Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 52

Morgunblaðið - 16.03.1993, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, Wl REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Mögiileikar á vega- gerð í Kína kannaðir í tengslum við samvinnu kínver- skra stjórnvalda og íslenskra aðila um byggingu lakkrísverksmiðju í Kína hafa komið upp hugmyndir um frekari samvinnu og möguleika í því sambandi fyrir Islendinga. Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sens hf. vann að frumhönnun pfakkrísverksmiðjunnar og er ráð- gjafi við byggingu hennar. Viðar Olafsson framkvæmdastjóri verk- fræðistofunnar sagði í gær að í Mat á greiðslugetu Framtaldar tekjur gilda NOKKUR dæmi eru um það, að menn tjái húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar að þeir hafi hærri tekjur en fram kemur í skattfram- tali þeirra — með öðrum orðum að þeir tejji ekki rétt fram til skatts. Stofnunin tekur hins vegar aðeins mark á framtöldum tekj- um, þegar hún metur greiðslu- getu manna vegna íbúðarkaupa, að sögn Sigurðar Geirssonar deildarstjóra. Sigurður sagði að nokkuð væri um að menn, sem væru með sjálf- stæðan rekstur eða ynnu aukavinnu í frístundum, gæfu ekki hluta tekna sinna upp til skatts. Hins vegar reyndu þeir að fá mat á greiðslugetu niiðað við raunverulegar tekjur sín- ar, en ekki framtaldar tekjur. „Svarið hjá okkur er alltaf það sama þegar menn reyna að fá okkur til að taka tillit til þessa," sagði Sig- urður. „Þeir verða að leggja fram skriflega staðfestingu á þessum launum, annars tökum við ekki mark á þeim. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við sem ríkisstofnun tök- um tillit til tekna, sem menn gefa ekki upp gagnvart annarri rík- isstofnun." Mikil íbúða- byggð rís á Kirkjutúni SAMKOMULAG hefur tekist um uppbyggingu á svæðinu þar sem Borgarskáli Eimskipafélagsins stendur nú, en þar er áformað að byggja nokkur hundruð íbúðir. Svæðið markast af Borgartúni, Kringlumýrarbraut, Sigtúni og Nóatúni og heitir það Kirkjutún. * Samkomulagið um uppbyggingu Kirkjutúns verður undirritað í dag, en að því standa Eimskip hf., ístak hf., Álftárós hf. og Þak yfir höfuð- ið, en innan vébanda þess eru Ör- yrkjabandalag íslands, Sjálfsbjörg, Landssamtökin Þroskahjálp, Sam- tök aldraðra, Bandalag íslenskra sérskólanema, Stúdentaráð, Leigj- endasamtökin og Búseti. framhaldi af því hafi verið tekin upp samvinna milli þeirra, Halldórs Jóhannssonar landslagsarkitekts, sem er einn eigenda lakkrísverk- smiðjunnar, og Vegagerðar ríkis- ins um könnun á möguleikum á verkefnum í vegagerð. Vegagerðin þátttakandi Jón Birgir Jónsson aðstoðar- vegamálastjóri var í Guangzhou- héraði í Kína fyrir helgina til að ræða við stjórnvöld um hugsanleg vegagerðarverkefni fyrir íslenska aðila. Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að þegar verkfræðistofur væru að athuga með verkefni í vegagerð erlendis væri stundum leitað til Vegagerðarinnar með aðstoð og vildi Vegagerðin reyna að verða við sem flestum óskum af því tagi. Ferð Jóns Birgis til Kína tengdist slíku tilviki. Þá hafa íslenskir aðilar hafið við- ræður við kínversk stjómvöld um markaðssetningu á fiski, vörukaup og framleiðslu. S.J. Mulder, aðaldeildarstjóri þeirrar deildar bankans sem annast hefur viðskiptin vegna Stálfélags- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að bankinn teldi að brotajárns- birgðirnar hafi verið um 16 þúsund tonn en skiptastjóri hafi metið þær sex þúsund tonn. Ekki hefði verið talin ástæða til að vera við uppboð- ið vegna ágreiningsins. Sagði hann að ef rannsóknin leiddi í ljós að bankinn hefði beðið skaða vegna þessa myndi bankinn gera kröfu til þeirrar fjárhæðar. Mætti ekki á uppboðið Helgi Jóhannesson segir að af- Grjót fellur af pöllum og skemmir bíla Á SKÖMMUM tíma hefur talsvert tjón orðið á þremur fólksbílum sem ekið hafa um Reykjanesbraut vegna hruns af pöllum yfirhlað- inna grjótflutningabíla sem sækja efni í malarnám við Krísuvíkur- veg. Að sögn rannsóknarlögreglu í Hafnarfirði virðast þunghlaðnir grjótflutningabílarnir beygja á mik- illi ferð inn á Reykjanesbrautina ef þeir þurfa ekki að stöðva vegna umferðar, og sáldrast þá möl og steinar, allt upp í væna hnullunga á götuna. Tjón verður á bílum þegar stærstu hnullungarnir falla af pöllunum og aðvífandi fólksbílar ná ekki að stöðva eða beygja fram hjá þeim vegna umferðar á móti. Áð sögn lögreglu taka stærstu steinarnir upp undir stuðara á fólksbílum og geta valda verulegum skaða á þeim bílum sem ekið er á þá. í þeim þremur tilvikum þar sem skaðinn hefur orðið mestur hefur ekki tekist að hafa upp á þeim bíl- stjóra sem ábyrgðina bar. staða bankans komi sér á óvart. Full samvinna hafi verið með veð- höfum meðan á skiptameðferð stóð og í öllu verið farið eftir uppboðs- og gjaldþrotaskiptalögum. Bankinn hefði hins vegar ekki sinnt um að gæta hagsmuna sinna á uppboði, og líklega ekki talið brotajárnið þess virði að bjóða í það. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá RLR er erindi bankans nú til skoðunar en ekki hefur verið tekin ákvörðun um rannsókn máls- ins. Sjá miðopnu: Af innlendum vettvangi. ÍSLENSKIR aðilar eru að athuga möguleikana á verkefnum í Kína, meðal annars við vegagerð. Að vegagerðarhugmynd- inni stendur íslensk verkfræðistofa, Vegagerð ríkisins og einn af eigendum íslensku lakkrísverksmiðjuhnar í Kína. Morgunblaðið/RAX Vonbrigði í Stokkhólmi EFTIR gott gengi á Heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð varð íslenzka landsliðið fyrir áfalli í gær þegar það tapaði stórt fyr- ir þýzka landsliðinu, 16:23. í dag mæta íslendingar Dönum og er þá að duga eða drepast ef liðið á að eiga möguleika á verðlaunasæti í mótinu. Sjá náuar í íþróttablaði. l P Vorið er í nánd Morgunblaðið/Jóhann Óii Hilmarsson ÞAÐ var vorlegt í höfuðborginni á sunnudaginn og eflaust hafa ýmsir hugsað um gróandann og sumar- skrúðið og vonað að það versta væri liðið á erfíðum vetri. Á föstudaginn kemur eru jafndægur á vori þegar dagur og nótt eru jafnlöng og úr því fer biðin að styttast. Hollenskur bankí kærir gjaldþrotaskipti Stálfélagsins til RLR Hótar að vara aðra banka við viðskiptum á íslandi HOLLENSKI bankinn Bank Mees & Hope hefur óskað eftir því í bréfi til Rannsóknarlögreglu ríkisins að hún rannsaki tiltekna þætti í skiptameðferð þrotabús Islenska stálfélagsins hf. en bankinn telur sig hafa verið beittan svikum við mat á brotajárnsbirgðum sem bank- inn átti veð í þegar verksmiðjan var tekin til gjaldþrotaskipta haust- ið 1991. Bankinn hefur sent bústjóra þrotabúsins og eigendum verk- smiðjunnar, Búnaðarbanka og Iðnþróunarsjóði, bréf þar sem lýst er mikilli óánægju með íslenskt réttarfar og fjármálakerfi. í bréfinu er því lýst yfir að bankinn telji það skyldu sína að upplýsa hið alþjóð- lega bankakerfi eftir öllum hugsanlegum leiðum um þá misnotkun sem bankinn hafi orðið fyrir í viðskiptum sínum á íslandi og slíkt muni óhjákvæmilega hafa áhrif á lánsfjármöguleika íslands erlendis. Umrætt brotajárn var selt Har- aldi Þ. Ólasyni, eiganda Furu hf., fyrir 50 þúsund krónur á uppboði sem haldið var 5. mars sl. en fulltrú- ar Mees & Hope voru ekki viðstadd- ir uppboðið og gerðu enga tilraun til að bjóða í brotajárnið, að sögn Helga Jóhannessonar bústjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.