Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
39
tekið ungu stúlkunni opnum örm-
um, ekki síður en frændi hennar
og jafnaldri, Pétur, sonur þeirra
hjóna. í Borgarfirði kynntist hún
verðandi eiginmanni sínum, Aðal-
steini Björnssyni, bifreiðastjóra hjá
Kaupfélagi Borgnesinga. Þau stofn-
uðu heimili í Borgamesi og byggðu
sér síðar einbýlishús við Kjartans-
götu 11. Eignuðust þau fjögur börn,
en þau eru: Helgi trésmiður, kvænt-
ur Þorgerði Þorgilsdóttur og eiga
þau fjögur böm og búsett í Eyja-
firði; Gunnar, en sambýliskona hans
er Friða Sigurðardóttir. Á Gunnar
einn son; Sumarliði, kvæntur Elínu
Hjörleifsdóttur og eiga þau þrjá
syni; og Anna Margrét, sem gift
er Sævari Guðjóni Magnússyni og
eiga þau son og dóttur. Þijú síðar-
nefndu börn Aðalsteins og Lillu eru
öll búsett á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu.
Nú eru liðin rétt um 35 ár frá
því ég sá Lillu fyrst. Eru mér nokk-
uð minnisstæð fyrstu kynni mín af
henni, en það var að áliðinni fjarska
blíðri og albjartri sumarnóttu eftir
langt ferðalag frá Reykjavík til
Akureyrar. Var hún þá í heimsókn
hjá foreldrum sínum, en þau höfðu
brugðið sér bæjarleið og vom ekki
heima er ég og tilvonandi eiginkona
mín, systir hennar, drápum á dyr
á æskuheimili þeirra. Heimilisfólk
var þá í fastasvefni, en Lilla vissi
að okkar var von og hafði undir-
búið komu okkar. Eftir nokkum
tíma birtist hún í dyrum, stór og
myndarleg. Heldur þótti mér stúlk-
an fálát við fyrstu kynni, en það
átti þó fijótt eftir að breytast. Lilla
var hreinskiptin manneskja og lítið
fyrir að sýnast önnur en hún var.
Þetta var í fyrsta en ekki síðasta
skiptið sem hún átti eftir að taka
á móti okkur hjónum, því oft lá
leið okkar um Borgarnes, jafnt
sumar sem vetur, og stundum í
mikilli ófærð og vondum veðrum.
Okkur þótti afskaplega gott að
koma á heimili þeirra Aðalsteins
og Lillu, því ekki bar á öðm en við
værum þar jafnan aufúsugestir,
hvenær sólarhringsins sem komið
var. Bæði voru þau hjón með af-
brigðum góð heim að sækja og
hjálpleg. Það var því oft mann-
margt á heimili þeirra á þessum
árum og mæddi það ekki síst á
húsmóðurinni, sem jafnan tók á
móti kunnugum sem ókunnugum
af mikilli gestrisni. Var Lilla framan
af heimastarfandi húsmóðir en er
árin liðu hóf hún störf hjá Kaupfé-
lagi Borgfirðinga og starfaði þar
til margra ára. Hin síðari ár starf-
aði Lilla við dvalarheimili aldraðra
í Borgamesi.
Aðalsteinn Björnsson lést 31. júlí
1984 eftir mikil veikindi, en hann
fékk fyrirvaralaust hjartaáfall í bif-
reið sinni er hann var staddur í
Reykjavík. Lá hann milli heims og
helju á Borgarspítalanum um langt
skeið. Hann náði sér að nokkm og
var í endurhæfingu á Reykjalundi
er hann lést, 58 ára að aldri, að
manni fannst, langt um aldur fram.
Má nærri geta hvílíkt áfall það var
eiginkonu og börnum. En Lilla brást
| við þeim erfíðleikum með dugnaði
og kjarki. Hún seldi einbýlishús sitt
og keypti sér hentuga íbúð. Fyrir
| rúmum tveimur árum sagði Lilla
okkur hjónum að hún hefði eignast
vin í Borgarnesi, Jón Ólafsson að
nafni, en hann er ekkjumaður, á tvö
uppkomin börn og starfar sem
vegaverkstjóri. En samverustundir
þeirra urðu færri en efni stóðu til,
því vorið 1991 varð Lilla að gang-
ast undir aðgerð vegna illkynja
æxlis og aðra á öndverðu ári 1992.
í framhaldi af því fór hún í lyfja-
meðferð í apríl 1992 og aðra stóra
skurðaðgerð í júlí 1992. Saman
héldu þau Jón í vonina um bata og
stofnuðu heimili á Kveldúlfsgötu
22 á árinu 1992. En enginn má
sköpum renna og Lillu varð ekki
, bjargað. Tók hún örlögum sínum
með hinu mesta æðruleysi, umvafín
ástúð og umhyggju sambýlismanns
síns og barna sinna.
Ég votta nánum ástvinum hennar
mína dýpstu samúð og bið þeim
| Guðs blessunar í sorg þeirra. Hinni
• látnu mágkonu minni votta ég virð-
ingu rnína og þakklæti fyrir góð
kynni. Góður Guð geymi hana.
Ragnar Ásgeir Ragnarsson.
Gyða Sigurðar-
dóttir — Minning
Fædd 13. febrúar 1910
Dáin 26. desember 1992
Mig langar til að minnast í örfá-
um orðum hennar ömmu minnar.
Ekki verður þetta lofrulla, ég ætla
einungis rétt að minnast góðra
stunda með henni, en þær voru
margar. Stunda í Goðheimunum,
Hveragerði, Goðdal, og nú síðast'
í „langömmuhúsinu" Grund. Góðra
stunda með samferðafólki ömmu
eins og Siggu frænku, EIlu og
Láru í Ofanleiti, töntu Dídí, Helgu
Rocksén, Disu Ófeigs, Önnu Ha-
arde, Pálínu, Inga frænda, Sessel-
íu, Jórunni og Villa á Laugabökk-
um, Völu og Svönu frænku, Ingi-
björgu og Kristínu í Baldursbrá,
Dúddu, og Bentínu; svo nokkrir
séu nefndir sem mér eru minnis-
stæðir. Eða stunda með okkur
barnabörnunum; Páli, Jóhönnu,
Birni, Sigfúsi, Einari og Jórunni
sem vorum svo lánsöm að fá að
vera mikið með ömmu og afa.
Síðast en ekki síst minnist ég á
samferðamenn hennar til 1980,
eða þar til hann lést, hann afa.
Afi sem var ansi stórtækur og at-
orkusamur og trúlega ekki auðvelt
að fylgja á stundum. Oft hefur
maður grátið af hlátri þegar amma
var að lýsa stórkostlegum utan-
landsferðum þeirra, þar sem þeim
varð t.d. ekki skotaskuld úr að
kaupa 14 kápur á vini og kunn-
ingja, ofan á allt annað. Og ekki
voru innanlandsferðir þeirra minna
sögulegar. Eða rausnarlegar veisl-
urnar.
Amma var ógleymanleg í lýsing-
um sínum á atburðum, mönnum
og málefnum. Öll orðatiltækin sem
við barnabörnin notum nú oft, og
bætum gjarnan við „eins og amma
myndi segja það“: Dull, treikvart,
fín í kanten, höj og slank, pæjanó,
ekkert slor, karmar (sjarmörar),
game, sí gú moren, pillið ykkur,
genverðugheit, kerlingarassgötin,
fínt fölene, génever, sveitavargur-
inn, rörene, kongelígt, etc., etc.
Ámma var stálminnug, skýr og
eldklár til dauðadags. Hún var
„höj og slank“, byrjaði lengi vel
daginn á kostulegri morgunleik-
fimi sem fólst í að rétta úr hand-
leggjunum, bæði upp í loft og til
hliðar. Hún fór mikið í sund, og á
hveijum degi fór hún með strætó
í bæinn og spásseraði. Oft var hún
að fara niðrí Baldursbrá með knipl-
inga. Á seinni árum hijáði hana
beinþynning sem. varð þess vald-
andi að hún brotnaði oft, hafði
stöðugar þrautir og var orðin mik-
ið til rúmföst. Amma hafði létta
lund, gat á stundum verið dulítið
nervös, en var ótrúlega æðrulaus
þegar á reyndi.
Elsku amma, sem kenndi mér
að pijóna (utanum herðatrél); gaf
alltaf vasapening þegar þörfín var
mest; færði mér fyrstu nælonúlp-
una og stretsbuxurnar; og
tressídúkkuna; var alltaf „alveg
eyðilögð" ef maður gaf henni gjöf;
og bakaði bestu grænu köku í
heimi; ég kveð hana með söknuði.
Það eru ekki margir svo heppnir
að hafa átt eins góða ömmu og
Jiana.
Þökk sé starfsfólkinu á Grund
fyrir aðhlynninguna sem ömmu var
veitt og gerði okkur aðstandendun-
um kleift að njóta góðra stunda
með ömmu allt fram á síðasta dag.
Anna Gyða.
Tvær konur sitja á bekk og njóta
sólskinsins og hlýjunnar í skjóli af
gráum húsvegg Grundar við
Hringbraut, það eru frænkurnar
Gyða Sigurðardóttir og Halldóra
Magnúsdóttir. Eitt og eitt orð fell-
ur milli þeirra eða nokkrar lágvær-
ar setningar. Ýmist færist alvara
eða kankvíst bros yfir aldin andlit-
in. Umræðan snýst um fjölskyldur
þeirra, sambýlisfólk, dægur- og
heimsmál. Þrátt fyrir háan aldúr
er vel fylgst með.
Aldursmunur er níu ár, en margt
tengir konurnar óijúfandi börnum.
Þær eru systkinadætur og báðar
fæddar og uppaldar í Reykjavík
af foreldrum sem höfðu mikil og
góð samskipti. Báðar nutu góðrar
menntunar síns tíma og bera með
sér menningararf heimila sinna
mótaðan af rausn, vinnusemi og
heiðarleika.
Eldri konan, Halldóra, kvaddi
fyrir tæpu ári og á annan dag jóla
fylgdi Gyða henni. Báðar konurnar
báru með sér glæsibrag fram á
síðustu daga og héldu andlegri
reisn þrátt fyrir veikindi síðustu
ára. Þessari mynd ásamt mörgum
öðrum bregður fyrir þegar ég
minnist tengdamóður minnar Gyðu
og langrar vináttu okkar og
tengsla frá því að ég var 15 ára.
Foreldrar Gyðu voru Margrét
Sigríður Ólafsdóttir ættuð úr vest-
urbænum í Reykjavík og Sigurður
Guðmundsson skrifstofustjóri hjá
Eimskip.
Amma og afi Gyðu og Halldóru,
Ragnheiður Árnadóttir og Guð-
mundur Sigurðsson, fluttu frá
Njarðvíkum syðri til Reykjavíkur
árið 1877 og settu bú í Ofanleiti,
þar sem nú er Ingólfsstræti 7.
Eftir þeirra dag bjuggu þar og
störfuðu Elín og Lára dætur þeirra,
en foreldrar Gyðu og Halldóru
byggðu hús í Ingólfsstræti 8.
Arið sem Ragnheiður og Guð-
mundur fluttu voru íbúar Reykja-
víkur aðeins um þijú þúsund, þrátt
fyrir að Reykjavík hafi fengið
kaupstaðarréttindi heilli öld fyrr. Á
fyrsta ári aldarinnar þegar Hall-
dóra fæddist var íbúatalan komin
yfir sjö þúsund og 1910 þegar
Gyða kemur í heiminn hefur íbúa-
talan nær tvöfaldast. Reykjavík er
að breytast úr dönskum kaupstað
í íslenskan athafna- og embættis-
mannabæ og báru þær æ í fari
sínu menningarsvip þessa tíma.
Systurnar Elín og Lára í Ofan-
leiti voru sjálfstæðar atorkukonur
og höfðu með höndum fram á efri
ár alla þvotta fyrir Eimskipafélag
íslands. Þær höfðu þvottana með
höndum í orðsins fyllstu merkingu
vegna þess, að allur var þvotturinn
handþveginn, undinn og strokinn.
Á votviðrisdögum var hann borinn
upp á háaloft á þriðju hæð í Ing-
ólfsstræti 8 til þerris. Allt vátn til
þvottanna var hitað í kolakyntum
potti, en rennandi vatn höfðu þær
í húsi.
Gyða og yngri bróðir hennar
Ingólfur, sem diddurnar svokölluðu
í Ofanleiti fóstruðu, voru mjög
tengd alla tíð. Sjaldan liðu margir
dagar án þess að þau töluðust við
og ekki sparaði hann sporin til
hennar síðustu árin, enda léttur á
fæti og bráðhress. Alla starfsævi
sína vann Ingólfur hjá Eimskipafé-
lagi íslands. Eldri systir þeirra Sig-
ríður er látin.
Ung var Gyða hávaxin, grönn
og ljóshærð. Liðlega tvítug giftist
hún Páli Einarssyni vélstjóra,
glæsilegum ungum athafnamanni.
Hann var sonur Jóhönnu Katrínar
Kristjönu Briem og Einars Páls-
sonar prests í Reykholti. Þeim
fæddist sonurinn Gunnlaugur og
dóttirin Margrét Sigríður hlotnað-
ist þeim er hann var 9 ára og voru
þau þeirra mesta hamingja og
gæfa.
Þegar Gyða kynntist Páli var
hún skrifstofustúlka hjá HEMCO,
en eftir að þau giftu sig hætti hún
starfi utan heimilis, varð eins og
sagt er í dag, heimavinnandi. Fljót-
lega byggðu þau sér af dugnaði
hús á Eiríksgötu 23 og síðar í
Goðheimum 15. Fjölskyldan var
ekki stór í fyrstu en störfin mörg
og tímafrekari en í dag. Það þurfti
að láta enda ná saman og sífellt
stækkaði vina- og fjölskylduhópur-
inn sem umkringdi þau, enda bæði
gestrisin með afbrigðum.
Veiði- og sumarferðir með góð-
um vinum og fjölskyldu voru þeirra
yndi og ánægja og árviss var sum-
ardvöl með Margréti móður Gyðu
í sumarbústað fyrir austan fja.ll.
Sigurður lét flytja tilsniðinn sum-
arbústað þeirra Margrétar frá Nor-
egi árið 1932 og reisti hann á
hverasvæði þar sem nú heitir í
Hveragerði. Var þetta gert Mar-
gréti til heilsubótar, en hvergi leið
henni betur en þar og hafði nokkur
sumur áður en bústaðurinn var
reistur búið þar í tjaldi með börn-
in. Þetta mun hafa verið annar
sumarbústaðurinn sem var reistur
á svæðinu og stendur hann þar enn
þótt mikið hafi þrengt að honum.
Ekki þótti í lítið ráðist þegar
Gyða og Páll sigldu til Evrópu árið
1939 og ferðuðust á eigin bíl til
að skoða ný lönd og kynnast lysti-
semdum stórborganna. Þau gistu
heimsborgina París fyrir stríð og
gleymdu henni aldrei, enda lágu
leiðir þeirra aftur og aftur til út-
landa að stríðinu loknu.
Einn staður á íslandi var þeim
kærari en allir aðrir, Goðdalur í
Strandasýslu. Þangað fóru þau á
hveiju sumri og fylgdi þeim þá
jafnan flokkur vina og ættingja.
Meðan heilsa og kraftar leyfðu var
sífellt verið að byggja og búa í
haginn fyrir komandi ár. Félagarn-
ir sem áttu og byggðu upp staðinn
með þeim voru samhentir og
traustir.
Heimili Páls og Gyðu var rómað-
ur fjölskyldu- og vinastaður. Þar
var oft mannmargt, glaðst með
glöðum á góðri stund og veitt af
rausn. Bamabörn Páls og Gyðu
hrepptu öll það lán að fá að alast
upp með þeim heima í Goðheimum
15 og norður í Goðdal á Ströndum
og austur í Hveragerði á sumrum.
Þar lærðu þau margar listir lífsins,
lærðu að synda, veiða, smíða og
það sem mikilvægast er hveijum
ungum, að umgangast náttúmna.
Gyða og Páll voru góðir tengdafor-
eldrar, holl barnabörnum sínum og
raungóðir vinir.
Páll lést árið 1980 og fyrir sex
árum ákvað Gyða, eftir að hún
treysti sér ekki lengur að búa ein,
að flytja á Grund. Þar þekkti hún
vel til, heimsótti þar jafnan gamlar
töntur sínar og þangað hafði Hall-
dóra frænka hennar flutt skömmu
áður. Starfstúlkur, sjúkraliðar og
hjúkrunarkonur Grundar hlúðu vel
að Gyðu og sýndu henni góðvild •
sem seint verður fullþökkuð. Þar
eignaðist hún einnig margar góðar
vinkonur og vil ég minnast þar á
meðal Ingigerðar, en þær áttu
saman mörg sporin á meðan Gyða
var rólfær. Sambýliskonur Gyðu
voru Bentína, myndar- og skýr-
leikskona, en hún lést fyrir ári og
Margrét, hljóður og ljúfur herberg-
isfélagi sem Gyða mat að verðleik-
um.
Vinkonur Gyðu frá æskuámm
ræktuðu vinskap þeirra af trygg-
lyndi og vinfestu sem ekkert fékk
haggað.
Geislar nýársólarinnar verma nú
konurnar tvær á nýjum stað. Við
sem eftir þeim horfum yljum okkur
við minningarnar.
Inga Ingibjörg
Guðmundsdóttir.
Gyða Sigurðardóttir er látin og
hugurinn leitar hálfa öld til baka
á Eiríksgötu 23, þar sem hún bjó
með manni sínum, Páli Einarssyni
frá Reykholti, móðurbróður mín-
um.
Hugurinn reikar einnig á Tún-
götu til Svanbjargar, til Eggerts í
Borgamesi og Ingibjargar í Bald-
ursbrá.
Síðust fellur hún frá af þessu
fólki sem ég oft gisti hjá um
skemmri eða lengri tíma í æsku.
Á öllum þessum heimilum voru
gestrisni og frændrækni mikil. Það
er því margs að minnast og mikið
að þakka fyrir veitta vinsemd hjá
öllu þessu fólki.
Ég vil að leiðarlokum færa Gyðu
Sigurðardóttur þakkir nú, þegar
hún er horfin til æðri heima.
Bömum hennar, Gunnlaugi og
Margréti, og öðrum nákomnum
færi ég innilegar samúðarkveðjur
frá okkur Bryndísi.
Kalman Stefánsson.
Erfidrylíkiur
Glæsileg kiifli-
hlaðborð fldlegir
salir og mjög
góð þjónnsta.
Ipplýsingar
ísíma22322
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaerr-
ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
frá Akranesi.
Jón Bjarni Þórðarson, Áslaug Bernhöft,
Guðmundur Þórðarson, Málfríður Björnsdóttir,
Jóhanna M. Þórðardóttir, Steingrimur Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofur okkar í Aðalstræti 6 og 8 verða lokað-
ar í dag, frá kl. 14.30, vegna jarðarfarar
GÍSLA GUÐLAUGSSONAR.
Tryggingamiðstöðin hf.