Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993
KORFUKNATTLEIKUR
Phoenixáenn
möguleika
Phoenix heldur velli í baráttunni
við Lakers eftir að hafa unnið
107:102 á heimavelli Lakers í fyrri-
nótt. Lakers leiðir 2
- 1 og á möguleika á
að tryggja sér sigur
á heimavelli. Serbinn
Vlade Divac var
mjög góður og setti persónulegt met
í úrslitakeppni, skoraði 30 stig fyrir
Lakers. Hjá Phoenix var Charles
Barkley stigahæstur með 27 stig, en
nýliðinn Richard Dumas var með 18
stig.
Frá Gunnari
Valgeirssyni
í Bandaríkjunum
Þegar tvær mínútur voru til leiks-
loka var Lakers sjö stigum undir, en
tvö þriggja stiga skot rötuðu rétta
leið og munurinn eitt stig. Phoenix
tryggði sér síðan sigur með öruggum
vítaskotum í lokin. „Þá sýndum við
góð varnartilþrif og þau gerðu gæfu-
muninn," sagði Barkley, „en þjálfar-
in bjargaði okkur með ótrúlegri trú
á okkur.“
„Við erum ekki mjög vonsviknir,“
sagði Randy Pfund, þjálfari Lakers.
„Allir leikirnir hafa verið mjög jafnir
og ég er ekki hræddur við næstu
viðureign."
Meistararnir frá Chicago rúlluðu
yfir lið Atlanta Hawks með tíu stiga
mun, 98:88, og eru þeir komnir í
átta liða úrslit. Stigahæstir í liði
Chicago voru Jordan með 39 stig og
Horace Grant með 17 stig. í liði
Atlanta Hawks var Dominique Wilk-
ins stigahæstur með 29 stig. í þriðja
leikhluta var Jordan leiddur af lei-
kvelli með meiddan ökla en hann kom
inná skömmu síðar.
Indiana vann auðveldan sigur á
New York, 116:93 á heimavelli sín-
um. Reggie Miller var stigahæstur í
liði Indiana með 36 en Defief
Schrempf var líka drjúgur með 29
stig. Patrick Ewing skoraði 19 stig
og Anthony Mason var með 14 stig.
New York leiðir 2-1.
Utah vann Seattle 90:80 í Salt
Lake City. Karl Malone og Jeff Mal-
one voru stigahæstir í liði Utah,
Malone með 23 stig en Malone skor-
aði 19 stig. í liði Seattle voru Sam
Perkins og Eddie Johnson stigahæst-
ir með 20 stig hvor. Utah leiðir 2-1.
Reuter
Michaei Jordan meiddist og fór af velli í þriðja leikhluta, en kom aftur í
fjórða hluta og var stigahæstur hjá Chicago.
Serbi slasast mikið
SERBNESKUR leikmaður í
grísku úrvalsdeildinni fkörfu-
knattleik slasaðist illa í síðustu
viku og miklar líkur eru taldar
á að hann verði iamaður það
sem eftir er ævinnar.
Slobodan Jankovic leikur með
Panionios og í leik gegn Pan-
athinaikos í undanúrslitum deildar-
innar á miðvikudaginn fékk hann
dæmda á sig fímmtu villuna undir
lok leiksins. Jankovic var ekki alls-
kostar sáttur við villuna og í bræði
sinni gekk hann að stólpanum sem
heldur körfunni uppi og skallaði í
hann með þeim afleiðingum að hann
hné alblóðugur í gólfið.
Hinn þrítugi körfuknattleiksmað-
ur slasaðist illa. Tvær sprungur
komu í mænu hans og hefur hann
verið lamaður síðan, aðeins getað
hreyft höfuðið. Læknar treysta sér
ekki til að segja til um hvort hann
geti gengið á nýjan leik, en líkur
eru taldar á að hann verði lamaður
til æviloka.
FOLK
■ JUAN Antonio Sanmranch, forseti
Alþjóðu Ólympíunefndarinnar, IOC, er
nú staddur í Istanbul í Tyrklandi þar sem
hann ávarpar ársþing Alþjóðasamtaka
íþróttafréttamanna, AIPS, í dag. Hann
sagði við komuna til Tyrklands í gær að
Istanbul ætti möguleika á að halda Olyrnp-
íuleikana árið 2000. „Það hefur orðið mik-
il bylting í íþróttalífínu í Tyrklandi og
íþróttimar skipa stfellt hærri sess í lffí
Tyrkja,“ sagði Samaranch.
■ ISTANBUL er ein þriggja borga í
Evrópu sem sótt hafa um leikana árið
2000. Hinar eru: Berlín í Þýskalandi og
Manchester í Englandi. Auk þess hafa
Peking, Brasilía og Sydney í Ástralíu
sótt um leikana. Ólympíunefndin ákveður
á fundi sínum í Monte Carlo í september
hvar leikamir verða haldnir.
■ TVEIR íslenskir íþróttafréttamenn,
Skapti Hallgrimsson formaður Samtaka
íþróttafréttamanna og Samúel Örn Erl-
ingsson, sækja AlPS-þingið í Istanbul.
Ný stjóm var kosin í Samtökum íþróttáf-
réttamanna í síðustu viku, en hana skipa
þeir Skapti Hallgrímsson, Jón Kristján
Sigurðsson og Arnar Björnsson.
■ AXEL Vatnsdal, sem hefur leikið
fimm leiki með Þór á Akureyri í 1. deild
karla í knattspyrnu, hefur skipt yfir í
Völsung.
■ ORMARR Örlygsson hefur leikið með
KA að undanförnu og verður sennilega
með liðinu í 2. deild knattspymunnar í
sumar.
BORÐTENNIS
Island með á HM í sjöunda sinn
ÍSLENDINGAR verða á meðal
keppenda á HM í borðtennis
sem hefst í Gautaborg um
næstu viku. Þetta er í sjöunda
sinn sem ísland á fulltrúa á
HM. Sex keppendur verða
sendir að þessu sinni, fjórir
karla og tvær konur.
m
Jsland tók fyrst þátt í heimsmeist-
- aramóti 1977. Besti árangur ís-
lendinga á HM til þessa var 1981
er mótið var haldið í Novi Sad í
Júgóslavíu, en þá hafnaði karlaliðið
í 48. sæti. Kvennaliðið náði besta
árangri sínum 1977 og lenti einnig
í 48. sæti.
ísland keppir í flokki B-þjóða og
er karlaliðið í riðli með Búlgaríu,
Spáni, Króatíu, Mexíkó, Jórdaníu og
Tælandi. Kvennaliðið er í riðli með
Ástralíu, Slóveníu, Ghana og Georg-
íu.
íslenska karlaliðið er skipað þeim
Kjartani Briem, íslandsmeistara úr
KR og Víkingunum Kristjáni Jóns-
syni, Bjarna Bjarnasyni og Ingólfi
Ingólfssyni. Kvennaliðið skipa Að-
albjörg Björgvinsdóttir og Ingibjörg
Árnadóttir og eru þær báðar úr Vík-
ingi.
Gunnar Jóhannsson, formaður
Borðtennissambands Islands, sagði
að þátttökuþjóðimar á HM hafí aldr-
Kjartan Brlem
ei verið fleiri en nú, eða 89. „Við
erum hóflega bjartsýnir á okkar
gengi enda við sterkar þjóðir að etja
bæði hjá körlunum og konunum. Við
gerum okkur helst vonir um að vinna
Ghana í karlaflokki, en vitum ekkert
um styrkleika Georgíu. Satt að segja
held ég að kvennaliðið eigi litla
möguleika á að vinna leik í riðla-
keppninni," sagði Gunnar.
í liðakeppninni eru einungis ein-
liðaleikir og eru þrír í hverju liði.
Tveir leika tvo leiki og síðan sá þriðji
einn leik. Það lið sem fyrr vinnur
þrjá leiki sigrar. í kvennaflokki eru
tveir í liði, en þar eru spilaðir tveir
einliðaleikir og einn tvíliðaleikur.
Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki sigr-
ar.
Kjartan Briem tekur aðeins þátt
í liðaképpninni þar sem hann þarf
að gangast undir próf í rafmagns-
verkfræði í Danmörku þegar ein-
staklingskeppnin fer fram.
Tveir íslenskir dómarar dæma á
HM og er það í fyrstá sinn. Það eru
þeir Árni Ziemsen og Albrecht
Ehmann. Auk þeirra fara Hjálmar
Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, Hu
Daoben, þjálfari Víkings og Gunnar
Jóhannsson, formaður BTI.
Kosnaður Borðtennissambandsins
við þessa ferð er áætlaður um 600
þúsund krónur, en þess má geta að
mótshaldari greiðir gistingu og uppi-
hald fyrir 5 keppendur frá hverri
þjóð, þjálfara og alla dómara.
Hvernig fer stórskytta Vals, ÓLAFUR STEFÁNSSOIM, að þvíað gera öll þessi mörk?
Með skotstíl
homamanns
ÓLAFUR Stefánsson, vinstri handar skytta deildar- og bikar-
meistara Vals í handknattleik, vakti athygli í fyrra og skaut
þá sér reyndari og eldri leikmönnum ref fyrir rass. Hann hefur
haldið uppteknum hætti f vetur og var íaðalhlutverki ífyrsta
leik Vals og FH um íslandsmeistaratitilinn, sem fór fram ífyrra-
kvöld.
Iþróttin skipar veigamikinn sess
hjá þessari efnilegustu hand-
boltaskyttu Iandsins, sem undirbýr
sig í sumar með
U-21s árs landslið-
Steinþór >"u fyrir HM í
Guöbjartsson Egyptalandi í sept-
ember, en á milli
leikja í úrslitakeppninni helgar
pilturinn náminu krafta sína.
Hann fer í lokapróf í erfðafræði
á morgun og verður stúdent af
náttúrufræðibraut 1 í MR í vor,
en ætlar í læknisfræði í haust.
Ertu ekki farinn að sætta þig
við að leika sem skytta eftir að
hafa spilað í horninu lengst af?
„Ég lék í horninu upp alla yngri
flokkana, en Theódór Guðfinns-
son, sem þjálfaði okkur, lét mig
skipta við útispilarann Valgarð
Thoroddsen, þegar ég var á öðru
ári í 2. flokki. Valli fór í hornið,
en ég stækkaði ört á þessum tíma
og var því settur í skyttuna. Ég
vildi vera áfram í hominu til að
bytja með, en það er miklu meira
að gera fyrir utan, maður er meira
í boltanum og því er það skemmti-
legra.“
Skotstíllinn hjá þér er óvenju-
legur. Hefurðu æft þig sérstaklega
í þvi að vera öðruvísi en aðrir?
„Ég hef öðruvísi skotstíl heldur
en margir aðrir vegna þess að ég
hef alist upp í horninu, en reyndar
hefur verið reynt að beina mér frá
þessari hreyfingu. Ég er ekki með
þessa hefðbundnu skyttuhreyf-
ingu heldur frekar úlnliðshreyf-
ingu eins og hornamenn skjóta.
Ég hef ekki verið nógu líkamlega
sterkur og því frekar lagt áherslu
á að styrkja mig til að komast í
gegnum þessa gaura, en svo hef
ég æft skotin með þungum bolta,
800 gramma bolta, og það hefur
gefíst mjög vel. Þegar ég var í
2. flokki var ég oft með boltann
í kjallaranum heima og dúndraði
í vegginn. Það vom viðbrigði að
byija með stóra boltana og þetta
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur Stefánsson, sem er 19 ára, lokar sig af á milli leikja og æfinga
og les fyrir stúdentspróf, en gaf sér rétt tíma til að líta upp í gær.
var ágætis lausn til að geta góm-
að þá almennilega."
Leggurðu mikið á þig?
„Já, já. Þegar ég er að styrkja
mig tek ég vel á og fínnst það
gaman — „no pain, no gain“ [eng-
inn verkur — engar framfarir] —
annað gengur ekki. Þessi aldur,
18 til 21s árs, er besti tíminn til
að styrkja sig og því er gott að
nýta hann vel.“
Þú varst í öðrum íþróttagrein-
um. Hvers vegna varð handboltinn
fyrir vaiinu?
„Ég hef gaman af körfubolta
og „fússaranum" og fer reyndar
stundum í tennis með pabba, en
ég er ekki beint mikill þolkarl.
Þetta með handboltann var frið-
samleg þróun og í 2. flokki hætt-
um við nokkrir félagarnir í fótbolt-
ann og fórum í handboltann. Fyrst
allir fóru fylgdi ég straumnum og
þetta er ólíkt skemmtilegra."
Þú ert líka í tónlistinni?
„Hún fór reyndar fyrir ofan
garð og neðan og það var mér að
kenna. Ég var að læra á þver-
flautu en hætti þegar ég fór í
menntaskóla. En tónfræðin kemur
sér oft ágætlega. Ég hlusta á lög,
fínn gott lag, hripa nóturnar niður
og spila þegar ég hef tíma, en ég
er alæta á tónlist."
Verður ekki erfitt að samræma
handboltann og læknisfræðina?
„Ég hef metnað í öllu, sem ég
geri, en ég veit ekki hvernig þetta
kemur til með að þróast. Eg ætla
að gera mitt besta, skipuleggja
tímann og þá á þetta að hafast,
þó ég geri mér grein fyrir því að
læknisnámið þarf sitt.“