Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
Á elsta þjóðþíngí veraldar
eftir Kristínu
*
Astgeirsdóttur
„Það er nú sagt þessu næst að
Hafliði gekk að dóminum með fjöl-
menni miklu og vildi hleypa upp
dóminum. En þeir Þorgils voru
komnir þar í þröng mikla og er hún
bæði löng og breið og réð hann
ýmist aftur eða fram þröngina. Og
þá er svo hefir gengið mjög langa
stund dags þá eiga margir vitrir
menn um að enn skyldi leita um
sættir. Og enn býður Hafliði hin
sömu boð sem fyrr hafði hann boð-
ið. Og vildu nú menn til hlýða hvað
mælt var og rýmir nú heldur nokk-
uð um þröngina. Þorgils lést eigi
nema orð Hafliða og lætur hann
reiðast þangað að er fáir menn
voru í millum þeirra Hafliða. Og
sér hann Þorgils hvar upp kemur
öxin Hafliða og þá höggur Þorgils
yfir öxl manni og kemur höggið á
hönd Hafliða Mássonar við öxar-
skaftinu og af hinn lengsta fíngur-
inn með öllu en í sundur köggullinn
í hinum minnsta fingri og þeim er '
þar er í millum." (Úr Þorgils sögu
og Hafliða.)
Óneitanlega hefur sú hugsun leit-
að á hugann hver sé tilgangur
þeirra makalausu skrifa um Alþingi
Islendinga sem gat að líta í leiðara
Morgunblaðsins þriðjudaginn 22.
desember sl. Svo lengi sem undirrit-
uð hefur fylgst með störfum Alþing-
is hefur ekki borið á öðru en að
miklar annir hafi verið á þingi síð-
ustu vikurnar fyrir jól og iðulega
orðið mikil átök milli stjómar og
stjórnarandstöðu ekki síst við af-
greiðslu fjárlaga og skattafrum-
varpa. Að því leyti sker þetta ár
sig engan veginn úr. Morgunblaðið
og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjá
þó ástæðu til síendurtekinna árása
á stjórnarandstöðuna og ég spyr
hver er ástæðan?
Frá 17. ágúst sl. hefur Alþingi
setið að störfum nema hvað tveggja
vikna hlé var gert í september.
Einkum hefur verið fjallað um
samninginn um EES og fylgifrum-
vörp hans. Meiningin var að flýta
nokkuð fyrir störfum með sumar-
fundum nefnda, en þar er skemmst
frá að segja að það starf kom að
litlu haldi ekki síst vegna þess að
frumvörp bárust seint og voru sum
hver þannig úr garði gerð að það
varð að senda þau til baka til frek-
ari vinnslu. Ráðuneytunum gafst
ekki nægur tími til undirbúnings,
en að svo miklu leyti sem ég þekki
til hafa starfsmenn þeirra lagt sig
alla fram á þessu hausti við að
ganga eins vel frá lausum endum
og unnt er. Nokkur fylgifrumvörp
samningsins um EES eru þegar
orðin að lögum og fjölmörg eru til-
búin til endanlegrar afgreiðslu, en
bíða þess að samningurinn verði
staðfestur eða felldur. Stjórnarand-
staðan hefur lagt af mörkum mikla
vinnu í nefndum þingsins enda er
okkur annt um að öll lagasetning
hvort sem við erum henni hlynnt
eður ei sé þinginu til sóma. í allri
þeirri vinnu sem EES-samningurinn
og fylgifrumvörp hans hafa kallað
á hefur ekki staðið á stjórnarand-
stöðunni nema síður sé.
Skvett úr hlandkoppum
Samningurinn um EES er eitt
stærsta mál sem íslendingar hafa
fjallað um á lýðveldistímanum enda
snertir hann fjölmörg svið þjóðlífs-
ins. Samningurinn ef staðfestur
verður mun hafa í för með sér tals-
verðar breytingar á okkar samfé-
lagi og með honum verðum við svipt
„Hér er nauðsynlegt að
rifja upp hvert hlutverk
stjórnarandstöðu er
óháð tíma og rúmi.
Samkvæmt mínum
skilningi felst það í því
að veita stjórnvöldum
aðhald, að láta þau
standa fyrir máli sínu,
spyrja spurninga og
gagnrýna. Stjórnarand-
stöðu ber einnig að
reyna að koma í veg
fyrir að mistök séu
gerð.“
valdi til að móta okkar eigin stefnu
í mjög stórum málaflokkum. Mögu-
leikar okkar til að þróa íslenskt
samfélag í aðrar áttir en þá sem
EB-ríkin sigla nú hraðbyri mót
verða verulega skertir. Stóra spurn-
ingin er hvort ekki sé verið að kaupa
betri aðgang að mörkuðum Evrópu
allt of dýru verði? Mitt svar við
þeirri spurningu er að svo sé.
Það er víða spurt um afstöðu
þingmanna til þessa stór máls bæði
af andstæðingum og fylgismönnum
samningsins. Það er löngu komið
fram að allir þingflokkar eru klofn-
ir í afstöðu til EES, auk þess sem
menn nálgast málið og móta af-
stöðú sína á mismunandi forsend-
um. Af því leiðir að í EES-málinu
eru margir talsmenn með mismun-
andi sjónarmið og það má ljóst vera
að mjög margir þingmenn telja það
skyldu sína að tjá sig um þetta stór-
mál. Þegar hér er komið sögu nú
um áramót eiga allmargir þing-
menn enn eftir að rökstyðja afstöðu
sína og hafa ekki sagt orð það sem
af er umræðunnar.
Stjómarliðar með utanríkisráð-
herra í broddi fylkingar hafa býsn-
ast mjög yfír þeim tíma sem um-
ræðan um EES hefur tekið á Al-
þingi og hafa kynnt mikil saman-
burðarfræði við önnur þing EFTA-
ríkja þar sem samningurinn hefur
þegar verið staðfestur. Hér er
margt að athuga. í fyrsta lagi er
mun meiri andstaða við EES hér á
landi en í flestum EFTA-ríkjanna
ekki síst á þingi og því er andspyrn-
an harðari. I öðru lagi neitaði
stjórnarmeirihlutinn að leggja þetta
umdeilda og afdrifaríka mál í dóm
þjóðarinnar, en sú lýðræðislega af-
staða kallar á harða andstöðu. í
þriðja lagi hefur hvað eftir annað
komið upp ný staða í málinu, ekki
síst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna
í Sviss og yfirlýsingar Spánveija
nú rétt fyrir jólin. í fjórða lagi gilda
einfaldlega allt aðrar vinnureglur á
Alþingi Islendinga en í flestum öðr-
um þjóðþingum bæði hvað varðar
ræðutíma og samskipti stjórnar og
stjórnarandstöðu. Ég þori að full-
yrða að hvergi nokkurs staðar
myndu forystumenn þjóðar leyfa
sér tungutak, árásir og ruddaskap
á við það sem dunið hefur á stjórn-
arandstöðunni og reyndar Alþingi
öllu frá ráðherrunum, einkum þeim
manni sem eðli málsins samkvæmt
ætti að beita sér fyrir sáttum og
sanngjarnri málsmeðferð, sjálfum
utanríkisráðherranum Jóni Baldvini
Hannibalssyni. Þegar fólk er stöð-
ugt ásakað um brot á öllum samn-
ingum, tafir, málþóf og mas, jafn-
vel þegar verið að ræða stórmál
eins og stórauknar skattaálögur á
launafólk, er ekki nema von að upp
úr sjóði. Þegar þar við bætist að
Kristín Ástgeirsdóttir
skvett er yfir mann úr öllum hland-
koppum ríkisstjórnarinnar úti í
Genf, í blöðum, útvarpi og sjón-
varpi bestur að sjálfsögu alla þolin-
mæði og virðingu fyrri mönnum
sem þannig haga sér. Þrátt fyrir
allt þetta var þó samið um málalok
fyrir jól og þar runnu í gegn fjöl-
mörg frumvörp, misjafnlega nauð-
synleg, þar á meðal fjárlög og hin
illræmdu skattalög.
Hlutverk stjórnarandstöðu
Leiðarahöfundur Morgunblaðs-
ins heldur því fram að tafir hafi
orðið á þeim frumvörpum sem
tengjast ríkisfjármálum. Ekki veit
ég hvaðan hann hefur þá speki, en
ég vísa þessari fullyrðingu aftur til
föðurhúsanna. Staðreyndin er sú
að fjármáladæmið var allt í upp-
lausn þar til örfáir dagar voru til
jóla enda hafði ríkisstjórnin lengi
velkst með ráðstafanir sínar fram
og aftur um úfinn sjó þar sem reiði-
öldur þingflokka og aðila vinnu-
markaðarins risu hátt. Stjórnarand-
staðan fékk allt of lítinn tíma til
DANSSKOLIHERMANNS RAGNARS
Faxafeni 14-, Nútíð, 108 Reykjavík, símar 687480 og 687580
KENNSLUSTAÐIR: FJÖRGYN, GRAFARVOGI, GERÐUBERG. BREIÐHOLTI, FAXAFEN 14.
KENNSLA HEFST LAUGARDAGINN 9. JANÚAR 1993
VISA
KYNNIÐ YKKUR AFSLÁTTARTILBOÐIN OKKAR FRÁ ÁRAMÓTUM
Aramótaheitið um þessi áramót:
Við drífum okkur og börnin í danstíma einu sinni í viku í vetur.
NÝTT: NÝTTi
Nýir hópar fram á vor fyrir börn, unglinga og fullorðna byrjendur og lengra komna.
Við kennum: Barnadansa, jassleikskólann fyrir yngstu börnin, stepp,
suður-ameríska dansa, heimskerfið 10 hagnýta dansa fyrir fullorðna, rock 'n roll,
gömlu dansana. Keppnisdanshópar.
Við æfum fyrir merkjaprófin sem verða á vetrinum í öllum flokkum,
fyrir gömlu dansa keppnina og rock-keppnina 31. janúar, fyrir 10 dansa keppnina
21. febrúar og íslandsmeistaramótið í maí í vor.
INNRITUN NÝRRA NEMENDA OG ENDURNÝJUN SKÍRTEINA ÞEIRRA SEM VORU
FYRIR ÁRAMÓTER FRÁ MÁNUDEGI4. JANÚAR TIL LAUGARDAGS 9. JANÚAR
OG l' FYRSTU KENNSLUSTUND. ALLIR FLOKKAR Á SAMA TÍMA OG VAR FYRIR JÓL:
DANSINN ER ÓDÝRT TÓMSTUNDAGAMAN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
Stutt námskeið fyrir ungt fólk í
suður-amerískum dönsum. Dansar
sem allir hafa gaman af að dansa
og eru dansaðir allstaðar.
Eitthvað fyrir unga fólkið.
Fullorðnir með börn 4 til 7 ára geta
komið saman einu sinni í viku og
lært saman skemmtilega dansa.
Eitthvað fyrir alla fjölskylduna.