Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993 33 Menn fínni til ábyrgð- ar á fyrri gjörðum Finnur Ingólfsson gagnrýnir Alþýðubandalagið Framsóknarmaðurinn Finnur Ingólfsson (F-Rv) ætlar að sitja lyá við afgreiðslu á frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Nokkur ámælisorð fellu af vörum Alþýðubandalagsmanna sem vildu fremur finna Finn í flokki með formanni Framsóknarflokkins Steingrími Hermannssyni og öðrum andstæðingum samningsins um EES. Annarri 'um- ræðu um frumvarp til laga um saming um Evrópskt efna- hagssvæði, EES, var framhaldið í gær. Finnur Ing- ólfsson (F-Rv) benti á í upphafi sinnar ræðu að við lifðum á sjávarafla og myndum lifa á um ófyrirsjáanlega framtíð. Það væri því óhjákvæmilegt að hafa hagsmuni íslensks sjávarútvegs að leiðarljósi þegar gerðir væru við- skiptasamningar við aðrar þjóðir. Finnur benti einnig á að í dag væri Evrópumarkaðurinn okkar langmik- ilvægasti markaður; rúmlega 70% útflutningsverðmætanna færu þang- að nú en fyrir ártug hefði þetta hlut- fall verið um 30% EES viðspyma gegn EB Finnur lagði ríka áherslu á að við yrðum augljóslega að huga vel að okkar stöðu á Evrópumarkaðinum. Hann minnti á að okkar helsta sam- keppnisþjóð, Norðmenn, hefði stað- fest samninginn um EES og hefði forskot fram fyrir okkur ef við yrð- um utan við EES. Viðskiptahlið samningsins um EES væri okkar sterkasta vörn gegn því að sogast inn í EB. Ræðumaður óttaðist mjög að ef við nytum ekki þess ávinnings sem aðild að ESS gæfi, þá myndi þrýstingur aukast mjög á að við sæktum um beina aðild að Evrópu- bandalaginu, EB. Ávinningur af aðild að EES væri þó dýru verði keyptur, að áliti Finns Ingólfssonar. Hann tók undir gagn- rýni Halldórs Ásgrímssonar fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra um að ekki væri skipt á jáfngildum veiði- heimildum samkvæmt tvíhliða sam- ingum íslands og EB um fiskveiði- mál. Finnur lagði áherslu að samning- urinn um EES sem nú lægi fyrir Alþingi myndi fyrirsjáanlega taka breytingum vegna fyrirhugaðrar aðildar annarra EFTA-ríkja að EB. Breytingar vörðuðu ekki hvað síst stofnanaþátt samningsins en einmitt um hann hefðu verið hvað mestur vafi með tilliti til stjórnarskrár lýð- veldisins. Finnur rifjaði upp að um stjórnarskrárþátt málsins hefði verið ritað langt mál lögfræðilegt og einn- ig hefði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins farið mjög ítarlega yfir þennan hluta málsins fyrr í umræðunni. En þegar upp væri staðið og gengið til at- kvæða yrði það að vera mat hvers og eins þingmanns hvort samningur- inn stæðist gagnvart stjórnarskrá. Stjórnarandstaðan hefði flutt frum- vörp til laga um breytingar á stjóm- skipunarlögum til að taka af allan vafa en meirihluti Alþingis hefði kosið að vísa málinu til ríkistjórnar- innar. Stjómarmeirihlutinn yrði að bera pólitíska ábyrgð á þeirri gjörð. Finnur vildi einnig benda á að margt annað sem tengdist samningnum væri enn óljóst. Ýmsar tilskipanir EB hefðu enn ekki komið fyrir Al- þingi í lagafrumvörpum. Ríkisstjórn- in og þeir flokkar sem að henni stæðu yrðu því einir að bera alla pólitíska ábyrgð á málinu. Finnur Ingólfsson greindi þingheimi frá þeirri ákvörðun sinni að sitja hjá við afgreiðslu samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á Alþingi. Ákvörðun Finns Ingólfsson varð tilefni til nokkurra orðaskeyta milli hans og Ólafs Ragnars Grímsson- ar (Ab-Rn) formanns Alþýðubanda- lagsins og Hjörleifs Guttormsson- ar (Ab-Al). Alþýðubandlagsmönnum var niðurstaða Finns efni harms og furðu, vöktu þeir athygli á að Stein- grímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins væri nú and- vígur þessari samningsgjörð um EES. Finnur Ingólfsson sagði það hafa verið niðurstöðu flokksþings framsóknarmanna að enginn þing- maður Framsóknar myndi greiða atkvæði með samningnum, hins veg- ar'hefði verið um það rætt í þing- flokknum að einstakir þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en aðrir sætu hjá. Finnur vildi benda á að Steingrímur Hermannsson treysti sér ekki til að styðja samning- inn þar sem hann teldi að hann stæð- ist ekki gagnvart stjómarskrá, sá þáttur málsins hefði ekki verið kom- inn inn í umræðuna í tíð fyrri ríkis- stjórnar sama mæli og nú. Aftur á móti væri ekki annað að heyra en að Ólafur Ragnar Grímsson væri efnislega á móti samningnum en samningurinn hefði efnislega sáralít- ið breyst. Finnur sagði í einu sinna andsvara að sá væri munur á Fram- sókn og Alþýðubandalagi að fram- sóknarmenn hefðu ábyrgðartilfinn- ingu fyrir því sem þeir hefðu verið að gera áður fyrr. ->-• m Frumvarp til vegalaga Veg-amálaslj óra verði leyft að fela einkaðilum veghald FLOKKUN vega verður einfölduð. Vegamálastjóra verður heimilt að fela öðrum aðilum en Vegagerðinni veghald, s.s. þjónustu og viðhald einstakra vegakafla. Langtímavegaáætlun verður komið á fastan lagagrundvöll. Þessi og fleiri nýmæli er að fínna í frum- varpi sem Halldór Blöndal samgönguráðherra lagði fram rétt fyrir jól. Núgildandi vegalög eru að stofni til frá árinu 1963 en með síðari breytingum. Um nokkurt árabil hefur verið unnið að undirbúningi að endurskoðun vegalaga. í febrúar síðastliðnum skipaði Halldór Blön- dal samgönguráðherra nefnd til að endurskoða vegalögin. Formaður nefndarinnar var Þórhallur Jóseps- son deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu. Aðrir í nefndinni voru: Alþingismennimir, Árni M. Math- iesen (S-Rn), Gunnlaugur Stefáns- son (A-Al), Karl Steinar Guðnason (A-Rn) og Pálmi Jónsson (S-Nv). Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga, Gunnar Gunnarssson fram- kvæmdastjóri hjá Vegagerð ríkisins og Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri. Niðurstöður nefndarinnar um breytt vegalög birtast nú í nýju frumvarpi til vegalaga. Nefndin varð sammála í áliti sínu, með þeirri undantekningu að fulltrúi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Þórður Skúlason, gerði fyrirvara um nokkur atriði. Ný flokkun með fyrirvara í frumvarpinu er gdrt ráð fyrir að einfalda verulega flokkunarkerfi vega. Nú í dag eru vegir flokkaðir sem þjóðvegir (stofnbrautir og þjóðbrautir), sýsluvegir, þjóðvegir í þéttbýli og einkavegir, þessum til viðbótar má nefna fjallvegi og þjóð- garðsvegi. Samkvæmt frumvarp- inu verða meginflokkar einungis tveir, þ.e. þjóðvegir og einkavegir. Þjóðvegir munu skiptast í fjóra undirflokka; stofnvegi, tengivegi, safnvegi og landsvegi. Einkavegir skiptast í tvo undirflokka, þ.e. vegi sem veita má fé til í vegaáætlun (svonefndir styrkvegir), og hins- vegar vegi sem alfarið verða kost- aðir af eigendum sínum. í aðalatriðum má segja að stofn- vegir svari til stofnbrauta nú, tengi- vegir til þjóðbrauta, safnvegir til sýsluvega og landsvegir til meiri háttar fjallvega og vega að fjölsótt- um ferðamannastöðum. Þá munu flestir flokkar vega, sem heimilt er að hafa í tölu sýsluvega nú (en ekki skylt) falla undir einkavegi Fundir um morgunstundir Áætlað er að afgreiða fjögur mál á Alþingi nú fyrri hluta jan- úarmánuðar. Staðfestingarfrum- varpið um samning um Evrópskt efnahagssvæði, EES, samning við Evrópubandalagið, EB, um fisk- veiðimál, og lánsfjárlög 1993 og frumvarp er varðar frestun á gild- istöku nokkurra ákvæða grunn- skólalaga. Útlit er fyrir að ræða verði um samninginn um EES nokkur stundarkorn til viðbótar þeim 67 stundum sem nú þegar hefur ver- Stuttar þingfréttir ið varið til þeirrar umræðu. Fyrir- sjáanlega munu fiskveiðisamning- ur við EB og lánamál ríkissjóðs gefa tilefni til nokkurra ræðu- halda. Fundir Alþingis munu hefj- ast næstu daga klukkan hálf ell- efu árdegis en vanalega hefjast þeir klukkan hálftvö á mánudög- um, þriðjudögum og miðvikudög- um. Gert er ráð fyrir því að Al- þingi komi einnig saman til fund- ar næstkomandi föstudagsmorg- un. Hins vegar er ekki almennt gert ráð fyrir fundum í nefndum Aþingis. Formenn þingflokka munu hitt- ast í dag og ræða afgreiðslu þing- mála. Upplýst stjórnvald Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp til stjórnsýslulaga. Lögum þessum er ætlað að taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfé- laga. Þriðji kafli laganna inniheld- ur nokkrar almennar reglur, s.s. ,um leiðbeiningarskyldu, um máls- hraða o.fl. 10. grein er rannsókn- arreglan: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upp- lýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ MMfMSI samkvæmt frumvarpinu, og teljast flestir til styrkvega. Svonefndir þjóðvegir í þéttbýli munu að meirihluta verða að stofn- vegum og tengivegum. Nokkuð af þjóðvegum í þéttbýli mun þó falla úr tölu þjóðvega og teljast til einka- vega (götur f þéttbýli). Það er m.a. um þetta sem fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga gerir fyrir- vara, hann telur að breyttar skil- greiningar muni leiða til þess að stofn- og tengivegir í þéttbýli verði um þriðjungi styttri en þjóðvegir í þéttbýli eru samkvæmt núverandi reglugerð. Aukið veghald færist því yfir á sveitarfélögin án þess að þeim sé bættur sá kostnaðarauki sem fylgi þeirri vegsemd. Einkaaðilar í veghaldi í lagafrumvarpinu er kveðið á um að Vegagerðin sé veghaldari allra þjóðvega, þ.e. hafí forræði yfir vegi, þ.m.t. vegagerð, þjónustu og viðhaldi. Vegamálastjóra er þó heimilt samkvæmt 5. gr: „Að fela einstaklingi, fyrirtæki, sveitar- stjórn, stofnun eða samtökum þess- ara aðila, veghald einstakra vegar- kafla að nokkru eða öllu leyti.“ Ákvæðum um vegaáætlun er breytt til samræmis við breyttar reglur um flokkun vega. Þannig fjallar Alþingi, auk meginþátta í áætluninni, fyrst og fremst um stofnvegi og tengivegi. Héraðsráð og vegasamlög fjalla um safnvegi. Samgönguráðherra ákveður skipt- ingu til landsvega og styrkveitingar til einkavega. I frumvarpinu eru ákvæði um langtíma vegaáætlun til 12 ára. En engin ákvæði eru í gildandi lögum. Við endurskoðun vegalaga þótti rétt að skapa lang- tímáætluninni lagagrundvöll og meiri festu. í athugasemdum með frumvarp- inu er bent að samkvæmt skipu- lagslögum fara sveitarstjórnir með skipulagsmál undir yfirstjórn um- hverfisráðuneytisins. Sveitarstjórn- ir hafði þar með vald á legu vega án þess að því hafí fylgt nokkur fjárhagsleg ábyrgð. Eðlilegt þyki að saman fari vald og ábyrgð; 29. gr. segir: „Vegir skulu lagðir í sam- ræmi við skipulag. Við gerð skipu- lags skal haft samráð við Vega- gerðina um val á legu þjóðvega og A* tengingar við þá. Ef þjóðvegi er að ósk sveitarstjórnar valinn annar staður en Vegagerðin telur æski- legt, og það leiðir til aukins kostn- aðar, skal viðkomandi sveitarfélag greiða kostnaðarmun." Ekki auglýsingar og búfé á vegarkanti í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram að lögð hafi verið áhersla á að banna uppsetningu auglýsinga og merkja á vegsvæði. Hafði þar legið að baki sjónarmið umferðaröryggis og umhverfís- verndar. í 33. gr. er m.a. kveðið á um: „Byggingar, leiðslur eða önnur mannvirki föst eða laus, má ekki 4^. staðsetja, nema leyfi Vegagerðar- innar komi til, nær vegi en 30 m frá miðlínu stofnvega og Í5 m frá miðlínu annarra þjóðvega." Og í 35. grein segir: „Óheimilt er að reisa mannvirki, nema með Ieyfi Vega- gerðarinnar við vegamót á svæði, sem takmarkast af beinum línum milli punkta á miðlínu vega 40 m frá skurðpunkti þeirra. Vegagerðin getur ef, sérstaklega stendur á fært út mörk þessi, allt að 150 m.“ 56. gr. frumvarpsins hljóðar: „Lausaganga búQár á vegsvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin vegar er bönn- uð. Vegagerðinni er heimilt að ijar- læga búfé af lokuðum vegsvæðum á kostnað eigenda." I athugasemd- um með frumvarpinu kemur fram að þama sé tekið nokkurt skref í þá átt að draga úr slysahættu af völdum búfjár á vegsvæðum. Slys ^ af því tagi væru alltíð og nauðsyn- legt að fækka þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.