Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 20

Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 Minning Guðjón Valgeirs- son lögfræðingur Fæddur 13. maí 1929 Dáinn 7. mars 1993 Þeir voru ekki margir stúdent- arnir sem innrituðust í lagadeildina árið sem öldin var nákvæmlega hálfnuð. Einn þeirra var Guðjón Valgeirsson sem útskrifast hafði frá Menntaskólanum í Reykjavík þá um vorið. Við hofðum aldrei hist fyrr en á þessum fögru haustdögum. Hann var að sunnan en ég einn þeirra fáu norðanmanna sem hugð- ust leggja stund á lögfræðina. Kynni okkar tókust á fyrstu dögun- um þar sem við sátum hlið við hlið og hlýddum á Ólaf Lárusson hefja lesturinn í miðjum obligasjónsrétt- inum og Armann Snævarr leiða okkur um hin dularfullu völundar- hús Árna biskups og Kristinréttar hans. Frá þeim tíma vorum við Guðjón vinir og á þá vináttu bar aldrei skugga upp frá því. Mér er í fersku minni hve skemmtilegur hann var við þessi fyrstu kynni, opinskár, félagslyndur og hress í andanum. Og það breyttist ekkert þótt árin liðu. í hans augum voru erfiðleik- arnir ekki nema smávægilegir far- artálmar, sérstaklega hannaðir til að sigrast á þeim. Þegar við hinir áttum það til að leggjast í víl og vol út af því sem nú þættu smámun- ir, svo sem tímabundnu peninga- leysi eða ofurþungum prófum, var það Guðjón sem taldi í menn kjark af sinni eðlislægu bjartsýni og stór- hug. Sjálfur var hann raunar hinn prýðilegasti námsmaður. Þótt hann legði sig daglega ekki meir eftir lögvísinni en við félagar hans lauk hann lagaprófi ári fyrr en við hinir og það með ágætri fyrstu einkunn. Svo stuttur námstími var í þá daga sjaldgæfur og bar vott um mikla elju og ágætar gáfur. Við það bættist að Guðjón var þá þegar orðinn fjölskyldumaður og fyrsta bamið, Valgeir, kominn í heiminn. Halda mætti að Guðjón hefði lítt sést á mannamótum eða stúdenta- fögnuðum vegna anna við námið. En því fór fjarri. Hin létta lund hans gerði hann hvarvetna að au- fúsugesti og þá ekki síður að hann var manna óvílnastur og höfðingja- djarfastur. Seint mun í hugum okk- ar félaganna §úka yfír minningarn- ar frá þeim glöðu árum. Síðar á lífsleiðinni lagði Guðjón gjörva hönd á margt sem hér verð- ur ekki rakið en þar nýttist honum hvarvetna góð lögfræðimenntun hans. Ég hefí stundum leitt að því hugann hve mætur lögmaður Guð- jón hefði orðið ef hann hefði gert það að aðalstarfi sínu. Þar hefðu vel nýst margir bestu kostir hans, snerpa, áræði og dugnaður þegar á þurfti að halda og óvenjuleg hjálp- semi. Alla ævina var Guðjón mikíll sjálfstæðismaður og það í þess orðs bestu merkingu, ekki íhaldsmaður heldur maður frjálslyndis. Á skólaárunum störfuðum við saman í Vöku og mörgum árum seinna tókum við upp þann þráð á ný. Við undirbúning alþingiskosn- inganna árið 1983 í Reykjaneskjör- dæmi kom Guðjón þar til starfa af sínum gamla dugnaði og einurð og átti stóran þátt í þeim ágæta árangri sem náðist í þeirri hörðu baráttu. Þá sá ég að vini mínum var hvergi brugðið og um þá lið- veislu munaði meir en flestra ann- arra. Nú hefur sól brugðið sumri og í dag kveðjum við Guðjón Valgeirs- son. Ástvinum hans öllum sendi ég samúðarkveðjur í minningu um góðan dreng. Gunnar G. Schram. Það var vorið 1976 að Guðjón og Halla buðu Siggu og mér í mat upp í Hraunbæ. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Guðjón. Hann var fljótur að átta sig á hverra manna ég var, enda hafði hann verið í sama bransa og pabbi nokkr- um árum áður fyrir norðan, hann á Skagaströnd og pabbi á Króknum. Allt upp frá þessu voru heimsóknir tíðar og sérstaklega gaman að fylgjast með brennandi áhuga hans á bamabörnunum. Hann gleymdi aldrei afmælisdögum né lét sitt eft- ir liggja á hátíðisdögum. Þó svo að hann væri ekki að bera tilfinningar sínar á borð, gat hann ekki leynt því að hann var pínulítið montinn af að fá lítinn Guðjón afastrák í maí í fyrra. Guðjón var traustur og öruggur fyrir í fjármálum og viðskiptum. Þáðum við Sigga aðstoð hans í nær öllum stórmálum okkar svo sem íbúðarmálum, bílamálum, atvinnu- málum og ekki síst byggingarfram- kvæmdum. Þegar við reistum húsið okkar í Löngumýri var stundum eins og hann væri sjálfur að byggja. Hann kom oft og stundum daglega og hélt iðnaðarmönnum við efnið ef þess gerðist þörf. Guðjón og Halla ferðuðust mikið saman og komu m.a. til okkar þeg- ar við bjuggum í Danmörku. Fyrir réttu ári síðan, þegar ég flutti heim, mánuði á undan Siggu og stelpun- um, bjó ég hjá þeim í einn mánuð í Sólheimunum. Ég fann að honum þótti vænt um að ég leitaði til þeirra og var sambúðin skemmtileg og afslöppuð. Ég kveð ekki eingöngu tengdapabba, heldur einnig góðan vin. Ragnar Marteinsson. Fundum okkar Guðjóns Valgeirs- sonar bar fyrst saman síðla kvölds í vetrarmánuði á árinu 1950. Gamall vinur minn, Páll S. Páls- son lögmaður, var ásamt mér að setjast inn í bifreið til þess að aka heimleiðis frá skrifstofu Páls á Skólavörðustíg. Þá kallaði kven- maður á okkur Pál og bað okkur að bíða aðeins. Hér reyndist vera á ferðinni Margrét., systir mín, og með henni ungur maður. Þau voru að koma af samkomu úr Breiðfirð- ingabúð og þurftu að fá far. Þessi ungi maður með Margréti var Guð- jón Valgeirsson, sem síðar varð eig- inmaður hennar. í þessari ökuferð upphófust strax fjörugar umræður og ég man vel um hvað þær snerust. Það fór ekk- ert á milli mála, að Guðjón Valgeirs- son hafði ákveðnar skoðanir, var hress og vasklegur og vel heima um marga hluti. Upp úr þessu juk- ust kynni okkar Guðjóns og vin- skapur sem entist meðan báðir lifðu. Þegar ég stóð í byggingu húss fjölskyldu minnar í Njörvasundi 2 vann .ég eftir bestu getu að ýmsu við bygginguna. Sá sem hjálpaði mér mest í þeirri vinnu var Guðjón, sem þá var orðinn mágur minn. Ég man mjög skemmtilegar stundir þegar við vorum að hreinsa móta- timbur eða leggja skolprör og sí- feilt gengu skoðanaskipti og „disk- usjónir" milli okkar. Við vorum sammála um sumt, en annað ekki. Guðjón lá ekkert á skoðun sinni á vesaldómi Framsóknar- og kaupfé- lagsstefnu, en ég reyndi að veijast og sækja að íhaldsstefnunni eftir mætti. Hvað sem leið umræðu þessari að öðru leyti var okkur báðum skemmt og vinskapur okkar styrkt- ist. Guðjón var afartraustur liðsmað- ur Sjálfstæðisflokksins og lá ekki á liði sínu til framdráttar flokknum og stefnu hans. Ég hefí fyrir satt að eitt sinn á kosningadegi hafi Bjarni Benediktsson sagt um leið og hann heilsaði Guðjóni: „Já, Guð- jón minn, þú ert okkar maður þrátt fyrir allt mágastandið." Eins og að líkum lætur er ótal margs að minnast frá öllum þessum árum. Samverustundir með vensla- fólki og vinum þeirra Guðjóns og Margrétar voru margar á heimilum fjölskyldnanna hér í Reykjavík, á Seyðisfírði og víðar. Ég minnist einnig laxveiða með Guðjóni og góðra stunda í glaumi og gleði stúd- entalífsins. Einnig átti ég mikil skipti við hann vegna starfa okkar beggja. Áhugamál Guðjóns Valgeirsson- ar voru mjög mörg bæði í leik og starfí. Hann var mikill útvistarmað- ur, ágætur skíðamaður, ötull félagi í skíðadeild Ármanns, tók miklu ástfóstri við skíðasvæðin svo sem í Jósefsdal og víðar og hafði raunar mikla unun af fjallaferðum og ann- arri útivist, enda þekkti hann mjög vel mörg þessi svæði og kunni frá að greina og því var öll leiðsögn hans um þessi mál lifandi og skemmtileg. Hann var félagi í Flug- björgunarsveit íslands, að því að ég held frá fyrstu árum sveitarinn- ar. Guðjón var einnig skáti á yngri árum. Guðjón Valgeirsson var heilsu- góður fyrri hluta ævi sinnar og góðum íþróttum búinn í hvívetna. Heilsa hans var ekki eins góð hin síðari ár og má vera að Guðjón hafí ekki gætt hennar sem skyldi og það orðið honum að ýmsu leyti þungt í skauti. Guðjón var greindur maður, góð- ur námsmaður, dugmikill og örugg- ur í störfum sínum. Ég hef af því langa reynslu að ef hann lofaði ein- hveiju þá stóð það eins og stafur á bók. Foreldrar Guðjóns voru Valgeir Guðjónsson múrarameistari, vest- fírskur maður, og ‘Sigríður Arin- björg Sveinsdóttir úr Reykjavík. Þessum merku hjónum var ánægju- legt að kynnast og sama er að segja um bræður Guðjóns þá Gunnar og Kjartan og þeirra fjölskyldur. Æskuheimili Guðjóns var á Njálsgötu 32 í Reykjavík og þar var raunar einnig heimili þeirra Mar- grétar, þegar börn þeirra öll fædd- ust. Stúdent frá MR varð Guðjón 1950 og lögfræðingur frá Háskóla íslands árið 1955, héraðsdómslög- maður árið 1958. Hann starfaði nokkur ár hjá lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli og hjá borgarfógeta í Reykjavík vegna Tollstjóraembættisins, hann var framkvæmdastjóri hraðfrystihúss- ins Hólaness hf. á Skagaströnd um skeið, hann stundaði almenn lög- fræðistörf nokkurn tíma, einnig vann hann hjá Skattstofu Reykja- víkur alllengi og síðast var hann nokkur ár deildarstjóri við Hlutafé- lagaskrá íslands. Hér var talið það helsta um nám og störf Guðjóns Valgeirssonar og stóð hann alls- staðar vel að verki með vitsmunum sínum, dugnaði og drengskap. Guðjón kvæntist árið 1951 fyrri konu sinni, Margréti Árnadóttur Vilhjálmssonar frá Hánefsstöðum í Seyðisfírði og Guðrúnar Þorvarðar- dóttur úr Keflavík og Njarðvíkum. Guðjón og Margrét eignuðust fjögur börn og eru þijú á lífí. Elst- ur barna þeirra er Valgeir, tónlist- armaður og félagsráðgjafi, kvæntur Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, for- stöðumanns námsráðgjafar í Há- skóla íslands, en börn þeirra eru Árni Tómas 15 ára, Arnar Tómas 3 ára og nýfætt stúlkubarn. Annað bamið, stúlka, dó í fæð- ingu. Þá er Guðrún Arna, hjúkrunar- fræðingur, sölumaður hjá Glóbus hf., gift Pétri Hafsteini Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Saga-fílm. Þeirra börn eru Bjarni Þór, 13 ára, og Edda Björk, 8 ára. Yngst barna Margrétar og Guð- jóns er Sigríður Anna, kennari við Æfingadeild Kennaraháskólans, gift Birni Ragnari Marteinssyni, kerfisfræðingi hjá Hewlett Packard umboðinu á Islandi. Þeirra börn eru Margrét, 9 ára, Ragnheiður, 8 ára, og Guðjón, næstum 10 mánaða gamall. Börn, tengdaböm og barnabörn Guðjóns og Margrétar em mjög glæsilegt dugnaðarfólk. Guðjón og Margrét slitu samvist- ir árið 1969. Árið 1971 kvæntist Guðjón síðari konu sinni, Hallveigu Halldórsdótt- ur, ættaðri úr Hafnarfirði, ágætri konu sem dyggilega stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og sendi ég henni samúðarkveðjur. Öllu fólki Guðjóns votta ég sam- úð mlna og minnar fjölskyldu allrar. Ég reyndi að hringja í Guðjón á vinnustað hans örfáum dögum áður en hann lést, en mér var sagt að hann væri lasinn. Mér hefur verið tjáð að síðasta vinnudag sinn hafí hann verið fárveikur, en ekki hætt vinnu fyrr en dagsverkinu var lok- ið. En þá var svo af honum dregið að hann komst ekki hjálparlaust út í bifreið. Þetta segir sína sögu um karl- mennsku Guðjóns Valgeirssonar og samviskusemi, en hann var einnig ljúflingur og drengur góður sem ekkert aumt mátti sjá, hvorki hjá mönnum né málleysingjum. Vilhjálmur Arnason. ____________Brids_______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni 1993 íslandsmót yngri spilara og úrslit íslandsmóts kvenna í sveitakeppni voru spiluð í Sigtúni 9 um helgina. Yngri spilararnir (fæddir '68 eða síð- ar) byrjuðu á föstudagskvöld, þar voru 12 sveitir og spiluðu þeir einfalda umferð, 12 spila leiki. Þetta var spenn- andi keppni fram á síðasta spil þar sem engin sveit tók afgerandi forystu. Þegar einn leikur var eftir voru ís- landsmeistaramir frá síðasta ári með 5 stiga forystu og unnu þessa keppni þrátt fyrir 13-17 tap í síðasta leik. Lokaröðin varð þessi: íslandsmeistarar í svk. yngri spilara 1993. Sv. Sparisjóðs Siglufjarðar, Ólafur Jónsson, Steinar Jónsson, Hrannar Erlingsson og Sveinn R. Ei- ríksson með 220 stig. I öðru sæti sv. Karls O. Garðarssonar með 213 stig. í þriðja sæti sv. Sjóvá-Almennra, Ak- ureyri, með 201 stig. í úrslitum í svk. kvenna voru 6 sveitir og spiluðu þær 20 spila leiki, einfalda umferð. Þessi keppni var spennandi ailan tímann og í síðustu umferð áttust við sveit Þriggja frakka, sem voru að verja Islandsmeistaratitil- inn, og sveit Erlu Siguijónsdóttur og voru þær báðar með 74 stig. En sveit Þriggja frakka vann leikinn 21-9 og þar með íslandsmeistaratitilinn, með 95 stig alls. í sveit Þriggja frakka spiluðu Esther Jakobsdóttir, Valgerð- ur Kristjónsdóttir, Hjördís Eyþórsdótt- if, Anna Þóra Jónsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. í öðru sæti var sveit Ólínu Kjartans- dóttur með 89 stig. í þriðja sæti sveit Erlu Siguijónsdóttur með 83 stig. í lok móts afhenti Helgi Jóhannsson forseti Bridssambands Islands verð- launin. íslandsmót í svk. - opinn flokkur í lok móts kvenna og yngri spilara var dregið í riðla í íslandsmótinu, opna flokknum, sem fram fer á Hótel Loft- leiðum 25.-28. mars nk. A-riðill: 1. Dröfn Guðmundsdóttir, Reykjanes. 2. Gísli Steingrímsson, Reykjavík. 3. Simon Símonarson, Reykjavík. 4. Öm Einarsson, Norðurland eystra. 5. Landsbréf, Reykjavík. 6. Hvolsvöllur, Suðurland. 7. Birgir Ö. Steingrímsson, Reykjanes. 8. Karl G. Karlsson, Reykjanes. B-riðill: 1. Glitnir, Reykjavík. 2. Nýheiji, Reykjavík. 3. Gylfí Pálsson, Norðurland eystra. 4. Ingibergur Guðmundss., Norðurl. v. 5. S. Ármann Magnússon, Reykjavík. 6. H.Þ. kökugerð, Suðurland. 7. Roche, Reykjavík. 8. Guðmundur M. Jónsson, Vestfirðir. C-riðill: 1. Sproti-Icy, Austurland. 2. Sparisjóður Siglufj., Norðurl. v. 3. Hreinn Björnsson, Vesturland. 4. VÍB, Reykjavík. 5. Sigurbjörn Þorgeirsson, Norðurl. e. 6. Daníel Gunnarsson, Suðurland. 7. Júlíus Snorrason, Reykjavík. 8. Sigfús Þórðarson, Suðurland. D-riðill: 1. Tryggingamiðstöðin, Reykjavík. 2. Kristinn Kristjánsson, Vestfírðir. 3. Hrannar Erlingsson, Reykjavík. 4. Sjóvá-Almennar, Akranesi, Vesturl. 5. Eðvarð Hallgrímsson, Norðurl. v. 6. Hótel Bláfell, Austfirðir. 7. Herðir, Austfírðir. 8. Hjólbarðahöllin, Reykjavík. Einnig var dregið um töfluröð innan riðlanna og er þetta sú röð. Spila- mennska hefst kl. 13 fimmtudaginn 25. mars nk. Spilaðir eru 32 spila leik- ir, tveir á fimmtudag, tveir á föstu- dag, tveir á laugardag og einn á sunnudag. Tvær sveitir úr hveijum riðli komast í úrslit íslandsmótsins I sveitakeppni sem verður að venju spil- uð um páskana á Hótel Loftleiðum. Bridsfélag Húsavíkur Húsavík. SVEITAKEPPNI Bridsfélags Húsavíkur er lokið og tóku þátt í henni 10 sveitir, þar sem allar sveitir kepptu saman. Sveit Óla Kristinssonar sigraði og hlaut 206 stig. Auk Óla skipa sveitina Guðmundur Hákonarson, Þóra Sigurmundsdóttir og Magnús Andrésson. í öðru sæti varð sveit Frá keppni hjá Bridsfélagi Húsavíkur. Morgunbiaðið/Siili Þórólfs Jónassonar, með 175 stig, í þriðja sæti sveit Björgvins Leifs- sonar með 169 stig og í fjórða sæti sveit Sveins Aðalgeirssonar með 162 stig. Næsta keppni er aðaltvímenning- ur félagsins og verður þá keppt eftir barómeter-formi. - Fréttaritari. Bridsfélag Breiðholts Að loknum tveimur kvöldum í Butl- er-tvímenning er staða éfstu para þessi: A-riðill. EinarGuðmannsson-ÞórirMagnússon 79 Björgvin Sigurðsson - Björgvin M. Kristinsson 73 Guðbjöm Þórðarson - Guðm. Baldursson 68 B-riðill. Baldur Bjartmarsson - Helgi Skúlason 79 Guðjón Siguijónsson - ívar Ingvarsson 72 ValgarðJakobsson-KristinnFriðriksson 68 Meðalskor 60 Keppni lýkur í kvöld. Bridsfélag Kópavogs Sl. fímmtudag lauk Bord a match keppninni með sigri sveitar Ragnars Jónssonar. Með Ragnari spiluðu Úlfar Friðriksson, Georg Sverrisson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Kristjánsson og Jón Ingi Björnsson. Lokastaðan: RagnarJónsson 136 Helgi Viborg 128 RagnarT.Jónasson 127 GuðmundurPálsson 117 Sveitin fyrirsunnan 113 Jón Ingi Ragnarsson 113 Næstu tvo fimmtudaga verður spil- aður eins kvölds tvímenningur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.