Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 BANDARÍKIN Stærsta kona heims A Imörg ár hefur Sandy Allen frá Indiana í Bandaríkjunum liðið fyrir hæð sína, en hún er 232 cm á hæð og telst vera stærsta kona heims. Óeðlilegan vöxt hennar má rekja til truflana á starfsemi heila- dinguls. Aðeins 10 ára gömul var hún orðin 180 cm á hæð og 16 ára mældist hún tæpir tveir metr- ar. Þegar hún var 19 ára gömul gekkst hún undir aðgerð sem kom í veg fyrir frekari vöxt. Sandy, sem nú er 37 ára göm- ul, segist hafa mátt þola háðsglós- ur meðborgara sinna frá bamæsku og varla hafi liðið sá dagur sem hún kom ekki heim úr skólanum fljótandi í tárum. „Ég vildi óska að ég hefði fengið krónu í hvert sinn sem fólk spurði mig: Hvernig er veðrið þama uppi? Sífellt er fólk að spyija mig hvað ég borði, og þá svara ég gjaman: Þijár máltíðir á dag, auk þess sem ég gæði mér á smávöxnu fólki milli mála.“ í mörg ár ferðaðist Sandy á vegum Heimsmetabókar Guinnes og vann einnig á safni við Niagara- fossa í Kanada. Eftir að hafa ver- ið til sýnis í 10 ár sneri hún við blaðinu, flutti til Indianapolis og gerðist ritari á borgarskrifstofum. Hún er vel metin í starfi sínu, skrifborð hennar er samsett úr þremur borðum svo þau samsvari hæð hennar, og ökusætið í bílnum hennar er þar sem aftursætið er vanalega. Þessi stærsta kona heims er nokkuð ánægð með lífið núna að eigin sögn, hún spilar bingó tvisv- ar í viku og ævinlega líta nágrann- ar hennar inn til að spjalla. Enginn karlmaður hefur komið við sögu í lífí Sandy enn sem komið er, en hún segir að aðdáendurna skorti ekki. „Það er merkilegt hversu marga karlmenn langar til að hitta stórar konur,“ segir hún, „og til dæmis hringir Þjóðveiji nokkur í mig reglulega til að biðja mín!“ Til að ná viðtali við Sandy Allen þurfa menn að líta nokkuð hátt upp. Aðeins ein kona hefur verið mæid hærri en Sandy Allen, það var kínversk stúlka, en hún lést aðeins 18 ára gömul. KVIKMYNDIR Eigínkona kyntákns Það er ekkert sældarlíf að vera eiginkona Kevins Costner, reyndar hreinasta martröð eftir því sem stórstjarnan sjálf segir. Kevin og Cindy Costner hafa verið gift í 14 ár og síðan hann sló í gegn í kvikmyndinni „Hinir vamm- lausu“, hefur friðurinn á heim- ilinu verið úti. Konur um víða veröld líta á hann sem hið mesta kyntákn og láta sumar hafa það eftir sér á prenti að hafa sofið hjá honum meðan á kvikmyndatökum hinna ýmsu mynda stóð. Costner segir að kona hans sé ekki hamingjusöm, enda sé lítið varið í að vera eiginkona kyntákns. Nafnlaus bréf og hótanir hafa borist henni, en þrátt fyrir allt hefur hjónaband þeirra staðið af sér storma og hret. Án eiginkonunnar hefði Costner varla komist á toppinn. Bæði voru þau í háskóla þegar þau kynntust og sá Costner væntanlega eiginkonu sína fyrst þegar hun lék Mjallhvíti í Disneylandi. Þegar hann hafði lokið prófi í hagfræði, ákvað hann að gerast leikari og var Cindy sú eina sem studdi þá ákvörðun hans. Ættingjar og vinir töldu hann afglapa. Með- an Costner reyndi að koma sér áfram í leiklistinni vann eigin- konan fyrir þeim báðum og borgaði alla reikninga. Þau sáu þó ekki árangur erfiðis síns fyrir en 1987 þegar hann sló í gegn í umræddri kvikmynd. Kevin og Cindy Costner eiga þijú börn á aldrinum fjögurra til átta ára. Segist stórstjarnan taka fjöl- skyldulífíð fram yfir allt annað. Það er lítið varið í að vera eigin- kona kyntákns eins og Cindy Costner hefur mátt reyna. Almanak Háskólans Nýtt ár - Nýtt almanak Almanak Háskólans er ómissandi handbók á hverju heimili. Fæst í öllum bókabúðum 05. 01. 1993 Nr. 31 1 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0039 8729 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0029 3011 Afgreiðsiufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. mnmyiSA ÍSLAND Höföabakka 9 • 112 Reykjavfk Sfmi 91-671700 VAKORTALISTI Dags.05.01.1993. NR. 116 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5421 72** 5422 4129 5221 0010 1130 4218 1326 6118 3052 9100 7979 7650 9115 1423 | Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr.5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. V! KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 COSPER --Má bjóða þér eld? VINNINGSNUMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ------ Dregiö 24. desember 1992. _ NISSAN TERRANO: 16237 NISSAN SUNNY SLX: 24784, 76073 BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI EÐA GREIÐSLA UPP í (BÚÐ. VERÐMÆTI KR. 1.000.000: 39545,123691 VINNINGAR Á KR. 100.000: úttekt hjá Byko, Heimilistækjum, fataverslun, feröaskrifstofu eöa húsgagnaverslun: 1070 12951 25200 60126 79265 102295 116739 140662 2879 13046 29270 62029 80231 103844 117583 142777 3348 14864 36004 63161 81552 105010 118075 144091 6623 17395 36314 64523 81579 105225 119733 144421 6861 18384 37287 65325 84686 105255 122349 147783 7789 19150 38870 69861 84806 105262 124494 149603 8405 19747 43587 70710 86611 109544 125013 149701 8598 20292 48596 70881 89291 110473 125678 150051 9416 21421 49879 71332 93037 110751 126860 151365 9832 21509 50394 71570 93214 111253 132945 10948 22073 55830 72341 98385 113936 135758 12382 22091 57213 77212 100338 115148 138337 12651 24011 58199 77883 100687 116632 139656 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfólagsins aö Skógarhllö 8, sfmi 621414. Krabbamelnsfólaglö þakkar landsmönnum velttan stuöning. Krabbameinsfélagiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.