Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 50
-50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993 Hrútafjörður Jólahlaðborð í Staðarskála Frá jólahlaðborðinu í Staðarskála. Morgunbiaðið/Magnús Gísiason Asatrúarmenn Jólagleði Á ÞRETTÁNDANUM, mið- vikudaginn 6. janúar nk., gangast ásatrúarmenn fyrir jólagleði á veitingahúsinu Berlín í Austurstræti. Ætlunin er að reyna að endur- vekja stemmningu jólagleði sem haldnar voru á miðöldum með dansi og blautlegum söngvum. Kirkjunnar menn töldu þær leifar heiðinna helgisiða sem leiddi til of mikilla frelsis í ástamálum. Þær voru því bannaðar með ann- arri skemmtan á 18. öld. Þeir sem skemmta eru félagar úr þjóðdansafélaginu, Hilmar Öm Hilmarsson, Sveinbjöm Beinteinsson og starfsmenn Listmiðlunar Infemo 5 sem flytja munu nýheiðna vikivaka 21. ald- ar o.fl. Skemmtunin hefst kl. 22 og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) ^ Hrútafirði. ÁRVISS viðburður er í desem- bermánuði að sett sé upp jóla- hlaðborð í Staðarskála og hefur verið svo síðastliðin 6 ár. Það var föstudagskvöldið 11. og laugardagskvöldið 12. desember sem fólk fjölmennti i Staðarskála þar sem boðið var upp á fjölda rétta af jólahlaðborði. Ingi Gunnar Jó- hannsson skemmti bæði kvöldin og á laugardagskvöldið kom fram sönghópurinn Hvers vegna frá Mið- firði undir stjórn Elínborgar Sigur- geirsdóttur. Jólasveinar sem voru á ferð milli Norður- og Suðurlands heilsuðu upp á gestiná. Jólaborðið bar nokkurn norskan keim þar sem starfsfólk frá Staðar- skála var nýkomið frá Leangkollen Hóteli í Asker í Noregi þar sem dvalið var í eina viku og unnið við matreiðslu með þarlendum mat- reiðslumeisturum og sett upp jóla- hlaðborð að hætti Norðmanna. Á matseðli hótelsins þá viku var boðið upp á íslenska rétti. - m.g. Frá jólaskemmtuninni í Hamborg. íslensk jól í Hamborg í FÉLAGI íslendinga í Hamborg og nágrenni (FÍH) eru yfir 100 félags- menn og mun langstærsti hluti félagsmanna dvelja í Þýskalandi yfir hátíðarnar. Sennileg er það aðalástæðan fyrir góðri mætingu á árlegt jólaball félagsins sem haldið var 19. desember sl. All mættu yfir 50 Islendingar, ungir sem aldnir. Að venju mættu alíslenskir jólasveinar og dönsuðu þeir með börnum sem og fullorðnum í kringum jólatréð og færðu bömunum gjafir. Starfsemi FÍH er blómleg og er hápunktur starfseminnar þorrablót félagsins sem haldið veður 27. febr- úar nk. Stefnt er að því að félags- menn í íslendingafélögum annars staðar í Þýskalandi s.s. Kiel, Berlín og jafnvel annars staðar frá mæti og er búist við metaðsókn. Hljóm- sveit Ingimars Eydal, sem vakti geysilega lukku á síðasta þorrablóti, mun ekki láta sitt eftir liggja og leggur á sig mikið ferðalag til þess að skemmta íslendingum erlendis án þess að taka borgun fyrir. (Fréttatilkynning) Fiskeldi og kúabú- skapur fer vel saman Búðardalur. AÐ Kverngijóti, Saurbæjar- hreppi, Dalasýslu, reka feðg- arnir Hörður Guðmundsson og Þröstur Harðarson fiskeldis- stöð. Aðaláherslan er lögð á eldi laxaseiða fjrrir árnar í Dalasýslu og nágrenni, en eins og mörgum er kunnugt em 17 laxgengar ár í Dalasýslu og em flestar þeirra vinsælar veiðiár. Áhugi veiðiréttareigenda hefur verið vaxandi á undanförnum árum á að byggja upp og við- halda stofnum ánna, þar sem tekjur af veiðileyfasölu em vemleg búdrýgindi fyrir bænd- ur. Við uppbyggingu laxa- stofna ánna gegnir fiskeldis- stöðin á Kverngijóti lykilhlut- verki því þar era alin upp seiði fyrir 14 ár í Dalasýslu og ná- gp-enni. Lax til undaneldis er tekin úr hverri á fyrir sig og seiðin alin sér til þess að tryggt sé að seiðin sem sett em í árn- ar séu af upprunalegum stofni þeirra, en menn hafa haft mikl- ar áhyggjur af blöndun laxa- stofna úr ólíkum ám. Fréttaritari Morgunblaðsins fór vestur að Kverngijóti með Rögn- valdi Ingólfssyni héraðsdýralækni fyrir nokkru til að fylgjast með kreistingu hrogna og svila á fisk- eldisstöðinni. Að sögn Rögnvaldar eru tekin sýni úr hveijum fiski vegna veiru- og bakteríusjúkdóma undir yfirstjóm dýralæknis físk- sjúkdóma, sem annast þessi mál fyrir landið í heild. Sýnin eru síð- an send Rannsóknadeild fisksjúk- dóma til rannsókna. Ef sýking finnst í fiskinum er fijóvguðum hrognum undan honum eytt. Eftir fijóvgun eru hrogn sótthreinsuð áður en þau eru sett í klakhús. Að sögn Harðar Guðmundsson- ar er stöðin byggð að mestu upp af eigin vinnuframlagi þeirra feðga. Borað var fyrir vatni því sem stöðin notar og var það fjár- frek framkvæmd, sem þeir feðgar vona að skili sér á næstu árum. Hann taldi reksturinn ganga þokkalega og hann vonast til að hann skili launum fyrir vinnu- framlagi þeirra feðga í framtíð- inni, en eins og er sé verið að greiða niður stofnkostnað. Hann taldi áhuga bænda á að viðhalda ánum í Dalasýslu sem veiðiám Hrognin buna úr vænni hrygnu. mikinn, enda væri veiðileyfasala til stangveiðimanna tryggasta tekjulind veiðiréttareigenda þó að verðið virtist fara lækkandi í bili. Megnið af seiðunum er afhent sem sumaralin seiði eftir eldi í stöðinni vetrarlangt en nokkuð af seiðum er afhent sem göngu- seiði eftir tveggja vetra dvöl í stöðinni. Hörður sagði að auk þess væru þeir með nokkuð magn regnbogasilungs í eldi til mat- fisks. Hann taldi ekki ástæðu fyr- ir þá feðga að vera með bleikju, þar sem þá þyrftu þeir að auka umsvifin verulega. Hörður taldi mikla tryggingu gagnvart stofn- blöndun og sjúkdómum að hafa stöðina heima í héraði og taldi litlar líkur á að t.d. eldislax væri kreistur því að í flestum tilfellum mætti þekkja slíkan lax á útlitinu, en til frekara öryggis hefði t.d. Veiðifélag Laxár í Dölum látið frysta svil úr hængum úr Laxá til geymslu. Auk fiskeldisstöðvar- innar reka þeir feðgar og fjöl- skyldur þeirra kúabú og telur Hörður það fara vel saman að reka hvorutveggja, en upphaf hugmyndarinnar um fiskeldisstöð var samdráttur í mjólkurfram- leiðslu og áhugi á greininni. Að- spurður sagðist Hörður vera bjartsýnn á framtíð fiskeldis- stöðvarinnar og taldi árnar í Dala- sýslu vera gullkistur, sem bæri að hlúa vel að. Meðan unnið var að kreistingu fiskanna, sýnatöku og sótthreins- un hrognanna brá fréttaritari sér inn í kaffí til húsfreyjunnar Ernu Sörladóttur. Hún sagði að þau Hörður hefðu flutt úr Reykjavík og ætlað að vera í 10 ár, en nú væru árin orðin 24 og þau væru ekki á förum. Hún sagði það hafa verið gott að aia upp börnin í sveitinni, en börnin fimm væru öll uppkomin. Sonur hennar Þröstur og tengdadóttir Margrét Kristjánsdóttir byggju í næsta húsi og ættu þijú börn og væri gott að hafa hluta af fjölskyld- unni svona nálægt sér. Áuk þess sem forsenda rekstursins á búinu væri vinnuframlag beggja fjöl- skyldna. — Kristjana íbúðarhúsin á Kverngrjóti. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKiAVÍK: Þrátt fyrir annríki á köflum má segja að áramótin hafi verið tiltölu- legafriðsöm á starfssvæði lögregl- unnar í Reykjavlk. Á tímabilinu var tilkynnt um 11 innbrot og 5 þjófnaði. Tólf líkamsmeiðingar voru tilkynntar, flestar vegna slagsmála ölvaðs fólks. Af 33 umferðaróhöppum er grunur um ölvun ökumanna í þremur tilvikum. 13 aðrir, sem stöðvaðir voru í akstri, eru einnig grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Alls eru 480 færslur skráðar í dagbókina á tímabilinu. Á gamlársdag var frekar eril- samt framan af vegna ófærðar, en er á leið var orðið þokkalega fært. Um miðjan dag var talsvert kvartað yfir unglingum á skráðum sem óskráðum vélsleðum innan borgarmarkanna. í íbúðarhverf- unum skapaði aksturinn hættu fyr- ir böm og aðra fótgangandi vegfar- endur, enda virtust ökumennimir aka alls staðar sem snjó var að fínna. Lögreglan þurfti að stöðva nokkra sleðamenn og fjarlægja sleðana með krana. Þá var og kvartað yfir akstri vélsleða í Víðid- al en eins og flestum ætti að vera ljóst, fer akstur slíkra tækja og umferð hestamanna ekki saman. Borgarráð bannaði akstur vélsleða í Elliðaárdal fyrir nokkrum árum. Á gamlárskvöld og aðfaranótt nýársdags var rólegt framan af kvöldi en þegar líða fór á nóttina var talsvert að gera. Margt fólk kom að stærstu brennunum um kl. 20.30. Fólk staldraði sutt við og var að mestu farið um kl. 22. Um kl. 2 byijaði annríkið. Aðallega var um að ræða hávaða- og ölvunar- mál, en talsverður fólksfjöldi safn- aðist saman í miðborginni og voru óvenjumargir unglingar þar á með- al. Olvun var með meira móti. Að morgni nýársdags var til- kynnt um mann með haglabyssu í húsi við Seilugranda. Hafði hann skotið af byssunni bæði utan dyra og innan. Fljótlega gekk að af- greiða málið. Maðurinn, sem virtist undir áhrifum áfengis, hafði skotið fimm skotum úr haglabyssu, tvö í bifreið fyrir utan húsið, tvö í stiga- gangi og eitt í gegnum stofu- glugga. Á nýársdagsmorgun hélt ann- ríkið áfram til kl. 10 en þá hægð- ist um og má segja að ástandið hafi verið komið í eðlilegt horf um hádegisbilið. Síðdegis var bifreið ekið út af veginum við Litlu-Kaffístofuna í Svínahrauni. Ekki urðu slys á fólki. Aðfaranótt laugardags var með endemum róleg. Einungis þurfti að vista átta manns í fangageymsl- unum. í miðborginni var fátt um manninn og rólegt virtist vera um allt starfssvæðið. Að morgni laugardags kom upp eldur í húsi við Bíldshöfða. Slökkvi- liðinu tókst fljótlega að komast fyrir eldinn en töluverðar skemmd- ir munu hafa orðið vegna reyks. Um kl. 17 á laugardag rákust tvær bifreiðir saman á Gullinbrú og þurfti að flytja þrennt á slysa- deild. Meiðsli þeirra munu vera minniháttar. Um kl. 20 var tilkynnt um eld í húsi við Ásvallagötu. Þegar lög- reglan kom á staðinn var eldur laus í sjónvarpstæpki og mynd- bandstæki. Tókst fljótlega að slökkva eldinn og ekki urðu skemmdir á öðru í íbúðinni. Slökkviliðið reyklosaði íbúðina. Sunnudagurinn var með af- brigðum rólegur. Aðeins eru færð- ar 19 bókanir í dagbókina. Um hádegisbilið var einn staðinn að því að aka réttindalaus og tveir 15 ára drengir voru handteknir í Eskihlíð er þeir voru að reyna að stela þar bifreiðum. Á árinu 1992 eru skráðar 56.073 færslur í dagbókina. Að umferðarmálunum undanskildum eru hlutfallslega flestar tengdar ölvun með einum eða öðrum hætti. Um leið og lögreglan þakkar lands- mönnum fyrir liðið ár óskar hún þeim gleði og friðsemdar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.