Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993 Atlanta verður með níu þotur í rekstri í sumar FLUGFÉLAGIÐ Atlanta gekk 30. desember frá samningum um kaup á fyrstu þotu þess, en hingað til hafa leiguvélar ver- ið notaðar. Arngrímur Jóhannsson framkvæmdasijóri Atlanta segir að nú séu sex þotur á vegum félagsins í rekstri víða um heim en með vorinu verði þær að líkindum níu. Fyrirtækið gangi vel en helst vilji hann fá að dútla við það í friði. Hingað til hafi hagnaður verið af rekstrinum. Amgrímur og eiginkona hans Þóra Guðmundsdóttir stofnuðu sameignarfélagið Atlanta 1986 og breyttu því tveim ámm seinna í hlutafélag. Þau tóku fyrst á leigu Boeing 707-vél í pílagrímaflug fyrir Air Afrique og gerðu einnig samn- ing um flug frá Kýpur til Finn- lands. Þannig komst á samband við Finnair, Atlanta notar Boeing 737 í birgðaflutninga fyrir það félag. Amgrímur segir að Atlanta fljúgi með vörur frá Frankfurt fyrir annað stórt félag, Lufthansa. Samningar við Finnair hafi staðið í fjögur ár, yfírleitt sé reynt að semja til langs tíma og algengast sé tvö til þijú ár. Atlanta leigir öðmm flugfélögum vélar, viðhald, tryggingar og áhafn- ir til farþega- og vömflutninga. Amgrímur segir að félagið hafí nú flugleyfí nánast um heim allan. Hann nefnir að Asíumarkaður sé mjög vaxandi og þar hafí félaginu verið vel tekið. Nýja þotan bætist við um miðjan mánuðinn og í far- vatninu séu samningar við félög í Bensín hækk- Kambódíu og Indónesíu. „Þetta gengur þannig fyrir sig,“ segjr Arngrímur, „að við fáum fyr- irspurn um verkefni, athugum hvort við höfum vél, starfsfólk og annað sem þarf, og bjóðum í verkið ef svo er. Nú em í rekstri fímm Boeing 737-vélar, þær stærstu 737-200, og breiðþota af Lockheed 1011 gerð. Nýja vélin er Boeing 737-200, þetta er hentug stærð fyrir flest flugfélög sem þurfa afleysingavél.“ Nú starfa um 60 til 70 manns víða um heim fyrir Atlanta, 70-80% þeirra íslendingar. Amgrímur kveðst hafa lent í að hafa áhafnir frá 13 löndum samtímis. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Til mælinga á loðnustofninum Bjami Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar, hélt af stað í rannsóknarleiðangur kl. 20 í gærkvöldi og gert er ráð fyrir að Ami Friðriksson leggi úr höfn kl. 14 í dag. Rannsóknaskipin sigla bæði rakleiðis austur fyrir land til mælinga á loðnustofninum að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Gengisfellingin lækkaði eiginfjárhlutfall um 1 % aði um 5,9-8% - segir Sverrír Hermaimsson bankastjóri Landsbankans AUKNAR tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks bensíngjalds sem lagt var á um áramótin og hækkunar á almennu bensíngjaldi sem orðið hefur frá því f nóvember nema samtals um 830 milljónum króna á ársgrundvelli, en af því er talið að um 680 milljónir innheimtist á þessu ári. Útsöluverð á bensíni hefur hækk- að á bilinu 12,8-15,4% eftir styrk- leika á eins og hálfs mánaðar tíma- bili, eða frá því bensínverð hækkaði í kjölfar gengislækkunarinnar í nóv- ember. Vegna álagningar sérstaka bensíngjaldsins nú um áramótin og breytingarinnar á almenna bensín- gjaldiriu hækkaði útsöluverð á 92 og 95 oktana bensíni um 5 kr. lítr- inn, eða um 7,9% og 8,3%, en 98 oktana bensín hækkaði um 5,9%, eða 4 kr. lítrinn. Lítrinn af 92 oktana bensíni kostar nú 65,40 kr. hjá Skelj- ungi og Olís, en 65,30 kr. hjá Esso, lítrinn af 95 oktana bensíni kostar 68,40 hjá Esso og Olís, en 68,30 hjá Skeljungi, og lítrinn af 98 okt- ana bensíni kostar 71,60 kr. hjá Esso og Skeljungi, en 71,50 kr. hjá Olís. SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að svo geti farið að Landsbankinn þurfi framlag úr ríkissjóði til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra reglna (BlS-reglna) um eiginfjárhlutfall. Bankinn hefur fengið 1.250 milljóna króna víkjandi lán hjá Seðlabankanum til að uppfylla BlS-skilyrðin. Sverrir segir að meðal annars hafi gengisfellingin á dögunum komið sér illa fyrir bankann og leitt af sér lækkun eiginfjár- hlutfalls. Fljótlega þurfi bankinn að vinna að sölu á Samskip- um og um áramót megi telja að bankinn hafi lokið við að gera upp erlendar skuldir Sambandsins við erlenda banka. „Flestir bankar heimsins hafa átt í erfiðleikum með að mæta þessari nýju eiginfjárhlutfallskröfu, sem BlS-reglumar gera ráð fyrir,“ sagði Sverrir. „Við hefðum kannski ekki þurft 1.250 milljónir í víkjandi lán, en við ákváðum samt að taka það til að vera vissir um að við næðum yfír mörkin. Margir bankar um heimsbyggðina fá frest til að upp- fylla þetta skilyrði, en við töldum að Landsbankinn væri það stór banki, miðað við okkar ríki, að við mættum ekki annað en vera örugg- lega yfír öllum mörkum.“ Sverrir sagði að snemma á síðasta ári hefðu Landsbankamenn hugsað sér að taka víkjandi lán erlendis til í dag Beinbrot Beinbanki Borgarspítalans hefur reynst mjög vel 22 Gjaldþrot Gjaldþrotabeiðnum fækkaði mjög á Norðurlandi eystra 32 Ingvar Vilhjálmsson_____________ Útför Ingvars Vilhjálmssonar úfc gerðarmanns verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag og fylgir blaðinu 8 síðna blaðauki um hann BI-B8 Leiðari Athafnaskáldið Ingvar Vilhjálms- son 26 Iþróttir ► Birkir Rúnar Gunnarsson, sundmaður, hlaut Sjómannabik- arinn þriðja árið í röð. Arnór Guðjohnsen leikur með Hficken í Svíþjóð næsta keppnistímabil. allt að fímm ára, með ábyrgð ríkis- sjóðs, í því skyni að uppfylla BIS- skilyrðin. „Það varð að ráði að Seðla- bankinn leysti úr þessu til bráða- birgða én við munum svo finna aðr- ar lausnir," sagði Sverrir. Hann sagði að fyrir rúmu ári hefði verið ákveðið að stefna að því að fækka starfsfólki bankans um allt að 200 manns. „Umræður eru ekki hafnar hér enn um lokun útibúa, en það höfum við haft lengi í takinu,“ sagði hann. Sverrir sagði að aðstoð Seðla- bankans hefði engin áhrif á stöðu Landsbankans í viðskiptum við er- lenda banka. „Við héldum að með góðu lagi ættum við að ná þessu [BIS-skilyrðunum] án aðgerða, en þá kom gengisfelling sem hækkaði efnahagsreikning okkar um 3.000 milljónir króna vegna erlendra end- urlána hér og þá lækkaði auðvitað eiginfjárhlutfallið. Aðeins af þessum ástæðum hrapaði eiginfjárhlutfallið um nær eitt prósent,“ sagði Sverrir. Fjárframlag ríkissjóðs Aðspurður hvort hann teldi að fjárframlag ríkissjóðs yrði að koma til ef bankanum ætti að takast að uppfylla BlS-reglurnar til frambúð- ar, sagði Sverrir of snemmt að segja til um það. „Við megum ekkert slaka á kröfum um að hafa þetta í full- komnu lagi. Landsbankinn er stærsti bankinn og með nær helminginn af öllum bankaviðskiptum þjóðarinnar. Vegna allra aðstæðna má það aldrei henda að við séum alveg á nástrái að þessu leyti. Þess vegna kann vel að vera að svo verði, en ég býst þá við að það verði gert í sambandi við breytingu bankans í einkabanka. Þeim mun seljanlegri verður þessi eign, sem ríkið gerir hana betur og traustar úr garði, þannig að pening- um sé ekki kastað fyrir ofurborð," sagði Sverrir. Sverrir sagði að þáttur í því að tryggja stöðu bankans væri að kom- ast hjá tapi er eignum Sambands- ins, sem Landsbankinn yfírtók, væri komið í verð. „Við sjáum fram á það með fullri vissu að það mun okkur takast," sagði Sverrir. Hann sagði að fram að þessu hefði sala á eignum Sambandsins gengið vel. „Við erum búnir að selja hlut okkar í Olíufélag- inu, Kaffibrennslunni, Sjöfn og hlut í Samvinnuferðum-Landsýn. Tals- vert er farið af bréfum í Islenzkum sjávarafurðum. Við eigum í Regin, Kirkjusandi, Aðalverktökum og Sameinuðum verktökum. Núna fljót- lega þurfum við að vinna að sölu á Samskipum. Þá erum við raunar komnir fyrir vind. Um áramót má telja að við höfum lokið fullkomlega við að gera upp erlendar skuldir Sambandsins við erlenda banka. Það er geysilegur sigur.“ ÓfeigurJ. Ófeigs- son læknir látinn ÓFEIGUR J. Ófeigsson læknir lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 2. janúar, 89 ára að aldri. Hann var sérfræðingur í lyflækningum og stundaði rannsóknir á bruna- sárum og meðhöndlun þeirra. Ófeigur fæddist á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hann varð stúd- ent frá Mennstaskólanum í Reykja- vík 1927 og útskrifaðist úr lækna- deild Háskóla íslands 1933. Hann stundaði framhaldsnám og störf á sjúkrahúsum í Kanada og Bandaríkj- unum næstu fjögur ár og læknisstörf í Reykjavík frá 1937, síðustu starfs- árin hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ófeigur hlaut sérfræðingsviðurkenn- ingu í lyflækningum 1940. Hann var trúnaðarlæknir sendiráða Banda- ríkjamanna, Breta og Norðmanna, skólalæknir í Reykjavík og kennari við ýmsa skóla. Ófeigur fór margar ferðir utan til náms og rannsókna eftir að hann hóf störf hérlendis. Hann dvaldist oft í Glasgow við rannsóknir á bruna- sárum og afleiðingum þeirra og hlaut ýmsa styrki til athugana sinna. Ófeigur starfaði í nokkrum erlendum læknasamtökum og sat í stjórnum íslenskra félaga eins og Þjóðræknifé- lagsins, íslensk-ameríska félagsins, Skógræktarfélags Suðurnesja og Dýraverndunarfélags íslands. Eftir hann liggja margar greinar í tímarit- Ófeigui igsson. um um læknisfræðileg efni og fleiri ritstörf. Hann var fyrir nokkru gerð- ur heiðursdoktor við Háskólann. Ofeigur var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Margrét Guðmunds- dóttir, en þau skildu. Hann eignaðist dótturina Ragnhildi Pálu árið 1951 með annarri konu sinni, Ragnhildi I. Jónsdóttur. Þau skildu nokkru síð- ar. Eftirlifandi eiginkona Ófeigs er Unnur Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.