Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 19 síga og afí tekið við mér. Síðan man ég eftir skúffunum í búðar- borðinu í verslun afa, fullum af- dásamlegu góðgæti. Enn þann dag í dag minnir kandíssykur mig á Suðureyri og þá sjaldan að ég sé gráfíkjur verður mér ævinlega hugsað til Örnólfs afa. Stundum leitar á mig þokukennd minning frá þessum tíma. Mér finnst ég vera á hnjánum á góifi við skúffu með sveskjum í. Gegnt mér er annað barn sem gæti verið Margrét, hálf- systir móður minnar og jafnaldra mín. Við erum að troða í okkur þegar yfir okkur dynja allt í einu hávaðaskammir. Ég lít upp og fyrir ofan borðbrúnina langt yfir höfði mér gnæfir reiður maður. Við Magga forðum okkur. Ég hef oft hugsað um hvort þetta geti hafa verið afi og komist að þeirri niður- stöðu að það sé ótrúlegt því að sá var nú ekki líklegur til að sjá eftir sveskjunum ofan í börnin. En kannski höfum við verið búin að skemma eitthvað og mér var oft sagt að það gæti snöggfokið í afa þó að ég kynntist því ekki af eigin reynd. Eg held satt að segja að það hafi verið andlitið á afa þama fyrir ofan brúnina á búðarborðinu. Og mikið rosalega voru þetta góðar sveskjur. Ömólfur afi minn fluttist til Reykjavíkur árið 1945, rúmlega fimmtugur að aldri með níu börn sem hann hafði eignast með seinni konu sinni, Ragnhildi Þorvarðar- dóttur. Fyrri konu sína, Finnborgu Jóhönnu Kristjánsdóttur, missti hann tveimur árum eftir brúðkaup- ið, nokkmm dögum eftir að hún hafði alið honum dóttur, móður mína. Það var árið sem heimsstyrj- öldinni fyrri lauk og íslendingar fengu fuílveldi. Afi var þá aðeins 25 ára gamall en hafði fyrr á árinu stofnað eigið fyrirtæki eftir að hafa starfað við Ásgeirsverslunina styij- aldarárin. Það var snemma ljóst hvem mann Örnólfur Valdemarsson hafði að geyma. Hann eignaðist ungur tiltrú og traust allra sinna samferð- armanna. Þeim mörgu sem þurf- andi voru rétti hann alltaf hjálpar- hönd hvemig sem á stóð fyrir hon- um sjálfum og án þess að gera lítið úr þiggjandanum. Órnólfur var ekki nema tvítugur þegar Magnús Hj. Magnússon, fyrirmynd Ljósvíkings Halldórs Laxness, flutti honum þakkardrápu á gamlárskvöld. Ann- að ferskeytta erindið af átta, sem geymst hefur í fómm fjölskyldunn- ar ritað hendi skáldsins á Þröm, sýnir hvernig hug fólk bar til versl- unarmannsins unga: Að þig blessar, eg það veit, ærinn hópur manna; bænin opt er býsna heit i bijóstum smælingjanna. Örnólfur og Hildur amma bjuggu í Kleppsholtinu á Langholtsvegi 20. Þó að umsvifin og veltan væru þá minni en meðan afí var „þorpshöfð- ingi“ á Suðureyri ríkti hinn sami andi rausnar og gestrisni við hvern sem að garði bar, jafnt bláókunnugt fólk sem ættingja og vini. Ég hugsa að það hafi þótt sjálfsagt að Súg- firðingur sem átti leið í höfuðstað- inn árin upp úr seinni heimsstyijöld- inni litil inn hjá Ömólfí Valdemars- syni. En fólk sótti ekki bara kaffí- sopa, góð ráð, tónlist og söng á þetta bammarga og glaðværa heimili. Það er áreiðanlegt að marg- ir komu aðallega til að njóta sam- vista við afa þó ekki væri nema í svip, fínna alúð hans og einlæga hlýju sem hann hafði alltaf tíma til að miðla af þótt í mörgu væri að snúast. Aldrei bragðaði afí vín en hann var veisluglaður og örgeðja þó að framkoma hans einkenndist af prúðmennsku. Hann sagðist vita að hann hefði ekki orðið neinn hófs- maður á áfengi ef hann á annað borð hefði kosið að hafa það um hönd og ég er sannfærður um að þar var hann raunsær á sjálfan sig. Við spilaborðið kynntist ég vel ákaf- lyndi hans og óforbetranlegri bjart- sýni. Afí var ágætur bridsspilari að einu undanskildu, hann sagði gjarn- an of hátt. Ég lærði snemma að taka heldur dræmt undir ef hann opnaði því ef maður gaf honum örlítið undir fótinn var hanns trax rokinn í slemmu. Oft fómm við flatt á glannaskap en stundum lánaðist ævintýramennskan, enda spilaði afi snilldarvel úr, og þá var gaman að sjá gleðisvipinn á honum. Með hlið- sjón af þessu gat ég vel skilið að það hefðu skipst á skin og skúrir í atvinnurekstrinum fyrir vestan, ekki síst þegar ofan á þennan stór- hug bættist sú árátta afa að vilja helst gefa öllum allt. Ástríki var mikið á heimili Örn- ólfs og Ragnhildar. Samband þeirra hjóna var elskulegt og umhyggju- samt. Móðursystkini mín fóru aldrei svo úr húsi að þau kysstu ekki afa ef hann var heima, jafnvel þótt hann væri önnum kafinn við eitt- hvert verk. Þegar ég hugsa til afa míns verða sífellt fyrir mér einföld og hjartan- leg orð. Réttasta lýsingin á honum held ég að sé hreinlega: Hann var yndislegur maður. Enda sagði aldr- aður kirkjuhöfðingi, sem verið hafði náinn vinur afa í hálfa öld, ein- hveiju sinni: Ég er oft að velta því fyrir mér hvort hann Örnólfur Valdemarsson sé ekki bara besti maðurinn á öllu íslandi. Nú á ég, dóttursonur Örnólfs, sjálfur dótturson sem ber nafn mitt og hans. Þegar ég lít á nafna minn unga skil ég hvað eiri öld er stutt. Ég óska þess af öllu hjarta að hann taki fleira í arf frá langalangáfa sínum en nafnið. Örnólfur Árnason. Viltu auka þekkingu þina? Öldungadeild Verzlunarskóla fslands býður hagnýtt nám í fjölmörgum greinum, íýrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri. Innritun á vorönn fer fram dagana 4.-7. jan. kl. 8.30-18.00. í boði verða eftirfarandi áfangar: Bókfærsla Saga Danska Skattabókhald Enska Stærðfræði Franska Tollskjöl Fyrirtækið, stofhun og rekstur Töivubókhald íslenska Tölvufiræði Landafxæði og saga íslands Tölvunotkun Líffræði Vélritun Markaðsfræði Þjóðhagfiræði Ritun Þýðingar Ritvinnsla Þýska Áfbngum ofangreindra námsgreina er hægt að safha saman og láta mynda eftirtalin prófstig: • Próf af bókhaldsbraut • Próf af ferðamálabraut • Próf af skrifstofubraut • Verslunarpróf • Stúdentspróf Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS HER GETUR ÞUFENGIÐ VINNINGINN UPPHÆKKAÐAN AÐALUMBOÐ* Suöurgötu'10, sími 23130 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 677757 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN EITT OG ANNAÐ Hrísateigi 47, sími 30331 VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 'Umboöiö sem var í Sjóbúöinni er ílutt i Suöurgötu 10 MOSFELLSBÆR: SÍBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, sími 666620 KÓPAVOGUR: BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN* Hamraborg 20A, sími 46777 ‘Umboöiö í Sparisjóði Kópavogs er flutt i Vídeómarkaöinn, Hamraborg 20A. GARÐABÆR: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 HAFNARFJÖRDUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 P" i E ! visa Ææ WKUKM Sautort Lægsta miðaverð ístórhappdrætti (óbreyttfrá ífyrra) aðeitts kr. 500- . 4 Tryggðii þér möguleika ... fyrir lífið sjálft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.