Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 37 gengu eða skriðu þau rakleiðis til hans og réttu honum litlu hendurn- ar, brá hann þá jafnan strax við og lyfti þeim upp á hné sér, jafn- vel var tekinn smárúntur á hjóla- stólnum. Elsku Auður og fjöl- skylda, við vottum ykkur innilega samúð. Gott er þó að vita að núna líður honum vel. Sæunn og Kalli. Ég var búin að vera hríðarföst á Hofsósi í viku, en ég komst þó heim 19. desember. Eg fékk þá hræðilega fregn, afí var dáinn. Hann hafði dáið fyrr um daginn þegar ég var að beijast við að komast heim í jólafrí. Afi, sem var svo hress og kátur þegar ég kom í heimsókn, var nú farinn. En ekki var hann farinn úr huga mínum og alltaf skal ég muna eftir hon- um. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og ömmu í Tungu- selið. Ég fann að alltaf var manni vel fagnað og fékk hlýjar móttök-, ur þegar ég kom. Afi var mjög barngóður og honum fannst mjög gaman þegar börn sátu hjá honum og töluðu við hann. Alltaf skildi hann hvað þau voru að tala um. Það var líka gaman að fylgjast með þegar litlir krakkar voru að príla upp í hjólastólinn til hans. Afa fannst gaman að stríða svolítið, það var nú bara gaman. Ég man alltaf eftir þegar afi var frískur og kom norður í land að heimsækja börn sín og barnabörn- in. Þá gaf hann mér stundum ópal- pakka. Það fannst mér alltaf spennandi. Afi las aldrei mikið og hafði lítinn áhuga á bókum. Stærsta minningin sem er mér efst í huga núna er þegar afi varð 80 ára í í ágúst sl. Þá héldu börn hans upp á afmælið hans með pomp og pragt og það var mjög gaman að sjá hve ánægður afi varð. Þama voru samankomin börn hans, barnabörn og barna- barnabörn, og honum fannst mjög gaman að hafa alla fjölskylduna saman. Afi og amma eignuðust 4 börn. Guðrún giftist Grétari Sveinbergs- syni og er hann nú nýlátinn, en þau eignuðust 3 börn; Benedikt er kvæntur Hjördísi Þórarinsdótt- ur og eiga þau 3 böm; Guðmann, sambýliskona hans er Día Guð- mannsdóttir. Eiga þau 3 dætur; Þorbjörn, sambýliskona hans er Hulda Jóhannesdóttir og á hún dóttur fyrir. Afi missti annan fótinn og af þeim sökum fór hann í hjólastól. Elsku amma, pabbi, Gæja, Benni, Þorbjörn og allir aðrir að- standendur. Ég votta ykkur dýpstu samúð fyrir mína hönd og systra minna. Blessuð sé minning afa. Þrúður Halla Guðmannsdóttir. ast að venju á annan dag jóla. Það verður að bíða betri tíma að börnin, tengdabömin og öll barnabörnin komi saman í hennar minningu og borði jólamatinn sam- an, því hún kvaddi þennan heim að morgni 27. desember á heimili sínu, eins og hún óskaði sjálf eft- ir. Það hefði ekki reynst unnt að veita henni þá ósk ef ekki hefði komið til hjálpar heimahjúkrun krabbameinssjúkra, eins og fannst börnum hennar sjálfsagt að sitja hjá henni þessa tvo mánuði og var svo vel skipulagt að aldrei þurfti hún að vera ein. Aðstæður hjá mér komu þó í veg fyrir að ég gæti stutt hana síðustu vikurnar en ég reyndi þó að sýna henni þakkir mínar fyrir góð kynni með því að heimsækja hana eins oft og ég gat. Vil ég þakka öllum sem studdu hana í veikindum hennar, sérstak- lega heimahjúkrun krabbameins- sjúkra, börnum hennar og vinkon- um. Ég þakka Ellu fyrir árin 23 sem við áttum saman og eins gera Helgi, Sússa og Svenni. Hvíli Ella mín í friði. Dídí. Ragnheiður Amórs dóttir — Minning Fædd 1. september 1921 Dáin 25. desember 1992 Þessi jól var dóttursonur minn skírður og því dvaldi ég í Dan- mörku yfir hátíðina. Minn elskulegi Axel hringdi í mig kvöldið áður en ég fór og sagði mér að Ragna væri á batavegi eftir áfallið sem hún fékk fyrir jólin. Það var því enn sárara að frétta lát hennar við heimkomuna. Aðrir,. betur til þess fallnir, skrifa ugg- laust um ævi hennar og uppruna. Ég kynntist henni 11-12 ára gamall þegar foreldrar mínir keyptu efri hæð hússins á Lang- holtsvegi 206, af Skúla Páli bróður Axels, en húsið byggðu þeir bræð- urnir í sameiningu. Nú á dögum er siður að meta verðleika fólks eftir því hvert það nær á þjóðfélagslegum vettvangi, t.d. skólamenntun, ríkidæmi eða frægð en það eru allt aðrir hlutir sem höfða til 12 ára barns. Ég held raunar að fátt sér fjær tólf ára dreng en að leggja mikið úr þessum gildum hversu ágæt sem þau nú annars kunna að vera. Ragna heitin var hinsvegar full- trúi þess, sem, í mínum augum sem tólf ára drengs og nú sem eldri manns, er hið sanna manngildi. Hún var sterk, hjartahlý og ein- læg kona, sem ævinlega var öðrum stoð og styrkur, þrátt fyrir lang- varandi líkamlega vanheilsu. Þetta broshýra glaðlega viðmót, sem mér er svo minnistætt hefur þó tæplega alltaf verið auðvelt jafn veikburða og hún iðulega var. Sem áður sagði keyptu foreldrar mínir efri hæð hússins, sem Ragna og Axel bjuggu í og heyrði ég oft á báða bóga að betra sambýli hefðu þau ekki getað kosið sér. Eftir að faðir minn dó og sjón og heyrn móður minnar tók að hraka alvarlega kom best í ljós hvern mann þau höfðu að geyma. Umhyggjan fyrir gömlu konunni og elskulegheitin í hennar garð hefðu ekki verið meiri þó þau hefðu verið börn hennar. Það var einlæg ósk gömlu kon- unnar að geta búið á sínu heimili eins lengi og heilsan leyfði, og það auðnaðist henni til dauðadags vegna vakandi umhyggju og vin- áttu Rögnu heitinnar og Axels. Auðvitað hefði móðir mín búið hjá einhveiju okkar systkinanna í góðu yfirlæti ef þeirra hefði ekki notið við, en þá hefði hún þurft að eyða ævikvöldinu sem gestur í annarra umsjá og það hefði henni fallið þungt. Nú á dögum þegar fátt telst fréttnæmt annað en stór tíðindi og ill, verður sönn vinátta svo dýr- mæt þeim sem hennar njóta. Það er því með djúpu þakklæti og trega sem ég skrifa þessi kveðjuorð. Ragna heitin verður ætíð í mín- um huga ímynd hins dýrmætasta í mannlegu eðli. Kona sem fegraði og bætti sitt nánasta umhverfi af hógværð og glaðlyndi og er þannig okkur sem kynntumst henni til eftirbreytni. Ég veit ég mæli fyrir okkur öll systkinin þegar ég þakka forsjón- inni fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og njóta samvistar við hana og ég votta Axel og fjölskyld- unni allri innilega samúð og bið þeim Guðs blessunar. Kristinn Helgason. Mig langar að minnast Rögnu ömmu, en það var hún alla tíð kölluð á mínu heimili. Ég kynntist henni fyrir 27 árum þegar ég gifti mig, en Axel er föðurbróðir manns- ins míns. Ragna lést á hjartadeild Land- spítalans aðfaranótt jóladags. Var hún búin að vera þar síðan 3. des- ember. Hún fékk hjartaáfall, en var öll að hressast, eða svo fannst okkur, og á aðfangadagskvöld er hennar nánustu voru hjá henni lék hún á als oddi og er ekki hægt að hugsa sér betri minningu. Foreldrar Rögnu voru þau Arnór Guðni Kristinsson og Sigrún Ólafs- dóttir. Þau hjón áttu sjö börn og var Ragna fimmta í röðinni af þeim, nú eru aðeins þau tvö yngstu eftirlifandi. Ragna giftist 25. apríl 1940 Axel Helgasyni, f. 23. september 1909 og var hún þá ekki orðin 19 ára og hafa þau átt 52 ár saman. Þau eignuðust 3 börn, Sigrúnu, fædda 25. maí 1940, Ólaf, fæddan 6. júlí, er hann giftur Ruth Höllu Sigurgeirsdóttur og eiga þau þrjá syni, Jón Axel, sambýliskona hans er Gróa Ásgeirsdóttir, en Jón Axel á eina dóttur frá fyrra hjóna- bandi, Kristínu Ruth. Næstur er Ólafur Ragnar og yngstur er Jó- hann Garðar. Sigþrúður Björg, fædd 12. október 1952, hún er gift Davíð Davíðssyni og eiga þau þijú börn, Helgu Sigríði, Ragnheiði Ingu og Davíð Karl, sem er líka yngstur barnabarnanna. Ragna var lánsöm í sínu einka- lífi, átti góð börn og gott og vina- legt heimili á Langholtsvegi 206 sem öllum leið vel heim að sækja. Eins og ég hef áður sagt þá kynnt- ist ég henni fyrir 27 árum og var mér tekið eins og einu af tengda- börnunum. Axel er altaf kallaður Axel frændi en Ragna fékk ömmu- nafnið fast við sig, ekki einungis af börnum okkar heldur af okkur líka og var alltaf litið á hana sem slíka. Ekkert afmæli fór fram hjá henni og eru þau ekki svo fá í 7 manna fjölskyldu. Ef hún kom ekki var alltaf hringt, aldrei gleymt, síðast kom sending frá þeim 2. desember, en þá átti dótt- ir okkar 13 ára afmæli og fékk sú yngri líka pakka. Svo var ætíð, ekki skilið út undan. Bjarni fékk síðbúna fimmtugsgjöf vegna þess að við vorum erlendis á þeim tíma- mótum, en svona var það alltaf. Með okkur var sem sagt deilt bæði gléði og sorg. Ragna og Axel eru traustar manneskjur sem gott er að eiga að og hefur væntumþykja verið á báðar hliðar. Því munum við sakna Rögnu ömmu mikið, en minning- arnar eru til að varðveita og það munum við gera. Ragna, Axel og Sigrún áttu sér lítinn sælureit sem þau nefndu Andalúsíu, en það var gamall andakofi sem þau endur- gerðu sem sumarhús og var þar hlýtt og notalegt að koma þó pláss- ið væri ekki mikið. Þau voru þar í nábýli við Blómkvist bróður Ax- els og hans konu Gerðu, en þetta er í þeirra landi, í Miðfelli í Hruna- mannahreppi. Þar byggðu líka þau Sigþrúður systir Axels og hennar maður Ingimar, en það var mjög svo skammur tími sem þau áttu þar saman, því Sigþrúður dó fyrir aldur fram og kom þá dóttir henn- ar og tengdasonur þar í staðinn. Öllum sem kynntust Rögnu ömmu þótti vænt um hana, hún var kát og skemmtileg en það háði henni hve hún hefur oft verið heilsulaus. Alltaf komu þó góðir tímar á milli og voru þeir vel notaðir og naut hún þess. Ragna var góð söngmanneskja og var í kór Óháða safnaðarins frá upphafi og starfaði hún með kven- félagi þess til þess síðasta. Sigrún dóttir þeirra var þeim stoð og stytta. Ragna amma er farin til æðri heima og flyt ég henni alúðar- þakkir fyrir tryggð, vináttu og allt sem hún sýndi okkur alla tíð. Ég tel það gæfu að tengjast góðri fjöl- skyldu sem hennar. Elsku Axel frændi, Sigrún, Óli, Sigga og fjöl- skyldur, þið hafið minninguna sem svo gott er að eiga. Alltaf finnst manni lífið svo stutt þegar kvatt er. Ég bið algóðan guð að styrkja ykkur og styðja á stundu sem þess- ari. Kveðju og þakklæti flyt ég frá mér og minni fjölskyldu. Sigríður Olafsdóttir. Á jólanótt lést elsku amma okk- ar á hjartadeild Landspítalans. Að kvöldi aðfangadags fórum við með mömmu og pabba til ömmu á spítalann. Hún var svo glöð og ánægð og virtist vera svo hress, hún hafði sungið í messu sem var á spítalanum rétt áður en við kom- um. Og var svo ánægð með jóla- gjafirnar og hafði fengið möndlug- jöfina í jólagrautnum. Alltaf var gaman að koma til ömmu og afa á Langholtsveginn. Þau áttu alltaf eitthvað handa okk- ur og afi sagði okkur sögur á meðan amma bakaði pönnukökur eða bar á borð eitthvað góðgæti. Oft þegar við vorum á Langó var spilað á orgelið og amma og frænka sungu lagið í Bljúgri bæn en það var uppáhaldslagið hennar ömmu, en hún kenndi okkur líka fullt af lögum og bænum og afi kenndi okkur mikið af vísum og sögum. Á sumrin fórum við stundum með þeim upp í Andalúsíu en það er sumarbústaðurinn þeirra í Hrunamannahreppi. Við klifum upp á fjall og sungum á leiðinni eða fórum í pottinn, þar var nota- legt. Amma var alltaf svo góð og gjafmild og vildi allt fyrir okkur gera. Svona viljum við geyma minningu um elsku ömmu okkar, og við biðjum góðan guð að styrkja elsku afa okkar, frænku, mömmu og Óla frænda .á þessari sorgar- stundu. Yndislega ættaijðrð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökka kveðjugjörð. Kveð ég líf þitt, móðir jörð! Móðir bæði mild og hörð mig þú tak í arma þína. Yndislega ættaijörð ástarkveðju heyr þú mína. (1940) Minning um ömmu er ljós í lífi okkar. Ommubörnin, Helga, Ragnheiður og Davíð Karl. Kennsla hefst mánud. 11. ianúar. Framhaldsnemendur mæti á sömu tímum og fyrir jól. ^ jjai Ballettskóli ÍL ^ w' Eddu"" Scheving Skúlatúni 4 Meðlimur í Félagi íslenskra listdansara. Innritun í síma 38360. Afh. skírteina í skólan- um fimmtud. 7. ianúar frá kl. 17-19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.