Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 199S 911 91 97fl LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri ■ I I vw't I W I W KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasáli Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti Nýendurbyggt raðhús um 160 fm að grunnfl. auk kj. Sérbyggður bílsk. Blóma- og trjágarður. Húsið er í syðstu röð í Fellahverfi. Eignask. mögul. Skammt frá gamla Kennaraskólanum efri hæð 3ja herb. í reisul. timburh. Rishæð fylgir. Góð geymsla í kj. Bílsk. m. sérbílastæði. Sameign mikið endurn. Skammt frá Hótel Sögu mikið endurbætt 3ja herb. íb. á 3. hæð tæpir 80 fm. Ennfremur fylgir risherb. m. snyrtingu. Góð geymsla í kj. Laus strax. Sérhæð - íbúð - hagkvæm skipti Efri hæð 6 herb. um 150 fm á útsýnisstað í þríbhúsi í Austurborg- inni. Allt sér. Bílsk. Selst í skiptum f. góða 3ja-4ra herb. íb. m. bílsk. Nánari uppl. aðeins á skrifst. ALMENNA Fjársterkir kaupendur óska eftir einbhúsum, raðhúsum, __________________ sérhæðum og ibúðum. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 FASTEIGMSAIAH Gleöilegt nýtt ár! a ■ % ■ Frjálsn tínuimir hafa gengið alvegfrábœrlega vel og er greinilegt að þessi þjónusta er það sem beðið var efUr. Ath! Kennsla hefst í Hraunbetgi 4.jan. FRJÁLSIR TÍMAR - frjáls mæting og ástundun Þessi kort bjóða uppá frjálsa mætingu, eins oft og þú vilt, innan þeirrar tímalengdar og á þeim tímum dags sem þú sjálf velur. SVONA FERÐU ÞÚ AÐ: Þú kemur eöa hringir í síma 79988 og pantar kort. Fimm daga vikunnar getur þú rriætt eins oft og þú vilt. Korlitt kosta kr. 4.500,- Nú bjóðum viö uppá barnapössun alla dagana. J S B SUÐURVERI TOPPI TIL TÁAR Námskeiö sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast viö aukakílóin. Uppbyggilegt lokaö námskeiö. -Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. -Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega meö andlegum stuöningi, einkaviötölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. -Heilsufundir þar sem fariö er yfir föröun, klæönaö, hvernig á aö bera líkamann og efla sjálfstraustiö. ÖNKUR KERFI ALMENNT KERFI RÓLEGT OG GOTT PÚL OG SVITI INNRITUN HAFIN ALLA DAGA í SÍMA 813730 OG 79988 Sífelltfleiri nýta sér bamapössunina vinsœlu frá kL 10-16 aUa daga ifKAMSRÆKT SUÐURVERI • HRAUNBERGI4 Caput- tónleikar _______Tónlist_________ Jón Ásgeirsson Svo nefndur Caput-hópur stóð fyrir kammertónleikum á Kjarvals- stöðum si. sunnudag og voru þeir haldnir í samvinnu við samtök ungra tónlistarmanna á Ítalíu, Nuove Sincronie, er kölluð til samstarfs höfundana Pietro Borradori, Andries van Rossem, Timo Laiho, Harri Suil- amo og Fausto Romitelli. Auk nýju verkanna flutti hópurinn eldri við- fangsefni eftir Ivo van Emmerik, Atla Ingólfsson og Hauk Tómasson. Flytjendur voru flestir níu, Gerður Gunnarsdóttir á fiðlu, Ásdís Valdi- marsdóttir á lágfiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Kolbeinn Bjarna- son á flautur, Guðni Franzson á klarinettur og Snorri Sigfús Birgis- son á píanó, allt gamalreyndir „cap-, utarar" en nú bættust í hópinn Svan- hvít Friðriksdóttir á horn, Bijánn Ingason á fagott, Kjartan Ólafsson á stafrænt hljómborð og Steef van Oostenhout á slagverk en stjórnandi í nokkrum verkanna var Guðmundur Óli Gunnarsson. Megineinkenni flutningsins voru vönduð vinnubrögð og ekki aðeins hvað snertir nákvæmni í leik, heldur og túlkun og til að draga einn sér- staklega út úr hópnum án þess að aðra sé hallað, þá var píanóleikurinn hjá Snorra Sigfús Birgissyni oft ein- staklega fallegur, hvað snertir mót- un tónrænna blæbrigða, sérstaklega í verki eftir Emmerik (eitt af „eldri“ tónskáldunum), sjö þátta verki, sem byggðir eru upp sem einleikur og tvfleikur, þannig að tónefnið færist á milli hljóðfæra, án þess að um sé að ræða eiginlegt samspil, heldur miklu fremur víxlferli tónhugmynd- anna. Auk Snorra léku í þessu verki Gerður Gunnarsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir, er áttu mjög fal- lega ú^færðan einleik og samleik í þessu sérlega hugþekka og látlausa verki eftir Emmerik. Af öðrum verkum er fátt nýtt að segja en þau fyrirferðarmestu voru eftir Romitelli og Borradori, þar sem blandað var saman gömlum „klisj- um“ í tónmótun og nýlegum „aftur- hvarfs" hugmyndum í tónskipan, allt faglega gert, en án skáldlegra tilþrifa. í síðasta verkinu mátti heyra vinnuaðferðir, sem vísa til hug- mynda, ættaðra frá Boulez, þar sem unnið er út frá andstæðum eins og djúpur og hár tónn, hratt ferli gegn hægu, sem síðan er steypt saman í skipulagða óreiðu, ekki óáheyrilegt á köflum og vel flutt undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Aðal Caput-tónleikanna var frá- bærlega vandaður flutningur, enda valdir til sætis góðir hljóðfæraleikar- ar og í þeim verkum sem Guðmund- ur Óli stjórnaði, mátti heyra að hon- um lætur einkar'vel að stjóma nú- tíma tónlist, þar sem tónræn stund- vísi, hrynskerpa og tónmótun eru meginleiðarvísar varðandi tónræna framvindu verkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.