Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Sindri á Austurlandi Vilja frjálsa verð- myndun á fiski AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsms Sindra á Austur- landi haldinn þriðjudaginn 28. desember 1992 beinir því til stjórn- valda að tryggja raunverulega frjálsa verðmyndun á fiski hér innan- lands með viðeigandi löggjöf eða „Fundurinn telur að beinir samn- ingar milli sjómanna og fiskverk- enda séu ýmsum annmörkum háðir og leysi ekki þann vanda sem við er að glíma á þessum vettvangi. Þess vegna verður að koma til skjal- anna almenn lausn á fisksölumálum t.d. með því að setja lög sem kveði með öðrum ráðum. á um að allur fiskur sem seldur er innanlands verði boðinn upp á fisk- mörkuðum eða tengdur raunhæfu gangverði fiskmarkaða á þeim svæðum þar sem þeir eru ekki til staðar." (Fréttatilky nning) Hafrannsóknastofnun Samið við vélsljóra •• Önnur Eva Glæsileg 38 feta skúta bætist í skútuflotann við Ingólfsgarð þegar Eva Keflvíkinganna Áskels Agnarsson- ar og Antons Jónssonar verður afgreidd úr tolli einhvem næstu daga. Eva kemur í stað annarrar skútu með sama nafni sem seld var til Vestmannaeyja. Nýja skútan er smíðuð í Englandi árið 1988 og verða gerðar á henni nokkrar breytingar áður en hún telst fullbúin. RITAÐ var undir kjarasamninga milli ríkisins og vélstjóra á haf- ... „ . , „ , , ... rannsóknaskipum siðastliðinn sunnudag. Kjarasamningurinn var í 1 lllGlIl cll DOg’prymlUSÖtt 1 Un^DOmUIU anda þjóðarsáttar en auk þess fylgdi samningnum bókun um hag- ræðingarvinnu. Að sögn Haraldar Sverrissonar hjá fjármálaráðuneytinu er bókunin svipuð þeirri og var í samningum sem vélstjórar gerðu við vinnuveit- endur sl. sumar. Samkvæmt henni taka vélstjórar að sér verk um borð í skipum sem þeir hafa ekki sinnt áður og fá fyrir það sérstakar greiðslur. Hér eru einkum um verk loftskeytamanna að ræða auk vinnu við viðhald á veiðarfærum. Þetta er metið sem 4% launahækkun vél- stjórum til handa, en kostnaðarauki útgerðar á enginn að vera. Auk þess var samið um 1,7% iaunahækkun frá 1. nóvember. Sjaldgæfur sjúkdómur sem smitast á meðgöngu Skálholt Þrettándaakademía í NÝJASTA tölublaði Læknablaðsins er sagt frá tveimur tilfellum af meðfæddri bogþrymlasótt. Greinin er skrifuð af fjórum læknum á barnadeild Landakots, þeim Ólafi Thorarensen, Pétri B. Júlíus- syni, Ólafi Gísla Jónssyni og Þrésti Laxdal. Sýkingin hefur nýlega greinst í tveimur börnum og mátti leiða líkur að því að hana mætti rekja til neyslu móður á hráu kjöti á meðgöngutímanum og hugsanlega einnig til umgengni við hálfvillta útigangsketti. FIMMTA þrettándaakademían verður í Skálholti 8. til 10. janúar 1993. Efni hennar er Predikunin, viðfangsefni hennar og vandi. Frummælendur verða m.a. dr. Hjalti Hugason, Margrét Pálsdóttir málfræðingur, sr. Jónas Olafsson vígslubiskup og Kristján Valur Ing- ólfsson. Dagskrá hefst kl. 15 föstudaginn 8. janúar með aðfararfyrirlestri dr. Hjalta Hugasonar og lýkur með hádegisverði að lokinni messu í Skálholtskirkju sunnudaginn 10. janúar. Að venju er dagskráin sett saman úr fyrirlestrum og umræðum, helgi- haldi og óformlegum skoðanaskipt- Fyrirlesararnir munu fjalla um vanda og viðfangsefni predikunar- innar í samtímanum, um predikun- ina sem fluttan texta, um predikun- ina sem vikuiegt viðfangsefni prestsins og um grundvallarvið- fangsefni hinnar hefðbundnu pred- ikunarfræði (hómiletik) kirkjunnar. Unnið verður í hópum og dregnar saman niðurstöður í lokin. Ef nægilegur fjöldi óskar, verður sætaferð milli Reykjavíkur og Skál- holts. Upplýsingar gefur rektor Skál- holtsskóla en þátttaka tilkynnist á skrifstofu Skálholtsskóla. (Fréttatilkyiining) Bogþrymlasótt er venjulega ein- kenna- og hættulaus sjúkdómur í heilbrigðum einstaklingum, en get- ur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fóstur, sem sýkjast á meðgöngu- tíma. Annað barnið, sem greinst hefur nú, er nánast blint. Hitt barn- ið var með bólgu í augnbotni og kalkanir í heila, en hefur þroskast eðlilega til þessa. í samtali við Morgunblaðið sagði Þröstur Laxdal að sjúkdómurinn væri mjög sjald- gæfur hér á landi, en tilfellin nú sýndu þó að betra væri að vera á varðbergi. Miklu algengara er að fólk fái sjúkdóminn án einkenna og myndar þá mótefni. Þungaðar konur með mótefni eiga ekki á Beinbanki Borgarspítal- ans hefur reynst mjög vel Beinið notað við enduruppbyggingu og erfið beinbrot BEINBANKI var settur á laggirnar á Borgarspítalanum 1991, og bein úr honum var fyrst notað við aðgerðir þá um sumarið. Að sögn Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis slysa- og bæklunardeildar spítalans, hefur starfsemi bankans gengið vel. Fer hún fram á þann hátt, að bein sem gengur af við gerviliðaaðgerðir er geymt í frysti uns þess er þörf á ný. Þótt tækni þessi sé tiltölulega nýtilkomin hér á landi hefur hún verið notuð erlendis um nokkurt skeið með góðum árangri, að sögn Brynjólfs. Aðgerðir þar sem beins er þörf eru hins vegar tiltölulega fátíðar, en hingað til hefur allt gengið vel og góð reynsla verið af beinbankanum. „Starfsemin hefur verið þróuð innan slysa- og bæklunardeildar spítalans, og beinið hefur eingöngu verið notað af læknúm slysadeildar- innar,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að bánkinn væri eftir erlendri fyrirmynd, en beinbankar hefðu reynst vel víða um heim. „Oft er ekki annarra kosta völ en að nota bein úr bankanum, og starfsemin hefur enn sem komið er gengið mjög vel, að því er virðist, og ekki komið upp nein vandræði." Bein úr bankanum er notað þeg- ar bein taþast af einhveijum orsök- um, til dæmis þegar tekin eru burt beinæxli eða þegar hjálpa þarf til við gróanda, eins og við vissar teg- undir af hryggskurðlækningum eða önnur beinbrot sem gengur illa að láta gróa, að sögn Brynjólfs. Aðal- notkunarsviðið væri þó við endur- uppbyggingu í gerviliðaaðgerðum sem þyrfti að endurtaka af einhverj- um orsökum. Aðgerðir sem þarfn- ast beins úr bankanum eru þó ekki tíðar, að sögn Brynjólfs, og fylla ekki tug á ári hveiju. Beinið í beinbankann fæst við gerviliðaaðgerðir á mjöðm. Lær- leggshausinn, sem gengur af við aðgerðina, er geymdur í frysti við 70 gráðu frost, þar til beinsins er þörf. „Gerviliðaaðgerðir eru svo al- gengar að við fáum nóg bein með þessu móti,“ sagði Brynjólfur. „Ónæmissvörun likamans gagnvart beini er ekki sú sama og gagnvart hættu að fæða sýkt börn. Einnig tók Þröstur fram að innan við helm- ingur þeirra kvenna, sem þó sýkj- ast á meðgöngu, fæða sýkt börn. Víða erlendis, þar sem tíðni bog- þrymlasóttar hefur reynst há, hafa verið teknar upp kerfisbundnar mótefnamælingar hjá þunguðum konum. Mæla þarf mótefnið nokkr- um sinnum yfir meðgöngutímann, því fóstrið getur sýkst hvenær sem er, þó líkurnar séu mestar á síð- asta þriðjungi meðgöngu. Mæling- ar hafa ekki verið teknar upp hér vegna þess hve þær eru tímafrekar og kostnaðarsamar í framkvæmd og sjúkdómurinn sjaldgæfur hér. Hér á landi er talið að 5-7 prósent kvenna séu með mótefni. Sýkillinn sækir einkum í heilavef og augu fóstursins. Smitleiðir eru aðallega tvær, annars vegar með hráu kjöti, hins vegar í gegnum ketti, sem veiða sér til matar, því kettir eru aðalhýslar sýkilsins. Besta ráðið til að forðast sýkingu á meðgöngutíma er að halda sig frá hráu eða léttsteiktu kjöti, en borða það vel soðið, reykt eða salt- að, eða kjöt sem hefur verið fryst niður fyrir 20 gráður. Ávexti og grænmeti ætti að þvo vel, forðast að snerta slímhimnur í augum eða munni, þegar hrátt kjöt, óþvegnir ávextir eða grænmeti er meðhöndl- að og þvo vel hendur og eldhús- borð eftir meðhöndlun. Vissara er tálið að nota hanska við garðyrkju- störf. Til að forðast smit hjá böm- um er best að breiða yfir sand- kassa, þegar þeir eru ekki í notk- un, til að hindra ketti í að komast í þá. Ófrískar konur ættu að forð- ast kattaskít og ekki þrífa undan köttum. Heimilisköttum ætti ein- göngu að gefa þurrkaðan, niður- soðinn eða soðinn mat og halda þeim frá villiköttum. Þröstur tók fram að heimiliskettir bæru sýkil- inn sjaldan í sér. -------♦ ♦ ♦------- Ófundinn stolinn bíll AÐFARANÓTT mánudagsins 28. desember var HT-888 stolið frá Smáratúni á Selfossi. Bifreiðin er af gerðinni Daihatsu 1000, rauð sendiferðabifreið. Til hennar hefur ekkert spurst, þótt liðin sé rúm vika frá stuldinum. Þeir, sem geta gefið einhveijar upplýsingar um bifreið- ina eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi. Stúdíó Jónínu og Ágústu verður Stúdíó Ágústu og Hrafns Jónína Benediktsdóttir, íþróttakennari, seldi 50% eignarhlut sinn í líkamsræktarstöðinni Stúdíói Jónínu og Ágústu í sumar. Stöðin var endumefnd Stúdíó Ágústu og Hrafns eftir núverandi eigendum sín- um hjónunum Ágústu Johnson og Hrafni Friðbjörnssyni um ára- mót. Hrafn hefur starfað við stöðina í tvö og hálft ár. aðalástæðan öðrum líffærum - það þarf að prófa ákveðna þætti, og ef allt virðist í lagi er hægt að nota beinið." Brynjólfur sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að beinbankinn væri notaður fyrir allt Reykjavíkur- svæðið. Einnig væri hægt að senda bein eða sjúklinga milli landshluta, og ljóst væri að beinbankinn sé kominn til að vera. Ágústa sagði að fyrir því að Jónína hefði selt eignar- hlut sinn væri sú að hún væri bú- sett í Svíþjóð og yrði það um óráð- inn tíma. Hún sagðist ekki eiga von á að starfsemi líkamsræktarstöðv- arinnar breyttist í kjölfar eigenda- skiptanna nema þá helst að reynt yrði að höfða meira til karlmanna. „Við erum að vona að þeir komi meira inn. Þeir hafa kannski verið eitthvað hræddir við að koma. Hald- ið að hér væri eitthvert kvennaT veldi,“ sagði Ágústa sem annars sagðist vera afar ánægð með að- sóknina um þessar mundir enda væri yfírleitt hvað mest að gera eftir hátíðirnar. Þess má geta að eftir að Jónína seldi hlut sinn í Studíóinu keypti hún 20% hlut í Stúdíói Púls á Akur- eyri. Hún starfar nú í líkamsræktar- stöð í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.