Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 52
Kortaviðskipti erlendis drógust saman fyrir jólin RUMLEGA 6% samdráttur varð á Euro og Visa greiðslukorta- viðskiptum íslendinga erlendis milli síðustu ársfjórðunga ár- anna 1991 og 1992. Færri nýta sér greiðslukortaviðskipti á þessum ársfjórðungi í fyrra en árið áður. Hjá Eurocard nem- ur samdrátturinn 1,7% en hjá Visa-íslandi 2,9%. Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Eurocard, sagði að heildarúttektir erlendis hefðu num- ið 560 milljónum króna í október, nóvember og desember á síðasta ári. Á samsvarandi tímabili árið 1991 hefði upphæðin numið um 590 milljónum króna og væri því um 6% samdrátt milli ára að ræða. Færri-virðast nota kortin á er- lendri grund en áður. Umræddan ársijórðung árið 1991 voru þessir aðilar 13.500 en 13.300 í fyrra. Samdrátturinn er um 1,7%. Mest er verslað í Evrópu eða um 80% en minna, eða um 20%, í Bandaríkj- unum og öðrum löndum. Aðspurður sagðist Gunnar telja ástæðu samdráttarins að fólk væri farið að leggja áherslu á aðra hluti í utanlandsferðum sínum. „Ég held Nágranna illa við eðl- ur, slöngu og kónguló LÖGREGLAN var kölluð að húsi við Framnesveg í gær, þar sem maður nokkur held- ur fimm eðlur, eina kyrki- slöngu og stóra kónguló sem húsdýr. Ekki var lögreglan kölluð til vegna óspekta á heimilinu, heldur vegna þess að nágranni mannsins hafði áhyggjur af húsdýrahaldinu og fannst það óeðlilegt. Eigandi dýranna kvaðst hafa haldið dýrin í nokkur ár, án þess að nokkur fyndi að því og tók fram, að kóngulóin myndarlega væri ekki eitruð. að fólk sé hætt þessu mikla búð- arrápi, sem var, þó það sé auðvitað innan um. Fleiri eru farnir að fara sér til skemmtunar og kaupa eitt- hvað smávegis." Aukin velta innanlands Aðspurður sagði Einar S. Ein- arsson, framkvæmdastjóri Visa- íslands, að velta fyrirtækisins er- lendis síðasta ársfjórðung hefði verið 1.328 milljónir en árið 1991 1.423 milljónir. Samtals næmi sam- drátturinn 6,7%. Einar sagði að færri hefðu notað sér kortin erlend- is í fyrra en árið þar áður, 38.000 árið 1991 og 37.000 í fyrra. Næmi samdrátturinn um 2,9%. Oðru máli gegnir um veltu fyrir- tækisins innanlands. Heildarveltan á síðasta ársfjórðungi var 10.050 milljónir samanborið við 9.267 milljónir árið 1991 og nam aukn- ingin því 8,5%. Jólaviðskipti, frá miðjum nóvember til miðs janúar, eru áætluð 6 milljarðar króna eða álíka mikil og í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn VETUR VIÐ TJÖRNINA Kjöt og egg Þörfá 10-15% verðhækkun TALIN er þörf á um 15% hækkun á verði kjúklinga, 10% hækkun á verði eggja og svínakjöts og 14% hækkun á heildsöluverði naut- gripakjöts vegna lækkunar á end- urgreiðslu virðisaukaskatts vegna þessara búvörutegunda sem ríkis- sljórnin hefur ákveðið. Að mati talsmanna búgreinanna getur lækkun endurgreiðslna sem nemur um 270 milljónum króna auk- ið framfærslukostnað neytenda um rúmlega 400 milljónir króna. Bú- greinafélögin efndu til blaðamanna- fundar í gær. Þar kom fram að verð á nautgripakjöti mun hækka strax um 14% en hinar búgreinarnar munu taka hækkunina á sig að hluta til, a.m.k. fyrst í stað og verð á kjúkling- um mun fyrst um sinn hækka um 9,6% og á eggjum um 5%. Sjá nánar á miðopnu. ----» ♦ ♦---- Gruniir um flensutilfelli Grunur er um að inflúensa sé tek- in að stinga sér niður í Reykjavík, eins og oft gerist um þetta leyti. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði að litlar upplýsingar lægju fyrir um til- felli af alvarlegri flensu, en veikur grunur væri þó um slík tilfelli. Það tæki hins vegar tima að skera úr því, þar sem taka þarf blóðprufur með um tveggja vikna millibili til að mæla mótefnabreytingar. Óvenjumikið um erlenda kaupendur vegna frjáls útflutnings saltfisks Margir útflytjendur bjóða verkendum þjónustu sína MARGIR útflyljendur hafa að undanförnu boðið saltfiskfram- leiðendum þjónustu sína í kjölfar ákvörðunar utanríkisráðherra um að gefa útflutning saltfisks frjálsan um áramót. Þá var óvcnjumikið um erlenda kaup- endur hér í desember og gerðu þeir mörgum framleiðendum til- boð. Ekki er þó búist við að mikl- ar breytingar verði í þessum útflutningi á næstunni. Af samtölum við nokkra saltfisk- framleiðendur má ráða að útflytj- endunum og erlendu kaupendunum hafi enn ekki orðið mikið ágengt. Telja þeir ekki líkur á kollsteypum í útflutningnum og að Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda haldi sterkri stöðu sinni að minnsta kosti fyrst um sinn. Fiskverkun ÓA t Grindavík, sem gerði samning um sölu á 700 tonn- um af saltfíski til Grikklands, er nú að pakka í fyrsta gáminn og fer hann væntanlega til Grikklands síðar í mánuðinum. Ólafur Arnfjörð Alþjóðlegt læknaþing um hæggenga veirusjúkdóma haldið á íslandi í júní Tileinkað vísindaframlagi Björns Sigurðssonar á Keldum Nóbelsverðlaunahafi og heimskunnur alnæmissérfræðingur meðal fyrirlesara ALÞJÓÐLEGT Iæknaþing, tileinkað minningu dr. Björns Sigurðssonar læknis, sem var forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði á Keldum, og rannsóknum hans á hæggengum veirusjúkdómum í miðtaugakerfinu, verður haldið á Islandi dagana 2. til 5. júní næstkomandi. Meðal fyrirlesara á þinginu verða nokkrir af fremstu vísindamönn- um heims á sviði læknisfræðinnar og má þar nefna dr. Robert C. Gallo, sem er heims- kunnur frumkvöðull á sviði alnæmisrannsókna og einn þeirra sem fyrst uppgötvuðu HIV vírusinn og dr. Garleton Gajdusek, sem hlaut nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknis- fræði árið 1976 fyrir rannsóknir sínar á kúru og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum en hann byggði tilraunir sínar á kenningum dr. Björns um hæggenga smitsjúkdóma. Þingið verður haldið á vegum The New York meinafræði við Mayo Clinic í Rochester í Banda- 'Academy of Sciences og er styrkt af íslenska ríkjunum en hann er sonur Bjöms Sigurðsson- menntamálaráðuneytinu. Forseti þingsins verð- ar. Björn hefði orðið áttræður á þessu ári hefði ur Jóhannes Björnsson, sérfræðingur í líffæra- hann lifað en hann lést árið 1959. Björn Sigurðsson Jóhannes sagði að margir vísindamenn hefðu sýnt þessu þingi mikinn áhuga og er áætlað að milli 200 og 300 sérfræðingar víða að úr heim- inum muni sækja það. Dr. Bjöm stundaði miklar rannsóknir á sviði meina- fræði, bakteríufræði, veiru- fræði, ónæmisfræði og far- aldsfræði og eru niðurstöður hans víðkunnar og viðurkenndar innan læknis- fræðinnar. framkvæmdastjóri sagði að mál hafi þróast þannig, meðal annars vegna þeirrar óvissu sem ríkt hafí um stefnu stjórnvalda í þessum málum, að líkur væru á að minna yrði úr þessum útflutningi en áformað var. Ólafur sagði að margir íslend- ingar virtust ætla sér að fá vinnu við saltfiskútflutning í kjölfar ákvörðunar um frjálsan útflutning. Taldi hann að um tugur manna alls staðar af landinu hefði hringt og boðið þjónustu sína, en hann kvaðst lítinn tíma hafa haft til að spjalla við þá. Þróun fremur en kollsteypa Reynir Guðbergsson saltfisk- framleiðandi í Garði sagði að nokkrir hefðu haft samband við sig. Hann sagði þó meira áberandi hvað margir útlendingar hefðu komið í desember til að bjóða í fisk. Arnór Siguijónsson hjá útflutn- ingsfyrirtækinu Marvík hf. í Garði, sem flutti út 600-700 tonn af salt- fiski í fyrra, sagðist búast við aukn- ingu í ár. Þó sagðist hann frekar eiga von á þróun en kollsteypu á næstu mánuðum. Arnór sagðist telja að þeir Spánveijar og Portú- galir sem komu fyrir áramót hafi ekki haft erindi sem erfíði. Þeir hefðu gert framleiðendum tilboð, en hann taldi að ekki hefðu orðið mikil viðskipti úr þvl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.