Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 2
2
MORGUNBLAÐJÐ FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993
Á SAMEIGINLEGRI æfíngu Landhelgisgæslunnar og Björgunarsveitar-
innar Sæbjargar á Flateyri æfðu menn björgun úr strönduðu skipi. Varð-
skipið Óðinn lagðist fyrir akkeri 150 metra undan ströndinni og þaðan
var skotið línu í land. Þegar líflínan hafði verið strekkt og björgunarstóll-
inn klár voru menn ýmist dregnir í land eða um borð.
íslensk ferðamannaþjónusta á árinu 1993
Veruleg fjölgun er-
lendra ferðamanna
VERULEG fjölgun hefur orðið á komu erlendra ferðamanna til ís-
lands það sem af er árinu miðað við sama tíma i fyrra. Fyrstu fjóra
mánuði ársins fjölgaði þeim um 3.000, eða úr 23.255 í fyrra og í 26.189
í ár sem er 12% aukning. Mést var aukningin í apríl eða 15,7%. Hvað
veturinn í heild varðar var hlutfailslega mesta aukningin í ferðum frá
meginlandi Evrópu og Bretlandi. Þannig fjölgaði breskum ferðamönn-
um um 35% á tímabilinu október-apríl í ár miðað við sama tímabil sl.
vetur og þýskum ferðamönnum fjölgaði um 34% milli þessara tímabila.
Tæplega 148.000 ferðamenn
komu til landsins í fyrra og er útlit
fyrir að ljöldi þeirra verði svipaður
í ár að sögn Birgis Þorgilssonar
ferðamálastjóra. „Horfumar virðast
þokkalegar miðað við efnahags-
ástandið alls staðar í kringum okkur
en ástand atvinnu- og efnahagsmála
og ferðaþjónustu fylgist mikið að,“
sagði hann í þessu sambandi.
Hann sagði að Þjóðveijar hefðu í
fyrsta skipti verið flestir á íslandi í
fyrra og útlit væri fyrir að þeir yrðu
það aftur í ár. Aftur á móti sagði
hann ljóst að eitthvað myndi standa
á fjölgun ferðamanna frá Bandaríkj-
unum í ár. Búist hafði verið við að
ferðum Bandaríkjamanna til Evrópu
fjölgaði um allt að 10% á þessu ári
vegna batnandi efnahagsástands í
landinu en nú er talið ólíklegt að sú
spá rætist. Frá Bandaríkjunum komu
21.600 ferðamenn til íslands í fyrra.
Lítil breyting
á ferðamáta
Þegar litið er til ferðamáta sagði
Birgir að lítil breyting hefði orðið
þar á þó sennilega mætti greina ein-
hveija fjölgun ferðamanna sem ferð-
uðust á eigin vegum. Hann sagðist
ekki halda að ferðamönnum sem
kæmu með sinn eigin mat fjölgaði
og benti í því sambandi á að leyfíleg-
ur matarskammtur inn í landið hefði
verið minnkaður úr 10 kg í 3 kg og
ef ferðamenn kæmu með meira
þyrftu þeir að greiða sérstakan toll
af matnum.
Yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins
Færri konur koma til
krabbameinsskoðunar
VERULEGA hefur dregið úr komum kvenna á leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins frá áramótum, miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá
hafa einnig færri konur á aldrinum 40-69 ára komið til sérstakrar
bijóstakrabbameinsleitar. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir leitar-
stöðvarinnar, sagði að þessi þróun væri áhyggjuefni, en erfitt væri
að koma auga á skýringar þessa.
Kristján sagði að síðstliðin fimm
ár hefði um 81% kvenna, sem boð-
aðar væru í skoðun, sinnt kallinu.
„Fyrstu fjóra mánuði ársins fækk-
aði komum á leitarstöðina í Reykja-
vík um 12%, miðað við sömu mán-
uði í fyrra,“ sagði hann. „Yfír land-
ið allt er samdrátturinn 9%.“
Kristján sagði að Krabbameins-
félagið hefði gert samninga við
verkalýðsfélögin Dagsbrún, Iðju og
Framsókn, um að sjúkrasjóðir fé-
laganna greiði 1.500 króna göngu-
deildargjaldið fyrir félagskonur. Þá
greiða félagskonur í VR 'h af
göngudeildargjaldinu. „Ef þessi
dræma aðsókn tengist hræðslu
kvenna við að það sé dýrt að koma
í skoðun til okkar, þá bendi ég á
að göngudeildargjaldið hefur ekki
hækkað síðan í fyrra. Ég get ekki
fullyrt að efnahagsaðstæður í þjóð-
félaginu eigi sök á minnkandi að-
sókn, en það getur verið dýrt að
spara þennan kostnað," sagði
Kristján.
Færri í
brj óstamy ndatöku
Þá sagði hann annað áhyggju-
efni vera, að mæting kvenna á aldr-
inum 40-69 ára í sérstaka bijósta-
myndatöku hefði einnig dregist
saman. Um 7% færri konur á þess-
um aldri mæta til þeirrar skoðunar
heldur en koma til leghálsskoðunar.
Skák á St. Martin
Helgi er
efstur
HELGI Ólafsson vann banda-
ríska stórmeistarann Joel
Benjamin í sjöttu umferð, sem
tefld var á opna Alþjóðlega
skákmótinu, á Saint Martin í
gær. Er hann langefstur á
mótinu með sex vinninga.
Margeir Pétursson vann
bandaríska stórmeistarann _Dim-
itri Gurevich í gær, Jón L. Áma-
son gerði jafntefli við þýska al-
þjóðlega meistarann Schmittdiel
og Karl Þorsteins vann banda-
ríska undrabarnið Waitzkin.
í dag
Uppbót á loðnuvertíð__________
Strákarnir á vakt Bryngeirs íFiski-
mjölsverksmiðju Vinnslustöðvar-
innar í Eyjum hrepptu fyrsta vinn-
ing á lottómiða 4
Fjölgun d Akureyri
Ahafnir og farþegar skemmtiferða-
skipa sem koma til Akureyrar eru
fleiri en bæjarbúar 33
Dekkin hafq lækkaö_____________
Verðmunur nýrra og sólaðra hjól-
barða hefur minnkað verulega 34
Leiöari________________________
Hvar er Þróunarsjóðurinn? 28
Bankaeftirlitið kannar
hlutabréfasölu í Softis
BANKAEFTIRLIT Seðlabankans er nú að kanna hvort farið hafi verið
að lögum við sölu á þeim hlutabréfum sem hugbúnaðarfyrirtækið Soft-
is hf. auglýsti til sölu sl. föstudag. Að sögn Þórðar Ólafssonar, forstöðu-
manns Bankaeftirlitsins, vildi eftirlitið kanna hvort útboð hlutabréf-
anna hefði farið fram í andstöðu við gildandi lög, annars vegar gagn-
vart Softis og hins vegar Kaupþingi sem hefur skráð bréfin til sölu á
Opna tilboðsmarkaðnum. Einnig hefur bankaeftirlitið verið að athuga
hvort hugsanlega væri um að ræða villandi kynningu á sölu hlutabréf-
anna. Kaupþing hefur sent frá sér tilkynningu þar sem tekið er fram
að fyrirtækið hafi ekki að neinu leyti tekið þátt í auglýsingunni heldur
sé einungis umboðssöluaðili að bréfunum.
Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrú
► Hlutafé Samskipa lækkað um ► Kvikmyndir vikunnar -
400 millj. - Helmingssamdráttur Breskur fréttaþulur sker upp
hjá Armannsfelli - Bjartsýni þjá herör gegn neikvæðum fréttum
Softis - Álftarós og Armannsfell - Gervihnattarás fyrir Ástralíu -
innleiða nýja byggingaraðferð Bylting á byltingu ofan
Þórður Ólafsson sagði að Banka-
eftirlitið hefði tekið til athugunar
umrædda auglýsingu frá Softis og
frétt sem birtist í Morgunblaðinu
sama dag vegna ákvæða í gildandi
lögum um verðbréfaviðskipti og verð-
bréfasjóði. „Þau kveða á um að þeg-
ar um er að ræða útboð á verðbréfum
sem boðin eru almenningi til kaups
eigi útboðið að fara fram fyrir milli-
göngu verðbréfafyrirtækja. Utgef-
endur hlutabréfa geta hins vegar
gefið út hlutabréf sjálfir en þá með
undanþágu frá Verðbréfaþingi ís-
lands,“ sagði Þórður
Til að kanna hvort sala hlutabréf-
anna stæðist lög kallaði Bankaeftir-
litið fulltrúa Kaupþings á sinn fund.
„Á þeim fundi skýrðu forsvarsmenn
Kaupþings sinn hlut í þessu máli og
eftir fundinn óskaði Bankaeftirlitið
eftir frekari gögnum um hlutafjárút-
boð Softis sem Kaupþing hafði milli-
göngu um að útvega Bankaeftirlit-
inu. Við erum ekki búnir að ljúka
okkar athugun á þessu máli.“
Athugasemd Kaupþings
Kaupþing hefur sent frá sér at-
hugasemd vegna auglýsingarinnar
þar sem segir: „Vegna auglýsingar
frá hugbúnaðarfyrirtækinu Softis hf.
! Morgunblaðinu föstudaginn 30. apríl
vill Kaupþing hf. koma eftirfarandi
athugasemdum á framfæri: Kaupþing
hefur hlutabréf í Softis í umboðssölu
og eru þau skráð á Opna tilboðsmark-
aðnum. Kaupþing átti ekki þátt í ofan-
greindri auglýsingu Softis hf., heldur
er einungis söluaðili að bréfunum.
Kaupþing hefur ekki metið virði fyrir-
tækisins og mælir því hvorki með eða
á móti kaupum á hlut í félaginu.
Þeir aðilar sem kaupa hlut í félaginu
verða sjálfír að meta á grundvelli
þeirra upplýsinga sem fyrir liggja
hvort um áhugaverðan fjárfestingar-
kost er að ræða.“ Sjábls. B4
-----» ♦ ♦----
Heiðrún til Grindavíkur
Kaupsamning-
ur samþykkt-
ur samhljóða
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur
samþykkti samhljóða í gær drög
að samningi við búsljóra þrotabús
EG hf. í Bolungarvík um kaup á
togaranum Heiðrúnu ÍS. Ekki er
ákveðið hvað gert verður við skip-
ið en nógir verða til að nýta kvóta
þess, að sögn bæjarstjórans.
Kaupverð togarans er 430 milljón-
ir kr. Jón Gunnar Stefánsson bæjar-
stjóri sagði í gærkvöldi, þegar hann
var spurður að því hvort Grindavíkur-
bær væri að fara út í bæjarútgerð,
að menn myndu hugsa sig vel um
áður en ákvörðun yrði tekin um slíkt.
(
(
(
(
(
(
(
(
(
f
(
(
(