefnt er að. Á síðasta ári fjár-
festi KEA í tækjabúnaði til að
pakka vatni á plastflöskur, en
áður var vatni pakkað í fernur.
Vatninu er pakkað í tvær stærðir
af plastflöskum og sagði Magnús
Gauti að þeim yrði sjálfsagt fjölg-
að með tímanum auk þess sem
ekki væri búið að útiloka enn að
selja vatn á fernum.
síðastliðinn. Aðfararbeiðnir urðu 91
talsins frá miðju síðasta ári og 2
sjópróf voru haldin hjá Héraðsdómi.
Frá upphafí nýliðins árs og til
1. júlí voru 19 beiðnir um gjaldþrot
lögð fram, 12 vegna einstaklinga
og 7 vegna fyrirtækja og frá miðju
ári til ársloka voru einnig lagðar
fram 19 beiðnir, þannig að alls
bárust 38 gjaldþrotabeiðnir á liðnu
ári. Þá tók Héraðsdómur við 34
gjaldþrotamálum sem ekki var búið
að ljúka fyrir 1. júlí síðastliðinn.
Freyr Ófeigsson sagði að um 100
einkamái biðu nú munnlegs flutn-
ings og væri iðulega verið að dæma
í ársgömlum málum hjá Héraðs-
dómi, en þar starfa nú þrír dómar-
ar. „Við erum að drukkna í þessu,
sá málafjöldi sem fyrir liggur er
allt of mikill fyrir þijá dómara, það
má reikna með að bara einkamálin
sem bíða vinnslu séu um tveggja
ára starf fyrir einn dómara,“ sagði
Freyr, en hann sagði að rætt hefði
verið um að embættið fengi fulltrúa
til starfa, en það hefði ekki hlotið
náð á íjárlögum fyrir þetta ár.
Af slysadeildí
fangageymslu
ÖKUMAÐUR fólksbíls var
fluttur á slysadeild og þaðan
í fangageymslur lögreglunn-
ar eftir að hann ók bifreið
sinni út af veginum á Mold-
haugahálsi um helgina.
Atvikið varð kl. 3.40 aðfara-
nótt sunnudagsins. Ökumaður
sem var einn á ferð ók bíl sínum
út af Norðurlandsvegi við Mold-
hauga skammt norðan Akur-
eyrar. Var hann fluttur á slysa-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, en hann var ekki tal-
in mikið slasaður. Eftir skoðun
á slysadeild var hann færður í
fangageymslu lögreglunnar á
Akureyri, en hann var grunaður
um ölvun við akstur.
Icelandic Marketing USA
Framkvæmdasljóri ráðinn til að
sinna vatnssölu í Bandaríkjunum
Þorkell Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri með aðsetur í Boston
ÞORKELL Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
dótturfyrirtækis Kaupfélags Eyfirðinga í Bandaríkjunum,
Icelandic Marketing USA Inc., en fyrirtækið markaðsset-
ur, selur og dreifir íslensku lindarvatni frá AKVA hf. á
Akureyri. I kjölfarið verður af krafti farið að sinna vatns-
sölu, en áður hefur einkum verið unnið að undirbúningi,
áætlanagerð og markaðskönnunum.
Þorkell hefur starfað sem mark- ásamt því að vinna að uppbygg-
áðsstjóri KEA undanfarin ár ingu hins bandaríska fyrirtækis,
KEA
Páll Þór Armann forstöðu-
maður sölu- og markaðsdeildar