Morgunblaðið - 06.05.1993, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f.t Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Hvar er Þróunar-
sjóðunnn?
Frumvarp Þorsteins Pálsson-
ar sjávarútvegsráðherra
um Þróunarsjóð sjávarútvegs-
ins, sem samstaða hefur náðst
um í ríkisstjórn, verður ekki
lagt fyrir Alþingi í vor, eins og
rætt hafði verið um. Frumvarp-
ið mun bíða hausts, ásamt
frumvörpum ríkisstjórnarinnar
um breytingar á lögum um
fiskveiðistjórnun og afnám
Verðjöfnunarsjóðs. Fram hefur
komið í máli sjávarútvegsráð-
herra að ástæðan fyrir töf á
framlagningu allra frumvarp-
anna þriggja sé ósamkomulag
í þingflokkum stjórnarflokk-
anna um ákvæði frumvarpsins
um fískveiðistjórnun er snúa
að veiðum smábáta.
Akvörðun um stofnun Þró-
unarsjóðs sjávarútvegsins var
þáttur í efnahagsaðgerðum rík-
isstjórnarinnar í nóvember síð-
astliðnum. Af ummælum ráð-
herra ríkisstjórnarinnar mátti
þá ráða að frumvarp um sjóðinn
kæmi fljótlega fram á Alþingi.
„Frumvarpið um Þróunarsjóð-
inn mun koma fram á eðlilegum
tíma og án ástæðulausrar taf-
ar,“ sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra í þingræðu 24.
nóvember. Miðað við að frum-
varpið verði ekki lagt fram fyrr
en þegar þing kemur saman
aftur 1. október verður Þróun-
arsjóðurinn í fyrsta lagi settur
á stofn um miðjan október,
kannski ekki fyrr en í nóvem-
ber, ári eftir að efnahagsað-
gerðir stjórnarinnar voru til-
kynntar!
Þróunarsjóður sjávarútvegs-
ins á að taka á alvarlegum
vanda greinarinnar, sem er allt-
of mikil afkastageta miðað við
minnkandi afla. Sjóðurinn á að
greiða styrki til úreldingar
fiskiskipa og kaupa upp
vinnslustöðvar. Þannig á sjóð-
urinn að hraða hinni bráðnauð-
synlegu ureldingu og endur-
skipulagningu í sjávarútvegi,
án þess að það komi niður með
of miklum þunga á bankakerfi
landsmanna.
Staðan í sjávarútveginum er
svo hrikaleg, að það hlýtur að
vekja furðu að stofnun Þróun-
arsjóðs eigi að bíða fram á
haustið. í ræðu á Alþingi í nóv-
ember sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra að efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar, að meðtöldum þeim árangri,
sem væri vænzt með stofnun
Þróunarsjóðsins, ættu að geta
1iætt rekstrarstöðu sjávarút-
vegsins um 6%. Nú liggur fyr-
ir, samkvæmt yfirliti Þjóðhags-
stofnunar um efnahagshorfur
á árinu 1993, að efnahagsað-
gerðir stjórnarinnar frá í nóv-
ember bættu rekstrarstöðu
botnfiskveiða og -vinnslu um
4,4%. „.. . lækkanir á afurða-
verði að undanförnu hafa gert
meira en að vega upp þann
afkomubata,“ segir hins vegar
í yfirliti Þjóðhagsstofnunar.
Botnfiskveiðamar eru nú rekn-
ar með 5,3% tapi og vinnslan
með 6,6% tapi.
Ljóst er að við þessar að-
stæður geta sum sjávarútvegs-
fyrirtæki ekki haldið lengi út.
Þess vegna er óskiljanlegt að
ríkisstjórnin skuli ætla að
fresta um hátt í hálft ár stofn-
un Þróunarsjóðs sjávarútvegs-
ins. Sjóðurinn, einn og sér, mun
ekki leysa rekstrarvanda at-
vinnugreinarinnar en hann get-
ur auðveldað verulega þær
skipulagsbreytingar, sem eru
lífsnauðsynlegar til þess að
létta undir með sjávarútvegin-
um.
Það dróst að leggja fram
frumvarp um Þróunarsjóð, í
fyrstu vegna deilna um vaxta-
afslátt af lánum til sjóðsins, og
seinna vegna deilu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra og Þorsteins Pálsson-
ar um upphæð þróunargjalds á
aflakvóta, sem á að standa
undir endurgreiðslu lánanna í
framtíðinni. Nú hafa þessi
deilumál hins vegar verið leyst
og samstaða er um málið í rík-
isstjórninni. Ekki hefur frétzt
af því að einstakir stjórnarþing-
menn setji sig upp á móti frum-
varpinu. Þegar ákvörðun var
tekin um Þróunarsjóð í nóvem-
ber á síðasta ári kom hvergi
fram að stofnun hans væri háð
sátt um öll atriði í skipulagi
fiskveiðistjórnunar. Það má
líka vera öllum ljóst að starf-
semi Þróunarsjóðsins stendur
ekki i neinu beinu samhengi
við stjórn á veiðum smábáta,
sem er það atriði fískveiði-
stjórnunarinnar sem enn er
deilt um í stjórnarliðinu. Það
er furðulegt að deilur um veið-
ar, „sem taka ekki nema til
eins til tveggja prósenta heild-
arveiðanna,“ svo notuð séu orð
sjávarútvegsráðherra, eigi að
standa í vegi fyrir því að Þróun-
arsjóður sjávarútvegsins geti
hafið starfsemi. Slíkt væri
sannarlega ástæðulaus töf.
Sjávarútvegsráðherra ætti
að sjá sig um hönd og leggja
frumvarpið um Þróunarsjóð
fyrir Alþingi strax á næstu
dögum. í ljósi þeirra hags-
muna, sem eru í húfi, hafna
þingmenn því varla að sitja ein-
hveijum dögum lengur og af-
greiða frumvarpið sem lög frá
Alþingi.
Melvin L. Tucker lögreg-lustjóri í Tallahassee í Florida
Strangari lög, fleiri
löggur og stærri fang-
elsi skila ekki árangri
„EG gekk um Reykjavík í gærkvöldi, frá Hótel Sögu
og niður að höfn, og ég sá það að hér getur fólk
gengið öruggt og óhrætt um göturnar að kvöldlagi.
Það þótti mér vænt um að sjá, því þessu á fólk ekki
að venjast heima hjá mér. Gæði af þessu tagi kunna
menn sennilega ekki að meta sem skyldi fyrr en
þeir eru hættir að njóta þeirra." Þetta segir Melvin
L. Tucker, lögreglustjóri í Tallahassee, höfuðborg
Florída-fylkis í Bandaríkjunum, sem hér er nú stadd-
ur í boði dómsmálaráðuneytisins. í gær flutti hann
erindi á ráðstefnu ráðuneytisins um forvamir og
fyrirbyggjandi störf lögreglu. íbúafjöldi Tallahassee
og Reykjavíkursvæðisins er svipaður en hvað varðar
verkefni löggæslumanna í borgunum tveimur er
ólíku saman að jafna. Að sögn Tuckers lögreglu-
stjóra era framin um það bil 20.000 aivarleg afbrot
í Tallahassee á ári en það jafngildir því að árlega
verði um það bil sjöundi hver íbúi borgarinnar þol-
andi slíks brots.
Til alvarlegra afbrota teljast samkvæmt skilgreiningu
Tuckers hvers konar ofbeldisbrot og bílþjófnaðir. í við-
tali blaðamanns Morgunblaðsins við Melvin L. Tucker
kemur fram að hann er er eindreginn talsmaður þess
að kröftum löggæslumanna sé beint að hvers konar for-
varnarstarfi og eflingu tengsla við almenning. Hann
hafnar hefðbundnum áherslum á að hlutverk lögreglu
eigi fyrst og fremst að felast í því að hafa upp á þeim
sem gerst hafa brotlegir við lögin.
Tucker lögreglustjóri telur að ástandið í borgum
Bandaríkjanna sýni ótvírætt réttmæti sinna sjónarmiða.
„Þið íslendingar eigið að læra af mistökum okkar. Á
liðnum áratugum höfum við varið mestu afli okkar í að
koma sem flestum afbrotamönnum undir lás og slá og
ná að leggja hald á sem mest af eiturlyfjum. Við héldum
að með harðari lögum, fleiri lögreglumönnum, fleiri hand-
tökum mætti Ieysa vandamálin og eyða eftirspurninni
eftir eiturlyfjum í eitt skipti fyrir öll.“
Yfirfull fangelsi en enginn árangur
„Árangurinn er sá að öll fangelsi okkar eru yfirfull
en samt flæða eiturlyf yfir landið og glæpir eru meiri
ógnun við velferð fólks en nokkru sinni fyrr. í fylkinu
sitja nú 65 þúsund manns í fangelsi. Fjölmiðlar virðast
helst vilja fjalla um það þegar afbrotamenn eru handtekn-
ir og lagt hald á mikið af eiturlyfjum og þess vegna
hafa stjórnmálamenn helst viljað veita fé til slíkra mála.
En þetta skilar ekki árangri. Nýlega byggðum við í
Flórída enn eitt fangelsið fyrir 52 milljónir dollara til
að hýsá 1.500 fanga. Ég tel að peningunum væri betur
varið í flytja lögreglumennina nær fólkinu, til dæmis
með því að efla fræðslu í skólum um skaðsemi eitur-
lyija og áfengis og almennt til þess að uppfræða fólk
um hvernig það geti snúið sér gegn glæpum og forðast
það að lenda í hlutverki fórnarlambsins." Hann segir
að samfélagið geti náð raunverulegum árangri með því
að koma í veg fyrir afbrotin, ráðast að rótum vandans,
stefna að því að draga úr eftirspurn eftir eiturlyfjum
og bjóða upp á meðferðarúrræði.
Undir stjórn Melvins L. Tuckers hefur lögreglulið
Tallahassee á undanförnum árum horfið frá „hugmynda-
fræði slökkviliðsins," en það nefnir Tucker hugarfar
þeirra sem mæla árangur í þúsundum handtekinna og
tonnum af eiturlyfjum. Þess í stað er nú lögð stóraukin
áhersla á forvarnarstarf og grenndarlöggæslu. „Nú starf-
ar lögreglumaður á mínum vegum í. hverjum einasta 10
ára bekk í skólum borgarinnar að því að fræða um skað-
semi eiturlyfja, áfengis og reykinga. í íbúðahverfum eru
lögreglumenn komnir út úr bílunum og farnir að ferðast
um á reiðhjólum eða gangandi. Varanlegur árangur mun
sjást innan nokkurra ára,“ segir Tucker lögreglustjóri og
í máli hans kemur fram að hann vonist til að 2% fækk-
un kærðra afbrota í Tallahassee á Iiðnu ári sé til marks
um að nú þegar séu málin á réttri leið.
Nútímaleg Reykjavíkurlögregla
Melvin L. Tucker lögreglustjóri kom til landsins á
mánudag og hefur undanfarna daga kynnt sér m.a. starf-
semi lögreglu hér á landi. Hann lýsir ánægju með það
sem hann hefur séð til kollega sinna hér á landi og
kveðst kominn hingað til lands til að læra ekki.síður en
til að miðla. „Það er athyglisvert að kynna sér hvernig
löggæslu er háttað og hvernig málin horfa við í eins-
leitu og vel stæðu samfélagi eins og hér er.“
„Ég veit ekki hvort fólki hér er það ljóst," segir Tuc-
ker lögreglustjóri, „en lögreglan í Reykjavík er mjög
nútímaleg og framfarasinnuð í sínum starfsháttum og
ég verð að hrósa [Böðvari] Bragasyni lögreglustjóra og
hans mönnum fyrir að sýna mikinn skilning á því sem
vefst fyrir fjölmörgum yfirmönnum lögreglumála víða
Morgunblaðið/Þorkell
Með lögreglustjórunum tveimur
Melvin L. Tucker, lögreglustjóri í Tallahassee, og Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, heimsóttu
í gær Jóhannes Sturlu Guðjónsson, lögreglumann í Reykjavík, sem starfaði með lögreglunni í Talla-
hassee árið 1983 og útskrifaðist úr lögregluskóla þar í borg áður en hann hóf störf í lögreglunni í
Reykjavík. Jóhannes Sturla slasaðist sem kunnugt eí- lifshættulega við handtöku kókaínsmyglara á Vest-
urlandsvegi í fyrrasumar.
um heim. Það er mikilvægi forvarnarstarfs. Hér er til
dæmis starfandi öflug forvarnadeild sem mér sýnist að
vinni bæði skynsamlega og markvisst. Á komandi árum
mun mönnum verða ljósara mikilvægi þess sem stjóm-
endur löggæslumála í Reykjavík vita nú þegar. Það er
það að ekki má falla í þá freistni að veija öllu sínu fé í
að takast á við afleiðingar afbrotanna, jafn nauðsynlegt
og það getur verið að taka á þeim málum. Það þarf líka
að verja mannafla í fyrirbyggjandi starf og bæta sam-
band almennings við lögregluna."
Varanleg samskipti
í máli Tuckers kemur fram að eitt af því sem hann
muni ræða við gestgjafa sína hér á landi sé á hvern veg
best sé að haga framvegis samskiptum og samstarfí
lögreglu hér á landi og í Tallahassee. Hann segist vona
að þeim samskiptum verði komið í varanlegt og reglulegt
horf báðum aðilum til gagns.
Reyndar er það ekki að tilefnislausu að þessi sam-
skipti eru komin á og Melvin L. Tucker var fenginn til
lands að ávarpa ráðstefnu dómsmálaráðuneytisins. Hing-
að er hann kominn að frumkvæði Hilmars Skagfields,
ræðismanns íslands í Tallahassee, og Haralds Johanness-
ens, fangelsismálastjóra. Haraldur kynntist Tucker þeg-
ar hann að loknu lögfræðiprófi var við framhaldsnám í
afbrotafræði við fylkisháskóla Florída fyrir um það bil
áratug. Starf með lögregluliði borgarinnar var liður í
því námi.
Annar íslendingur hefur einnig starfað undir hand-
leiðslu Melvins L. Tuckers. Það er Jóhannes Sturla Guð-
jónsson, lögreglumaðurinn sem slasaðist lífshættulega
við handtöku kókaínsmyglara á Vesturlandsvegi í fyrra-
sumar. Fyrir u.þ.b. áratug starfaði Jóhannes Sturla um
tíma með lögregluliði Tallahassee þar sem hann lauk
námi við lögregluskóla.
Táknræn tengsl
í gær heimsótti Tucker lögreglustjóri, ásamt Böðvari
Bragasyni og Haraldi Johannessen, Jóhannes Sturlu og
fjölskyldu hans og færði honum kveðjur frá félögum í
Tallahassee. Jóhannes Sturla er í endurhæfingu á Grens-
ásdeild Borgarspítalans og er á hægum batavegi.
Melvin Tucker sagði í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins að segja mætti að það væri táknrænt að Jóhann-
es Sturla, sem hefði þessi tengsl við lögreglulið banda-
rískrar borgar, hefði fyrstur íslenskra lögreglumanna
beðið heilsutjón í baráttu við eiturlyfjasala. Nú, þegar
markaður fyrir eiturlyf sé að mettast í Bandaríkjunum
og landamæri innan Evrópubandalagsins séu opnari en
nokkru sinni fyrr jafnframt auknum fólksstraumi frá
A-Evrópu, megi íslendingar eins og aðrar Evrópuþjóðir
búast við því að innan nokkurra ára beri markaðssókn
alþjóðlegra eiturlyfjasala árangur hér á landi. Það sem
Bandaríkjamenn séu að beijast við í dag muni íslending-
ar beijast við innan áratugar.
Viðtal: Pétur Gunnarsson
Er hátæknisjúkrahús
varasöm stofnun?
eftir Gunnar Biering
Undanfarna mánuði hafa verið á
ferðinni í fjölmiðlum miklar umræður
um málefni fæðandi kvenna á íslandi
og þó sérstaklega hér á höfuðborgar-
svæðinu. Hvatinn að þessum umræð-
um var lokun Fæðingarheimilis
Reykjavíkur. Með lokum heimilisins
var þrengt verulega að fæðandi kon-
um og af þeim var tekinn möguleiki
á því að velja sér fæðingarstað. Jafn-
framt jókst álag á kvennadeild Land-
spítalans meira en góðu hófi gegnir.
Hinsvegar hafa ofangreindar umræð-
ur verið ærið einhliða fram til þessa
og mikilvæg sjónarmið hafa ekki náð
að komast til skila. Kvennadeild
Landspítalans hefur verið mikið til
umræðu og gjarnan nefnd sem dæmi
um hátæknisjúkrahús. Þetta orð „há-
tæknisjúkrahús" hefur því næst verið
notað sífellt í ræðu og riti, oft því
miður af vankunnáttu, enda er nú svo
komið, að nafnið hefur fengið á sig
neikvæðan blæð og ber að harma
það. Skilja má umræður svo, að fæð-
ingarstofnun, sem býður upp á öryggi
í meðgöngu og fæðingu, þ.e. 'nátækni-
stofnun, sé kuldalegur og óvistlegur
staður, hlaðinn ógnvekjandi tækjum,
sem eru algerlega óþörf fyrir allan
þorra fæðándi kvenna. Látið er að
því liggja, að slæmt sé að konur á
Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi engan
möguleika á að leita annað en á slíka
stofnun. Þetta er villandi áróður og
jafnvel hættulegur. í grein, sem birt-
ist í Ljósmæðrablaðinu á sl. ári, er
kvennadeildin stimpluð sem hátækni-
sjúkrahús í neikvæðum skilningi og
henni jafnframt fundið það til for-
áttu, að hún er kennslustofnun.
Greinarhöfundur telur það verulegt
óhagræði fyrir konur að þurfa að
leggjast inn á slíka stofnun. Hvar
væri fæðingarhjálp á vegi stödd í dag
ef ekki væru til kennslustofnanir, sem
meðtaka, þróa og mótað framfarir í
fæðingarhjálp og miðla þeirri þekk-
ingu til nemenda? Fæðingarhjálp á
sjúkrahúsum hófst hér á landi er
Landspítalinn tók til starfa árið 1930.
Fæðingardeildin flutti þvínæst í eigið
húsnæði á Landspítalalóð árið 1949.
Var þar skjótt þröng á þingi því kon-
ur sóttu fast að fá að fæða á fæðing-
arstofnun fremur en í heimahúsi.
Þrengsli á gömlu fæðingardeildinni
voru orðin geigvænleg um 1960 og
var það hvatinn að opnun Fæðingar-
heimilis Reykjavíkur, sem starfaði við
miklar vinsældir þar til því var lokað
í árslok 1992. Árið 1975 var opnuð
ný viðbygging við fæðingardeildina
og breyttist þá jafnframt nafn
stofnunarinnar í kvennadeild Land-
spítalans. Starfsaðstaða gerbreyttist
við tilkomu nýja hússins, svo jaðraði
jafnvel við byltingu í þeim efnum.
Það sem olli ef til vill mestum straum-
hvörfum var stórbætt aðstaða til fæð-
ingarhjálpar, ný deild fyrir konur með
sjúkdóma og afbrigði í meðgöngu og
loks opnun vökudeildar, sem er deild
fyrir veika nýbura, sem þurfa á sér-
meðferð að halda. Kvennadeildin hef-
ur alla tíð átt því láni að fagna að
hafa á að skipa úrvalsliði lækna, ljós-
mæðra og annars hjúkrunarliðs.
Deildin hefur fylgt fast eftir öllum
nýjungum í meðgöngu- og fæðingar-
hjálp svo og nýburameðferð, en sú
meðferð heyrir nú undir Borgarspít-
ala Hringsins. Þá hefur kvennadeildin
verið uppeldisstöð allra ljósmæðra og
lækna, sem starfað hafa hér á landi
sl. hálfa öld. Nánast allir þessar aðil-
ar eiga ekkert annað en góðar endur-
minningar og hlýjar hugsanir til þess-
arar stofnunar. Fyrir daga fæðingar-
deildar var mæðradauði síður en svo
óþekkt fyrirbæri og nýburadauði var
ógnvekjandi. Mæðradauði er nú nán-
ast horfinn og barnsfararsótt þekkist
varla lengur. Árið 1968 var nýbura-
dauði á Islandi 24 börn fyrir hver
1.000 fædd börn. Árið 1975 var ný-
buradauðinn kominn niður í 16,1 og
ári síðar, þ.e. einu ári eftir að nýja
kvennadeildin og vökudeildin tóku til
starfa, voru þessar tölur komnar nið-
ur í 10,1. Í dag eru tölurnar á bilinu
5-6 börn fyrir hver 1.000 fædd og
telst nýburadauði hér á landi með því
lægsta sem um getur. Gott og mark-
visst eftirlit í meðgöngu á einnig rík-
an þátt í þeirri þróun, sem orðið hef-
Gunnar Biering
ur. Það hlýtur að liggja ! hlutanna
eðli, að sá árangur, sem náðst hefur
hér á landi, hefur ekki orðið til af
sjálfu sér heldur vegna markvissra
vinnubragða. Undirritaður hefur
starfað sem barnalæknir við kvenna-
deild Landspítalans allt frá árinu
1961. Hluti af starfi mínu eru náin
samskipti við sængurkonur vegna
barna þeirra, jafnt þeirra sem heil-
brigð eru og hina, sem sjúk eru. Ég
tel að ég geti fullyrt, að allur þorri
þeirra kvenna er fæða á kvennadeild-
inni eru mjög ánægðar með dvölina
þar og þakklátar fyrir þá þjónustu,
sem þeim er veitt. Áróður, sem miðar
að því að hræða konur frá því að
njóta slíkrar þjónustu á þeim forsend-
um að hér sé um „hátæknisjúkrahús“
að ræða, er vægast sagt varasamur
og ábyrgðarlaus. Þetta breytir þó
ekki þeirri staðreynd, að æskilegt er
að konur geti valið þann stað, sem
þær vilja fæða á. Það mælir því allt
með því að Fæðingarheimili Reykja-
víkur verði opnað á nýjan leik, enda
er húnsæði kvennadeildar ekki hann-
að fyrir þann fjölda kvenna, sem
deildin verður nú að annast.
Einn af forsvarsmönnum ljósmæð-
rasamtakanna hefur staðhæft bæði í
útvarpi og sjónvarpi, að þegar um
eðlilega meðgöngu er að ræða sé
heimafæðing á engan hátt hættulegri
en fæðing á fæðingarstofnun og að
það geti jafnvel verið varasamara að
fæða á fæðingarstofnun. Þetta er vill-
andi áróður og jafnframt hættulegur.
í þeirri umræðu, sem átt hefur sér
stað undanfarið misseri, er mikið
rætt um meðgöngu, fæðingu og þarf-
ir hinnar fæðandi konu, en barnið,
sem fæðist, og þarfir þess heyrast
aldrei nefndar. Allir, sem raunveru-
lega þekkja til, vita að engin fæðing
verður dæmd fyllilega eðlileg fyrr en
hún er afstaðin. Jafnvel algerlega
eðlileg meðganga og fæðing geta í
stöku tilfellum endað í miklum vanda
hjá börnunum, sem ekki verður séður
fyrir. Sá vandi er venjulega fólginn
í súrefnisskorti, en heili nýbura er
afar viðkvæmur fyrir slíkum skorti
og getur skaðast af þeim sökum.
Barni, sem lendir í súrefnisskorti í
fæðingu, er ekki hægt að hjálpa í
heimahúsum á sama hátt og á vel
búnu sjúkrahúsi, sem hefur á að skipa
góðum tækjabúnaði og vel þjálfuðu
starfsliði.
Hollendingar hafa löngum verið
orðaðir við heimafæðingar umfram
aðrar Evrópuþjóðir. Nú gerist hins
vegar stöðugt algengara að hollensk-
ar konur fæði í sjúkrahúsi til þess
að njóta þess öryggis, sem þar er að
fá í tengslum við fæðinguna, en fari
þvínæst heim aftur eftir nokkrar
klukkustundir enda er við lýði í Hol-
landi hjálparkerfi til handa sængur-
konum í heimahúsum, §em ekki hefur
tekist að þróa í sama mæli annars
staðar, enn sem komið er. Sú venja
hefur verið ríkjandi hér á landi^áð
sængurkonur dvelji á fæðingarstofn-
un 4-5 daga eftir eðliléga fæðingu
og lengur ef eitthvað ber út af. Flest-
um konum hérlendis virðist henta
þessi tími vel. Þær ná að hvílast eftir
fæðinguna, ungar og óreyndar mæð-
ur fá fræðslu og tilsögn um meðferð
barna sinna og gott lag er komið á
brjóstagjafir. Oll eru þessi atriði mik-
ilvæg, því fæstar konur hér á landi
hafa möguleika á góðri aðstoð, þegar
heim kemur. Hinsvegar á slík dvöl á
fæðingarstofnun ekki jafn vel við all-
ar konur. Sumar hvílast illa í marg-
menninu, eiga jafnvel bágt með svefn
innan um ókunnuga og þurfa því að
komast heim sem fyrst. Það er eðli-
legt, að konur fái sjálfar að ráða
miklu um heimferð sína. Forsendan
hlýtur þó alltaf að vera sú, að konuni
standi til boða góð, fagleg aðstoð er
heim kemur. Að öðrum kosti hljóta
þær og börn þeirra lakari meðferð,
en þær konur fá, sem dvelja fyrstu
dagana á fæðingarstofnun. Hafín er
nú undirbúningur að slíkri heimaþjón-
ustu og er það vel. Það voru kvenfé-
lagasamtökin hér á landi, sem hrintu
af stað byggingu nýju kvennadeildar-
innar árið 1975. Konur á þeim tíma
gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess
að eiga góða og vel búna fæðingar-
stofnun þar sem fæðingar gætu farið
fram með mestu öryggi fyrir konur
og börn þeirra. Vafalítið er allur þorri
íslenskra kvenna sama sinnis í dag.
Höfundur eryfirlæknir við
vökudeild Barnaspítala Hringsins.
Mismunandi stuðningur við búgreinar
Jöfnun myndi leiða
td 15% samdráttar
í sölu kindakjöts
JÖFNUN þess stuðnings til landbúnaðar sem kveðið er á um í fjárlög-
um myndi væntanlega leiða til 15% samdráttar í sölu kindakjöts, en
hins vegar myndi sala svína- og alifuglakjöts aukast um 15% og nauta-
Iqöts um 12%. Þetta er meginniðurstaða í nýútkominni skýrslu Hag-
fræðistofnunar Háskóla íslands um hvernig stuðningur stjórnvalda við
landbúnaðinn skiptist milli búgreina og hvaða áhrif það hefði á markað-
inn fyrir búvörur ef stuðningurinn yrði jafnaður þannig að allar grein-
ar fengju sama hlutfall af framleiðsluvirði í sinn hlut. Skýrslan var
unnin að beiðni Neytendasamtakanna.
í skýrslu Hagfræðistofnunar kem-
ur fram að heildarstuðningi stjórn-
valda við lándbúnað sem hlutfall af
framleiðsluvirði hefur verið nokkuð
misskipt á milli búgreina á árinu
1992 og horfur séu á að slíkt hið
sama verði á árinu 1993. Með heild-
arstuðningi er í skýrslunni annars
vegar átt við innflutningshöft miðað
við heimsmarkaðsverð og hins vegar
beinar og óbeinar greiðslur stjórn-
valda að frádregnum þeim sköttum
sem landbúnaðurinn greiðir.
Mestan stuðning á árinu 1992
fengu framleiðendur kindakjöts, ali-
fuglakjöts og mjólkur, og nam stuðn-
ingurinn 108% af framleiðsluvirði
þessara greina. Ef svo fari fram sem
horfir fá framleiðendur alifuglakjöts
mestan stuðning á árinu 1993, eða
um 112%, og næst þeim komi mjólk-
urframleiðendur með rúmlega 106%
stuðning. Hins vegar megi ætla að
framleiðendur kindakjöts fái um 99%
af framleiðsluvirði sinna afurða í
stuðning á árinu 1993, og næstir í
röðinni komi nautakjötsframleiðend-
ur með um 69% stuðning á árinu
1993 á móti 87% 1992. Áætlað er
að stuðningur við eggjaframleiðend-
ur nemi 79% á árinu 1993 á móti
82% 1992, og í skýrslunni kemur
fram að framleiðendur svínakjöts
fengu 74% af framleiðsluvirði sinna
afurða í stuðning árið 1992, og líkur
séu á að það hlutfall lækki um rúm-
lega eitt og hálft prósentustig milli
áranna 1992 og 1993.
Jöfnun þýddi 1,3%
samdrátt í sölu
í skýrslu Hagfræðistofnunar segir
að væri tilhögun stuðnings stjórn-
valda á árinu 1993 við landbúnaðar-
greinar breytt þannig að hver grein
fái 95% af framleiðsluvirði ársins á
undan í heildarstuðning yrðu áhrifin
þau að heildarsala landbúnaðaraf-
urða drægist saman um 360 tonn,
eða 1,26%. Mestur yrði samdráttur-
inn í sölu alifuglakjöts, eða 7%, en
einnig myndi sala kindakjöts og
mjólkur dragast saman um 1%. Hins
vegar myndi sala á hrossakjöti auk-
ast um 14%, nautakjöti um 8%,
svínakjöti um 7% og eggjum um 5%.
Hagnaður Ishús-
félagsins 31 millj.
Isafirði.
ÍSHÚSFÉLAG ísfirðinga hélt að-
alfund sl. þriðjudag. Rekstrartekj-
ur síðasta árs voru 666 milljónir
og hagnaður varð 31,4 milljónir.
Aformað er að setja hlutabréf á
almennan markað á þessu ári.
Fyrirtækið tók á móti 5.976 tonn-
um af fiski á síðasta ári og var unnið
í frystingu en íshúsfélagið hefur
bæði hert og saltað þegar það hefur
verið hagkvæmt. Áflinn kom að
langmestu leyti af Guðbjörgu eða
3.524 tonn, 1.226 tonn komu af
Framnesi frá Þingeyri sem Ishúsfé-
lagið á helming í og 716 tonn komu
af línu- og togbátnum Hafdísi.
Að jafnaði voru 100 manns á
launaskrá en launagreiðslur námu
128 milljónum.
Gyllir keyptur
I janúar keypti fyrirtækið togar-
ann Gylli frá Flateyri ásamt Flateyr-
arhreppi og nú er verið að ganga frá
sölu á Hafdísi til Hornafjarðar. Nú
er unnið að því að gera félagið að
almenningshlutafélagi og er reiknað
með að hlutabréf komi á markað
síðar á árinu. Hlutafé nú er 70 millj-
ónir en ákveðið hefur verið að auka
það í 120. Stjórnarformaður íshúsfé-
lags Isfirðinga er Þorleifur Pálsson,
en framkvæmdastjóri Jóhannes G.
Jónsson.
- Úlfar.
Gjald vegna veðurþjónustu við flugvélar
Gjaldið miðað við
þyngd og flugtíma
FULLTRÚAR samgöngu-, fjármála- og umhverfisráðuneyta, Veður-
stofu og Flugmálastjórnar hittast í dag til að fjalla um útfærslu á
gjaldtöku fyrir veðurþjónustu vegna innanlandsflugs. í fjárlögum er
gert ráð fyrir því að innheimta 10 milljóna þjónustugjald sem greiði
hluta af kostnaði Veðurstofunnar við veðurþjónustuna.
I byijun ársins fékk nefnd, skipuð
fulltrúum umhverfisráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis, Veðurstofu íslands
og Flugleiða, það verkefni að finna
leiðir til að innheimta þjónustugjald-
ið. Niðurstaðan var að gjaldið yrði
innheimt að mestum hluta af þeim
aðilum sem sjá um áætlunarflug inn-
anlands. Að sögn Þórðar H. Olafs-
sonar skrifstofustjóra umhverfis-
ráðuneytis og formanns nefndarinn-
ar lagði hún til ákveðið form á gjald-
inu eða reiknireglu sem byggist á
að margfalda saman flugtíma,
kvaðratrót af þyngd flugvéla og ein-
ingargjald. Nánari útfærsla hefur
ekki verið ákveðin endanlega en um
það verður rætt í dag.
Þórður sagði, að þær 10 milljónir,
sem innheimta ætti á þessu ári,
væri um fimmtungur af heildar-
kostnaði Veðurstofunnar vegna veð-
urþjónustu við innanlandsflug.