Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 16.03.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 25 Hjálpsamur ríkisstjóri NEIL Miller, ríkisstjóri í Georgíu, aðstoðar væntanlegan kjósanda við að losa bíl úr snjóskafli. „Ég sá fjölda bíla sem höfðu lent í árekstri í hálkunni,“ sagði Ragnar Hlynur Jónsson, íslenskur námsmaður í Atlanta. „Yfirleitt er öllum fyrirtækjum og skólum lokað þegar svona veður gengur yfir en snjórinn bráðnar fljótt í sólinni". Ragnar sagði menn eðlilega lítt búna til vetraraksturs á þessum slóðum. „Þeir eru miklu vanari þrumuveðri eins og því sem gekk yfir heima á Islandi fyrir skömmu og olli þar rafmagnsleysi“. Hann sagði tugi íslendinga búa í Georgíu en sér væri ekki kunnugt um að nokkur þeirra hefði slasast eða orðið fyrir tjóni í óveðrinu. Sjaldgæft sambland af kafaldsbyl og fellibyl St. Cloud. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MESTI stormur aldarinnar í Bandaríkjunum varð til yfir Mexíkó- flóa á föstudagskvöldið. Þar mættust kaldir loftstraumar frá slétt- um Kanada og heitir og rakir loftstraumar yfir Mexíkóflóanum. Aðfaranótt laugardags gekk veðrið austur yfir Flórída með gífur- legum látum, þrumum og eldingum og olli stórfelldu tjóni þó að fólk hefði verið varað við og flestir gert ýmsar varúðarráðstafan- ir. Veðrinu var líkt við „ófreskju sem hefði hjarta kafaldsbyls og sál fellibyls“. Allt að 100 mílna vindhraði mældist í hviðunum. á ströngu ferðalagi um fyrrum lýð- veldi Sovétríkjanna, telur að Banda- ríkin geti bjargað bæði Jeltsín og lýðræðinu í Rússlandi. Það muni á hinn bóginn kosta peninga. Nixon hefur lagt til að iðnveldin sjö grípi inn í og fresti greiðslum á erlendum skuldum sem stofnað var til í tíð Sovétstjórnarinnar. Þá telur forset- inn fyrrverandi að skilyrði þau sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur sett Rússum fyrir frekari ljárhags- aðstoð séu í senn óraunhæf og nið- urlægjandi. Hinn forsmáði snýr aftur í Hvíta húsinu reyndust menn tilbúnir til að hlýða á sjónarmið Nixons. Tæpum 20 árum eftir að hann hraktist þaðan niðurbrotinn og forsmáður afréð Clinton að kalla hann á fund sinn. í Washington þykir það með ólíkindum að þessa upphefð skyldi Nixon hljóta í stjórn- artíð demókrata, sem er tæpum 40 árum yngri en hann og mótaðist af nánast helgri andstöðu við allt það sem Nixon og stjórn hans stóð fyrir. Eiginkona Clintons, Hillary Rodham Clinton, tók ekki á móti forsetanum aldurhnigna enda var hún árið 1973 í hópi lögfræðinga sem vann að rannsókn Watergate- málsins sem varð Nixon að falli og hefði því samkvæmt skilgreiningu hans verið réttnefndur „óvinur". Fundurinn með Nixon hefur styrkt stöðu Clintons. Stuðningur hans gerir Clinton kleift að verjast árásum þeirra sem teljast til hægri vængs Repúblikanaflokksins er hann leggur áætlanir sínar um að- stoð við Rússa fyrir þingheim. Hins vegar er ekki ljóst hvaðan þeir pen- ingar eiga að koma á þessum niður- skurðartímum í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur verið ákveðin að- stoð við Rússa í ár sem nemur 300 milljónum Bandaríkjadala, sem að sönnu má teljast dropi í hafið. Tal- ið er að þessi upphæð þreföld sé í hverjum mánuði flutt til Vestur- landa frá Rússlandi en þar er brost- inn á fjármagnsflótti. Þetta þýðir á hinn bóginn ekki að slík aðstoð Sé með öllu gagnslaus. Áköfustu fylg- ismenn og aðdáendur Kissingers viðurkenna að veita megi Rússum lán til nákvæmlega skilgreindra verkefna á sviði efnahagsmála. Árangurinn af slíkri aðstoð verður hins vegar ekki mælanlegur fyrr en að löngum tíma liðnum. Grundvallarviðmið og valdarán Framganga Clintons í þessu efni þykir um margt minna á Wilson fyrrum forseta og það þykir lýsa núverandi forseta vel að hann telur að utanríkisstefnu Bandaríkjanna beri ekki einvörðungu að marka með tilliti til bláberra þjóðarhags- muna á hveijum tíma heldur verði einnig að hafa í huga ákveðin sið- ferðisleg grundvallarviðmið. í þessu efni beri Bandaríkjamönnum að styðja mann sem kjörinn hafi verið forseti Rússlands í lýræðislegum kosningunum. Það er ekki síst með tilliti til þessa sem menn velta nú vöngum yfir því hver viðbrögð Bills Clintons og bandarískra stjórnvalda verða ákveði Jeltsín að grípa til þeirra „neyðarráðstafana" sem hann hefur haft á orði að reynast kunni nauð- synlegar til að brjóta á bak aftur arfleifð Sovétkommúnismans. Við blasir að Jeltsín þyrfti á stuðningi hersins að halda og slíkt „valdarán“ í nafni lýðræðisins gæti kostað blóðsúthellingar. Þá þykir ýmsum sýnt að Clinton muni ef til vill neyð- ast til að endurskoða þá áherslu sem hann hefur lagt á niðurskurð á vett- vangi öryggis- og varnarmála en þrátt fyrir ótal fundi með sérfræð- ingum í málefnum Rússlands um þá algjöru óvissu sem þar ríkir hef- ur forseti Bandaríkjanna ákveðið að hraða beri framkvæmd þeirra áætlana sem fyrir liggja um lokun herstöðva og fækkun í liðsafla Bandaríkjanna. Heimildir:TAe Daily Telegraph, International Herald Tribune ofl. Stormurinn olli tugmilljóna tjóni á húsum, aðallega hjólhýsum og fær- anlegum húsum, sem mynda heilu hverfín víða í Flórída, og ekki síður á rafmagnslínum. Yfir 2 milljónir heimila voru án rafmagns á föstu- dagskvöldið, m.a. fór rafmagn af mestum hluta Jacksonville, stærstu borgarinnar í N-Flórída, og sums staðar var rafmagnslaust í tvo sólar- hringa. Stormurinn felldi hundruð stórra tijáa og mörg þeirra féllu á hús og húsvagna og brutu og eftir það tætt- ust þau sundur í stormhviðunum. Að minnsta kosti 18 menns létu lífið af völdum stormsins er hann gekk yíir Flórída og það var aðeins upp- hafið af dauðaslóð hans. Um hádegi í gær var talið að 101 hafi látið lífið af völdum þessa mikla óveðurs, allt frá Kúbu til Kanada. Samkvæmt Reuíers-fréttum létust þrír á Kúbu og embættismaður þar taldi tjónið gríðarlegt, mun meira en í óveðri sem olli miklum skaða í fyrra. Að þessu sinni urðu miklar skemmdir á hafnar- mannvirkjum í Havanna. Eftir að stormurinn gekk austur og norðaustur yfir Flórída frá Mexíkóflóanum fékk hann nýja nær- ingu frá heitum loftstraumum við austurströndina og tók þá að grafa hvert ríkið af öðru í svo kynngimagn- að fannfergi, að sögur greina vart frá öðiai eins. í Missisippi, þar sem snjór er næsta sjaldséður kyngdi niður 15-20 cm snjólagi og f Birmingham í Alab- ama varð snjólagið 35-40 cm. í Tennessee og Kentucky snjóaði 40-50 cm. Álíka snjókoma varð í fjallahéruðum Georgíu og S-Karól- ínu, en í N-Karólínu snjóaði enn meir og varð snjólagið víða 60 cm djúpt. Þar urðu einnig flóð við strönd- ina og a.m.k. þrír létu lífið. Frost í Orlando Stormurinn stóð á annan sólar- hring í Flórída og hafði í för með sér óvenjulega loftkælingu. Aðfara- nótt sunnudags varð víða frost í Norður-Flórída og sl. nótt náði frost- línan suður fyrir Orlando og er talin hafa valdið miklum spjöllum á ávaxtauppskerunni. Stormurinn var óvenju lífseigur. Við hjónin ókum frá Orlando til Fort Lauderdale á laugardaginn eftir tveimur hélztu hraðbrautum lands- ins. Vindurinn var þá enn svo mikill að það tók í bílinn eins og gerist í sterkum vindhviðum í íslenzkum stormum í Hvalfirði og á Kjalamesi. Ökumenn drógu úr hraða þegar þeir áttu erfitt með að halda bílum sínum innan akreinamerkinga. Nýr „Babelsturn“ reistur fyrir EB? Brussel. The Daily Telegraph. EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) íhugar nú tillögu um að reist- ur verði skýjakljúfur með fjarskiptamastri, alls tæpur kíló- metri að hæð, fyrir starfsemi þess. Nái tillagan fram að ganga verður þetta hæsta mannvirki í heimi, um helmingi hærra en Sears-turninn í Chicago. Þeir sem gagnrýna tillöguna kalla hana „Babelsverkefnið“. Spænskt arkitektafyrirtæki, L35 Arquitectos, lagði til að turninn yrði reistur í Brussel og kæmi í stað Berlaymont-byggingarinnar, sem bandalagið þarf að rýma þar sem hún þykir óhæf sem vinnu- staður vegna asbest-mengunar. Góður hljómgrunnur Juan Mendoza, einn af spænsku arkitektunum, segir að tillagan hafi fengið góðan hljómgrunn þeg- ar hún var kynnt fyrir embættis- mönnum bandalagsins en eftir er að leggja hana fram formlega fyr- ir belgísku stjórnina, sem tekur ákvörðun um hvernig húsnæðis- mál EB verða leyst. „Evrópa verð- ur að hafa eitthvað til að sýna stórfenglegan metnað sinn í fram- tíðinni,“ sagði Mendoza. Turninn yrði nógu stór til að hýsa alla starfsmenn Evrópu- bandalagsins, alls 13.000 manns, og þar yrðu einnig skrifstofur þingmanna Evrópuþingsins og stórt hótel. Áætlað er að bygging- in kosti jafnvirði 80 milljarða króna og Mendoza lagði áherslu á að kostnaðinum yrði mætt með fjárfestingum fyrirtækja. Hærri en Sears Hæsta mannvirki í heimi er EES-samningurinn Viðbótar- bókun undimtuð Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. VIÐBÓTARBÓKUN við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) vegna fráhvarfs Svisslend- inga verður undirrituð í Brussel á morgun, miðviku- dag. Jafnhliða munu aðildarríki Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) annars vegar og Evrópu- bandalagsins (EB) hins vegar skiptast á bréfum þar sem lagt er fyrir að tollaívilnanir á landbún- aðarafurðum frá EB sem samið var um samhliða EES skuli taka gildi 15. apríl. Fyrirvarar ekki nefndir Það verða aðalsamningamenn EFTA sem undirrita viðbótarbókun- ina ásamt fastafulltrúum aðildar- ríkja EB í Brussel. Hannes Haf- stein mun undirrita bókunina fyrir Islands hönd. Jafnframt verður staðfest samkomulag ríkjanna um að tvíhliða samningar um innflutn- ingsívilnanir á landbúnaðarafurðum frá suðurhluta EB taki gildi um miðjan næsta mánuð. í umræðum sem urðu á Evrópu- þinginu fyrir helgina lögðu þeir þingmenn sem til máls tóku áherslu á mikilvægi þess að framlög EFTA til lífskjarajöfnunar innan EB væru óskert. Þingmenn sögðu að stefna ætti að því að staðfesta samninginn fyrir 1. júlí. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins sá enginn þing- manna ástæðu til að fjalla um þá fyrirvara sem Spánverjar settu fram á ráðherrafundi í síðustu viku. KTHI-sjónvarpsmastrið í Fargo í Norður-Dakóta, um 620 metrar á hæð, en það næsthæsta er CN- fjarskiptaturninn í Toronto, sem er um 550 metrar. Sears-turninn í Chicago, 443 metrar, er hæsta skrifstofubygg- ingin, um 30 metrum hærri en World Trade Center á Manhattan og 6Q hærri en Empire State- byggingin. Hæsta byggingin í Evrópu er Canary Wharf-turninn í Lundúnum. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 MMC Lancer GLX '89, brúnsans., sjálfsk., ek. 50 þ. Rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. 690 þ. stgr. Citroén BX 14TE '90, blár, 5 g., ek. 64 þ. V. 680 þ. Skipti á dýrari. Ford Econoline 350 4 x 4 6.9 diesel, '87, grásans, sjálfsk., ek. 116 þ., upphækkaður 35“ dekk, No Spin aftan, o.fl, Úrvalsbíll. V. 2.1 millj., sk. á ód. Daihatsu Feroza SX 4 x 4 ’91, 5., ek. 11 þ. Veltigrind o.fl. V. 1.180 þ. Daihatsu Charade GTTi Turbo '88, svart- ur, 5 g. ek. 73 þ., álfelgur o.fl. V. 490 þ stgr. Toyota Corolla XL ’91, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 34 þ. Vökvast., central o.fl. V. 790 þ. Sk. ód. Ford Escort CL '86, gott eintak, ný skoð- aður ’94. V. 240 þ. stgr. Honda Civic GTi 16 v., ’88, 5 g., ek. 95 þ. Sóllúga o.fl. V. 690 þ. Sk. á ód. Daihatsu Feroza EL il ’89, 5 g., ek. að- eins 43 þ. V. 890 þ. Opel Kadett 1300 LS 5 dyra '85, gott útlit, uppt. vél o.fl. V. 260 þ. Toyota 4 Runner V-6 '91, rauður, sjálfsk. ek. 22 þ. Sóllúga, rafm. i rúðum, álfelgur, 33“ dekk o.fl. V. 2,4 millj. Toyota Corolla XL 1600 Liftback 16 v. '92, rauður, 5 g., ek. aðeins 20 þ. V. 1.030 þ. Sk. á ód. Range Rover 4 dyra '85, hvitur, 5 g., ek. aðeins 86 þ. V. 1.150 þ. Sk. á ódýrari. Subaru 18001 GL Station '87, blásans. sjálfsk., ek. 110 þ. Rafm. í rúðum o.fl Gott eintak. V. 690 þ. stgr. Daihatsu Charade TX '91, 5 g., ek. 19 þ. V. 630 þ. MMC Galant GLSi Super Saloon '91 sjálfsk. m/öllu, ek. 31 þ. V. 1.400 þús. Sk. á ód. Ford Bronco 8 cyl. (302) '74, sjálfsk. mikið endurnýjaður. Gott óstand. V. 480 þ. Góð lán. MMC Lancer GLXi hlaðbakur '92, sjálfsk., ek. 13 þ. V. 1.080 þ. Seat Ibiza 1200 ’86, 3 dyra, 5 g., ek. 75 þ. Gott eintak. V. 160 þ. stgr. Þú svalar lestrarþörf dagsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.