Morgunblaðið - 06.05.1993, Síða 46

Morgunblaðið - 06.05.1993, Síða 46
46 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú heldur þér við efnið í dag og lýkir áríðandi verkefni. Pjármálin þróast til betri vegar, en vinur veldur von- brigðum. Naut (20. apríl - 20. maí) tfffi •' Einhver smá mistök á vinnustað geta valdið áhyggjum. Láttu ekki vandamál úr vinnunni spilla ánægjulegum samvistum við ástvin. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þótt þú leggir þig fram og afkastir miklu í dag fínnst þér það ekki nóg. Ofþreyta getur vakið sjálfsgagnrýni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HltB Foreldrar eiga ánægjulegar f stundir með börnum sínum. Þótt horfurnar í málefnum hjartans séu góðar ertu eitt- hvað miður þín í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hafðu gott samráð við fjöl- skylduna áður en þú ákveð- ur breytingar heima fyrir. Ástvinur er ef til vili ekki alveg sammála. * Meyía . (23. ágúst - 22. september) <31^ Þú hefur mikla ánægju af starfi þínu í dag og þér mið- ' ar vel áfram þótt mikill vilji meira. Róm var ekki byggð á einum degi. Vog (23. sept. - 22. október) Þú getur gert hagstæð inn- kaup í dag og þarft ekki að eyða miklu. Tómstundaiðja getur leitt til aukinnatekna. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Nú er rétti tíminn til að ljúka * áhugaverðu verkefni og mikilvægum viðræðum. Einhver í fjölskyldunni er örlítið viðutan. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú ert að koma reglu á hlut- ina í dag og óleyst verkefni tekur megnið af tíma þínum. Láttu ekki annríkið haida fyrir þér vöku. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú átt góðar stundir með félögum þínum í dag, en einhverjar peningaáhyggjur geta dregið úr löngun til að umgangast aðra í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Línurnar eru að skýrast varðandi horfur í viðskipt- um. Þér miðar vel áfram í dag, en þú gerir miklar kröf- ur. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 2* Þú átt ánægjulegan fund með vinum sem búa úti á landi. Breytingar geta orðið fyrirvaralaust á ferðaáætl- unum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 DÝRAGLENS FERDINAND MOU) D0E5THI5 5ÖUND, MARCIE? "AND THE PR0PHET 5AIDTHEV U)0ULD BEAT THEIR 5WORD5 INTO 60LF CLUE5 " °PL0U)5HARE5" TRT PLAYIN6 EI6HTEEN H0LE5 UIITH A i PL0U)5HARE,MARCIE! ífjjjÉ/Rr 8 w HA HAHA HA!í jjpn m U- S c | ‘f-2? / ,\ IMl. Hvernig hljómar þetta, Magga? „Og „Plógjárn" spámaðurinn sagði að þeir myndu breyta sverðum sínum í golfkylfur." Reyndu að leika átján holur með plógjárni, Magga! HAHA HA HA!! Þú ert stórskrýtin, herra ... BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Það er bannað í brids að byggja ákvarðanir sínar á upp- lýsingum sem lesa má út úr umhugsun og ósjálfráðu lát- bragði makkers. Hins vegar er ekkert sem mælir á móti því, hvorki lagalega né siðferðilega, að nýta sér kæki og látbragð mótheijanna. Hér er lítil saga um það úr Evrópumóti kvenna fyrir mörgum árum. Þetta var í leik Frakka og Belga. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 1083 ¥ K106432 ♦ D84 4> 3 ♦ G72 ¥ ÁDG8 ♦ ÁG5 *D52 Suður ♦ ÁKD54 ¥5 ♦ K9 ♦ K10876 Austur ♦ 96 ¥97 ♦ 107532 ♦ ÁG94 Vestur Norður Austur Suður _ _ — 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Franska konan í vestursætinu íhugaði útspilið af kostgænfí. Laufeinspilið var freistandi, en svolítið glannalegt í ljósi þess að suður hafði sýnt 5-5 í svörtu litunum. Að lokum hafnaði hún því og valdi lítið hjarta í staðinn. Sagnhafi drap á ásinn, tók trompin í þremur umferðum og spilaði síðan laufi á drottningu og ás. Um leið og austur drap á laufásinn, hraut veikburða tíst upp- úr .félaga hennar í vestur, sem sá nú að laufútspilið hefði bannað slemmunni. Þessi búk- hljóð fóru ekki framhjá suðri og túlkunin var ekki vandasöm; vestur hlaut að eiga einspil í laufí. Austur skilaði hjarta, sem suður trompaði og velti fyrir sér framhaldinu. Til að ráða við lauflit austurs varð að komast tvívegis inn í borð. Suður spilaði því tígulníu og svínaði gosanum! Sú innkoma var notuð til að svína laufáttu, og tígulásinn sá til þess að hægt var að svína aftur fyrir laufgosa. Vestur fékk þijú tækifæri til að hnekkja slemmunni. Hún gat spilaði út laufí. Hún gat þagað á viðkvæmu andartaki og loks gat hún bjargað sér í horn með því að hoppa upp með tígul- drottningu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I tíunda og síðustu einvígisskák þeirra Júdit Polgar og Boris Spasskís í Búdapest í febrúar lék Spasskí gróflega af sér í byijun- inni án þess að Júdit tæki eftir því. í vel þekktri stöðu úr Breyer- afbrigði spánska leiksins lék Spasskí síðast 11. — Hf8-e8??, í stað hins venjulega 11. — Bc8-b7. Júdit svaraði með 12. Bcl2 og eftir 12. — Bb7 fór skákin aftur inn á troðnar slóðir. Spasskí vann hana um síðir í 63 leikjum og minnkaði þar með muninn í 5‘/2- 4'A Júdít í vil. Hún hefði getað unnið einvígið með þriggja vinn- inga mun hefði hún notfært sér þennan finurbijót Spasskís. Júdít gat leikið: 12. Bxf7+ — Kxf7, 13. Rg5+ og næst 14. Re6 og svarta drottningin fellur. Það skásta sem svartur á er 12. — Kh8 en tapar þá peði og skipta- mun og gæti gefist upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.