Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Minning Margrét Krístín Helga dóttir — Borgamesi Fædd 20. mars 1929 Dáin 28. desember 1992 Mig langar til að minnast elsku- legrar konu, eins og hún kom mér fyrir sjónir þegar ég var bam í götunni heima í Borgarnesi. Á ámnum milli 1960 og 1970 var Kjartansgatan eins og margar aðrar götur í litlum þorpum úti á landi. Ekkert malbik og á fyrri hluta þessa áratugar fá hús komin við götuna en mörg börn í hveiju. Allar mömmumar í þessu litla götusam- félagi vom heimavinnandi nema ein, það var Margrét K. Helgadótt- ir eða Lilla eins og hún var alltaf kölluð. Þegar ég gerðist vinkona Önnu Möggu dóttur hennar, á að giska 6 til 7 ára gömul, minnist ég þess að hafa spurt mömmu mína: „Af hveiju vinnur þú ekki úti eins og Lilla?“ Hnátur á þessum aldri litu upp til þessarar konu fyrir það að vinna úti. En það var margt annað sem maður leit upp til Lillu fyrir. Hún var hávaxin, fríð og glæsileg kona. Hún var stolt og ein af þessum persónum sem manni fannst að .aldrei myndi bogna eða bugast, enda var hún ávallt tein- rétt, á hveiju sem gekk. Það er svona fólk sem maður tekur eftir í Qöldanum og fær ósjálfrátt traust á, því það hefur svo mikinn persónu- leika og stíl. Lilla talaði líka öðm- vísi en við hin í götunni. Hún var að norðan þ.e. frá Akureyri og mér fannst hún tala svo flott. Ég var stundum að æfa mig í laumi og reyna að tala eins og Lilla gerði, en það bar lítinn árangur. Við krakkamir í götunni fómm oft í stuttar sendiferðir, oftast upp í útibú, fyrir mömmur hvers ann- ars. Það var bara kallað í þann krakka sem nærtækastur var. Fyrir þessa smásnúninga fékk maður oft eina til tvær krónur, sem þótti mik- ið þá. Það var ekki oft sem Lilla þurfti á einhveijum að halda til að skjótast fyrir sig í útibúið vegna þes að á þessum ámm vann hún sjálf í búð. En kæmi það fyrir að hún bæði mann að gera sér greiða eða skreppa í búðina þá var sá hinn sami dottinn í lukkupottinn, því hún borgaði best heilar fimm krónur og það var sko fjársjóður. Lilla var víkingur til allra verka og mjög myndarleg húsmóðir. í fjölda ára var ég heimagangur hjá henni og man aldrei eftir drasli í eldhúsinu, skítugum gólfum eða ófrágengnum þvotti, meira að segja þvottahúsið var fínt. Og ég ætti að geta dæmt um það, því það vom ekki ófá skiptin sem ég hékk í þvottahúsinu hennar bíðandi eftir Ónnu Möggu og ekki rekur mig minni til að Lilla væri nokkm sinni verklaus. Hún var alltaf að gera eitthvað og einhvem veginn virtist sem öll vinna væri henni svo létt og eðlileg. Eiginleiki sem ég vildi gjaman hafa en sé svo í fari dóttur hennar. Ég hef líka oft velt því fyrir mér, eftir að ég varð móðir og húsmóðir sjálf, hvemig hún komst yfir þetta allt. Með heimilið alltaf glansandi út úr dyrum, vinna úti og síðast en ekki síst að vera fjögurra bama móðir. Þegar við Anna Magga vomm litlar voru litaðir bolir með hvítum hringjum mjög í tísku og okkur langaði mjög í slíkar flíkur. Ég var búin að suða í mömmu en hafði ekki erindi sem erfiði. Anna Magga suðaði líka í sinni mönnu og það gekk betur. Þetta var heilmikil fyr- irhöfn. Það þurfti að sjóða flíkina í stómm potti með litnum í en allt að einu gerði hún þetta fyrir okk- ur. Ég man líka að hún lét okkur heyra að þetta væri auma vinnan og svona hluti yrðu ekki gerðir aft- ur. Og svona var þetta. Lilla var mjög hreinskiptin og lá ekkert á skoðunum sínum. En hún leit held- ur aldrei niður á okkur krakkana, eins og svo mörgum fullorðnum hættir til að gera. Hún ræddi við okkur á jafnréttisgmndvelli, hlust- aði á skoðanir okkar, þótt hún væri ekki alltaf sammála því sem okkur fannst, skammaði okkur þeg- ar það átti við en svo var það líka búið. Fyrst í stað fannst mér erfítt þegar hún var að skamma mig fyr- ir eitthvert heimskuparið, en við nánari kynni lærði ég að meta hreinskilni hennar, það var aldrei erft þótt manni hefðu orðið á ein- hver mistök, þau voru bara til að læra af þeim. Eitt sinn er ég var að hlaupa heim að borða í hádeginu, sein eins og vanalega, datt ég og meiddi mig nokkuð illa á hné. Lilla, sem hafði séð til mín út um eldhúsgluggann kom hlaupandi út og tók mig inn með sér. Þar þreif hún sárið og sendi mig heim þegar ég var hætt að skælá og búin að jafna mig. Svona var Lilla. Þótt hún hafí stundum verið hijúf á yfírborðinu þá átti hún stórt og hlýtt hjarta, eiginleiki sem best kom í ljós ef einhver átti bágt. Má í því sam- bandi nefna að í mörg ár vann hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi og mér hefur oft verið sagt hve Lilla hafí verið einstaklega góð við gamla fólkið, sérstaklega ef það var veikt eða þurfti einhvers sér- staks með. Og einnig veit ég að hún tók ætíð upp hanskann fyrir mig og mín systkini ef henni fannst á okkur hallað. Hún bar hag okkar ávallt fyrir bijósti og á 'margan hátt var hún okkur sem önnur móðir. Það var ekki bara að við Anna Magga værum miklir mátar heldur var einnig mikill vinskapur og sam- skipti milli fjölskyldna okkar. Báðar ijölskyldurnar fluttu í götuna kring- um 1960 og bjuggu þar saman í yfír tuttugu ár. Feður okkar unnu lengi á sama vinnustað og mæður okkar voru miklar vinkonur. Ef eitt- hvað stóð til hjá annarri fjölskyld- unni var hinni alltaf kunnugt um það. Ég lék mér einnig oft við Summa, bróður Önnu Möggu og Anna Magga við Ingu systur mína. Og þegar erfíðleikar voru heima hjá mér, mamma lasin eða þegar hún lá á sæng, var Lilla sú fyrsta sem kom, bauð fram hjálp sína og dreif í hlutunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hún var hjálpfús vinur í raun, óeigingjörn og hörku- dugleg. Ég veit að alltaf var það móður minni mikill styrkur að eiga hana að vini. Og hvað þær gátu hlegið í eldhúsinu heima, mamma og Lilla. Annaðhvort af einhveiju broslegu úr vinnunni hjá Lillu eða af forvitninni í okkar krökkunum, því þær voru svo oft að hvísla eitt- hvað sem við máttum ekki vita og auðvitað vorum við að springa úr forvitni. Alli, eiginmaður Lillu, sem er látinn fyrir nokkrum árum, var okkur mjög góður. Hann kom oft heim og þeir karlamir voru þá e.t.v. að ræða eitthvað sem viðkom vinnu þeirra eða bara landsins gagn og nauðsynjar. Þessar fjölskyldur deildu þvi saman súm og sætu sem samferðamenn, nágrannar og vinir, gegnum tíðina. Þegar ég lít til baka finnst mér sem Lilla hafí, gegnum árin, ekki breyst neitt. Hún var, síðast er ég sá hana, sama hávaxna, beina og glæsilega konan sem bar sig svo vel að eftir var tekið. Það var líka alveg í anda Lillu að byija á að spyija mig þá hvemig litli drengur- inn minn, sem hafði lent í slysi, hefði það, þótt hún væri fjársjúk sjálf, áður en ég hafði náð að spyija hvemig heilsa hennar væri. Og nú hefur hún kvatt þessi góða og hjálpsama kona, langt fyrir aldur fram. Nú verður ekki framar sagt er ég hringi til mömmu á Kjartans- götuna: „Eg hringi til þín seinna, Lilla er hjá mér.“ En ég er heppin því maður er auðugri eftir en áður að fengið að ganga eftir götunni með svona yndislegri samferða- konu. Elsku Jón, Anna Magga, Summi, Gunni og Helgi. Ég bið góðan guð að hjálpa ykkur, styrkja og líkna í sorginni og einnig að muna eftir því hve rík þið em að eiga minning- ar um slíka konu sem móður og vinkonu. Birna G. Konráðsdóttir. Þá er Lilla mín farin, sagði Sig- fús maðurinn minn, þegar hann sagði mér andlát mágkonu sinnar, Margrétar Kristínar Helgadóttur 28. desember sl. Margrét ólst upp í fallegu húsi á brekkunni í innbænum á Akureyri, þar og í fjörunni, þar sem föðursyst- ir hennar bjó, voru hennar bernsku- og æskuspor. Hún var elst sjö barna sæmdarhjónanna Helga Pálssonar framkvæmdastjóra og Kristínar Pétursdóttur, sem bæði voru af traustum norðlenskum stofnum, hann Eyfírðingur, hún Skagfírðing- ur. Mjög kært var með Margréti og systkinum hennar, en þau eru Guðrún, Pétur, Sigurlaug, Hall- grímilr, Björg og Páll. Tryggð þeirra við hana var augljós þegar hún lá veik á sjúkrahúsi og þau þeirra sem gátu því við komið heim- sóttu hana flesta daga. Eftir barnaskólanám fór Margrét í gagnfræðaskólann og síðan í hús- mæðraskólann á Akureyri. Oft minntist hún á sínar traustu vinkon- ur, þær Svönu, Sólveigu og Stein- unni. Ung kom Margrét í kaupavinnu til hjónanna Guðrúnar, móðursystur sinnar, og Alberts Jónssonar, sem þá bjuggu á Ölvaldsstöðum í Borg- arhreppi en síðar á Kárastöðum. Kaupavinnan varð henni örlagarík, því þá kynntist hún Aðalsteini Bjömssyni í Borgarnesi, sem síðan varð lífsförunautur hennar allt þar til hann lést um aldur fram árið 1984. Þau eignuðust fjögur böm, en þau em Helgi Kristinn kvæntur Þorgerði Þorgilsdóttur, eiga þau §ögur böm, Gunnar, sambýliskona hans er Fríða Sigurðardóttir, hann á einn son, Sumarliði, kvæntur El- ínu Hjörleifsdóttur, eiga þau þijá syni, yngst er Anna Margrét, gift Sævari Guðjóni Magnússyni og eiga þau tvö böm. Eftir að börnin stálpuðust fór Margrét að vinna utan heimilis, lengst af á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi. Unni hún starfí sínu mjög og þar sem annars staðar vann hún af vandvirkni og sam- viskusemi. Áður vann hún hjá Kaupfélagi Borgfírðinga og Mjólk- ursamlagi Borgfírðinga, alls staðar vann hún sér traust samstarfsfólks síns, enda dugnaði hennar við- bmgðið. En hún var fyrst og síðast húsmóðir, efst í huga hennar hveiju sinni vom börnin hennar fjögur og bamabömin tíu. Greinilegt var að dýrmætustu heimsóknir sem hún fékk, þegar hún lá banaléguna, var þegar barnabörnin komu til ömmu. Margrét hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, var hún hreinskiptin og ætlaðist til þess sama af öðrum. Hún var ófeimin við að segja meiningu sína, skóf ekki utan af orðum sínum og var nokkuð sama hvort viðmælendur hennar vom venslafólk hennar, samstarfsmenn eða óviðkomandi en hún talað aldrei illa um nokkurn mann var skilningsrík og sanngjörn. Fyrir ijómm ámm tókust kynni með Margréti og öðlingsmanninum Jóni Bjama Ólafssyni. Áttu þau saman mjög góðan en allt of stutt- an tíma. Ferðuðust þau mikið um landið og fóm líka til útlanda. Leik- hús sóttu þau upp í Borgaifyarðar- hérað, til Reykjavíkur og allt til Akureyrar. Fyrir tæpum tveimur ámm gekkst Margrét undir aðgerð á Sjúkrahúsi Akraness, en greinilega hefur ekki verið nóg að gert, því nokkrum mánuðum síðar þurfti hún aftur að fara í aðgerð og fylgdu þá erfíðar lyfjameðferðir. Við þetta barðist hún hetjulega í tíu mánuði, en þá var gripið í taumana og hún lést á Landsspítalanum 28. desem- ber sl. eins og fyrr segir. Ég dáðist að hugrekki hennar og þolgæði er hún barðist af dæmafáu þreki með andlegri og siðferðilegri reisn. Það var hvorki beiskja né böl og von- brigði, sem sest höfðu að í huga hennar, hún kvartaði aldrei. Margrét var bókhneigð og las á meðan hún hafði krafta til að halda á bók. Frásagnargáfu hafði hún ágæta, hvort heldur hún sagði frá atvikum liðinna ára eða úr bókum þeim er hún hafði lesið. Við andlát góðra samferðamanna fara minningamar að skjóta upp kollinum, ylja og gleðja. Þegar ég nú minnist Margrétar vinkonu minnar, þá sé fyrir mér glæsilega, glaðlynda konu, sem öllum vildi vel. Tengdaforeldrum okkar reynd- ist hún einstaklega vel og mátu þau hana mikils. Okkur Sigfúsi var hún sem besta systir og bömum okkar og bamabörnin yndisleg „tanta“. Hún var mjög virkur félagi í Kven- félagi Borgamess, formaður þess um skeið og ávallt í fremstu línu þegar einhvers þurfti með. Hún var traustur og góður vinur, sem gott var að leita til. I veikindum Margrétar hafa böm hennar, tengdaböm og bamabörn, systkinin, tengdafólk og síðast en ekki síst Jón Ólafsson sýnt og sann- að óeigingjarna umhyggju og ást. Ég vil þakka alla þá vinsemd sem Margrét sýndi mér og mínu fólki og senda innilegustu samúðarkveðj- ur frá okkur öllum, við fráfall þess- arar góðu og mikilhæfu konu, sem er alltof fljótt kvödd héðan. Ég bið Margréti Helgadóttur og ástvinum hennar öllum Guðs bless- unar. Helga Guðmars. Elskuleg mágkona mín, Margrét Kristín Helgadóttir, lést á Landspít- alanum 28. desember sl. eftir erfíð veikindi. Hún var elst sjö bama Kristínar Pétursdóttur og Helga Pálssonar, kaupmanns á Akureyri, en þau eru, auk hennar: Guðrún, Pétur, Sigur- láug, Hallgrímur, Björg og Páll. Móðir hennar, Kristín, var fædd á Ijöm á Skaga 8. janúar árið 1900 og var húnvetnskrar ættar í móður- ætt en eyfirskrar í föðurætt. Faðir hennar, Pétur, útvegsbóndi á Tjörn, Björnsson, Benediktssonar, bónda í Flöguseli í Hörgárdal, Sigfússonar, lagði ungur að ámm land undir fót ásamt bróður sínum, Þorsteini, og fór vestur í Húnavatnssýslu þar sem þeir bræður settust að og dvöldu ævina á enda. Móðir Kristínar hét Guðrún Guðmundína Guðmunds- dóttir og var hún ófædd er faðir hennar drukknaði, en hann var lík- lega ættaður úr Víðidal og móðir hennar, Anna, var frá Harastöðum í Hofssókn. Faðir Margrétar, Helgi, var fæddur á Akureyri 14. ágúst 1896, sonur Páls Jónassonar, Páls- sonar, þess er almennt var kallaður „Fjöru Páll“ og var meðal þeirra fyrstu er tóku sér búsetu í Fjörunni á Akureyri. Föðuramma Margrétar var Kristín Þórdís Jakobsdóttir frá Garði í Ólafsfírði en faðir hennar fórst með hákarlaskipi þegar hún var fjögurra ára. Lilla, en svo var Margrét al- mennt kölluð, átti sín æskuár í faðmi fjölskyldunnar á Spítalavegi 8 á Akureyri. Þar mótuðust góðir eiginleikar hennar og þar var lagð- ur gmnnur að verkkunnáttu við ýmiss heimilisstörf er áttu eftir að koma hennar eigin fjölskyldu til góða er fram liðu stundir. Tiltölu- lega góð efni foreldra hennar byggðust á útsjónarsemi, hyggjuviti og vinnusemi húsmóðurinnar og á dugnaði og áræðni föðurins við öfl- un hins daglega brauðs. Að loknu grunnskólanámi hugðist Lilla leggja fyrir sig nám í hárgreiðslu og sat þess vegna einn vetur í Iðn- skólanum á Akureyri, en snerist hugur og settist í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk gagnfræðaprófi og síðar prófi frá Húsmæðraskólan- um á Akureyri. Hún var í sveit hjá móðursystur sinni, Soffíu og manni hennar, Jónatan Líndal, á Holta- stöðum í Langadal í nokkur sumur. Að mínu mati áttu þessar frænkur margt sameiginlegt og víst er að á þeim árum var stofnað til sérstakr- ar vináttu þeirra í milli er entist ævilangt. Rétt fyrir tvítugsaldur tók Margrét ákvörðun er átti eftir að verða henni afdrifarík, en þá réð hún sig sem sumarstúlku til annarr- ar móðursystur sinnar, Guðrúnar og eiginmanns hennar, Alberts, er þá bjuggu á Ölvaldsstöðum í Borg- arhreppi í Mýrum, síðar á Borg en lengst á Kárastöðum við Borgar- nes. Þau ljúfu hjón hafa áreiðanlega + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrareiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, FANNEYJAR HARALDSDÓTTUR, Stafnesvegi 3, Sandgerði. Grétar Vídalm Pálsson, Karl Vi'dalin Grétarsson, Kolbrún Vi'dali'n Grétarsdóttir, Jón Bjarni Pálsson, Haraldur Grétarsson, Rósa Margrét Guðnadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og, útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU ALEXANDERSDÓTTUR, Stigahlíð 36, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar A-7 á Borgarspítal- anum fyrir góða aðhlynningu. Alla Ó. Óskarsdóttir, Karl K. Guðmundsson, Daníel G. Óskarsson, Guðrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR HELLUHRAUNI 14 ■ 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.