Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VtDSKZPTI/AIVINNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Bílar Ford fækkar starfsfólki í Evrópu vegna slæmrar afkonni BANDARÍSKI bílaframleiðandinn Ford Motor Co. hefur ákveðið að fækka starfsmönnum í Evrópu um 10.000 á nýu ári vegna slæmrar afkomu og harðnandi samkeppni. Með þessari fækkun verður starfsmannafjöldi Ford í Evrópu kominn niður í 83.000, en fyrir aðeins tveim árum störfuðu 115.000 manns hjá félaginu í Evr- ópu. Mest verður fækkunin í Bret- landi, en þar hefur starfsmönnum þegar fækkað um helming frá því sem var fyrir um áratug, en einn- ig verður mikil fækkun í Þýska- landi. Þrátt fyrir að salan í Bretlandi hafi dregist saman um helming frá árinu 1989 er Bretlandsmarkaður enn sterkasti markaður Ford í Evrópu. Forsvarmenn Ford telja að nú sé botninum þar náð, og spá söluaukningu þegar á næsta ári. Aftur á móti búast þeir við að heildarsalan í Evrópu dragist enn saman, en á liðnu ári féll markaðs- hlutdeild Ford í Evrópu úr 12% niður í 11,6%. Miklar vonir eru þó bundnar við hinn nýja Mondeo- bíl sem ætlað er að taka við af hinni 10 ára gömlu Sierru, en framleiðsla á Mondeo hefst í mars. Erfiðleikar Ford í Þýskalandi eru af öðrum toga og gætu reynst erfiðir viðfangs. Miklar hræringar í gengismálum að undanförnu hafa orðið til þess að hækka þýska markið í samanburði við flesta aðra gjaldmiðla. Ford framleiðir nú mikið í Þýskalandi sem nú er dýrt framleiðslusvæði. Sú fram- leiðsla er að verulegu leyti seld í Ítalíu, en gengisfall lírunnar gagn- vart markinu hefur hækkað verðið allnokkuð. A síðustu misserum hefur Ford aukið sölu sína í Ítalíu ueð afsláttartilboðum, en nú er nætt við að það dugi ekki lengur til. EGLA bréfabindi KJÖLFESTA ÍGÓÐU SKTPULAGI Yið sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af íjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. \]íi Múlalundur Vinnustofa SIBS Símar: 628450 688420 688459 Fax28819 VIÐURKENNING —Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur veitt Húsafli sf. viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað. Hún er veitt sérstaklega vegna vinnusvæðis að Arnarsmára 4-6, þar sem fyrir- tækið hefur nýlega hafið byggingaframkvæmdir og komið fyrir mjög góðri starfsmannaaðstöðu. í frétt frá Trésmiðafélaginu segir að vinnu- staðurinn að Amarsmára sé til marks um hvemig hægt sé að hafa lítinn vinnustað til fyrirmyndar og sýni það sé ekki lögmái að aðstaða við útivinnustaði þurfí að vera óvistleg og sóðaleg. Allt frá árinu 1985 hefur Trésmiðafélagið veitt þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem skara fram úr í aðbúnaði og öryggismálum starfsmanna. Á myndinni eru Finnbjörn A. Hermannsson varaformaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og Einar Örn Einarsson framkvæmdastjóri Húsafls. Bókhaldsnámskeið Sérhönnuð námskeið með þarfir atvinnulífsins í huga. Bókhald 1. stig byrjendur 20 tímar ★ Farið í grunnatriði bókhalds, gerð einfalds rekstrar- og efnahagsreiknings. Byrjar 1 1. janúar, tími: mán., mið. Bókhald II. stig framhaldsflokkur 20 tímar ★ Bókhaldsæfingar og reikningsskil einkafyrirtækja. Byrjar 12. janúar, tími: þri., fím. Bókhald III. stig 20 tímar Raunhæft verkefni: ★ Skil og innheimta virðisaukaskatts. ★ Launabókhald. ★ Viðskiptamannabókhald. ★ Frágangur, afstemmningar, milliuppgjör. ★ Samning rekstrar- og efnahagsreiknings. Byrjar 1 1. janúar, 'tími mán., mið. Bókhald IV. stig Tölvubókhald Opus allt 20 tímar ★ Fjárliags- og viðskiptamannabókhald, raunhæft verkefni. Byrjar 15. febrúar, morgun- og kvöldtímar Bókhalds- og rekstrarnám I-IV stig 68 tímar Aðalnámsgreinar: ★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög. ★ Bókhaldsæfíngar og gerð milliuppgjöra. ★ Launabókhald. ★ Skil og innheimta virðisaukaskatts. ★ Raunhæft verkefni. - frágangurv afstemmingar, milliuppgjör. - samning rekstrar- og efnahagsreiknings. ★ Tölvubókhald - Opus allt. Byrjar 18. janúar, morgun- og kvöldtímar. Skattframtöl fyrir einstaklinga, 16 tímar, byrjar 3. feb. Innritun er þegar hafín. Yiðskiptaskölinn Skólavörðustíg 28, sími 624162. Metsölublad á hverjum degi! Norðurlönd Samningnr um gjaldeyrislán SEÐLABANKAR Norðurlanda hafa ákveðið að endurskoða og efla verulega samning sín á milli frá 1. janúar 1984 um gjaldeyris- lán til skamms tima. Samkvæmt samningum getur Seðlabanki ís- lands fengið gjaleyrislán að jafn- virði allt að 200 milljónum ECU. Seðlabankar Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar geta hver um sig fengið gjaldeyrislán að jafn- virði allt að tveimur milljörðum ECU. Jafnframt skuldbinda seðlabankarnir sig til að geta reitt fram allt að ein- um milljarði ESU nema Seðlabanki íslands 100 milljónir ECU. Sam- kvæmt samningum skulu seðlabank- arnir fjalla með jákvæðum hætti um beiðnir, sem kynnu að berast um gjaldeyrislán umfram ofangreindar fjárhæðir. Skilyrði fyrir lánveitingu er, að áður en lánsfé er notað, hafi lántökuland gert ráðstafanir á gjald- eyrismarkaði og gripið til viðeigandi aðgerða í peningamálum. Lánstími samkvæmt samningum er þrír mán- uðir en hann má framlengja. Vöruskipti Minna flutt inn en áður VORUSKIPTAJOFNUÐUR landsmanna var hagstæður um 2,6 milljarða króna fyrstu ellefu mánuði 1992. Vöruskiptajöfnuð- urinn var hagstæður um einn milljarð í nóvembermánuði 1992, en á sama tíma 1991 var hann hagstæður um 400 milljónir I nóv- ember 1992 voru fluttar út vörur fyrir 7,5 milljarða og inn fyrir 6,5 milljarða. Fyrstu ellefu mánuði ársins 1992 voru fluttar út vörur fyrir 80,2 millj- arða en inn fyrir 77,6 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var á þessum. tíma hagstæður um 2,6 milljarða, en á sama tíma árið áður var hann óhagstæður um 3 milljarða. Fyrstu ellefu mánuði ársins 1992 var verð- mæti vöruútflutningsins 5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru um 80% alls útflutningsins og voru um 6% minni en á sama tíma árið áður. Útflutningur á áli var 3% minni en útflutningur kísiljárns var 2% meiri en á sama tíma árið áður. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu ellefu mánuði ársins 1992 var 12% minni en á sama tíma árið áð- ur. Verðmæti innflutnings sérstakr- ar íjárfestingarvöru var nær helm- ingi minna en á fyrra ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.