Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 ATVIN WWAUGL YSINGAR Viðskiptafræðingur - endurskoðunarsvið Fyrirtækið er virt þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Viðskiptafræðingurinn mun sinna sérhæfð- um störfum á sviði reikningshalds og endur- skoðunar tengdum þjónustu þeirri, er fyrir- tækið veitir. Hæfniskröfur eru að umsækjendur fullnægi áðurnefndum menntunarskilyrðum. Sam- bærileg menntun frá erlendum háskólum áhugaverð. Áhersla er lögð á nákvæm og skipulögð vinnubrögð auk góðra samskipta- hæfileika. Aðstoðarmaður stærðfræði-/ tölfræðisvið Ofangreint fyrirtæki óskar einnig eftir að ráða aðstoðarmann á stærðfræði-/tölfræði- sviði. Starfið felst í ýmiskonar stærðfræðilegum útreikningum, gagnavinnslu, töflugerð o.fl. Unnið er með aðstoð tölvu og Exel töflu- reikni. Hæfniskröfur eru haldbær menntun og reynsla af sambærilegu. Ekki er krafist sér- hæfðrar háskólamenntunar en að viðkomandi séu vel að sér í stærðfræði/tölfræði, vanir að vinna með tölur, nákvæmir og glöggir. Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar nk. Ráðningar verða sem fyrst. Ath. reyklaus vinnustaður. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RÁÐNIN GARÞJ ÓNU STA Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavík Simi 91-628488 „Au pair“ eða heimilisaðstoð Heimili á Akureyri óskar eftir „au pair" eða heimilisaðstoð frá og með 15. janúar 1993. Starfið felst í gæslu barna ásamt almennum heimilisstörfum. Leitað er að barngóðum og traustum aðila með bílpróf. Vinnutími eftir samkomulagi, lágmark sex mánuðir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni. ■HIRÁÐNINGAR Endurskobun Akureyri hf., Glerirgötu 24, sími 26600 LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður SVÆFINGA- OG GJORGÆSLUDEILD SÉRFRÆÐINGUR Við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítal- ans er laus til umsóknar 100% afleysinga- staða sérfræðings. Staðan veitist til eins árs. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af svæfing- um smábarna og svæfingum og gjörgæslu við opnar hjartaaðgerðir. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1993. Nánari upplýsingar gefa Guðjón Sigurbjörns- son, yfirlæknir, eða Þorsteinn Sv. Stefáns- son, yfirlæknir, sími 601375. Umsóknir, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil þ.á m. kennslu- og vísindastörf, sendist Stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Rauð- arárstíg 31, 105 Reykjavík. SVÆFINGADEILD Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar- stjóra við svæfingadeild Landspítalans. Starfið felur m.a. í sér stjórnun starfsmanna og þróun hjúkrunar í svæfingum. Umsóknum skal skila til skrifstofu hjúkrunar- forstjóra fyrir 24. janúar nk. Allar nánari upplýsingar veitir Anna Stefáns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/601366. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meöferö sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn- um. Starfsemi Ríkisspítala er helguö þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Heilbrigðisfulltrúi Svæðisnefnd Heilbrigðiseftirlits Kópavogs auglýsir starf heilbrigðisfulltrúa Kópavogs- svæðis laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1993 og skal umsóknum skilað til starfsmannastjóra Kópavogsbæjar. Framkvæmdastjóri framkvæmda- og tækni- sviðs gefur upplýsingar um starfið í síma 41570. Krafist er menntunar samanber reglugerð um menntun, réttindi og skyldur heilbrigðis- fulltrúa. Starfsmannastjóri. Viðskiptafræðingur - fjármálasvið 24 ára nýútskrifaður viðskiptafræðingur úr bandarískum háskóla af fjármálabraut (B.Sc. Business Administration/Finance) óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 675794, Valur. Launaafgreiðsla Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins óskar eftir að ráða starfsmann til afleysinga. Um er að ræða fullt starf launaafgreiðslu- manns til a.m.k. hálfs árs og um launakjör fer skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Skriflegar umsóknir merktar „starfsumsókn" berist starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 8. janúar. Athugið að upplýsingar eru ekki veittar í síma. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Frá Menntaskólanum í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða kennara á vorönn í ferðaþjónustugreinar, m.a. stjórnun í ferðaþjónustu (8 st.) og ferða- skrifstofufræði (4 st.). Upplýsingar gefur skólameistari í síma 43861. Skólameistari. Unglingahöfundur Kanntu að skrifa fyrir unglinga? Við erum bókaútgáfa sem leitum eftir slíkum höfundi. Bréf, merkt: „U-10173", sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. janúar nk. Ástarsöguhöfundur Ert þú góður penni, sem getur skrifað rammíslenskar nútíma ástarsögur? Við erum bókaútgáfa sem höfum áhuga á samstarfi. Bréf merkt: „A - 10170“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. janúar nk. R AÐ AUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR NAUDUNGARSALA TILKYNNINGAR Stýrimannafélag íslands heldur félagsfund í Borgartúni 18 í dag, þriðjudaginn 5. janúar, kl. 14.00. Fundarefni: Félags- og kjaramál. Uppboð Framhald uppboðs á fasteigninni Miðgarði 3, Egilsstöðum, þinglesinni eign Ármanns Snjólfssonar, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins, fer fram föstudaginn 8. janúar 1993, kl. 14.00. Sýslumaðurínn á Seyðisfirði. 31. desember 1992. Handhafar fríkorta athugið Fríkort vegna læknisþjónustu gefin út 1992 eru fallin úr gildi. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS © Grensássöfnuður í tilefni af yfirstandandi kynningu á tillögum að kirkjubyggingu fyrir Grensássöfnuð, sbr. auglýsingu Borgarskipulags Reykjavíkur, er boðað til almenns safnaðarfundar í Grensás- kirkju nk. laugardag þann 9. þ.m. kl. 13.00. Á fundinum verða nefndar tillögur kynntar sóknarmönnum. Sóknarnefnd. Uppboð Framhald uppboðs á fasteigninni Melagötu 11, Neskaupstað, þinglesinni eign Magna Kristjánssonar, eftir kröfum Atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina, innheimtu- manns ríkissjóðs, Lífeyrissjóðs byggingarmanna, Sölumiöstöövar hraðfrystihúsanna, Byggingarsjóðs ríkisins, Eimskipafélags islands og Landsbanka íslands, fer fram á eigninni sjálfri, löstudaginn 8. janúar 1993, kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Neskaupstað, Lárus Bjarnason, settur. 31. desember 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.