Morgunblaðið - 05.01.1993, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
Gísli Guðlaugsson
fulltrúi - Minning
Fæddur 17. febrúar 1923
Dáinn 22. desember 1992
Gísli G. Guðlaugsson var fæddur
í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans
voru Guðlaugur Gíslason úrsmiður
og Kristín Ólafsdóttir og eignuðust
þau fjögur börn, Gísla, sem var
elstur, Elsu, Ólínu sem er látin, og
Karl. Fjölskyldan bjó í Vestmanna-
eyjum til árins 1941. Þar tók Gísli
m.a. þátt í skátastarfi og eignaðist
þar marga vini. Þeir skátar, sem
fluttu frá Eyjum til suðurlandsins,
stofnuðu skátaflokkinn Útlagann
og halda uppi góðu starfi sín á
meðal.
Gísli var einn af sjö fyrstu stúd-
entum Verzlunarskóla íslands árið
1945.
Gísli kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur,
þann 8. desember 1945 og eignuð-
ust þau tvö böm, Guðmund sem
kvæntur er Margréti Einarsdóttur
og Kristínu en eiginmaður hennar
er Þórir Þórisson. Barna- og barna-
barnaböm Gísla og Guðrúnar eru
11.
Leiðir okkar Gísla lágu fyrst
saman í september 1945 en þá
vomm við starfsmenn Carls D.
Tulinius & Co. hf. sem starfaði á
vátryggingasviði, sem við ásamt
Kristni Þ. Hallssyni eignuðumst
síðar. Það fyrirtæki ásamt Trolle &
Rothe hf. voru stofnaðilar Vátrygg-
ingafélagsins hf. árið 1953 og
störfuðum við hjá því til 1956. Þá
skildu leiðir okkar Gísla um sinn
er undirritaður varð forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. en
Gísli starfaði nokkur ár hjá íslenska
álfélaginu hf.
1. október 1970 hóf Gísli störf
hjá Tryggingamiðstöðinni hf. og
sá um farmtryggingar félagsins,
en þær em einn mikilvægasti þátt-
ur í starfi þess, en auk þess starf-
aði hann í endurtryggingadeild fé-
lagsins.
í mars 1990 fór Gísli í rannsókn
og nokkru síðar gekkst hann undir
hjartaaðgerð sem tókst vel.
Við Gísli ræddum um það sl.
sumar að þar sem hann yrði sjötug-
ur í febrúar myndi hann láta af
störfum. Það kom hins vegar fram
hjá Gísla að hann kveið fyrir því
að hætta í hinum daglegu verkefn-
um, þegar ársuppgjöri í framtrygg-
ingum yrði lokið.
Síðustu vikurnar gekk Gísli ekki
heill til skógar. Engum datt þó í
hug að hann gæti ekki lokið þeim
störfum, sem fyrir lágu. Fráfall
hans kom því mjög á óvart.
Gísli .var duglegur og mjög
traustur starfsmaður og sem for-
maður stjómar Tryggingamið-
stöðvarinnar hf. þakka ég honum
mikilvæg störf hans í þágu félags-
ins og verður skarð hans hjá því
vandfyllt.
Ég sendi Guðrúnu og fjölskyldu
hennar hugheilar samúðarkveðjur
og óska henni allrar blessunar um
ókomin ár.
Blessuð sé minning hins góða
drengs, Gísla G. Guðlaugssonar.
Gísli Ólafson.
í dag kveðjum við Gísla Guð-
laugsson, einn okkar besta og vin-
sælasta félaga í badmintonklúbbn-
um „Gamle Mande Holdet“ (GMH),
en Gísli var frumkvöðull að stofnun
hans í nóvember 1980 og kosinn
heiðursfélagi klúbbsins árið 1986.
í nóvember sl. var Gísli sæmdur
æðsta heiðursmerki Badminton-
sambands íslands fyrir framlag sitt
til uppbyggingar badmintoníþrótt-
arinnar á Islandi.
Gísli byijaði að leika badminton
fyrir um 35 árum. Hann gerðist
fljótt virkur félagi hjá Tennis- og
badmintonfélagi Reykjavíkur, tók
nánast þátt í öllum mótum sem
haldin voru og ekki leið á löngu
þar til hann fór einnig að taka þátt
í félagsmálum hjá TBR.
Þegar TBR hóf byggingu á
íþróttahúsi við Gnoðarvog í kring-
um árið 1970 varð Gísli fljótlega
aðal driffjöðurinn í því máli. Hann
var strax kosinn i fjáröflunarnefnd
og síðan í húsbyggingamefnd, þar
sem hann starfaði allt þar til húsið
var tekið í notkun árið 1977. Gísli
var fljótlega kjörinn fjármálastjóri
húsbyggingarnefndar og sá hann
lengst af um allt bókhald og fjár-
reiður vegna húsbyggingarinnar.
Leysti hann það starf frábærlega
vel af hendi eins og allt sem hann
tók sér fyrir hendur.
Þegar farið var að spila badmin-
ton í nýja íþróttahúsinu hafði GíSli
forgöngu um, að þeir félagar í
TBR, sem höfðu starfað mest sam-
an við að reisa húsið, fengju sér
sameiginlega tíma í húsinu til að
hittast og spila badminton. Upp úr
því var stofnaður klúbburinn sem
fékk nafnið GMH og var tilgangur
hans að félagamir spiluðu saman
badminton tvisvar í viku og hittust
utan vallar eins oft og tök voru á.
Eins og áðm sagði var Gísli einn
af stofnendum klúbbsins og fyrstu
starfsárin mjög virkur spilari, for-
maður klúbbsins um tíma auk þess
í stjóm hans nokkur ár.
Því miður kom að því að vegna
heilsubrests varð Gísli að hætta að
spila badminton með okkur, en þó
hélt hann áfram að taka þátt í fé-
lagsstörfum með okkur og skemmt-
unum allt til dauðdags, enda var
glaðlyndi og umburðarlyndi hans
aðalsmerki.
Við badmintonfélagarnir í GMH
sendum eiginkonu og fjölskyldu
hans okkar dýpstu samúðarkveðjur
og syrgjum saman góðan drengd.
Blessuð sé minning hans.
Badmintonfélagarnir í GMH.
Nú um stundir ráða ríkjum
stystu dagar ársins, — lægsti gang-
ur sólar og myrkur svo sem mest
getur orðið á íslandi. Þó' hefur
mannkindinni á tækniöld tekist að
blása til gagnsóknar og orðið býsna
mikið ágengt við að hrekja dimm-
una á undanhald fyrir veldi birtu
og ljóss. En þeir atburðir gerast
að við stöndum agndofa — ráða-
laus. „Það syrtir að er sumir
kveðja“ og það er ekkert hægt að
gera.
Góðir félagar og nánir vinir sem
hist hafa vikulega í áratugi eru enn
einu sinni saman komnir. Þeir eru
sex talsins sem löngum fyrr, í glöð-
um leik hinnar fögru íþróttar; og
hefðu ljóðmál verið uppi höfð á
þeirri stundu — sem raunar oft bar
við í þessum hópi — hefði trúlega
orðið fyrir valinu hinar glaðværu
ljóðlínur Steingríms „Minn hugur
er kátur og hjartað er létt og heim-
urinn víður og fagur“.
En skyndilega grípur skelfingin
um sig. Einn í hópnum hnígur nið-
ur mitt á meðal vina sinna. Hjartað
starfaði í fimm sólarhringa eftir
það, en hann komst ekki til meðvit-
undar meir. Lffshlaup þess sem hér
er kvaddur verður ekki rakið hér.
Hvoru tveggja er að til þess skort-
ir þekkingu þann sem hér heldur
á penna, að leysa það af hendi svo
sem verðugt er, en ekki síður hitt
hversu ótímabærar slíkar skýrslu-
gerðir hljóta að teljast á stund
mikillar sorgar.
Hann hét Gísli Guðlaugsson og
var fæddur í Vestmannaeyjum í
febrúar 1923. Gekk í Verslunar-
skóla íslands og útskrifaðist þaðan
með stúdentspróf. Ævistarf hans
var lengstum á vegum tryggingar-
mála og starfsvettvangur Trygg-
ingamiðstöðin hf. mörg næstliðin
ár.
Hann kvæntist ungur fallegri
ágætiskonu, Guðrúnu Guðmunds-
dóttur, og hef fyrir satt að á það
hjónaband hafí aldrei borið skugga,
og þess utan voru þau nánir og
óaðskiljanlegir vinir. Þau eignuðust
tvö börn og fögnuðu barnaláni.
Kærleiksríkt samband þeirra við
börn og bamaböm fór ekki fram-
hjá þeim sem til þekktu.
Þessum fáu kveðjuorðum verður
hér lokiö. Við badmintonfélagar
hans, fímm talsins sem stóðum hjá
honum síðustu andartökin í lífi
hans, kveðjum hann með þakklæti
og virðingu. Þakklæti fyrir sam-
verustundir sem ekki gleymast.
Þakklæt fyrir litríkan húmor og
fágaða ljúfmennsku sem aldrei
brást í fari hans. Virðingu vegna
lífsstíls sem hafín var yfír gagn-
rýni.
Við Hulda hugsum til Guðrúnar,
hans elskulega lífsförunautar og
til barna þeirra og biðjum þeim
blessunar í mikilli sorg.
Og öll blessum við minningu
Gísla Guðlaugssonar.
Kristján Benjaminsson.
Velgengni æskulýðsstarfs á borð
við alþjóðlegu skátahreyfínguna
byggist að mestu leyti á því að
þeir einstaklingar sem ganga til
liðs við hreyfinguna á unga aldri
nái slíkum þroska í starfínu að
þeir fínni hjá sér þörf til að láta
aðra njóta góðs af veru sinni og
reynslu í félagsskapnum.
Þannig einstaklingur var Gísli
Guðlagusson sem ungur gerðist
skáti í skátafélaginu Faxa í Vest-
mannaeyjum og var frá þeim tíma
meira og minna virkur í skátahreyf-
ingunni. Gísli var síðan einn stofn-
enda og félaga í skátaflokknum
Útlaga sem haldið hefur hópinn í
50 ár og því sennilega elsti skáta-
flokkurinn á landinu sem ennþá
kemur reglulega saman.
Bandalag íslenskra skáta þakkar
Gísla hér með framlag hans til
uppgangs skátahreyfingarinnar og
tryggð hans við hana til dánar-
dags. Enn einn skátinn er farinn
heim og sendir skátahreyfingin eft-
irlifandi eiginkonu, bömum, vinum,
vandamönnum og skátasystkinum
innilegar samúðarkveðjur.
Með skátakveðju,
f.h. Bandalags íslenskra skáta,
Gunnar H. Eyjólfsson skátahöfðingi
Hinn 22. desember á nýliðnu ári
lést í Borgarspítalanum Gísli G.
Guðlaugsson. Gísli var fæddur 17.
febrúar 1923 og hefði því orðið 70
ára 17. næsta mánaðar hefði hann
lifað. Við samstarfsfólk hans í
Tryggingamiðstöðinni vissum að
hann hefði ekki verið heill heilsu
síðustu misserin en andlát hans
kom okkur engu að síður á óvart
því við höfðum vonast til þess að
Gísli mundi fá að Ijúka störfum
sínum með okkur og eyða ævi-
kvöldinu með Rúnu án áhyggja af
vinnunni.
Gísli hóf störf hjá Tryggingamið-
stöðinni 1. október 1970. Hann
hafði þá áður verið starfandi hjá
íslenska álfélaginu sem aðalbókari
um nokkurra ára bil en þar áður
hafði hann starfað við vátryggingar
í rúm 20 ár, síðast sem fram-
kvæmdastjóri Vátryggingafélags-
ins hf. Gísli hafði, þegar hann lést,
yfír 40 ára starfsreynslu á sviði
vátrygginga. Þekking hans þar var
fjölþætt því hann hafði starfað við
allar greinar vátrygginga. Hjá
Tryggingamiðstöðinni starfaði
hann þó fyrst og fremst við farm-
tryggingar, sem er ein mikilvæg-
asta en jafnframt ein vandasam-
asta tryggingargrein félagsins.
Starf sitt rækti Gísli af einstakri
kostgæfni og samviskusemi. Hann
bar í brjósti sér mikinn metnað
fyrir velgengni Tryggingamið-
stöðvarinnar og sá metnaður ásamt
samviskusemi hans hefur vafalaust
knúið hann til þess að leggja harð-
ar að sér hin síðustu ár en heilsa
hans leyfði.
Gísli var félagslyndur maður.
Hann kunni vel að segja frá og
hafði góða kímnigáfu. Hann gætti
þess alltaf að allar frásagnir hans
væru græskulausar og blandnar
hlýju. Vafalaust hefur hann öðlast
frásagnargleði sína og félagslyndi
í skátahreyfingunni í Vestmanna-
eyjum, en í Eyjum var hann fædd-
ur og uppalinn.
Ég kynntist Gísla fyrst 1959 er
ég starfaði með skólanum við hús-
vörslu á kvöldin í íþróttahúsi KR.
Gísli lék þar badminton í hópi úr-
valsmanna í þeirri ágætu íþrótt.
Þetta voru fjörugir „karlar“ eins
og mér fannst menn vera milli þrí-
tugs og fertugs í þá daga. „Karl-
arnir“ spiluðu og gera enn, ef ég
veit rétt, af mikilli gleði og kapp
þeirra var slíkt að ekkert var gefíð
eftir eina einustu mínútu af æf-
ingatímanum. Það var gaman að
fylgjast með þeim spila og það
varð meðal annars til þess að ég
fór að spila badminton þó úthald
mitt hafí ekki reynst eins mikið og
þeirra.
Við samstarfsfólk Gísla sjáum
nú á eftir elskulegum og góðum
félaga. Við minnumst hans fyrir
einstaka velvild og hlýhug sem
hann bar til okkar allra. Við minn-
umst ánægjulegs samstarfs og
margra gleðistunda sem við áttum
saman. Ein þessara stunda var
þegar hann bauð okkur heim til sín
þegar hann varð sextugur. Gísli
bauð okkur velkomin með nokkrum
orðum eins og gestgjafa er siður
en það sem hann sagði er mér enn
minnisstætt. Hann bað okkur að
afsaka hversu þröngt væri um okk-
ur í litla húsinu hans við Langa-
gerði, en þetta væri gott hús, sem
honum þætti vænt um því það hefði
þann stóra kost að hún Rúna hans
væri aldrei langt frá honum. Þessi
orð hans lýsa lítillæti og hlýju Gísla
vel.
Ég vil fyrir hönd Tryggingamið-
stöðvarinnar hf. þakka Gísla góð
störf fyrir félagið. Við samstarfs-
fólk hans munum ávallt minnast
Gísla sem góðs manns.
Við vottum Guðrúnu, börnum og
bamabömum innilega samúð.
Blessuð sé minning Gísla G. Guð-
laugssonar.
Gunnar Felixson.
Hann Gísli vinur minn er látinn.
Hann fæddist í Vestmannaeyjum
17. febrúar árið 1923. Foreldrar
hans voru hjónin Kristín Ólafsdótt-
ir ættuð frá Ólafsvík og Guðlaugur
Gíslason úrsmiður frá Stykkis-
hólmi. Gísli var elstur fjögurra
barna þeirra. Hin em Elsa, Olína,
sem er Iátin, og Karl úrsmiður.
Gísli var tápmikið bam, sístarfandi
í leik og íþróttum og alltaf framar-
lega í flokki. í skóla var það sama
sagan, hann var góður námsmaður
með góðar einkunnir og vinsæll í
félagsskap. Eftir bamaskólann fór
hann í gagnfræðaskólann og lauk
þar námi með góðri einkunn. Árið
1941 fluttist íjölskyldan til Reykja-
víkur. Gísli innritaðist þá í Verslun-
arskólann og lauk þar námi í hópi
fyrstu verslunarskólastúdenta vor-
ið 1945.
Að námi loknu réðst hann til
tryggingastofu Carls Tuliníusar.
Við sameiningu tryggingastofnana
réðst hann til Vátryggingafélagsins
hf. og starfaði þar í nokkur ár.
Þegar álverksmiðja ísals var í
byggingu starfaði hann þar sem
aðalbókari. Árið 1970 réðst hann
til Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
þar sem hann starfaði nú síðustu
22 árin. Gísli var dugmikill starfs-
.maður sem lagði sig fram svo allt
væri hreint og í góðu lagi sem
honum var trúað fyrir.
Leiðir okkar Gísla lágu fyrst
saman í hópi bama sem hafði sitt
leiksvæði í námunda við Drífanda-
hornið, sem við kölluðum svo.
Síðarmeir stofnuðum við peyjafé-
lagið Álftina. Gísli var einn af að-
alköppunum, framarlega í hvort
heldur var fótbolta, hlaupum eða
öðmm íþróttum. Þar kynntist ég
ennfremur Friðrik Haraldssyni frá
Sandi. Þeir voru leikfélagar því fjöl-
skylda Gísia átti heima á Sandi um
það leyti. Kynni okkar þriggja þró-
aðist smám saman upp í trausta
vifláttu. Við vomm nánast alltaf
saman þegar við höfðum frí frá
skóla eða öðrum skyldustörfum.
Fjölskylda Gísla átti heima á ýms-
um stöðum í Eyjum. Síðast bjuggu
þau í Hjarðarholti, vestarlega á
Vestmannabraut. Um það leyti vor-
um við félagarnir að komast á
gelgjuskeið unglingsáranna. Þau
Kristín og Guðlaugur hændu félaga
barna sinna að sér. Heimilið í
Hjarðarholti var oft eins og félags-
heimili þegar börn þeirra og félag-
ar þeirra söfnuðust þar saman.
Guðlaugur alltaf léttur og gaman-
samur, stríddi okkur stundum,
lagði fyrir okkur glettnar smá-
þrautir og hló oft dátt. Kristín var
aftur á móti alvörugefnari, íhugul
en alltaf traust og blíð. Henni lét
létt að tala okkur til og leiðbeina.
Ég minnist atviks frá Hjarðarholti
sem sýnir hvernig henni tókst að
hafa varanleg áhrif á okkur. Við
komum þangað af stúkufundi í
stúkunni Sunnu. Hún gaf okkur
kaffí og brauð. Meðan við drukkum
sat hún hjá okkur og ræddi við
okkur. Allt í einu hóf hún máls á
að við ættum að ganga í bindindi.
Við urðum að vonum undrandi, þar
sem hvorki hafði tóbak eða áfengi
verið á dagskrá hjá okkur. Hún
bætti svo við, að ef á reyndi héldi
stúkan ekki í okkur, því ættum við
að fara í bindindi hver við annan
til tuttugu og fímm ára aldurs, þá
værum við búnir að ná þroska til
að velja eða hafna. Á eftir fórum
við út að ganga og ræddum hug-
myndina. Gísli var ekki sérlega
hrifinn en okkur Friðrik þótti hug-
myndin nokkuð góð. Niðurstaðan
varð að við að hétum hver öðrum
að neyta hvorki áfengis né tóbaks
til tuttugu og fímm ára aldurs.
Þetta varð til þess að þegar aldurs-
markinu var náð höfðum við stað-
ist heitið og enginn okkar neytti
áfengis langt fram eftir aldri.
Haustið 1938 gengum við í
Skátafélagið Faxa. Þar fengum við
mikil og margþætti verkefni að
vinna að, sem tók mestallan frítíma
okkar. Faxi var strangt og öflugt
félag, ekki hvað síst í féiagsfor-
ingjatíð Þorsteins Einarssonar, þá-
verandi gagnfræðaskólakennara.
Hann var okkur góður leiðtogi sem
við lærðum margt af. Þar fann
Gísli sér verkefni við hæfí og naut
sín. Hann greip skátahugsjónina
og starfaði vel. Stuttu eftir að fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur stofn-
uðu utanbæjarskátar með sér
skátaflokk sem þeir nefndu Útlaga.
Gísii og Friðrik voru þar í hópi.
Vestmannaeyjaskátamir sátu fljót-
lega einir eftir í flokknum og hafa
nú starfað óslitið saman í honum
í yfír fímmtíu ár.
Eitt af síðustu verkum Gísla
varðandi skátamál var að afla
viðurkenningar á að Skátafélagið
Faxi væri fyrsta skátafélag í heimi,
sem varð sameiginlegt skátafélag
drengja og stúlkna (1940-1941).
Gísli hafði áhuga á fleiru. en
skátum og vinnu. Meðal annars
má nefna að hann var mjög áhuga-
samur í pólitík og fylgdi Alþýðu-
flokknum eins og foreldrar hans.
Einnig var hann virkur í Badmin-
tonfélaginu og stundaði þá íþrótt
af kappi meðan heilsa leyfði og þar
átti hann sína síðustu meðvituðu
stund meðal góðra félaga.
8. desember 1945 var mikill dag-
ur í Qölskylglu Gísla. Þá giftist hann
stúlkunni sinni, Guðrúnu Guð-
mundsdóttur og Elsa giftist Birgi
Helgasyni, ágætis manni sem nú
er látinn. Á sama tíma giftu sig í