Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993 ttCE/nAIIO „ ^)ndartoJc,her^ro^ryunn " Ást er... TM Reg. U.S Pat Olf.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI „ER. HAUN £NU&-\ AE> FAGN4 'fí/^/NU?" BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Oryggi sjómanna og ann- arra þegna þessa lands Frá Ottó Eiríkssyni: HVERSU lengi þurfa sjómenn að bíða eftir markvissara öryggi um borð í skipum sínum, ef slys eða veikindi ber að höndum? Enn einu sinni var teflt á tæpasta vað sunnudaginn 22. nóvember sl. Sjó- maður veiktist hastarlga um borð í loðnubátnum Kap VE. Báturinn var staddur úti fyrir Austfjörðum 32 mílur norðaustur af Glettingar- nesi. Kom þá upp gamla góða vandamálið, þyrlan komst ekki austur vegna verðurs við suður- ströndina. En hér fyrir austan var ágætis flugveður. Með öðrum orð- um, þyrlan var föst í Reykjavík. Ætla forráðamenn þessara mála ekki að fara að vakna af þessu sinnuleysi (fyrir utan Inga Björn Albertsson) og gera eitthvað í þessum málum og það tafar- laust. Oft sigla togarar og bátar beint í land með veika eða slasaða sjómenn vegna tímans sem fer í að fá þyrlu austur ef það er þá flugfært frá Reykjavík. Menn ræða um kaup á stórri þyrlu sem taki heila skipshöfn. Það er hið besta mál útaf fyrir sig. Eftir sem áður verður hún staðsett í Reykja- vík og því iangt frá Austfjarða- svæðinu. Þeir ráðamenn sem fara með þessi mál gera sér ekki grein fyrir því hversu stór skipafloti er hér fyrir Austfjörðum á haustin og á veturna. Það er allur síldar- flotinn, það er megnið af loðnu- skipunum og sérstaklega eftir ára- mót í janúar og febrúar, þegar veður eru sem vályndust, og síðan togararnir. Þetta geta verið upp- undir 1.000 sjómenn á þessu svæði Víkveiji Síðustu mánuði sl. árs urðu tölu- verðar umræður m.a. í Morg- unblaðinu um mun á vöruverði hér á íslandi og í nálægum löndum. Jafnframt vöktu innkaupaferðir íslendinga til annarra landa at- hygli og voru gagnrýndar mjög af kaupmönnum. Island er hins vegar ekki eina landið, þar sem slíkar umræður fara fram. Lausleg skoðun Víkveija á verð- lagi í Kaupmannahöfn bendir til, að verðlag þar sé mjög áþekkt og hér. Að vísu eru ákveðnar tegund- ir landbúnaðarvara seldar á mun lægra verði en hér og munar miklu og þar með aukast möguleikar fólks á því að komast af með minná fé í matarkaup, en hér er hægt. Hins vegar er ljóst, að hvort sem um er að ræða almennar matvörur eða drykkjarvörur, verð á fatnaði, verð á ýmis konar þjón- ustu, húsaleigu eða annað slíkt, er yerðlag svipað og hér á íslandi. Á móti kemur að vísu, að laun eru hærri í Danmörku en beinir skattar eru einnig hærri, þannig að líklega er ráðstöfunarfé fólks svipað. Það er því ekki ólíklegt, að lífskjör séu áþekk hér og þar, þótt hitt fari ekki á milli mála, að lífsmáti Dana er annar en okkar en besta björgunartækið er í Reykjavík. Forráðamenn eru yfir- leitt búnir að ráðstáfa tekjum fyr- irfram sem sjávarútvegurinn skaffar en um þessi mál er talað fyrir daufum eyrum. Aftur reyndi á þessi mál hér fyrir austan þriðju- daginn 1. desember. Þá datt ijúpnaskytta í Seyðisfirði og brotnaði illa. Var kallað á þyrlu til að flytja manninn. Gekk það vel og var það góð tilfinning að vinna með áhöfinni á þyrlunni og greinilega fagmenn á ferð. Hið eina sem skyggði á var tíminn sem tók þyrluna að koma austur. Kall- að var í þyrluna um kl. 15. Hún var ekki komin á slysstað fyrr en kl. 18.30 og er þetta ansi langur tími fyrir mikið slasaðan mann og kaldan að liggja uppi í fjalli. Ráða- menn yrðu nokkuð byrstir ef þeir lentu í bílslysi á ódýru ráðherrabíl- unum sem þegnarnir borga undir þá og þyrftu að bíða eftir flutn- ingi á sjúkrahús í 5-6 klukku- tíma. Það þætti léleg þjónusta við stórborgarana. En það er eins og svo oft áður, það er allt nógu gott fyrir sjómenn. Málið er að sjómenn eiga eiginkonur, börn og aðstand- endur eins og aðrir og eiga skilyrð- islaust rétt á að kaupa stóran björgunarbát og staðsetja annað- hvort á Seyðisfirði eða á Norð- firði, fyrir eitthvað af þeim pening- um sem farið hafa í reisur til að skoða þyrlur og annað tengt þeim sem kostað hefur stórfé en engu skilað. Farið var með lækni á móti varðskipi á opnum slöngubát þegar hjálparbeiðni barst frá Kap VE. í þungum sjó fór með okkur skrífar íslendinga og áreiðanlega skyn- samlegri. Þá er líka meira um það, að fólk geti gert góð kaup í matvöru á tilboðsverði, sem verzlanir leggja mikla áherzlu á að kynna. xxx etta háa verðlag veldur því að sjálfsögðu, að Danir reyna að kaupa ódýrari vörur í öðrum löndum alveg eins og við íslend- ingar. Þannig mátti sjá í dönsku blaði á milli jóla og nýárs auglýs- ingu frá einni stærstu ferðaskrif- stofu Danmerkur um innkaupa- ferð til London til þess sérstaklega að fara á útsölu í Harrods þá daga, sem útsala stendur í því verzlunar- húsi. Ennfremur voru danskir fjöl- miðlar uppfullir af fréttum um verðmun í Danmörku og öðrum EB-löndum eftir að innri markað- urinn opnaðist upp á gátt um ára- mótin. Sérstaklega var orð á því haft, að Danir færu í stórum stíl til Þýzkalands til þess að kaupa bjór, sem væri ódýrari þar en í Danmörku. Þá var eftir því tekið, að húsvagnar, byggðir í Dan- mörku og fluttir til annarra EB- læknir sem lítið sem ekkert hefur verið á sjó — sem betur fer í þessu tilfelli því annars hefði hann ekki fengist í ferðina. Þessi læknir, Guðmundur Sverrisson, stóð sig eins og hetja en betra hefði nú verið að fara með hann á þyrlu og mun fljótlegra og öruggara. Ráðamenn, kaupið tvær þyrlur í viðbót af sömu stærð og gæslan á og staðsetjið þær á þrem stöðum á landinu, eina í Reykjavík, eina á Egilsstöðum og eina á Akur- eyri. Þannig er öryggi sjómanna og annarra tryggara og þyrlurnar mun fljótari á slysstað, og ef þörf er á er hægt að kalla þær allar á sama stað en alltaf yrði ein mun fljótari á slysstað en hinar og það er það sem málið snýst um. Sjúkl- ingarnir geta ekki alltaf beðið í marga klukkutíma eftir aðstoð því stundum geta mínútur skilið á milli lífs og dauða. Vil ég þakka áhöfn þyrlunnar TF-SIF fyrir frábæra aðstoð þriðjudaginn 1. desember. Að lokum, ráðamenn, það er hægt að eyða milljörðum á millj- örða ofan í allskonar hallir og skrauthýsi sem hluti af þjóðinni nýtur, en þessi mál eru þöguð í hel. Tökum nú höndum saman og gefum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum jólagjöf, gefum þeim það öryggi sem þeir réttilega eiga skilið. Við erum fískveiðiþjóð og lifum á því sem sjómenn koma með að landi, það vita allir sem vilja vita. OTTÓ EIRÍKSSON Miðtúni 4, Seyðisfirði landa eru ódýrari þar en í Dan- mörku vegna lægri virðisauka- skatts, þannig að það getur borgað sig fyrir Dani að fara til annarra EB-landa og kaupa húsvagna, sem eru framleiddir í þeirra eigin landi! Þá eru gefnir út bæklingar, sem sýna verð á einstökum vöruteg- undum í hinum ýmsu EB-löndum. Allt sýnir þetta, að umræður hér um mismunandi verðlag á íslandi og í nálægum löndum eru ekkert einsdæmi og að það eru fleiri en íslendingar, sem fara í innkaupa- ferðir til annarra landa. xxx Þá vekur það einnig athygli, hve gríðarleg áherzla er lögð á útsölur í Danmörku, sem byija að nokkru leyti milli jóla og nýárs en að öðru leyti nú í gær og í dag. Dönsku blöðin birta mjög viðamiklar auglýsingar um þessar útsölur, með nákvæmum upplýs- ingum um verð á einstökum vöru- tegundum og samkvæmt upplýs- ingum Víkveija er gífurleg ásókn í vörur, sem seldar eru á mjög hagstæðu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.