Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Undankeppni fyrir Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara Líkamsrœkt • 500 ferm. glæsilegt húsnæbi, ab Einholti 6 • Mánaðarkort kr. 4.500.- • 3 mánaða kort kr. 10.900.- • 3 mánaða kort (dagtímar frá kl. 8-16) kr. 9.700.- Upplýsingar og innritun alla virka daga frá kl. 16-22 í síma 627295 eoa frá 8-16 í síma 985-36393. ARMANN Júdó GYM Fulltrúi í slands valinn á tón- leikum í Norræna húsinu TÓNLEIKAR verða haldnir í Norræna húsinu þriðjudaginn 5. jan- úar og miðvikudaginn 6. janúar. Tónleikarnir eru síðari hluti undankeppni fyrir Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara, sem haldin verður í Stokkhólmi 22.-25. september nk. Norræna tónlist- arháskólaráðið stendur að þessari hátið, sem haldin er til að gefa efnilegum ungum einleikurum og einsöngvurum á Norðurlöndum tækifæri til að koma sér á framfæri. Einn af ungu tónlistarmönnun- um, sem fram koma á tónleikunum, verður valinn af dómnefnd til að vera fulltrúi Islands í Stokkhólmi. Á tónleikunum í Norræna hús- inu leika fimm ungir íslenskir tón- listarmenn, sem dómnefnd hefur valið úr hópi umsækjenda til að keppa um að koma fram sem full- trúar íslands í Stokkhólmi. Þau eru: Arinbjöm Árnason píanóleik- ari; Ingibjörg Guðjónsdóttir sópr- ansöngkona; Pálína Árnadóttir fiðluleikari; Rúnar Óskarsson klarinettuleikari og Sigurbjörn Bemharðsson fiðluleikari. Á tónleikunum 5. janúar flytur Rúnar Óskarsson klarinettuleikari verk eftir Messiaen og Brahms við undirleik Kristins Arnar Krist- inssonar píaiióleikara. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran flytur verk Hollenskur djass á Sólon Islandus HOLLENSKI baritónsaxafónleikarinn Leon van Mil heldur tónleika í gallerísalnum á Sólon íslandus í kvöld, þriðjudaginn 5. janúar. Leon van Mil lærði í æsku á píanó en skipti yfir á tenórsaxafón á ungl- ingsárum og lék þá ryþmablús. Síðar innritaðist hann í Sweelinck Conser- vatorium, tónlistarháskólann í Amst- erdam og þar varð baritónsaxafónn- inn hans aðalhljóðfæri. Hann spilaði vítt og breitt samhliða námi m.a. á djasshátíð í Evrópu, Nortsea Jazz Festival. Meðal kennara hans má nefna Bandaríkjamanninn Jim Har- tog (29th Saxophone Quartet) og Greg Marvin. Síðan námi hans lauk hefur Leon van Mil leikið með stór- sveitum, saxafónkvintett með hryn- sveit og hefur nýverið stofnað hljóm- sveit með fyrrnefndum saxafónleik- ara, Greg Marvin. Þeir sem leika með Leon van Mil í kvöld eru píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trymbillinn Pétur Grétarsson. Tónlistin sem van Mil hefur valjð til flutninga á sínum fyrstu tónleikum hérlendis er eftir saxafónleikara á borð við Sonny Rollins, Petter. Adams og John Coltr- ane sem og ýmsa aðra merka laga- höfunda djassins s.s. þá Thelonius Monk og Thad Jones. Tónleikarnir hefjast kl. 21. (Fréttatilkynning) Bantónsaxafónleikannn van Mil. Leon EGLA RÖÐOG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Mozart, Turina, Puccini og Go- unod við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara. Pálína Árnadóttir fiðluleikari flytur verk eftir J.S. Bach, César Franck, Ysaye og Wieniawski við undirleik Selmu Guðmundsdóttur píanóleik- ara. Á tónleikunum 6. janúar leikur Arinbjörn Árnason píanóleikari verk eftir Debussy og Liszt. Sigur- Norræna húsið björn Bernharðsson fiðluleikari flytur verk eftir Brahms, Pagan- ini, Beethoven og Kreisjer við undirleik Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur píanóleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 báða dagana. Aðgangur er ókeyp- ÍS. (Fréttatilkynning:) Fullkomin líkamsrækt Sjálfsvörn Jiu - Jitsu Þjálfari: Elín Þórbardóttir 1 Kyu Júdó Byrjendanámskeið Aðalþjálfarar: Michal Vachun 6. Dan Bjarni Friðriksson 5. Dan Líkamsrækt GYM 80 tækjasalur Dynavit þrektæki HYfiÐAGlfí AtKÍlÝ$BÍ6AS70n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.