Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 23 Morgunblaðið/Guðlaugur Óskarsson Höskuldur Eyjólfsson 100 ára í afmælishófinu. Fjöldi samfagnaði Höskuldi á Hofsstöðum FJÖLDI Borgfirðinga og ann- arra gesta samfagnaði Höskuldi Eyjólfssyni hestamanni á Hofs- stöðum í Hálsasveit og fjölskyldu hans á 100 ára afmælisdaginn en hreppsnefnd Hálsahrepps hélt honum veislu í félagsheimil- inu Stóraási síðastliðinn sunnu- dag. Höskuldur fæddist á Hofsstöð- um 3. janúar 1893 og ólst þar upp. Hann hóf búskap í Flóanum en hefur búið á Hofsstöðum frá árinu 1938. Höskuidur er einn af kunnustu hestamönnum landsins. Eiginkona hans var Gíslína Magn- úsdóttir. Hún lést árið 1966. Fjöldi Borgfirðinga og fleiri vinir Höskuldar heiðruðu hann í afmælishófinu í Stóraási. Hér sést Höskuldur með börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Þjófamir 4 í gæslu- varðhald FJÓRIR menn, sem brutust inn í skrifstofur Dagsbrúnar og höfðu peningaskáp á brott með sér, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þrír til 13. jan- úar og einn til 8. janúar. Þá er einnig upplýst, að þrír þessara manna stóðu ásamt fjórða manni að innbroti í fyrirtæki í Klettagörðum hinn 14. desem- ber sl. og stálu þaðan tölvubún- aði. Hann er kominn i leitirnar. Mennirnir fjórir brutust inn á skrifstofurnar um hurð á bakhlið hússins. Þeir fluttu peningaskáp- inn, sem er þriggja manná tak, á brott í bifreið og komust svo yfir verkfæri til að opna hann. Eftir að hafa fjarlægt 3-400 þúsund krónur í peningum, en skilið ávís- anir og ýmsa pappíra eftir, sökktu þeir skápnum í höfnina í Kópavogi. Við rannsókn málsins lýsti Rannsóknarlögreglan eftir nokkr- um mönnum, meðal annars einum mannanna fjögurra. Fíkniefnalög- reglan handtók þann mann í tengslum við fíkniefnabrot og í framhaldi af því var hann færður til yfirheyrslu hjá RLR, sem upp- lýsti innbrotið hjá Dagsbrún og reyndust þrír menn hafa verið vit- orði með manninum, en í fyrstu var talið að innbrotsþjófarnir hefðu verið þrír. Við yfirheyrslurnar hjá RLR kom einnig fram, að þrír mann- anna, sem brutust inn hjá Dags- brún, brutust einnig inn í fyrir- tæki í Klettagörðum fyrr í mánuð- inum, ásamt fjórða manni. Þaðan var stolið verðmætum tölvubúnaði og með honum ýmsum hugbúnaði og upplýsingum, sem mikill missir var að fyrir fyrirtækin. Við rann- sókn RLR á innbrotinu hjá Dags- brún fannst tölvubúnaðurinn og hefur honum verið komið til réttra eigenda. Eigum fyrirliggjandi útsölu- merkingar í glugga, eöa inni i verslanir, einnota og fjölnota á karton og límmiöa sem nota AUGLÝSINGAR- SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c - SÍMI: 68 00 20 FAX : 68 00 21 Nýr sparisjóðsstjóri í Keflavík Keflavík. TÓMAS Tómasson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kefla- víkur og nágrennis nú um áramótin. Við starfi hans tók Geirmundur Kristinsson sem gegnt hefur starfi aðstoðarsparisjóðsstjóra. Tómas var ráðinn sparisjóðsstjóri 1. maí 1974 ásamt Páli Jónssyni sem enn gegn- ir stöðunni. „Ég er kominn á þann aldur að minn tími var kominn, því ég verð 69 ára á þessu ári,“ sagði Tómas Tómasson í samtali við Morgunbiaðið í gærkvöldi. „Ég er búinn að vera lengi hjá Sparisjóðnum, hóf þar störf sem lögmaður árið 1955 og þessi ár hafa gefið mér ákaflega mikið sem ég vil fyrst og fremst þakka góðu samstarfsfólki. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1907 og var lengi vel eina peningastofnunjn á Suðurnesj- um. En síðan hafa bankar komið með sín útibú og þrátt fyrir harða samkeppni hefur Sparisjóðurinn um 55-60% af öllum bankaviðskiptum á svæðinu," sagði Tómas ennfremur. Geirmundur Kristinsson hefur starfað hjá Sparisjóðnum í tæp 30 ár og var hann ráðinn sem' aðstoðar- sparisjóðsstjóri um leið og þeir Tóm- as og Páll voru ráðnir sparisjóðsstjór- ar. Við starfi Geirmundar tekur Magnús Ægir Magnússon viðskipta- fræðingur sem undanfarin ár hefur starfað hjá hagdeild Sparisjóðsins. - BB Tveir bankaráðsmenn á móti Vaxtahækkun Landsbankans STEINGRÍMUR Hermannsson og Helgi Seljan, varamaður Lúðvíks Jósepssonar í bankaráði Landsbankans, greiddu atkvæði gegn ákvörðun bankaráðsins um vaxtahækkun um áramótin. Steingrím- ur lagði fram sérstaka bókun á fundi ráðsins þar sem hann lýsti sig algerlega mótfallinn vaxtahækkuninni. Bókun Steingríms er svohljóð- andi: „Ég er algerlega mótfallinn vaxtahækkun. Eg ítreka munnleg- ar tillögur mínar frá því fyrir rúm- um mánuði og legg til að banka- stjórnin leggi fyrir bankaráðið til- lögur um aðrar leiðir en vaxta- hækkun til að bæta afkomu bank- ans. Slíkar tillögur verði sendar stjórnvöldum. í þessu sambandi bendi ég með- al annars á: 1. Hagræðingu í rekstri. 2. Fulla vexti' af bundnu fé. 3. Lækkun vaxta ríkissjóðs og lífeyrissjóða. 4. Lækkun innláns- vaxta í kjölfarið. 5. Lán frá Seðla- banka til að dreifa afskriftum á lengri tíma. 6. Lækkun opinberra gjalda af bönkum.“ Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið sammála þeim röksemdum sem koma fram í bókun Steingríms og að ástæður þess að hann greiddi atkvæði gegn vaxtahækkun væru m.a. að skuldara munaði mikið um þessa hækkun en hún skipti hins vegár minna máli fyrir Lands- bankann. Steingrímur hefur einnig gagn- rýnt nýjar reglur um aukið eigin- fjárhlutfall banka og áhættuflokk- un útlána sem fela í sér að lán með veði í skipum teljist í 100% áhættu. Sagði hann þessar reglur setja Landsbankann í töluverð vandræði þar sem hann væri með um 70% sjávarútvegsins á sínum herðum. Þar hefði verið fylgt þeirri stefnu að taka fyrst og fremst veð í fiskiskipum en eins og Seðla- bankinn útfæri reglurnar séu lán með veði í öllum fiskiskipum talin 100% áhætta sem þýði að bankinn þurfi að eiga 8% eigið fé á móti hveiju láni sem veitt er með veði í fiskiskipum. Steingrímur sagðist ekki vilja trúa því að þetta hefði verið ætlunin þegar reglurnar voru settar og segist hafa óskað eftir útreikningum á hvað þær leiddu til mikillar lækkunar á eiginfjár- hlutfalli bankans, en þær niður- stöður liggi enn ekki fyrir. SKRIFSTOFUTÆKNI I\lámi<> hefur alllaf rerió góáur undirbúningur fyrir skrifslofu viiiiiu. en nú er þaú líka góúur undirbúningur ffyrir slörf í banka vegna aukinnar nolkunar PC tölva í bönkununi. Námið og námsgögnin eru sífellt í endurskoðun og nú fylgja m.a. veglegar bækur um Word fyrir Windows, Excel fyrir Windows og Paradox fyrir Windows. Námsgreinar: Almenn tölvufræði MS-DOS og Windows Ritvinnsla Töflureiknir Gagnasafnsfræði Tölvufjarskipti Auk fyrrnefndra tölvutíma eru æfingatímar utan stundatöflu. | liiiirítiin fyrir vorönn slendur yfir ” Hringdu og fáóu sendan ókeypis bækling Macintoshstýrikerfi Works forritið Umbrotstækni Islenska Almenn skrifstofutækni Bókfærsla Tölvubókhald Verslunarreikningur Tollskýrslugerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.