Morgunblaðið - 05.01.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.01.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 25 Díana prinsessa er nú í fríi á eynni Nevis í Karíbahafi. Á innfelldu myndinni sést hún laga sundgleraugu sonar síns Vilhjálms. Á stærri myndinni sést hópur Ijósmyndara sem fylgir Díönu prinsessu hvert fótmál. Daglega birtast myndir af hennijéttklæddri í bresku blöðunum og er haft fyrir satt að prinsessan hafi ekkert á móti allri athyglinni. Major ítrekar að Díana geti orðið drottning London. The Daíly Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, ítrekaði í viðtali við BBC fyrri ummæli sín þess efnis að Díana prinsessa af Wales gæti orðið drottning þótt hún og eiginmaður hennar, Karl ríkisarfi, séu nú skilin að borði og sæng. Er ráðherrann lýsti þessari skoðun sinni í þinginu í desember um leið og hann skýrði frá skilnaðinum var hann harðlega gagnrýndur fyrir vikið. „Þetta var byggt á skýrum ráð- leggingum sérfræðinga í stjórnskip- un landsins," sagði Major. „Prinsinn og prinsessan af Wales eru skilin að borði og sæng — þau eru enn hjón. Eiginkona konungs er drottning". Fjöldi breskra þingmanna hefur full- yrt að almenningur myndi reka upp ramakvein ef Díana yrði kiýnd við þær aðstæður sem Maj- or lýsir. í viðtalinu vísaði Major á bug vangaveltum um að ríkisstjórnin hygðist biðja þingið að breyta lögum þannig að Karl gæti kvænst á ný ef til fulls skilnaðar kæmi. Ráðherr- ann sagði að þrátt fyrir mikla erfið- leika hjá konungsfjölskyldunni að undanfömu væri framtíð konung- dæmis í Bretlandi trygg. Afsögn cfnahag smálaráðher ra Þýskalands Möllemann borin á brýn vanhæfni, lygi o g spilling Bonn. Reuter og The Daily Telegraph. ÞÝSKIR fjölmiðlar voru ómyrkir í máli í gær vegna afsagnar Jiirg- ens Möllemanns, efnahagsmálaráðherra Þýskalands, á sunnudag en ráðherrann hefur orðið uppvís að spillingu og ósannindum. „Afsögn Möllemanns losar landið við martröð," sagði Die Welt og sjónvarps- stöðin ZDF fór háðulegum orðum um ráðherrann, sagði hann hafa stundað þá list að „bera fram ósannindi án þess að skrökva." Málið hefur grafið mjög undan áliti samsteypustjórnar Kristilegra demó- krata, systurflokks þeirra, Kristilega sósíalsambandsins og Frjáls- lyndra demókrata sem setið hefur í tíu ár. Helmuts Kohls kanslará sem er Kristilegur demókrati. Blaðið Die Welt, sem er hægrisinnað, sagði að Kohl hefði átt að taka Mölle- mann til bæna þegar fyrir jól. Ýmsir stjórnmálaleiðtogar hvöttu til þess í gær að sérfræðing- ur í efnahagsmálum yrði eftirmað- ur Möllemanns. Helst ér rætt um Giinter Rexrodt, fijálslyndan demókrata og bankamann sem sit- ur í stjórn Treuhand-stofnunarinar er annast einkavæðingu austur- þýskra ríkisfyrirtækja en sú reynsla er talin honum mjög til tekna, auk flokkslitarins. Möllemann er sakaður um að eiga verulegan þátt í því hve illa hefur gengið að koma efnahag a- þýsku héraðanna fimm á réttan kjöl. Sjálfur skýrði Möllemann frá því að hann myndi ekki bjóða sig fram til embættis flokksformanns á þessu ári og er talið að þar með sé leiðin greið fyrir Klaus Kinkel utanríkisráðherra. Hann gekk í flokkinn fýrir aðeins tveim árum en er talinn mikið leiðtogaefni. Möllemann rit- aði nafn sitt undir allmörg bréf, bréfsefnið var merkt ráðuneyt- inu, þar sem mælt var með öryggis- búnaði í stórmörk- uðum en búnaður- inn er framleiddur af ættingja eigin- konu ráðherráns. Fyrst bar Möllemann því við að umrædd bréf hefðu verið úr bunka eyðublaða sem ráðherrar undirrita og eru notuð til að afgreiða ýmis mál þegar ekki næst í ráðherra. Mistökin væru því aðstoðarmanni að kenna. Síðar varð hann að viður- kenna að svo hefði ekki verið en sagði að skjalabunkinn þann dag- inn hefði verið þykkur, gaf í skyn að um fljótfærni hefði verið að ræða. Möllemann, sem er úr flokki Fijálslyndra demókrata og að nafn- inu til varakanslari landsins, gegn- ir embætti áfram um hríð að beiðni Reuter Moi sver embættiseið Daniel arap Moi sór í gær embættiseið forseta Kenýu eftir að kjör- stjórn hafði lýst því yfir að hann hefði unnið sigur í fyrstu fjölflokka- kosningunum í landinu í 26 ár. Moi er 68 ára, hefur gegnt embættinu frá 1978 og var kjörinn til fimm ára. „Ég ætla að þjóna öllum Kenýu- mönnum, og ég meina öllum, af trúmennsku og auðmýkt fyrir þróun og velferð þjóðarinnar," sagði hann. Á myndinni kannar Moi heiðurs- vörð eftir að hafa svarið embættiseiðinn. Landsnefnd um alnæmisvarnir efnir til samkeppni um ritun einþattungs tyrir leiksvið Efni: Verkið skal ó einhvern hátt fjalla um alngemi. Umfang og lengd: Gera skal ráð fyrir að unnt verði að sýna verkið t.a.m. í skólum og á vinnustöðum og taki 20-40 mínútur í flutningi. Öllum er heimil þátttaka. Verðlaun: Veitt verða verðlaun að upphæð kr. 250.000,- Dómnefnd áskilur sér rétt til að láta verðlaunaupphæð renna óskipta til eins höfundar, skipta verðlaunafénu eða hafna öllum tillögunum. Dómnefnd er skipuð fulltrúum Landsnefndar um alnæmis- varnir, Rithöfundasambands Islands, Leikskáldafélags Is- lands og Leiklistarráðs. Skilafrestur: Handritum skal skila undir dulnefni til Lands- nefndar um alnæmisvarnir, Laugavegi 1 16, 150 Reykjavík, fyrir 5. apríl 1993. Rétt nafn höfundar, kennitala og heimil- isfang fylgi í lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar fást hjá starfsmanni Landsnefndar um alnæmisvarnir í síma 91-623830. jsb KEIMIMSLA HEFST 6.JAN Endurnýjun skírteina ter fram í skólanum í Suöurveri og Hraunbergi 4. og 5. janúar kl. 16-20 Innritun nýrra nemenda í síma 81 37 60 (SuAurver) og 7 99 88 (Hraunberg) frá kl. 13-19 STRÁKAR ATHUGIÐ! 10 tíma kynningarnámskeiA Sér strákatímar í jazzballett hjá Karli Barbee Góö þjálfun • hörkupúl. Því ekki aö reyna eitt námskeið? Framhaldsflokkar - Byrjendaflokkar - Fyrir stráka og stelpur frá 6 ára aldri • Kennarar i vetur: Karl Barbee, Bára Magnúsdóttir, Anna Norödahl, Irma Gunnarsdóttir, Ágústa Kolbeinsdóttir, Margrét Arnþórsdóttir o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.