Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Öfugsnúin atvinnustefna eftir Jónas Jónatansson Talsmenn fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði hafa að undanförnu lagt áherslu á að Fiskveiðasjóður íslands hætti að lána til nýsmíða og breyt- ingaverkefna sem unnin eru í skipa- smíðastöðvum erlendis. Núverandi lánareglur Fiskveiðasjóðs íslands heimila sjóðnum að lána allt að 65% af samningsverði til meiriháttar breytinga á fiskiskipum sem fram- kvæmdar eru erlendis og allt að 46% til nýsmíða erlendis og til innflutn- ings á skipum. Til smíða og meiri- háttar breytinga innanlands veitir sjóðurinn lán sem nema allt að 65% af samningsverði. Helstu rökin fyrir að Fiskveiða- sjóður hætti að lána til skipasmíða- verkefna erlendis eru þau að opinber- ir sjóðir hér á' landi eigi fyrst og fremst að stuðla að uppbyggingu íslenskra atvinnuvega, en ekki að auðvelda ríkisstyrktum samkeppn- isaðilum leið inn á íslenskan markað. Auk þess hefur verið bent á að rétt væri að láta erlendar lánastofnanir bera stærri hluta af þeirri áhættu sem felst í því að fiytja sífellt ti! landsins ný og afkastamikil fiskiskip á sama tíma og veiðiheimildir flotans dragast saman. Breytt staða Fiskveiðasjóðs Aukið fíjálsræði sem boðað er í fjármagnsviðskiptum við útlönd leiðir að öllum líkindum til þess að auðveld- ara verður fyrir íslenska útgerðar- menn að nálgast erlent lánsfé og með því dragi verulega úr mikilvægi Fiskveiðasjóðs sem stjómtækis. Fyrstu merki þessarar þróunar sjást nú með innflutningi nokkurra ný- legra frystiskipa, sem íslensk stjórn- völd hafa veitt heimild til að íjár- mögnuð verði beint með erlendum lánum. Þrátt fyrir þetta mun opinber EGLA bréfabindi SÖLUAÐILAR Reykjavík Bókabúðin Grafarvogi, Hverafold 1-3. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla 7 - 9. Bókabúð Æskunnar Laugavegi 36. Bókahomið Laugavegi 100. Penninn, Austurstrœti. Penninn, Hallarmúla. Prentsmiðjan Oddi, söludeild, Höjðabakka 3 - 7. Skólávörubúðin, Laugavegi 166. Versl. Bjöm Kristjánsson, Veslurgötu 4. Akranes Bókaskemman, Stekkjarholli 8 -10. Bókaverslunin Andrés Nielsson. Bíldudalur Verslunin Edinborg hf. Grindavík Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62. Egilsstaðir Bókabúðin Hlöðum, Fellabœ. Eskifjörður Pöntunarfélag Eskfirðinga, Strandgötu 30. iclJUM iSL Grundarfjörður Hrannarbúð, Hrannarstíg 3. Hellissandur Verslunin Gimli, Sncefellsási 1. Húsavík Örk, offsetstofa Héðinsgötu 13. ísafjörður Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Hafnarstræti 2. Keilavík Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2. Nesbók, bóka og ritfangaverslunin Hajnargötu 36. Neskaupstaður Nesprent, Nesgötu 7a. Raufarhöfn. Bókabúðin Urð, Tjamarholti 9. Sauðárkrókur Bókabúð Brynjars, Skagfirðingabraut. Siglufjörður Verslun Sig. Fanndal, Eyrargötu 2. Stöðvarfjörður Bókaverslun Guðmundar Bjömssonar, Vengi. Kópavogur Hvellur hf. Smiðjuvegi 4c. Múlalundur Vinnustofa SlBS Sfmar: 628450 688420 688459 Fax 28819 sjóður með þá áhættudreifingu, sem Fiskveiðasjóður hefur, geta nálgast ódýrara fjármagn en einstökum út- gerðarfyrirtækjum gefst kostur á. Því munu lán úr Fiskveiðasjóði vænt- anlega vera hagstæðari en þau lán sem í boði eru á almennum mark- aði. Auk þessa hefur Fiskveiðasjóður sýnt sveigjanleika og veitt útgerðum gjaldfrest þegar illa árar. Þetta skýr- ir væntanlega hvers vegna talsmenn útgerðarinnar hafa barist ötullega gegn öllum skerðingum á frelsi Fisk- veiðasjóðs og bent á að skerðingin myndi einungis leiða til þess að sjóð- urinn yrði undir í samkeppninni við erlendar lánastofnanir. Furðuleg stjórnun Erfitt er að álasa útgerðarmönn- um hér á landi fyrir að kaupa niður- greidd skip erlendis frá, t.d. í Nor- egi, sérstaklega þegar haft er í huga að opinberir íslenskir sjóðir hafa veitt hagstæð lán til kaupanna. Reynsla undanfarinna ára er sú að Fiskveiða- sjóður hefur lánað til smíða á fjöl- mörgum fiskiskipum í Noregi. Er ekki ofsögum sagt að Islendingar hafa haldið lífinu í nokkrum norskum bæjum undanfarin ár, eða jafnvel áratugi. Ekki er nóg með að við út- vegum norsku skipasmíðastöðvunum næg verkefni, heldur útvegum við einnig stærstan hluta þess fjármagns sem þarf til smíðanna. Á sama tíma hefur skipasmíðaiðnaður hér á landi verið á hraðri niðurleið, starfsmönn- um stöðvanna fækkað jafnt og þétt, samtímis sem þær hafa í æ meira mæli flutt starfsemi sína inn á aðrar brautir en skipasmíði og skipavið- gerðir. Því er von að margir spyiji: Hvers konar atvinnustefna er þetta? Þeim sem þætti illa vegið að ís- lenskum útgerðarmönnum með nið- urfellingu lána Fiskveiðasjóðs til framkvæmda á erlendri grund skal ennfremur bent á að norskir útgerð- armenn geta ekki fengið lán úr opin- berum sjóðum þar í landi til kaupa á skipum sem smíðuð eru í erlendum skipasmíðastöðvum, til að mynda á íslandi. Norðmenn hafa eins og flestar þjóðir Evrópubandalagsins styrkt skipasmíðaiðnað sinn mikið í sam- keppninni við erlend fyrirtæki, bæði í formi beinna og óbeinna styrkja. Þessir styrkir hafa valdið íslenskum skipasmíðastöðvum ómældum erf- iðleikum. Það voru því mikil von- brigði fyrir íslenskan skipasmíðaiðn- að að með samningunum um evr- ópskt efnahagssvæði náðist enginn marktækur árangur í baráttunni gegn ríkisstyrkjum í skipasmíðaiðn- aði. Stefna Bandaríkjamanna Við hátíðleg tækifæri eru íslenskir stjómmálamenn iðnir við að flytja ræður um mikilvægi nýsköpunar og eflingar íslensks atvinnulífs. En hingað til hafa stjórnvöld látið óátal- ið að samkeppnisaðilar okkar hafi rangt við í viðskiptum og gera þeim jafnvel auðveldara fyrir með iánafyr- irgreiðslu. Skipun opinberrar nefndar sem kanna á umfang styrkja til skipasmíðaiðnaðarins í samkeppnis- löndum okkar sýnir þó að einhver hugarfarsbreyting hefur átt sér stað. Til samanburðar má nefna að banda- rísk stjórnvöld hafa ákveðna stefnu þegar þau telja að erlend ríki hafi rangt við í samkeppninni. Þau leggja á jöfnunartolla eða gera aðrar gagnr- áðstafanir.. Þessu hafa norskir laxa- bændur og álframleiðendur fengið að kynnast óþyrmilega. Lengst ganga þó hugmyndir Bandaríkja- manna varðandi aðgerðir gegn ríkis- styrkjum í skipasmíðaiðnaði sam- keppnislandanna. í frumvapri, sem kennt er við Sam Gibbons og nýlega var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins, er gert ráð fyrir að banda- rísk stjórnvöld fái heimild' til þess að kyrrsetja erlend skip sem hlotið hafa styrki, annaðhvort til smíðanna Músíkleikfimin hefst fimmtudaginn 14. janúar Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 16. Jónas Jónatansson „Helstu rökin fyrir að Fiskveiðasjóður hætti að lána til skipasmíðaverk- efna erlendis eru þau að opinberir sjóðir hér á landi eigi fyrst og fremst að stuðla að upp- byggingu íslenskra at- vinnuvega, en ekki að auðvelda ríkisstyrktum samkeppnisaðilum leið inn á íslenskan markað.“ eða til breytinga, þar til útgerðin hefur endurgreitt styrkina að fullu. Þetta frumvarp þykir þó það róttækt að líklegt sé að öldungadeildin felli það, einnig var talið að Bush forseti myndi beita neitunarvaldi til að hindra framgang málsins. Kjör Bills Clintons sem forseta Bandaríkjanna hefur því valdið talsverðum skjálfta því viðhorf hans í þessum málum er mun róttækara en hjá Bush. Aðgerða er þörf Þó að nýjustu hugmyndir Banda- ríkjamanna skjóti nokkuð langt yfír markið sýna þær glögglega hversu alvarlegum augum þeir líta ríkis- styrki til skipasmíða. Því vaknar sú spurning hvort við íslendingar ætlum að una því að viðskiptaþjóðir okkar vilji ekki semja um að eðlilegar sam- keppnisreglur gildi um skipasmíði. Ætlum við að sitja þegjandi og að- gerðarlausir á meðan íslenskur skipasmíðaiðnaður leggst af eða grípa til þeirra aðgerða sem mögu- legar eru? Höfundur er verkfræðingvr hjá Lnndssambandi idnaðurmunna. KennsIustaöirWiðbrekka 17 " "Lundur" Æuobrekku 25 Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: Suöurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 4. - 9. jan Frá kl. 13.00 í síma: 64 1111. Kennsluönnin er 17 vikur, og lýkur með balli Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur. V*SA Js. FÍD Betri kennsla - betri árangur Supadance skór á dömur og herra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.