Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 UNDIRRITUN START II AFVOPNUNARSATTMALANS Borís Jeltsín og George Bush á blaðamannafundi í Moskvu „VonarsamingTjrinn“ gott veganesti fyrir 21. öldina Bush og Jeltsín lyfta kampavínsglösum til að fagna undirritun START II samkomulagsins. Dregist hefur að ljúka afgreiðslu START I Ukraínuforseti býst við staðfestingu þingsins Kievi Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, svaraði á sunnudag gagnrýni erlendis frá þess efnis að Úkraínumenn stæðu afvopnun fyrir þrifum. Hann kvaðst trúa því að þing landsins myndi fjalla jákvætt um START I sáttmálann. Samningurinn kemur líklega til kasta þess í næsta mán- uði en stjórnvöld höfðu heitið samþykkt hans fyrir árslok 1992. Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Rússlands og Bandaríkjanna sem undirrituðu sögulegt afvopnunarsamkomu- lag á sunnudag tengdu þennan viðburð breyttum tímum og von- um um áhyggjulausara líf mann- kyns á næstu öld er þeir komu saman fram á blaðamannafundi i Moskvu. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti sagði að þessi „Von- arsamningur" væri gott vega- nesti mannkyns fyrir 21. öldina. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að nú stæðu menn í for- dyri nýrra vonartíma. „Siðferðileg þýðing þessa samn- ings felst í þeirri staðreynd að okk- ur verður kleift að afhenda börnum okkar, bömum 21. aldarinnar, ör- uggari heim,“ sagði Jeltsín á blaða- mannafundinum í Kreml. „Ég myndi vilja kalla þennan samning Vonarsamninginn," sagði hann. Jeltsín sagði að samningurinn tæki öllum öðmm afvopnunarsamning- um fram. Hann viðurkenndi að harðlínumenn á rússneska þinginu myndu reyna að koma í veg fyrir staðfestingu sáttmálans. „Þeir em á móti því að nokkuð jákvætt ger- ist í Rússlandi, en sem betur fer eru þeir ekki i meirihluta." Andrej Kozyrev utanríkisráðherra Rúss- lands var ekki alveg jafn bjartsýnn er hann kom fram í bandarísku sjónvarpi á sunnudag. Hann sagði að það yrði engan veginn auðvelt að koma START II í gegnum rússn- eska þingið en þó væri hann fremur bjartsýnn. Það var Bush mikil kappsmál að ljúka samningsgerðinni áður en hann léti af embætti 20. janúar næstkomandi. Hefur hann sagt að það muni taka eftirmann sinn, Bill Clinton, nokkum tíma að komast inn í afvopnunarmálin. „[Samning- urinn] leiðir til þess að foreldrar og böm þeirra geta horft mun ótta- lausari til framtíðarinnar," sagði Bush á blaðamannafundinum. Hann minntist þess að áratugum saman hefðu risaveldin staðið and- spænis hvort öðra, grá fyrir jámum. Þá virtist hættan á kjarnorkustríði „yfirvofandi og á stundum óumflýj- anleg“. En nú stæðu leiðtogamir saman „í þessari miklu borg í for- dyri nýrra vonartíma.“ Bush beindi orðum sínum til þjóð- ernissinna í Rúislandi sem telja að með samningnum gefi Rússar of mikið eftir gagnvart Vesturlöndum. Sagði hann að jafnvægi ríkti í samningnum og að sagan myndi dæma samninginn í þeim anda. í yfirlýsingu frá forsetanum sem utanríkisráðuneyti Úkraínu sendi frá sér er START II fagnað. Sáttmálinn uppfylli þarfir alls mannkyns. Um afstöðu Úkraínu til afvopnunarmála segir í yfirlýsingunni: „Úkraína fetar brautina í átt til markmiðsins sem sett hefur verið um að verða kjarn- orkuvopnalaust ríki og ég hef trú á því að þingið muni fjalla jákvætt um START I sáttmálann. Þar með verð- ur Úkraína eitt af fyrstu ríkjunum sem tekur það sögulega skref að útrýma kjarnorkuvopnum af jörð- unni.“ Framkvæmd START II er því háð að START I verði staðfest. I síðarnefnda samkomulaginu er gert ráð fyrir að 176 langdrægar kjarnaflaugar í Úkraínu verði fluttar til Rússlands. Ennfremur er til þess ætlast að Úkraína skrifi undir sátt- mála um takmörkun við útbreiðslu kjarnavopna og staðfesti þannig að ríkið hyggist ekki eiga kjarnorku- vopn. Andrej Kozyrev utanríkisráð- herra Rússlands sagði í sjónvarps- þætti bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar NBC á sunnudag að það væri hagur Úkraínumanna að ljúka af- greiðslu START I sem fyrst. „Það vinnst ekkert með því að leika sér að kjarnorkumálunum," sagði hann. Frammámenn á þingi Úkraínu segja að ekki verði hægt að ræða START I fyrr en í fyrsta lagi í febr- úar. Dmytro Pavlytsjko, formaður þeirrar þingnefndar sem fjallar um samninginn, segir að Úkraína ætti að krefjast skriflegar tryggingar frá Vesturlöndum í skiptum fyrir stað- festingu START I. „Úkraína ætlar að afsala sér kjarnorkuvopnum en við viljum ekki að kjamorkuvopnum eða hefðbundnum vopnum verði beitt gegn okkur,“ sagði hann í sam- tali við Reuíers-fréttastofuna. „Við þurfum afdráttarlausan langtíma- samning en ekki bara yfirlýsingu sem ekki er beint til neins sérstaks viðtakanda.“ Kravtsjúk og fleiri leiðtogar Úkra- ínu hafa farið fram á fjárstuðning útlanda til að hreinsa til eftir að kjarnorkuvopnin eru komin til Rúss- lands. Bandaríkjastjóm hefur boðið 175 milljónir dala í þessu skyni en margir úkraínskir stjórnmálamenn hafa sagt að það sé of lág upphæð. Stanislav Shushkevitsj, forseti Hvítarússlands, fagnaði START II samkomulaginu í gær og sagði að því fyrr sem kjarnorkuvopn hyrfu af hvítrússneskri grundu því betra. Þing Hvítarússlands á enn eftir að staðfesta START I en öfugt við Úkraínu er enginn ágreiningur þar í landi um hvaða skilyrði eigi að setja , fyrir að afhenda Rússum kjarnavopnin. FÆKKUN KJARNAVOPNA SKV. START II Kjarnaoddar i langdrægum kjarnavopnum* 10.271 10.815 10.053 Ék 855 Heildar- fjöldi: 10.875 Kjarnaoddar um borð í sprengjuflugvélum Kjarnaoddar í kafbátaflaugum Kjarnaoddar í landflaugum 2.968 820 3.500 1.272 m É1.728Í ^500? 7“* 500 1. september 1990 | 1.júnf1992 | 1.|anúar2003 Bandaríkin Rússland Bandaríkin Rússland Bandaríkin Rússland ‘Samkvæmt þeim reglum um talningu sem START kveður á um REUTER START II í hnotskurn Fækkun kjarnaodda um 2/3 á tíu árum Moskvu. Reuter. AFVOPNUNARSÁTTMÁLI Rússlands og Bandaríkjanna sem undir- ritaður var í Moskvu á sunnudag, START II eins og hann er nefnd- ur, felur í sér að kjarnaoddum risaveldanna verður fækkað um tvo þriðju á tíu árúm. Hér á eftir fara meginatriöi sáttmálans eins og honum var lýst í fréttatilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins. 0 Samningurinn verður fram- ( Langdrægar fjölodda kjarna- kvæmdur í tveimur þrepum fram flaugar verða upprættar með öllu. til ársins 2003. Fyrra stigið á að | Hvort ríki mun fækka kjarna- nást á sjö árum. oddum í kafbátaflaugum í 1.700- | 1. janúar 2003 á fjöldi kjarna- 1.750. odda í langdrægum kjarnavopnum ( Þak verður sett á fjölda kjarna-- að vera 3.000-3.500. Kjarnaoddum odda sem sprengjuflugvélar geta mun fækka um 15.000 því þeir eru borið, 750-1.250 kjarnaoddar í 21.000 nú samanlagt. hverri tegund flugvéla. Lands- bergis dregur sig íhlé VYTAUTAS Landsbergis, leið- togi Sajudis-hreyfíngarinnar í Litháen, tilkynnti á sunnudag að hann yrði ekki í fram- boði í forseta- kosningunum 14. febrúar og hvatti aðra frambjóðend- ur til að víkja fyrir einhverj- um sem gæti sameinað þjóðina. Landsbergis hvatti kjósendur til að styðja Stasys Lozoraitis, sendiherra Litháens í Bandaríkjunum. Lozoraitis ólst upp í Bandaríkj- unum en var litháískur ríkis- borgari þegar Litháen heyrði undir Sovétríkin. Hann olli nokkra uppnámi í fyrra þegar hann lét svo um mælt að rússn- eska borgin Kalíníngrad gæti orðið hluti af Litháen. Agreiningur enn um GATT FORSETUM Bandaríkjanna og Frakklands, George Bush og Francois Mitterrand, tókst ekki að setja niður ágreining ríkjanna vegna landbúnaðar- kafla GATT-samkomulagsins á fundi sínum í París á sunnu- dag. „Það hafa verið deildar meiningar í þessum efnum eins og allir vita. Við útkljáðum ekki þann ágreining," sagði Bush á sameiginlegum fundi forsetanna og Mitterrand bætti við: „Við ræddum málið. Það er ekki hægt að segja að neitt hafi miðað áfram." Lögreglumað- ur myrtur í ísrael ARABAR myrtu óeinkennis- klæddan liðsmann ísraelsku öryggislögreglunnar er hann var að störfum í fjölbýlishúsi í vesturhluta Jerúsalem á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn í að minnsta kosti tíu ár sem liðsmaður ísraelsku öryggis- lögreglunnar er drepinn við skyldustörf. Maðurinn var stunginn með hnífi og laminn með hamri á hrottalegan hátt um allan líkamann. Hann var að bíða eftir arabískum heim- ildarmanni þegar tveir arabar réðust á hann. Sihanouk slít- ur samstarfi NORODOM Sihanouk prins, leiðtogi Kambódíu, sleit á mánudag samstarfi við örygg- issveitir Sameinuðu þjóðanna og stjórnina í Phnom Pehn. Sihanouk, sem dvelst í Peking, sagði ástæðuna þá að starfs- menn SÞ hefðu ekki komið í veg fyrir ofbeldi gegn stuðn- ingsmönnum sínum. I bréfi til Yasushis Akashis, yfirmanns bráðabirgðastjórnar SÞ, segir Sihanouk að andstæðingar sín- ir hafi ítrekað brotið sáttmála þann er undirritaður var í Par- ís haustið 1991. Hann minnist þó ekki á Rauðu khmerana, fyrrum stuðningsmenn Sihano- uks, sem eru almennt álitnir eiga mesta sök á óöldinni í landinu. Um 22.000 hermenn og óbreyttir borgarar taka þátt í verkefni Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu sem er hið stærsta í sögu samtakanna. Landsbergis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.